Heimskringla - 22.09.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 22.09.1948, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. SEPT. 1948 RUTH Þýtt hefir G. E. Eyford Ruth sat eins og steingerfingur, hnarreist og hreifingarlaus, með krosslagðar hendurnar á brjósti sér, en nú mátti lesa í andliti hennar brennandi hatur. Skyndilega stóð hún upp, svo hart, að hún var næstum búin að setja um koll málara grind- ina. Svo gekk hún að borðinu, tók einn pentu- dúkinn upp í hendi sér og hélt honum upp fyrir Lenu og sagði stutt og bjóðandi: “Hvernig er það gert!” “Það er ekki neitt vannskillegt”, sagði Lena ofur milt. “Stafirnir eru teiknaðir á dúkinn, þér verður það auðvelt.” “Tólf sinnum sama fángamarkið”, sagði Ruth, Það gerir mann ruglaðan í höfðinu”. Svo tók hún stól og settist út í horn, og sagði glettnislega: “Að hvaða gagni kemur manni mentun sín í þessu húsi? Allar háar hug- sjónir eru drepnar hér, með sífeldu sauma og heklu verki.” “Ruth, mér hefur skilist, að þú hafir beðið mömmu um að láta þig sauma”, stamaði Lena út úr sér. “Já, eg gerði það,” svaraði Ruth. “Eg bað hana um það í allri einlægni. En hún bara sneri sér frá mér, og ypti öxlum. Ekkert svar hugsaði, eg, er einnig svar; þú ert frjáls, þú getur gert og látið eins og þú vilt, og með gleði í hug fór eg að mála myndina þína. En rétt þegar eg er byrj- uð og finn, að mér muni heppnast það betur en nokkurntíma síðar, þá veður hún inn, með þenn- an bunka af pentudúkum”. Ruth tók einn pentudúkinn, neri honum saman milli handa sér og henti honum út í vegg- inn. Lena tók hann sem fljótast upp, og fór að reyna að slétta hann eins vel og hún gat, og bródera fangamarkið, og horfði stöðugt á Ruth. “Láttu það vera!” sagði Ruth, í'skipandi róm, og er Lena hætti ekki tók hún pentudúkinn af henni. “Það vantar nú bara, að eg, fátækling- urinn, láti heimasætuna vinna það sem mér er sagt að gera”, sagði hún með samanbitnum tönn- um. “Segðu þetta ekki Ruth, það er svo særandi og heimskulegt, að heyra hvernig þú talar! Vertu nú góð og fáðu mér pentudúkinn aftur. — Mér þykir gaman að bródéra, það er svo auð- velt fyrir mig. Eg er ekki hrædd um að eg styngi nálinni í fingurnar á mér”. Gletnin í síðustu orðunum kom blóðinu til að streyma upp í kinnarnar á Ruth. Hún stóð þarna eins og myndastytta. “Veistu hvað þú, sama sem hefur sagt?” spurði hún. “Nú hvað?” "Að eg sé fáfengilegur sjálfbirgingur”. “Nei, það hefði mér aldrei komið til hugar”, sagði Lena dálítið æst. “Maður hittir oft óvart höfuðið á ein- hverjum”. “Þú, — hræðilega — þú! ” “Svona, þegiðu nú Lena, og haltu áfram að stoppa í sokkana. Eg skal bródera.” “En úr því þú gerir það svo nauðug-------”, “Þegiðu nú eins og fiskur, segi eg. Eg ætti að vera þakklát fyrir að mér gefst tækifæri til að borga, þó ekki væri nema einn skilding upp í skuldina.” Með þessi orð og háðskan hlátur settist hún í stólinn. Svipurinn á hennar fallega andliti, sýndi ekki hin minstu þakklætis merki. Með ólundar- og fyrirlitningar svip tók hún nálina og fór að bróðera fangamarkið. Eitt nálspor, svo misti hún nálina, og varð að leita að henni á gólfinu. Nú var þráðurinn trosnaður og gekk ekki í gegnum nálaraugað svo hún varð að slíta hann frá — en nú kom óvænt hvíld. Það var bankað ofur hægt á hurðina. “Kom inn!” sagði Ruth og leit forvitnislega til dyranna. Það var yngsti maðurinn í skrifstofunni sem kom inn, og hneigði sig auðmjúklega er hann opnaði hurðina. Það glaðnaði strax yfir Ruth, hún var altaf vingjarnleg við aðdáendur Sífta, og þessi ungi maður var höfundur að lof- ræðu, sem henni var flutt á afmælisdaginn hennar, sem hafði snortið hana dálítið, og verið henni til mikillar skemtunar. “Ó, góðan daginn hr. Johns!” sagði hún með bros á vörum. “Kanske eg eigi nú að fá að tala við föðurbróðir minn?” “Já, jómfrú Ruth. Ef að jómfrúnni þóknast að koma inn í prívat skrifstofuna hans------” “Eg skal koma strax.” Skrifstofu maðurinn hneigði sig djúpt, og fór út. Ruth stóð upp og strauk þráðarspotta af kjólnum sínum, gekk svo að speglinum og lag- færði á sér hárið. Þegar hún var búin að laga hárið eins og henni líkaði, sneri hún sér brosandi að Lenu og sagði: “Svona, vina mín, nú fáum við að sjá!” “Pabbi gefur aldrei sitt samþykki — eg veit það fyrir víst,” sagði Lena, sem nú var orðin ná- föl í andliti. “Við skulum bíða við,” sagði Ruth og gekk hnarreist út úr herberginu. 6..KAFLI Var þessi eini sólargeisli horfinn, eða hafði Ruth tekið hann með sér. Lenu fanst að það væri orðið skuggsýnt í herberginu, nú er Ruth var horfin. Andvarpandi ýtti hún körfunni frá sér og beygði sig til að taka upp pentudúk, sem hafði fallið á gólfið, er Ruth stóð svo snögt upp. Hún þræddi nálina í flýti, og það var ánægju- legt að sjá hve flink hún var með nálina. Eitt nálsporið við annað, svo akkúrat sem mest gat verið. Það mátti til að vera búið að sauma í einn dúkinn þegar Ruth kæmi til baka. Það var engin undur, að minni kæru Ruth lætur ekki að bródera. Það er heldur engin vinna fyrir hana — fanst Leny. Mamma, sem er annars svo skyn- söm, en hún skilur ekki Ruth. Og þó fanst Lenu það svo skiljanlegt, svo náttúrlegt, eins og hægt var, að náttúran og algert frjálsræði í uppvext- inum, hefði gert Ruth það sem hún er. Náttúran hafði skapað svo undur fallega manneskju, algerlega lýtalausa frá hvirfli til ilja, og frá því hún fór að hafa vit á, hafði móð- irin sagt við sína fallegu litlu dóttir: “Gerðu hvað sem þú vilt — bara ekki neitt, sem er and- stætt samvizku þinni og særir tilfinningu þína. Syndin er ljótur blettur sem ekkert fær afþvegið. • • Og faðir hennar hafði sagt við hana: “Lærðu eins mikið eða lítið eins og þú vilt, en mundu það ávalt, að það er andinn sem hefur mann- eskjuna yfir dýrin.” Frá æskuárum hafði henni verið kent að segja meiningu sína, og vanist að tillit væri tekið til óska hennar. Hinar ströngustu aðfinsl- ur sem hún hafði orðið fyrir, voru: “Eg hefði ekki gert þetta í þínum sporum”. Og þannig var hún orðin sú, sem hún var. Þannig var hún fyrir sex mánuðum, þegar hún kom í þetta hús, og er hún sá sig um hér, hafði hún brosað, hálf undrandi og hálf kímnislega. “Svona finnur maður ekki í allri Ástralíu,” sagði hún. “Maður verður hér strax rómantísk- ur, og gæti farið að lesa, bæði Hoffman og Musons”. En samt sem áður — Lena, nei það gæti maður ekki; það er heldur þröngt hér til þess. Hinir lágu bitar og lituðu rúður í gluggunum, sem útiloka ljósið, og hindra loftið frá að streyma inn. Já, já, maður verður þess var, mennirnir sem bygðu þetta hús, höfðu að vísu losað sig undan hinu gamla trúarbragða fargi, en þeir stynja þó ennþá undir alslags þvingun og harðstjórn vanans. Þó fanst henni ennþá þrengra andrúmsloftið sem var ráðandi í húsinu. Fyrst hafði hún gefið því lítinn gaum, þó eitthvað væri í vegi hennar, en nú var alt öðru máli að gegna, nú krafðist hún að það sem mest var í vegi hennar væri tekið burt. Hún varð að hafa hindrunarlausa um- gengni í húsinu. Það var svo margt sem hafði komið fyrir milli mömmu og Ruth, hugsaði Lena, og í gær-------og augu Lenu fyltust af tárum. — Maður þarf ekki að undrast þó Ruth leitaði eftir öðru heimili, en hún — Lena — misti svo mikið við það, misti alt með henni. Hve einmanaleg hafði ekki bernska hennar verið fyrstu æskuár hennar, hve ólýsanlega hafði hún ekki þráð æskufélaga. Ruth dæmdi hana rangt, þegar hún kallaði hana, litla uppgjafa nunnu. Hana hungraði eftir lukku, eftir að svala hinni eðlilegu þrá æskunnar, en hana brást áræði til að finna sjálf leiðina til þess. Henni var, hlýðnisbarninu, alt of auðvelt að sjá skuggahliðar hlutanna, en hina glaðværu björtu hlið urðu aðrir að hjálpa henni til að sjá. Þetta skildi Ruth! Hve vel hún skildi það! Hinir einföldustu og hversdagslegustu hlutir gátu orðið henni að gleðiefni, og yfir öllu sem - var fallegt og fagurt gladdi hún sig svo mikið, að maður gat ekki annað en glatt sig með henni, bara með því að líta á hana. Hve indæla daga höfðu þær ekki verið saman í þes$u gamla húsi — og svo kvöldin, þessi glaðværu kvöld, þegar þær töluðu og hlógu sig í svefn í rúminu, og þær dreymdu sína indælustu drauma. Þessir sæludraumar, ásamt glaðværu sam- tali og hlátrum, urðu nú ekki nema sársauka- kend endurminning, þegar Ruth væri farin. Hinar gleðisnauðu kyrlátu nætur, og löngu og vonlausu dagar, kæmu nú aftur, eins og áður hafði verið. Lena hafði lokið við að sauma fyrsta fanga- merkið, að tárin flutu úr hennar döpru augum, og hún ætlaði að fara að byrja á öðru, er hún heyrði fótatak fyrir utan dyrnar. Hún lagði vinnuna frá sér og hlustaði með eftirvæntingu. Það var fótatak Ruth, um það var ekki að villast! En hvað, var hún flogin burt aftur eins og fugl — nei, hún kom nú hægt og rólega aftur! Það var eins og það boðaði vonbrigði, og hið barns- lega hjarta Lenu, sló nú harðara af heimuglegri gleði. Pabbi hefir víst svarað beiðni hennar með einu ákveðnu nei. Nú var hún komin að hurð- inni, en áður en hún opnaði hurðina stansaði hún sem snöggvast. Hún opnaði hurðina ofur hægt, og stóð nú í dyrunum — en það var enginn vonbrigða svipur á andliti hennar. Þvert á móti! Það var ein- kennilegur glampi í augunum, og dreymandi bros á vörunum — eins og eitthvað stórkostlega undarlegt, eitthvað dýrðlegt, hefði komið fyrir hana, sem hún gæti vart gert sér grein fyrir, þannig leit hún út. Ruth hló stuttan hlátur. Svo lokaði hún hurðinni, settist á næsta stólinn, og sat þar þegjandi með krosslagðar hendur í kjöltu sér, og starandi augu, eins og hún sæi eitthvert und- ur fyrir framan sig. “Talaðu Ruth, í herrans nafni talaðu!” bað Lena. En í staðinn fyrir að svara, hló hún þennan stutta glaða hlátur. “Vertu ekki svona miskunarlaus við mig, Ruth! Þú kvelur mig eins og búið sé að setja mig á pínubekkinn. Segðu mér hvort pabbi gaf þér sitt samþykki?” Það var eins og Ruth vaknaði af draumi. — Það var eins og hún með augnaráði sínu vildi spyrja veggina í herberginu: “Er það mögulegt? Er hér allt eins og það var?” Allt í einu sneri hún sér gletnislega að Lenu. “Þú sagðir mér nýlega söguna af öskubusk^ unni”, sagði hún. “Var það gler eða gull skór sem hún misti af sér á dansinum?” “Sleppum því bulli”, sagði Lena. “Ó, það er ekki bull. Það er afar mikilvægt spursmál. Segðu mér, — var skórinn úr gulli eða silvri?” “Það veit eg ekki”. “Lena!” “Eg veit auðvitað ekkert um það.” “Jæja, er það þá bara ímyndun að prinsessan hafi látið allar stúlkurnar í landinu reyna hann, en hann hafi ekki passað neinni nema öskubusk- unni ?” “Ruth, þú ert óþolandi, hvað kemur þetta vitlausa æfintýri því við hvað faðir minn sagði?” “Það er einmitt æfintýrið. Eg er öskubusk- an”. “Hvaða rugl! Þú hefir ekki mist neinn dansskó”. “Það getur skeð — en sá týndi, eða endur- fundni, eða ósýnilegi skór, passar mér alveg eins og hann sé steyptur handa mér. Já, sjáðu til”, og hún rétti annan fótinn fram undan bláa kjólnum sínum og skórinn var sem steyptur á fætinum á henni, þó það væri þar enginn gler eða gull skór. “Ruth!” sagði Lena, hálf hrædd og undr- andi, “Eg held þú sért ekki með öllum mjalla”! “Lena”, svaraði Ruth, “þó eg væri alveg bú- in að missa vitið, þá væri það ekki svo undra- vert”. Svo stóð hún upp allt í einu, greip Lenu í fang sér og valsaði með hana um gólfið í her- berginu. “En, Ruth”, sagði Lena, og stóð á öndinni, “Ruth, þetta nær engri átt! Sjáðu bara dúkana hennar mömmu — þeir liggja allir á gólfinu — við trömpum á þeim, Ruth, við----------” Ruth Slepti Lenu og þreif með augntilliti, sem spáði engu góðu, alla dúkana, fór með þá að ofninum og opnaði hurðina, eins og hún ætlaði að fleygja þessum dýru líndúkum inn í ofninn. “í hamingjunnar bænum! Hvað ætlarðu að gera?” hljóðaði Lena upp, og þreif af öllu afli í handlegg hennar. “Ha, ha!” hló Ruth. “Hefurðu ekki lesið um hvað Guðrún Gjúkadóttir gerði, þegar brúð- guminn hennar kom til að bjarga henni? Hún henti líninu sem hún var að þvo í hafið, svo glöð varð hún. Eitthvað líkt því geri eg líka, eg hef ekki hafið hér við hendina, en eg er ekki lengi að kveikja á eldspítu og----------” “Ruth! Þú gerir það ekki — þú getur ekki — þessa fallegu nýju dúka! Ruth, það væri bæði synd og skömm. — Kondu, hættu þessu — gættu nú skynseminnar, eg bið þig, Ruth!” En þessi auðmjúka bæn mátti sín lítið, hún varð að berjast meir fyrir þessu, og að síðustu réðist hún að Ruth, með yfirmannlegu afli og hrifsaði af henni dúkanna og læsti þá ofan í skúffu. Svo snéri hún sér óttaslegin að Ruth, sem sat á skameli og veifaði sem blævæng svunt- unni sinni. “Hvað var það sem þú sagðir um brúðguma, Ruth?” stamaði Lena út úr sér. “Hefir kanske einhver beðið þín?” “Það er kannske ekki svo óhugsandi”, svar- aði Ruth, og deplaði ánægjulega með augunum. Lena varð svo óstyrk að hún varð að setjast. “Og bara umhugsunin um það ætlar að yfir- buga þig”, sagði Ruth gletnislega. • • “Ó”, umlaði Lena, náföl í andliti, “það kem- ur svo allt í einu og óvart, og eg þekki engan — þér þykja allir herrarnir hérna svo leiðinlegir. Ruth, kæra Ruth, vertu nú miskunsöm! Segðu, segðu mér eins og er!” Augnatilitið sem fylgdi síðustu orðunum, var svo sakleysislegt, að það hlaut að bræða hvert steinhjarta. “Nú, jæja þá”, sagði Ruth og brosti. “Úr því þú hvorki getur eða vilt skilja mín- ar fallegu líkingar, þá skal eg segja þér allt frá byrjun. Eg fór eftir boði föðurbróður míns ofan í skrifstofuna til hans, eins og þú veist, og er eg kom inn í aðal skrifstofuna, sá eg mér til mik- illrar undrunar, hvernig sex pennar stönsuðu undireins og eg kom inn, og hvernig sex ungir menn þutu ofan af sínum háu skrifstólum til að spyrja eftir hvað mér þóknaðist. Bara vinur þinn, maðurinn sem lenti í ólukkulegu ástamál- in, lét sem ekkert óvanalegt hefði komið fyrir, heilsaði mér varla, klunnin sá! Mér er sama, eg get farið mínna ferða án hans. John litli opnaði hurðina að prívat skrifstofu föðurbróður míns, og með hnarreistu höfði gekk eg inn til hans. “Eg sé það alltsaman í huga mér”, sagði Lena hlægjandi. “Góðan daginn, föðurbróðir minn byrjaði eg að segja í mínum mildasta tón, það er mjög velgert af þér að þú-----en orðin dóu á vörum mér, því eg varð þess vör, að föðurbróðir minn var ekki einn í skrifstofunni, því upp úr hinum skygða skinnsófa út við veggin stóð gríðar stór maður. Eg hugsaði, Hver er þetta? Er þetta einn hinn fornu Niblunga?-------- “Ruth!” “Nei, reyndar enginn annar en maðurinn er við sáum báðar í gær —Kaptein Brodewick!” “Hvað var hann að vilja þangað?” “Biðja mín”. “Og sem meir en gæti verið afi þinn!” sagði Lena. “Og sem umfram allt vill verða tengdafaðir minn”. “Ruth! Ruth!”, hrópaði Lena, og neri sam- an höndunum, yfir því hve léttilega Ruth talaði um þetta. “Hvernig getur þú talað svona létti- lega um þetta. Giftingartilboð er þó stórt alvöru mál.” “Alveg satt“, sagði Ruth, og kinkaði kolli. “Meðan sá gamli í djúpum bassaróm og ófram- færnislega, sem fór honum mjög vel, bar upp fyrir mér erindi sitt, virti eg hann nákvæmlega fyrir mér til að sjá, ef honum væri full-alvara í þessum mikilsverða málaflutningi. Árangurinn varð ágætur!” “Guð minn góður!” stundi Lena. “Þetta áhrærir þá ekki föðurinn, bara soninn! Hver er hann, og síðan hvenær þekkir hann þig?” Ruth hló. “Já, sérðu kæra, það er það skrítnasta við söguna. Hann þekkir mig ekki meir en eg þekki hann, hann hefir einu sinni ekki heyrt nafn mitt nefnt!” Lena strauk hendinni ráðaleysislega um enni sér. “Maður getur orðið vitlaus, að heyra annað eins og þetta.” Ó, nei, barn,” sagði Ruth hughreystandi, “það er þó ekki svo óhugsandi. Hlustaðu nú á! Hr. Fredrik Brodwik, er plantekru eigandi í Java, óskar að innganga í heilagt hjónaband, og þar eð viðskifti hans eru svo umfangsmikil, að hann hefir ekki tíma til að fara til Þýzkalands til að fá sér konu, hefir hann beðið föður sinn að litast um eftir konuefni handa sér. Gamli maðurinn virðist að hafa orðið hrifinn af mér við fyrstu sýn í gær, og álítur mig hið rétta konuefni fyrir son sinn. Er þetta kanske ekki eins ljóst og dagurinn?” “Já, en þú getur þó ekki gifst manni sem þú þekkir ekki?” sagði Lena vandræðalega. “Föðurbróðir minn segir að hann sé mesti heiðurs maður. Fyrst, Lena mín, hvað meinar það að þekkja mann? í öllum aðal atriðunum eru þeir hver öðrum líkir. Ef maðurinn er lag- legur og ekki mjög heimskur, þá vefur maður honum um fingur sér.” “Ruth, þetta er léttúðugt, hræðilegt tal og — það er keki heldur alvara þín. Þú talar svona bara til að særa mig, þú meinar ekki það sem þú segir.” “Lena, eg veit ekki hvort eg hef sagt þér alt ennþá, maðurinn á miljónir og miljónir tekur maður alvarlega, þegar manneskja eins og eg, sem ekki á einn einasta skilding, en þrái sæl- lífi öllu öðru fremur.” “Ó já! Taka þeim fyrsta sem býðst pening- anna vegna? Eg get ekki og vil ekki trua þvi. “Vegna hvers ekki?” spurði Ruth rólega og brosandi. “Eg er Ruth og líkist nafni. Líttu bara í biblíuna þína og lestu hvað fyrsta Ruth gerði: “Þitt fólk skal vera mitt fólk”. — Það er eitthvað svo snertandi. Maður tileinkar henni hina mestu ástríðu, en hún var engu síður hygg- in og raungerð. Undir eins og gamli Boas kem- ur með peninga punginn, þá er hún ekki eitt augnablik að hugsa sig um. Já, já, svo erum við allar Ruthur; að tína upp korn ax á annars akri — en það er ekki nóg til lengdar.” “Guð varðveiti okkur! Hve kæruleysislega þú talar, og hve óviðeigandi! Ruth, hugsaðu bara, hvernig fáeinir kjolar, sem faðir minn hafði gefið þér, þjökuðu þér í gær, eins og þung byrði! Og nú vilt þú þigga miljónir þessa manns?” ' "ó-hó!” sagCi Ruth, sem virtist að hafa gam- an af þessu samtali. “Það er alt annað, held eg. Fyrir aðeins einu ári síðan leið eg fyrir að vera fallegasta stúlkan í Sydney. Eg get varla verið gömul og skorpin síðan?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.