Heimskringla - 03.11.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 03.11.1948, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLX WINNIPEG, 3. NÓV. 1948 RUTH Þýtt hefir G. E. Eyford “Framferði þitt er alls ófyrirgefanlegt.” „“Eg veit það — samt sem áður — fyrirgefðu mér, Ruth!” “Það veit eg ekki!” “Þú vilt ekki fyrirgefa mér?” “Gjarnan minna vegna. Samtal okkar er nú orðið helst of langt. Það er orðið áliðið. Góða nótt!” Svo gekk eg frá honum, en hann fylgdi á eftir mér. “Ef eg kem að miðdagsborðinu á morgun”, sagði hann í skjálfandi róm, “má eg þá vona að þú gerir mig kunnugan þeim sem þú þekkir, sagði Mr. Howard?*’ “Auðvitað”, sagði eg óþolinmóð, og stapp- aði fætinum niður, “úr því þú heitir nú, How- ard”. “Þakka þér fyrir Ruth, en okkar á milli brúkum við eins og áður, “Tops“ það er skað- laust”. “ Nei, við brúkum hvorki, Tops né Ruth framar. Þú ert til mín, Mr. Howard, og eg er til þín Miss Hillern”. “Það er skaði. En hvers vegna?” “Ástæðuna get eg ekki sagt þér, svona allt í einu. Klukkan er tíu, svo, góða nótt”. 10. Kafli Stormurinn hélst alla nóttina. Skipið valt eins og kefli í stórsjónum, svo hrykkti og brak- aði í því, svo eg gat ekki sofið, og auk þess varð að halda mér dauða haldi í rúmið svo eg hentist ekki úr því. Úr því eg gat ekki sofið hafði eg tíma til að hugsa um sögu Tops. Allt hið sið- ferðilega við söguna var hinn sami kæruleysis grautur og eg hafði áður þekkt hjá honum. “Nei gerðu þig ánægðan með það sem þú hefir, hugs- aði eg. í Sydney var engin fjörugri og lífsglaðari maður en Tops, þessi takmarkalausi sprellugosi. Hann hafði alltaf þá trú, að peningarnir væri eina meðalið til hamingju, og hann hafði ásett sér að verða ríkur, hverjum sem helst brögðum sem hann þyrfti að beita tH þess. Nú sat hann þarna grettur og tortrygginn, þó hann hefði nú nógan auð. Svo fór eg að hugsa um hvort að auðurinn, sem nú blasti við mér, yrði mér fremur til gleði en sorgar. Þannig lá eg með höfuðið fullt af alslags heilabrotum, þangað til að augun lokuðust af þreytu. Þá dreymdi mig stóra höll á Skotlandi, sem stóð undir hárri fjallshlíð, umvafin blóm- görðum og skemtigörðum; það hét Ravens- brook kastali, en þar var engin gömul jómfrú með uglu andlit né kettir, bara málverkasvalir og skrautstofur, fullar af alslags listaverkum. Þegar eg vaknaði, sagði eg við mig sjálfa: “Nei, þessi vitlausi Tops! Hann er ríkur bjáni. Hvernig gæti það verið mögulegt að láta sér verða mismæli, þegar svona stórt óðal er í boði!” Hann kom að miðdags borðinu. Eg kynnti hann fólkinu, sem Mr. Howard, gamlan kunn- ingja minn frá Sydny, sem eg hafði fyrst mætt á skipinu í gærkvöld. Hann samsvaraði ekki þeirri ímyndun sem fólkið hafði gert sér um Mr. Howard, og án þess að eg gæti gert grein fyrir hversvegna, roðnaði eg í andlitinu, er eg nefndi nafnið. Til allrar lukku voru þar sumir aðrir, sem urðu feimnir við að sjá, að hinn um- ræddi ímyndaði hertogi var þar í fullu líki. Það heyrðust niðurbældir hlátrar sem gerðu kringumstæðurnar ennþá óþægilegri fyr- ir Tops, sem leit ekkert of vel út. Hann var virkilega ekki sjálfum sér líkur. En svo eyddi eg þessu, og fór að segja frá hvernig fundum okkar bar saman, uppi á dekki í rigningunni og rokinu. Hann fékk líka málið, svo samtalið varð fjörugt. Eftir miðdagsverðin fór eg upp á dekk- ið, og ætlaði' að sjá rústir hinnar fornu Kartago borgar, á Afríkuströndinni, en það var árang- urslaust; þá komu McDonalds systurnar til mín. Flóra fór að tala um Mr. Howard, af mikilli hrifningu og orðaflaumi. Hún hélt hún hefði aldrei séð eins fallegan mann, sagði hún, og hún ætlaði að teikna mynd af honum við fyrsta tæki- færi. Ada spurði glettnislega, því hann hefði altaf haldið sig í skugganum, og forðast fólkið. Eg áleit að mér væri best að gefa engar upplýsing- ar um það, bara ypti öxlum og setti kíkirinn minn upp að augunum. “Þú veist eitthvað um það”, sagði Flora, forvitnislega, “segðu okkur það.” "Ha — ha!” hló Ada, “skeggið hans þoldi ekki birtuna.” “Það er einmitt rétt”, sagði Flora, “hann hefur verið feimin að láta okkur sjá þetta nýja jaðarskegg. Það er þessvegna sem hann hefur einangrað sig í heila viku! Hvað þessir karl- menn geta verið hjégómlegir!” 13. september — í gær komum við til Malta. Undireins og við komum inn á höfnina var skipið umkringt af bátum til þess að flytja far- þegjana í land, og frá bátunum heyrðust köll- inn, eins og óslitin samsöngur, að bjóða far í land. Sjö karlmenn og fimm dömur, voru tilbú- inn að fara í land, þar á meðal Miss May og Mrs. McDonald, en það tók þolinmæði. Sóttvarnar embættismaður, ásamt ýmsum öðrum, komu út í skipið. Þeir fóru sér hægt og eyddu miklum tíma í að líta yfir skjöl sem þeir höfðu meðferð- is, áður en þeir fóru að sinna nókkru öðru. Klukkan var orðin þrjú, er við loksins kom- umst í bátin. La Valetta, er einhver fallegasta höfn í heiminum. Fyrir utan æddu stórsjóirnir ennþá, en höfnin var slétt sem spegil-gler. Borgin er fögur tilsýndar, með háum kirkjuturnum og höllum. Göturnar eru brattar og krókóttar og lagðar hraunhellum, svo það var ekki mikil nautn að vera þar á gangi; við vorum umsetin við hvert spor af betlurum, og loftið var fult af ryki, þó stöðugt væri sprautað vatni á göturnar. Eg og Ada og Flora hefðum getað enst til að ganga lengra, en May og Mrs. McDonald aftóku að fara lengra. Við fórum inn í hina skrautlegu Johann- esar kirkju, en okkur vannst ekki tími til að skoða hinar merkilegu minningar frá dögum Johannesar riddaranna, svo við fengum okkur vagn og ókum út til heilaga Augustin-garðs. Það eru óskupin Öll af blómum í þessum garði, en þau eru öll hörð og skuggalaus. Þar eru og fagrir appelsínu lundir, og margt annað skraut. Um garðin er sterk gyrðing, og hermenn á verði alstaðar meðfram gyrðingunni. Við hröðuðum okkur til baka, og borðuðum kvöld- verð í hóteli nálægt höfninni. Ada og Mr. Von Senden, virtust skemta sér mjög vel saman, en eg varð að láta mér nægja með litla trúboðan. Hvað oft eg get undrast þennan unga postula. Eg kunni ekki sem best við mig í hans félagsskap. Það sem hreif hann mest, vakti enga aðdáun hjá mér, var mér bara til leiðinda. Hann sagði að eg gengi áhyggju- laust út í lífið, tínandi blóm á leiðinni, en hann, sem hermaður Guðs, gengi út í stríð og dauða. Mér fannst þetta eins og ávítun, en ávítunum er mér ekki ljúft að taka frá ókunnugum manni. Á götum borgarinnar sést margbreytilegt líf, og fólkið hefur einkennilegt útlit, hvað fríð- leika áhrærir, þá bera karlmennirnir af kvenn- flókinu. Það sem eg undraðist mest, var þessi fjöldi presta og munka, sem alstaðar var á vegi manns. “Kvað segir þú, Mr. Downing um þessa herra, þeir virðast allir vel fæddir og klæddir, og ekki bera þess merki að þeir hafi staðið í hörðu stríði fyrir Guð!” “Nei,” svaraði hann hlæjandi. “Hver veit nema þú komir aftur frá Kína, eins sællegur og þeir eru”, sagði eg. “Og þó eg væri ekki nema beininn og skinn- ið, hvað gerði það til”. “Það gæti auðvitað komið verra en það fyr- ir þig í því andstyggilega landi.” í því eg sagði þetta kom líkfylgd á móti okkur. Líkið lá í opinni gler kistu, mér brá við, og flaug í hug, hvort þetta væri fyrirboði. “Heldurðu það?”, sagði Mr. Downing, og benti á líkvagninn. Eg kinkaði kolli. “Það hræðir mig ekki,” sagði hann rólega, “nei, langt frá því, að deyja fyrir trú sína — það er ekkert fegurra til”. “Þú ert hugaður maður. Eg vildi samt ekki fara að dæmi þínu.” “Bara af því þú finnur að þú ert kölluð til annars”. "Hvað meinarðu?” “Þitt kall er að fegra tilveruna fyrir mann- inn sem þú giftist, og hjálpa hundruðum þús- unda, sem þú mætir á lífsleiðinni til hamingju- samara lífs”. “Bara að svo megi verða”, sagði ég hlæj- andi. “Miss Hillern, hvar sem þú kemur fram á skipinu þá glaðnar yfir öllum”. “Virkilega? Og hversvegna?” “Af því þú hefur svo ljómandi augnatillit, vingjarnlegt bros og fögur og góð orð við alla”. “Oh, og þú heldur að eg geri þetta af ein- tómum mannkærleika! Eg þoli ekki að sjá fólk með sýrðan svip og önugt viðmót. Það gleður mig þegar aðrir eru glaðir. Eg reyni að gleðja aðra til þess að geta verið glöð sjálf”. Hann hristi bara höfuðið, þessi litli ein- kennilegi maður, og virtist sannfærður um, að ánægja og vellíðan þessa ókunnuga fólks stafaði frá hjartalagi mínu. Við mættum brátt fleirum af samferðafólk- inu og förum í einum hóp á besta leikhús borg- arinnar. Litli trúboðin var með. Hann er of vel mentaður og siðaður, til að álíta leikhús, eins og djöfla-hús. Leikurinn, Don Pasquale, var sýnd- ur, sem er einhver stórkostlegasta leiksýning sem til er. Leikurinn var úti kl. 10.45, og við flýttum okkur ‘allt sem við gátum ofan að höfninni. “Þetta skal eg aldrei gjöra framar”, stundi vesalings Mrs. McDonald, er Mr. Stephenson hjálpaði henni ofan í bátin. Við höfðum rétt tíma til að komast um borð, því skipið lagði á stað rétt eftir ellefu. Morgunin eftir var rólegra, eins og þægt barn hafði hafið lagt sig til svefns og bærðist ekki, og allir farþegjarnir voru komnir upp á dekk, talandi og hlæjandi. í gær-morgun þegar eg kom upp og hafði sett mig í krók á hléborða og togað hattin nið- ur á ennið kom kapteinninn og lagði segldúk yfir hnén á mér til að hlífa mér fyrir sjódrifi, sem þvoði yfir dekkið. Svo lokaði eg augunum og sofnaði, þrátt fyrir sjóganginn og alt brak og há- vaða upp í reiðanum. Þegar eg vaknaði, stóð Tops fyrir framan mig. “Góðan dagin, Miss Hillern”, sagði hann. Eg tók undir við hann, og spurði hann, því við hefðum ekki haft þá ánægju, að hafa hann með okkur á Malta. “Mig langaði ekki til að vera með” og horfði ólundarlega framundan sér. “Hm”, sagði eg snögt. “Þú ert kanske hræddur um að mæta einhverjum af Howard ættinni, sem gæti verið í setuliðinu á eyjunni!” “Nei”, sagði hann stutt. “Eg var illa fyrir kallaður vegna frétta sem mér bárust í gærmorg- un”. “Jæja, mér þykir það leiðinlegt”. “Eg heyrði, að þú sért trúlofuð”. Eg kinkaði kolli. “Ef þú hefur ekkert á móti því”. “Jú, það veit Guð”, sagði hann hart og bit- urlega, “að eg hef á móti því!” “Virkilega? Og hversvegna?” “Eins og þú þurfir að spyrja! Þú veist vel síðan við vorum í Sydney, að eg hafði haft brjálæðislega ást á þér.” “Frá Sydney”, endurtók eg með umhugsun. “Já, alveg rétt, — nú man eg það. — Þú bauðst mér einu sinni, að henda þér ofan á göt- una fyrir augunum á mér, að til grundvalla fyrir þessu væri brjálsemi varð mér strax ljóst, því við bjuggum í þriggja hæða húsi. Til allrar hamingju hættir þú Við þess brjálæðis ætlun þína, og sansaðir þið, þegar þú sást að eg bara hló að þér”. “Jæja”, sagði hann hrottalega. “Þú hefur altaf verið nógu slyng að hlæja fólk frá þér”. “Mr. Howard”, sagði eg ergilega. “Hættu þessu tali. Ef þú hefðir borið nokkra einlæga ást til mín, þá hefði þér ekki verið eins létt í sinni þegar þú fórst frá Sydney, eins og þér var. Eg sé þig enn er þú bandaðir til okkar með hendinni í kveðjuskini .Ánægjan geislaði af and- litinu á þér.” “Andlitið mitt laug þá. Mér leið illa þegar eg fór frá Ástralíu, og það glaðnaði fyrst yfir mér er eg fékk fyrsta bréfið þitt, sem þú skrif- aðir mér til Englands. En bréfaskifti okkar ent- ust ekki nema eitt ár. Svo hættu þau. Af hverju?” Hann horfði ransakandi framan í mig. Er eg svaraði honum ekki sagði hann kaldranalega: “Af því þér fóru að leiðast bréfin mín”. “Nei, alls ekki”, sagði eg í einlægni. “Eg hef aldrei fengið skemtilegri bréf. Það var pabbi, sem ekki óskaði eftir, að eg héldi uppi bréfa- skriftum við þig”. “Faðir þinn”, sagði hann alveg hissa, “og af hvaða ástæðu”? “Ef þú vilt endilega fá að vita það — af því hann hafði ekki mikið traust á — á karakter þínum”. Fyrst vildi hann láta sem sér væri sama um það, með uppgerðarbrosi, en nú steig blóðið upp í andlit honum. Á næsta bliki varð hann náfölur. Mér þótti fyrir þessu, eg hafði ekki viljað særa tilfinningar hans. “Þú þarft ekki að taka þér þetta svona nærri”, sagði eg. “Jafnvel hinum glöggskyggn- ustu getur yfirsést að dæma um slíkt”, og er þessi orð mín höfðu engin áhrif, reyndi eg strax til að fá hann til að hugsa um annað: “Viltu ekki reyna að vera eins og þú varst? Okkur er farið að þykja dauft hér, og ef þú getur fundið upp á einhverju skemtilegu, yrðum við öll þér mjög þakklát.” “Eins og þér þóknast”, sagði hann st'utt, og er Mr. Von Senden kom, rétt í þessu, hneigði hann sig og fór. 15. september — Nú stóð til að hafa grímu ball kvöldið áður en við komum til PortSaid, það er annaðkvöld. Hugmyndin var auðvitað frá Tops. Hann er nú alveg í essinu sínu meðal dam- anna. Hinum karlmönnunnum geðjast ekki að þessu, sérstaklega Dr. Harris. Og til allrar óhamingju náði þessi óánægja Dr. Harris há- marki sínu í gær, er Miss May klappaði saman höndunum og sagði: “Þessi Howard er sannar- lega indæll maður!” En hversvegna Mr. Senden leit hann horn- auga, get eg ekki skilið. 16. september — Það var sunnudagur, og þá átti að hafa þrjár messur, eða guðsþjónustur. Mr. Von Senden lokaði sig inni í káetunni sinni og eg og McDonalds systurnar og May lokuðum okkur inni í káetunni minni til þess að útbúa búningana fyrir grímudansinn annað kvöld. Við bju&gum til búninga sem áttu að samsvara viss- um karakters. May, grískum, Ada, norðlanda, Flora, amerískum og eg, þrátt fyrir alla mót- stöðu, átti að tákna sólgyðjuna. “Hvort það er táknrænt eða ekki,” sagði eg hálf óánægð. “Það fer mér ekki vel, og mér lík- ar það ekki”. En eg fekk engu að ráða fyrir hin- um stúlkunum, sem sögðu að búningurinn færi mér svo aðáanlega vel. Ein kom með gult silki, önnur með brúnan guðvefjardúk, og svo fóru þær að búa til blómst- ur kórónu, sem eg átti að hafa á höfðinu, og blómstur skraut sem átti að festa á kjólinn; alt gul blóm, til að samsvara hára litnum. Það fór hrollur um mig, þegar eg hugsaði um þennan út- búnað. En látum okkur vona það besta. Eg var meir forvitin að sjá búninga karl- mannanna. Það var engin skraddari á skipinu, nema Mr. Jones frá London, sem var ófáanlegur til að hjálpa til með búninga karlmannanna. í höfninni í Port Said, 19. september — Nú er allt búið, gleðin og sársaukin, því strax eftir ballið skildu þær McDonalds mæðgur við okkur og fóru til Kairo. Eg verð að segja þér eitthvað um ballið. Því verður ekki neitað, að það var til mik- illa hátíðabrigða. Þilfarið var skreytt með flögg- um og mikilli ljósadýrð. Auk skipsljósanna voru kínverskar lugtir alla vega litar. Þær voru festar á járngrindurnar, sem sólskýlin voru fest á á dagin. Og svo búningarnir! Sumir voru ruddalegir. Hin gríðar háa, Mrs. Merryweather, hafði náð sér í belg af páfagauk, sem hún settiá höfuð sér og lét stélið hanga ofan á herðar sér. Þetta átti að takna Indverska gyðju. Karlmennirnir, að undanteknum þessum fimm prestum, sem voru á skipinu, voru í frökk- unum sínum, eins og hafði verið umsamið, en allir hinir höfðu búið sig eftir því sem þeir best gátu, þó búningar þeirra væru ekki mjög list- rænir. Sumir bjuggu sig sem fiskimenn, ferða- menn, verzlunarmenn og munka. Einn var í kín- verskum höfuðprests búningi. May var alveg veik af að sjá þá dýrðlegu sjón, sem hún kallaði það; svo Dr. Harris, sem var í langferðamanns búningi, hafði ekki hið minsta tækifæri allt kvöldið. Mr. Von Senden hafði látið sér nægja með það sem hann hafði í ferðakistunni sinni. Hann var í búningi, sem hann sagði að væri há- tíða búningur sinn á Sumatra. Hvítur búningur og hvítur hjálmhattur; hann hefði ekki getað fundið neitt upp sem klæddi hann betur. Tops tók sig ágætlega út, hann var fríður í andliti og vel vaxin, svo Ada, sem var altaf að setja eitthvað út á hann, var alveg undrandi. Hann var í búningi sem átti að takna einhverja millisort af Tyrol-manni og ræningja höfðingja, svo Downing litli kallaði hann manninn frá Dí- avolo, sem móðgaði hann stórkostlega. Það var ekki hægt að pegja að hann væri mjög girnileg- ur í þessu gerfi — en meira um það síðar. Meðal kvennanna fanst mér mest til um Mrs. McDonald, sem var búin sem rómversk heldri kona. Mr. Stephanson, var í gömlum tjör- ugum sjómannsjakka, með sjóhatt á höfði, var auðsjáanlega sömu meiningar um Mrs. McDon- ald, eins og eg. Eg skrifa þér ekki um fleirri, því þú kannast ekki við það. Þú vilt nátturlega vita um hvernig það gekk með minn búning. Hann tók sig miklu betur út, en eg bjóst við. Eg veit ekki hvort eg hef unnið til þess, eða hvort það var að þakka tunglinu, eða kínversku ljóskerun- um, en útkoman var sú, að allir sem á skipinu voru, álitu sameiginlega að eg hefði borið af öll- um öðrum, og að eg væri — en því er eg að end- urtaka þetta slúður. Eg dansaði síðasta dansin við Mr. Von Senden. Er dansinum lauk, settumst við á bekk útvið borðstokkin til að hvíla okkur. Tunglið var beint yfir okkur á hinum myrkbláa himni, °g glotti sínu gamla hæðnis brosi, — eða að minnsta kosti virtist mér það. “Hæðnis brosi, hversvegna?” spurði Mr. Von Senden. “Ó! hann hefur verið að gleðja sig við að horfa á þennan grímudans. Hann lætur sér vera sama um búningana, en veitir þeimmun meiri eftirtekt því sem fram fer”. “Heldurðu virkilega að maðurinn í tungl- inu sé svo afbryðissamur?” spurði Senden, með meiri alvöru en við átti. “Eg held heldur, að hann hafi gaman af því að horfa ofan til okkar, en að hann sé afbrýðis- * samur. Hugsaðu þér til dæmis, þegar hann star- ir þunglyndislega ofan á frumskógana á Sum- atra, þá finnst manni allt autt og tómt í kring- um sig, það veit eg af eigin reynslu”. “Ha, ha, Mr. Senden! Af eigin reynslu? Varstu ekki að tala um hin stóru og fallegu tré sem væru allt í kringum heimilið þitt?” “Jú, en —” “Og að þú fyndir þína mestu gleði í vinn- unni, hefðir aldrei tíma til að láta þér leiðast, og gætir ekki hugsað þér indælara líf en vinna á plantekrunum þínum?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.