Heimskringla - 03.11.1948, Blaðsíða 3

Heimskringla - 03.11.1948, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 3. SIÐA WINNIPEG, 3. NÓV. 1948 eru handhafar og erfingjar hinn- ar vestrænu siðmenningar. Sú menning hefir lagt mikla áherzlu á einstaklingsfrelsið með ótal lagasetningum og yfirlýsingum Engum dettur í hug að frelsið sé ekki mikils virði og að menn eins og fyrrum vildu ekki leggja líf sitt fram því til verndar og varð- veislu. Hin höfuð þjóðin, Rúss- ar, leggja mesta áherzluna á borgaralegt örygii, atvinnulega, menningarlega og fjárhagslega. Dettur nokkrum í hug að hér sé ekki líka að ræða um mikils varð- andi verðmæti, að tryggja ein- staklinginn gegn atvinnu missir, verðsveiflum og auðvalds kúg- un? Tvent ættu báðar þjóðirnar að hugfesta, að ef til ófriðar kemur, fer alt öryggi út í veður og vind og frelsið glatast. Það ætti ekki heldur að vera nein ó- yfirstígandi torvelda á því að samrýma þessar stefnur, því iheimsmenningin þarf bæði á öryggi og frelsi að halda. Það má áreiðanlega takast, að tryggja hið mesta frelsi samfara hinu mesta öryggi ef góðviljan og í- grundunina ekki skortir í heil- brigðu mannfélagi. Mér finnst trúin á atom sprengjuna vera táknræn. Þegar menn tapa trúnni á hin uppbyg- jandi og guðlegu skapamögn, festa þeir trúna á eyðileggingar öflin. Þetta niðurrifs og eyði- leggingar eðli birtist tíðum í villumönnum og illa siðuðum börnum. Já, og hjá brjáluðu fólki. Hvernig hefur heimurinn fall- ið niður í þetta öngþveiti? Fyrir trúleysi sitt, af því hann hefur ekki trú á neinu: Alt sem vor kynslóð hefur helzt fest traust sitt á hefur brugðist vonum vor- um. Vér trúðum á lýðræðið og upp spruttu átján einvaldar á tuttugu árum. Vér trúðum á fram farirnar og yfir skullu tvö al- heimsstríð og sú ógnarkreppa er gerði fátæklingana að bónbjarga mönnum en efnaða að öreigum, enda þótt hún hafi kunnað að gera fáeina auðmenn ennþá rík- ari. Vér trúðum á vísindin og þau gáfu kjarnorku sprengjuna, sem nú ógnar öllum lýðum með algjöru heimshruni. Menn geta ekki borið fullt traust til sjálfra síns, því þeir vita það einir og ó- studdir fer þeim tíðum eins og Páli postula “að hið góða sem þeit vilja, gera þeir ekki og það illa sem þeir ekki vilja, gera þeir tíðum”. Á ensku máli er oft talað um “the inner reserve”, innri vara orku, orku sem orkar stórum sigrum. Til hennar er gripið þeg- ar allt hið hversdagslega er að bregðast. Trúin á guð í alheims geimi og guð í sjálfum þér er einmitt slík orka eða gefur hana. Það er kristijinnar og kirkjunn- ar að gefa mönnum þessa orku og þá mun friður guðs, gjöf Krists, stafa sem lífgefandi geisli inn í sálir mannanna og breiðast sem guðs blessun yfir jörðina. Þá verða mennirnir bræður og friður ríkir um allar jarðir. H. E. Johnson Ferð mín til íslands Eftir Önnu Matthíasson Verjandi morðingja nokkurs var orðinn gersamlega vonlaus um málstað skjólstæðings síns. Hann varð því alveg forviða er úrskurður dómaranna hljóðaði: “Saklaus”. í algleymisfögnuði stundi verj andinn: “Saklaus, og morðinginn, sem ihafði játað sekt sína.” “Já, það var nú einmitt merg- urinn málsins”, sagði einn dóm- aranna, sem heyrt hafði orð verj- andans. Dóninn játaði, og þar sem ekki er vitað, að honum hafi nokkurn tíma orðið sannleiksorð á munni, ályktuðum við, að hann hlyti að vera saklaus.” ★ * * Benjkmin Disraeli: “Eg hef meiri áhuga fyrir nútíðinni en framtíðinni, en þó tek eg fram- tíðina fram yfir nútíðina”. Framh. Við héldum áfram meðfram Hlíðinni, sáum Hlíðarenda þar sem Gunnar bjó; svo meðfram Hlíðarendakoti, sem Þorsteinn Erlingson ólst upp á. Mér var sýndur bletturinn, sem Gunnar sneri aftur, og en héldum við á- fram, því ferðinni var heitið að Múlakoti og brátt komum við þangað. Þar skildi séra Sveinn við okkur og fór heim, en við vorum eftir. Við vorum þar þrjá daga um kyrt báðar. Það er veitingarstaður og margt um manninn. Húsbóndinn er lista- málari, fer um sveitir og málar landslag. Húsmóðirinn stjórnar veitingarhúsinu með dugnaði. Móðir húsbóndans hefur falleg- ann tré- og blómagarð, sem margir koma úr öllum áttum að skoða. Sonur hjónanna annast búið. Fyrir neðan í dalnum renn- ur Rangá og Markárfljót er réð- ist á land bænda og brutu það upp. Það tók yfir stórt svæði, en bændur tóku sig saman og höfðu þær stíflur svo nú renna þær meðfram jöklinum hinu megin en farvegur þeirra er nú þur og breiður. Það var farið með okkur að stíflunni til að sýna okkur hana. Hekla blés talssverðum sandi yfir bú bænda undir Eyja- fjöllum og haldið að efsti bær- inn þar, sem er næst öræfunum, muni ef til vill leggjast í eyði. Á morgni hins fjórða dags kvöddum við frænka mín þetta góða fólk, sem gaf mér að skil- naði málverk af Eyjafjallajökli í minningu um komu mína þang- að. Við héldum sem leið liggur til Hveragerðis, þar skildi frænka mín við mig og fór heim. Eg fór til Jóns Ögmundssonar frænda míns, sem býr þar og Solveigar konu hans. Við erum þrjú systk- ina börn og var hjá þeim í þrjá daga í besta gengi. Einn af þeim dögum fór dóttir hjónanna með mig niður að Kröggólfsstöðum, óðuli feðra minna, sem þeir höfðu átt á þriðja hundrað ár, sonur tekið við af föður. Eg heyrði að það mundi hafa verið 6 sem hefðu getað sagt “Hér var mín vagga og hér var búinn minn banabeður“. Þegar bróðir minn dó tók við tengdasonur hans. Hann veiktist, seldi stjórninni jörðina, sem nú kvað vera að skipta henni upp milli þeirra, sem vilja, en part af henni hefur bóndinn sem þeir settu þar. Hún var álitinn ein af bestu jörðum ssýslunnar. Það er von- laust að hún geti nokkurntíma orðið okkar aftur. Það er ekki, laust, sem skrattinn heldur. — Fólkið, sem þar er var svo al- mennilegt og sýndi mér málverk af staðnum. Á heimleiðinni komum við við^ hjá ekkju Engilberts bróður míns og dóttir og höfðum þar^ kvöldmat. Eg lofaði að koma til þeirra seinna en gat það ekki, því; eg varð að fara að búa mig til heimferðar. Það var gaman að vera hjá Jóni frænda og konu hans. Þau höfðu frá svo mörgu að segja frá gam- alli tíð. Sonur þeirra býr þar rétt hjá þeim líka í nýju húsi, með systur sinni. Hann hefur gróður- hús og búskap. Þau hafa þarna þrjú börn sín hjá alt mesta mynd- ar fólk. Nú varð eg að kveðja þetta góða frændfólk mitt með loforð um að koma aftur, ef eg færi ekki strax af landi burt. Okkur frænku minni var boðið j vissan eftirmiðdag til Vigdíísarj Ketilsdóttir ekkju Ólafs As-l björnssonar úr Keflavík, enn er, Vigdís falleg og fjörug, hún á heima hjá dóttir sinni á eindælu i heimili, einu því besta nálægtj bænum sínum. Þar mætti eg Steinunni og Effimíu. Frú Egilson bað okkur að koma með sér á keyrslu túr til Þingvallar og tókum við því boði hennar með þökkum. Hún er dóttir Halldórs og Maríu frá Hlaði, en kona Þorarins Egilsens útgjörðar manns í Hafnarfirði. Hún er mjög myndarleg kona eins og hún á kyn til. Við vor- um fjórar boðnar í þetta ferða- lag: Ingibjörg frænka mín, Guð- björg mákona mín og Guðrún Magnúsdóttir. Það var farið upp Mosfellssveit, gróðursæla og fall- lega með miklu láglendi, fallega hirtum bæjum, svo var haldið á- fram á Kaldaðarhól og á Þing- völl. Nú var farið að grænka og veð- rið að hlýna. Við skoðuðum kirkjuna og var hún eins og þeg- ar eg var þar unglingur. Alt hitt var breytt, jafnvel lögrétta hafði verið færð. Skógargot og Hraun- tún höfðu verið lögð í eyði. — Prestur fyrirfannst enginn en kofi með þrem standþiljum stóð þar. Það er kominn brú á Ósará, talsvert fyrir sunnan bæinn og þar er veitingarskáli. Þar fékk frú Egilson kvöldverð handa okkur, svo var keyrt með okkur inn vellina meðfram Fögru brekku, skamt þar fyrir norðan er campstaður ungra manna. Svo var keyrt inn að Bolafót og þar var snúið við og haldið heim- leiðis. Ekki gat eg séð bæinn Svartagil, en Kárastaðir og Brú- staðir blöstu við okkur og nú var haldið heim. Eg skemti mér á- gætlega þennan dag. Fossinn í Öxará söng gamla sönginn sinn, sem hann hafði sungið frá ómuna tíð. Hann var ekki breyttur. Okkur var boðið til Margrétar Sveinsdóttir, móðursystir Ingi- bjargar. Hún hefir verið bústýra hjá Helga Svensyni, bróður sín- um og gengið börnum hans í móður stað eftir að kona hans dó. Eg þekkti hana frá gamalli tíð, við höfðum inndælann eftir- miðdag hjá henni. Svo var okkur boðið til Sól- veigar Snorradóttir, við erum bræðradættur. Hún býr með syni sínum, sem á stærðar nýtt hús. Hún er myndar kona, hún minnti mig á eitthvað langt í burtu, göfugt og sterkt og haldgott, en nú segist hún vera gömul. Skemt- um okkur ágætlega hjá henni, svo um kvöldið fórum við til Guðrúnar Magnúsdóttir, því þar var eg eins og grár köttur. Við vorum í veglegri veizlu hjá Pétri Jóhannsyni og Margr- éti Guðlaugsdóttir. Dóttir þeirra hafði verið fermd og þau voru að fara með hana til útlanda. Eg var í boði hjá Frú Effimíu annars var eg þar oft án þess að vera boðin. Við, og Guðrún syst- ir hennar vorum gamlir kunn- ingjar. Guðrún skyldi mér eftir lykilinn að húsi sínu, handa mér til að vera þar þegar hún var far- in. Okkur Ingibjörgu var boðið fyrir eftirmiðdags kaffi til Jóns kaupmanns Matthíasson og frú Jakobínu ásamt fleiri konum. — Það var hellirigning þegar við komum þangað, en þegar á dag- inn leið, fór að stytta upp og sól-i in að skína. Þá buðust hjónin til j að keyra okkur út, og fórum við til Reykjavíkur í Skerjafjörð og: út á Seltjarnarnes, inn í Klípp- hort inn undir Elliðár og síðan heim til þeirra aftur fyrir kvöld- mat. Laufey fósturdóttir Jóns Arna sonar Matthúsen og maður henn- ar Magnús Kristóferson, foreldr- ar Sjafnar konu Ögmundar son- ar Ingibjörgu bróðirdóttir minn- í ar, buðust til að keyra með okk- j ur eitthvað og kusum við að fara til Álptanes, Mig langaði að sjá Garða, því þar átti eg heima áður en eg fór af landi, hjá séra Jens og konu hans. Svo langaði mig að sjá Bessastaði. Þangað kom eg oft með þeim bæði í kirkju og í heimsókn. Þar var þá Grímur Tomsen og frú Jakóbina. Þau voru mjög gestrisin, en ungling- um þótti hann nokkuð stríðin, en nú var Tomsen fallinn frá fyr- ir löngu. Eg hafði ekki komið að Bessastöðum fyrir mörg ár, lang- aði því að sjá umhverfið og kirkj- unna. Við fórum því, þrjár kon- ur, ofan úr bílnum og ein okkar fór iheim að vinnuhjúa búðstaðn- um og bað um að fá að sjá kirkj- unna, en við fengum það svar að maðurinn sem hefði lykilinn hefði farið með hann heim til sín. Svo við fórum þaðan og gengum eftir akbraut meðfram túninu og inn um sálarhliðið og upp að kirkjunni og þaðan á þeirri á- framhaldandi braut að kirkju- garðinum. Eg hafði lofað manni mínum að stansa við leiði frænda hans og afa, Kristjáns frá Híði. En um það bil sem við komumst þangað kemur piltur og sagði okkur að við mættumj ekki vera þarna; við yrðum að fara, og við hefðum ekki mátt ganga forseta brautina eða ganga á forsetans landi. Öll hlið voru opin á þeim brautum, sem við gengum á. Við gengdum piltinum, og fórum. Eg hryggðist af þessu, ekki beint af, ókurteisinni sem okkur var sýnd heldur af því hvernig á stóð. Við fórum alla leið niður und- ir Breiðabólstað, og alstaðar var blómlegt og búsældarlegt heim að líta. Við komum að Görðum,; kirkjan hafði verið flutt til Hafn arfjarðar, viðirnir teknir úr henni en það sem lastrað var af j henni stóð kjurt, stafnarnir, — glugga umgjörðirnar og undir-; stöðu veggirnir. Hún. minnti mann á beinagrind. Sálarhliðið var bundið saman að ofan með bandi, en svo smeigði maður sér inn Clm það að neðan. Staðurinn virtist wera í niðurníðslu en aft-j ur hefur Garðahverfi tekið mikl- um framförum. í Hafnarfirði hafa verið miklar framfarir, mik- ið byggt af fallegum húsum og enn er verið að byggja þar. Flensborgarskólinn er úr sög- unni, og annar bygður upp, í hrauninu. Það er mjög myndar- legt hús, með stóru bókasafni,! sem maður lítur stöðugt eftir. Tvær kirkjur, myndastofa, sem fröken Anna Jónsdóttir dóttir Jóns skólastjóra í Flensborg, starfrækir. Mikið myndarleg stúlka. í Hafnarfirði er listigarð- garður alveg einstakur í sinni röð. Hann er í lagi eins og djúp skál, grafin ofan í hraunið með gosbrunni í botninum, en upp með honum hringin í kring eru klettar, sem mynda sæti, alsettir blómum, sem fólkið hefur gróð- ursett. Solveig Eyjólfsdóttir, frænka mín, sem býr í Hafnarfirði hafði stórt gestaboð og bauð Ingi- björgu og mér þangað. Þar voru frænkur mínar kona Mart- eins og dætur hennar. Solveig er. einstaklega myndarleg kona. — Þegar eg var að leggja af stað heim til Canada sendi hún mér inndæla gjöf. Eg leit inn til Pálínu ekkju Björns Þórsteinssonar. Eg þekti hana og móðir hennar úr Garðin-; um, hún á einn son, séra Þorstein Björnsson, sem var þá einmitt að heimsækja hana. Guðrún dóttir Ingibjargar, föðursystir minnar, bauð mér oft heim. Hún býr í Hafnaðfirði og á málara fyrir mann og tvær inndælar dætur. | Þar sá eg kærustu Steindór son- ar Sveins, sem drukknaði, við að bjarga vin sínum. Ögmundur Ólafson í Lulu Island bað mig að líta á Kvannahraun fyrir þá ekki standa á sér. Þeir leggja vegi um alt land, og halda þeim við. Þeir brúa stórfljótin, þeir beisla fossanna (Ljósafoss, sem hafði það nafn frá ómuna tíð) leiða úr þeim rafmagnið inn í húsin, leiða heitt vatn úr hverun- um inn í mestan part Reykjavík- ur, rífa í sundur mýrarnar. — Hvar sem maður fer gefur að líta reisulag timburhús og víða eru útlend verkfæri til að vinna með jörðina. Að eg ekki tali um Reykjavík, þar sem ekki voru nema melar og móar, eru nú lang- ar götur af þéttsettum húsum og svo veglegum, að höfðingjum sæma, þetta hefir hin undraverða blessaða íslenzka þjóð gjört. Eg dáist að henni, og þakka henni það sem hún hefur gjört fyrir landið þeirra og mitt. íbúa tala á fslandi var, árið 1948 130 — 140 þúsundir. Nú er bátaútgjörðin liðin und- ir lok og í hennar stað komin togara útgerð. Það eru stór gufu- skip, sem þeir hafa nú til veiða, gömlu togaranna eru þeir að selja, en kaupa nýja í þeirra stað því þeir eru hraðskreiðari og að líkindum ábyggilegri. — Eg heyrði fólk tala um að einn af togurum Tryggva skipstjóra hafi nýlega selt afla sinn á Englandi fyrir hálfa millj.ón krónur og er það talið heimsmet í sölu fiskjar. Eg heyrði líka, að landið væri að kaupa miklu fleiri togara. Þeir hafa líka keypt milliferðaskip og loftför hvað mkið af hverju veitt eg ekki — það er undravert hvað þessi fámenna þjóð getur gert. Allir líta þeir til sjómannanna þessara hugprúðu harðfengu manna, sem berjast við hafið, þokur, öldur og vinda. Þeir vita að þeir muni halda landinu við, þó allt annað bregðist. Að endingu sendi eg landi og þjóð kveðju guðs og mína. Anna Sigurðard. Matthíeson Til frú Önnu Sigurðardóttur Kvæði flutt henni af vini við burtför hennar Nú skal fagna góðum gesti gaman er í dag, alúð sanna ekki bresti, — er nú breytt um hag okkar flestra, árin liðu undra fljótt á braut, steyptust ýmsir straums í iðu, en stóðu af sér marga þraut. Hér í Garði ung að árum Anna broshýr var, tekin burt af tímans bárum tengslin burtu' skar örlaganna dísin djarfa, duld með ráðin sín, vildi Önnu veita starfa í vestri björt þar sólin skín. Oss í minni Önnu nafnið ávalt hefir geymst, dýrðlegt hennar dygðasafnið drótt ei hefir gleymt. Alt hún vildi ávalt bæta, ungum mild hún var, hina hryggu kaus að kæta kærleiksskartið vel hún bar. Svona mynd af Önnu eigum öll, frá bernskutíð og þeim dýrðgrip aldrei megum eyða fyr né síð. Fyrirmynd í okkar augum Anna sífelt var, þessvegna með traustum tfeugum tengdust bjartar minningar. Langt til vesturs leiðin liggur, leiðin héðan heim, meira þrek en margur hyggur mælist hverjum þeim, sem á efri árum fara, óra slíkan veg, en aukaforðinn er til vara einlæg heimþrá dásamleg. Óskum vér að Anna megi örugt komast heim, henni enginn af oss gleymi, eða kynnum þeim. Er af henni ung vér nutum einnig nú í dag, alvaldshöndin öllum hlutum ætíð snúi í beztan hag. DÁN ARFREGN FRÁ WYNYARD Þeim er óðum að fækka gömlu og góðu landnemunum í þessari bygð, og því ver, fjölgar vana- lega auðum bújörðum við hvert fráfall. Því of oft eru börnin tvístruð frá hafi til hafs og eng- ir lengur til að hlúa að gömlu heimilunum né halda þeim við. Þann 3. júlí s. 1. safnaðist til feðra sinna í sjúkrahúsinu í Wynyard, landneminn og ágætis- drengurinn, Sigurður Magnús- son, 87 ara að aldri. Hann var jarðsunginn frá Sambandskirkj- unni hér að viðstöddu fjölmenni, af séra J. C. Jolley, presti ensku kirkjunnar, og borinn til hinstu hvíldar af Hákon Kristjánsson, Júlíus Bjarnason, H. S. Axdal, P. S. Thorsteinson, Kristinn Ey- ólfson og Thórviði Halldórsson. Sigurður sál. er fæddur 5. apríl 1861 að Ljúfustöðum í Bitru- hreppi í Strandasýslu, þaðan fluttist hann árið 1885 ásamt móður sinni til Ameríku og sett- ist að í bygðinni suðaustur frá Mountain í Norður Dakota. Þar giftist hann eftirlifandi konu sinni Krinstínu Sigurjónsdóttir Jóhannessonar, stuttu fyrir alda- mótin, og fluttist þaðan skömmu seinna í fámennu íslenzku ný- lenduna suðvestur frá Langdon í Norður Dakota, og þar bjó hann þangað til í nóvember 1905, að hann fluttist með fjölskyldu sína á heimilisréttarland sitt 1% mílu austan við Kandahar; þar bjó hann blómabúi í nærri fjörutíu ár, eða þangað til kraftar og heilsa voru svo gengin til þurðar að þau hjónin fluttust til Wyn- yard til að eyða síðustu dögunum þar. Á heimilisréttarlandi þeirra Sigurðar og Kirstínar, stendur nú autt, eitt glæsilegasta heimili Vatnabygða, og bráðum fara þær góðu byggingar sama veginn og hann sem reisti þær. Sigurður og Kristín eignuðust tíu börn, og af þeim eru átta á lífi. Nöfn þeirra eru í röð eftir aldri: Soffía, fyrsti barnaskóla- kennari í Kandahar, nú í Van- couver; Kristín, í Toronto; Sig- urjón, dó á fyrsta ári; Sigurjón, í Lethbridge, Alta.; Margrét, í Lacombe, Altgl.; Björg, dó um tvítugt; Kristbjörg, í Vancouver; Guðlaug, í Calgary; Magnús, í Nanaimo, B. C., og Björn, í Van- couver. Eg sem rita þessar fáu línur, held eg hafi þekt Sigurð Magn- ússon mörgum betur, og þó hann væri ekki mikill að vallarsýn, veit eg þó ekki af neinum hend- ingum sem lýsa honum betur en þessar: “Þéttur á velli og þéttur í lund og þrautgóður á raunastund.” Lífstíðar vinur BORGIÐ HEIMSKRINGLU því gleymd er goldin skuld bræður, því þar voru þeir fæddir en þegar við komum heim spegl- aði kvöldroði miðnætursólarinn- ar sig í firðinum og það var ind- j isleg sjón — eina skiftið sem eg sá roðann. Nú er eg þá búin að líta gamla landið mitt, sem mig langað svo mikið, en nú er það ekki gamla HOW YOU WILL BENEFIT BY READING thc world's doily newspoper—- THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR. You will find yourself one of the best-informed persons in vour community on world offoirs when you read this world-wide doiíy newspoper regulorly. You will gain fresh, new viewpointS/ a fuller, richer understonding of todoy's vitoS news—PLUS help from its exclusive features on homemoking, educo- tion, business, theoter, music, rodio, sports. landið. Það er nýtt í gamalli um- gjörð. Fyrir 15 — 20 árum rímk- aði um efnahag landsins, en þeg- j ar peningarnir komu, og lands- búum var sagt hvað þeir gætu gjört til að bæta landið, láta þeir Subteribe new to thls speciel "get- ecquointed" offer —I month for $ 1 ___<U. S. funds)_1 lislen to ’The Christian Science Monitor Views the \ News" every Thursday mght over the ímencan Broadcastmg Company The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston 15, Moss., U. S. A. PB-S . Enclosed is $1, for which please send me The Christion I Science Monitor for one month. L* Nome. ||\ Street. \City... Zone.____Stote....

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.