Heimskringla - 03.11.1948, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.11.1948, Blaðsíða 2
2 SIÐa HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. NÓV. 1948 Ræða Eitir séra H. E. Johnson Minn irið gef eg yður, ekki gef eg eins og heimurinn gefur, því minn frið gef eg yður. Þann- ig talar Kristur um friðinn við sína lærisveina. Hvað átti Kristur við með orð- unum “minn frið gef eg yður”? .Mann grunar hér strax að hann leggi sjálfstæðann og dýpri skilning í orðið friður, eins og hans var von og vísa. Þegar við ræðum um frið er oftast átt við sáttfúst samlíf manna og þjóða, með öðrum orðum hinn ytri frið. Að hann sé nauðsynlegur dettur víst engum að bera í efa og sízt nú á þessarri hræðilegu ófriðar öld. En verður ekki spursmál hér sem oftast, er athuga skal andleg verðmæti, er félagsfriðurinn ekki árangur og afleiðing hins innra andlega ástands einstakl- inganna? Vex ekki friðarhug- sjónin og friðarviðleitnin bein- línis út úr hinu friðsæla hjarta, að sínuleyti eins og fegurðar blómin spretta upp úr hinum vel ræktaða og góðursæla jarðvegi? Engin þarf að efa, að Kristur á hér við hinn innra frið, ~frið mannsins við sína eigin sam- vizku, þann frið sem vér óskum okkar kærustu vinum er vér lát— um þá von í ljósi að andi þeirra megi hamingju njóta og frelsi fagna í friði guðs. Það er að segja ef sú ósk er framborinn af einlægni og skilningi. Þetta er efni og innihald allra trúar- bragða, að minna á friðinn í guði, hinn innra frið í sátt við sam- viskuna. Einhverjum kann nú að finnast að eg sé að komast undra- langt frá umræðuefninu — átti það annars ekki að vera um heimsfriðinn milli þjóðanna. — Einhvern kann nú að gruna, að eg sé að stefna út í óræður trú- arbragðanna. Svo virðist mér sem fáir trúi nú á guð í raun og veru: Nokkrir eru svo hrein- skilnir, við sjálfa sig og aðra, að þeir kannast hreint og bert við trúleysi sitt. Aðrir leitast við að nota guðsnafnið fyrir hjúp til GERANIUMS 18 FYRIR 15C Allir sem blómarækt láta sig nokkuð snerta ættu að fá útsæðis- pakka af Geraniums hjá oss. Vér höfum úr feikna birgðum að velja af öllum litum, hárauðum, lograuð- um, dökkrauðum, crimson, maroon, vermilion, scarlet, saimon, cerise, orange-red, salmon pink, bright pink, peach, blush-rose, white blotched, varigated, margined. Þeer vaxa auðveldlega og blómgast á 90 dögum frá sáningu. Pakkinn 15c, 2 fyrir 25c, póstgjald borgað. Sáið nú. SÉRSTAKT TILBOÐ: 1 pakki af ofan- skráðu útsæði og 5 pakkar af völdu útsæði fyrir húsblóm, alt ólíkt og vex auðveldlega inni. Verðgildi $1.25 —öll fyrir 60c póstfrítt. að hylja hatur sitt og hræsni. samvizkuleysi sitt og svívirðing- ar, lýgar sínar og lauslætti. Auð- vitað á þetta ekki við alla menn, og langt frá því. En það eru alt of margir farisear í flestum kirkjum til þess að menn geti yfirhöfuð fest örugt traust á guðstrúna. Hún virðist ekki syna þá ávexti sem ætlast má til í framferði mannanna. Þetta er samt ekki nema önn- ur hliðin á málinu. Því verður aldrei með sannindum neitað, að guðstrúin, einlæg og hrein, hef- ur breytt mörgum mönnum og konum. Gefið þeim hugsjónir, gert þá hreinlífa, gætt þá hug- rekki, gert þá að hetjum, trúin á algóðan, almáttugann og alstaðar nálægan guð. Það hefur breytt drösulmönnum í dáðríkar hetj- ur, syndaranum í kristilegan borgara, hinum hvarflandi stað- festuleysingja í siðferðislega fyrirmyndar persónu, sjálfselsku fullum siðleysingjum í mann- betrandi einstakling. Alt þetta hefur guðstraustið gert og móti því verður alls ekki borið. Guðs- trúin hefur gefið okkur göfug- ustu mennina og konurnar, undir flestum kringumstæðum, þá sem gáfu heiminum hinar hæðstu hugsjónir, þá sem vörðu öllu sínu lífi og allri sinni orku til að gera þær hugsjónir að virkum veruleika. Með guðstrúnni glæðist mörg- um máttur til þess að verða frið- flytjendur. Út frá þeim stafa geislar bróðurástar og friðar um 'heimilissviðin. Þeir gróðursetja 1 hjörtum og huga æskunnar virðinguna fyrir hinu algóða og kenna henni, að geislabrot hins guðlega getur ljómað í veru mannanna. Sælir þeir einstakl- ingar er barnæsku sýna alla eru í návist slíkra. Áhrifin ná enda miklu lengra. Þau ná út í ná- grennið, sveitarbragurinn og bæjarbragurinn fer fyrst og fremst eftir því hvert nábúalag- ið á sér færri eða fleiri af slík- um persónum. Þegar slíkir ein- staklingar verða í meiri hluta með hverri þjóð verður auðvelt, að semja frið í heiminum, þang- að til mun það reynast ervitt. Er eg með þessu að segja, að ekki geti verið góðir menn nema þeir trúi á guð. Sannleikurinn krefur mig þess, að eg leiðrétti slíkan misskilning. f því sem á eftir fer vil eg aðeins leitast við að sanna að heilbrigð og skynsamleg guðs- trú auðveldi mörgum að vinna sigur yfir hinu lága og ljóta í sjálfum sér. Já, en hvað er heilbrigði og gövgandi guðstrú, verður manni að spyrja? Er nokkurt vit í því að trúa á það sem er ósýnilegt og ósannanlegt. Sýndu mér guð og þá mun eg trúa á hann, segja sumir. Einu sinni trúðu menn á þann guð sem gekk um garðinn, eða átti að hafa gert það, í kvöld kulinu. Fyrsta myndin er eg sá af ♦ COUNTER SALESBOOKS Kaupmenn og aðrir sem þannig lagaðar bækur nota, geta fengið þær með því að snúa sér til vor. Allur frágangur á þessum bókum er hinn vandað- asti. Spyrjist fyrir um verð, og á sama tíma takið fram tegund og fjölda bókanna sem þér þarfnist. The Viking Press Limited 853 Sargent Ave. Winnpieg, Man. guði var af gráhærðum, síð- skeggjuðum en virðulegum öld- ungi, er sat í hásæti og horfði eða virtist horfa í hugsunarleysi út yfir endalausar, sól-giltar skýjaraðir. Vér búumst alls ekki við að mæta slíkum guði á morgun göngu, vér trúum nú ekki framar á tilvist hans. Er andi vor svo ó- skáldrænn orðinn að vér verðum annað hvort að trúa eins og börn eða frumstæðir blámenn eða hafna allri trú. Hvar er guð og hver er hann? Látum okkur nú reyna að svara þessum spurningum. Eg get að- eins gefið ykkur mína hugmynd, sem er jafnframt hugmynd margra sæmilega mentaðra nú- tíma manna. Guð er mátturinn og fyrirhyggjan í sköpun heims- ins, sem setur stjörnunum sínar brautir í alheimsins endalausa sólna sveimi. Hann er þó einkum mátfurinn og vizkan, er veldur og stjórnar framþóun lífsins eins og vísindin hafa opinberað hana. Hann er sá er klæðir klöppina geitskógum og gamburmosa. Upp úr þessum lággrórði framleitti hann svo grængresið sem þakti hina fríðu fold og inn í þessa flosbreiðu fléttaði hann svo feg- urð blómanna, sem í sínum dagg- arskrúða, brosa til okkar með demants augum á hverjum sól- ríkum sumarmorgni. Já, og til tilbreyttingar lætur hann svo skóganna vaxa þar sem laufblær- inn hvíslar ástaróði og vaggar lífinu til endurnærandi svefn- verðar á kyrlátum kvöldum. — Hann er skaparinn sem fram- leiðir stöðugt fegri og fullkomn- ari lífsmyndir frá einsellunni, sem berst með hafstraumnum til fiskanna er fylla hafdjúpin. Svo þegar þau eru fullsetin lætur hann suma íbúa djúpsins stíga á land í líki froska og annarra frumdýra. Frá lágu þroskast svo tegundirnar til þess háa þar til kóróna alls sköpunarverksins, maðurinn stigur upp úr djúpi aldanna, og þessarri vitgæddu veru er áskapað að lifa og breyta eins og maður og guðsbarn en ekki sem kvikindi. Hann átti að græða og fegra sinn gróðurreitt í sátt og samlyndi, en ekki að saurga hann með blóði bræðra sinna. Eins lengi og mennirnir trúa á guð framfaranna geta þeir aldrei með öllu örvænt um framfarir, frið og bræðralag í framtíðinni. Þetta er minn guð í náttúrunni, hann er “geislinn í lífsins æðum öllum,” hann er höf undur og stjórnari framfaranna í veldi náttúrunnar. Æðsta og fullkomnasta guðsþjónustan er því að starfa að fegurð og full- komnum lífsins í trúnni á hinn eilíflega endurskapandi guð. — Satt að segja finnst mér öll önn- ur trúarhugsjón vera fánýtur hé- gómi. En mér finnst það engin hégómi heldur nauðsyn að festa trú á það alheimsafl sem öllum framförum hefur ollað, trúa því að það muni jafnt um ókomnar aldir styrkja veikleika vorn í verkinu. Eg hef fremur litla trú á því, að okkur takist að yfif- stiga þá erviðleika, sem standa í vegi friðarins án þeirrar trúar. Af öllum trúarjátningum vildi eg láng helst tileinka mér þessa “Trúðu á tvent í heimi, tign sem æðsta ber, guð í alheims geimi og guð í sjálfum þér”. Ef þú finnur ekki guð í sjálfum þér er efa- samt að þú greinir hann annar- staðar. Hvað ber vott um tilvist hans í mannsálinni? Frá mínu sjónarmiði er það fyrst og fremst sú frumhvöt sem varir í öllum sálum, blundandi í sumum en virk í öðrum, að vilja láta eitt- hvað gott af sér leiða, að lifa til einhvers gagns, ekki einungis fyrir sjálfa sig, heldur einnig aðra, að vilja og vona að heimur- inn fari batnandi og mennirnir megi fagna bjartari og betri til- veru. Úr hópi slíkra vona eg að þeir komi sem friðinn semja í framtíðinni. Þegar eg hugsa mér neista guðseðlis í eigin veru ber eg mest virðingu fyrir sjálfum mér. Þegar eg hugleiði glöp mín og galla er þetta hið eina sem gerir mér kleift að halda sjálfsvirð- ingunni, en sjálfsvirðingin hvetur mann flestu fremur til að forðast hið ósæmilega en sækj- ast eftir því göfuga. Þegar mér finnst eg starfa í mestu samræmi við hið guðlega og góða í eigin vitund, nýt eg fyrst fullnægju hins innri friðar og þá er löngun mín ákveðin og einlæg, að allir menn og allar þjóðir megi í guðs- friði dvelja um allan aldur. Þegar mönnum verður eðlilegt að ala þær óskir í eigin brjósti verður friður á jörðu, sem á himni. Frá slíku hjartalagi verður friðar hugsjóninn að eflast og vaxa. Hvað er ógnarlegast í öllum heiminum í dag? Frá mínu sjón- armiði er það trúinn á ofbeldið og hnefaréttinn. Sú helveldis trú verður ekki af velli hrakinn nema með gagnstæðri trú á guð og hið góða. Áður slíkt gerist verður alt friðartal undirstöðu- laust og í ósamræmi við aldar- háttinn. Friðurinn hlýtur að grundvall- ast á samræminu og þetta sam- ræmi verður fyrst og fremst að grundvallast á því samræmi hjartans er skapar hinn innra frið. Sá friður fæst bezt þegar vér hugsum okkur samvizkuna guðsrödd í eigin brjósti og reyn- um, þrátt fyrir veikleika vorn, að haga okkur eftir \dsbendingum hennar og viðvörunum. Á þessari sannvitund er guðstraust mitt og margra annarra, grundvallað. Þegar eg er í sátt við mína eigin samvisku finnst mér eg “elska allan heiminn og engin dauði vera til”. Þá verðum við friðar- vinir og frið- flyténdur.. Já, en hvað kemur nú þetta alheims friðum við? Það kemur honum við af því friðurinn get- ur ekki byggst á friðargerðum, sem skortir einlægni, og ein- lægnin hlýtur að grundvallast á því trausti, sem einstaklingurinn og þjóðirnar bera til sín og ann- ara. Það er miklu auðveldara fyr- ir þann sem trúir á guðlegheitin í sjálfum sér að trúa því að gövgi og gæði búi líka í öðrum þjóðum og einstaklingum. Honum verð- ur því eðlilegra að ætla öðrum fremur gott en ílt. Hvað stend- ur nú öllu meira því í vegi að friður náist? Það í stuttu máli að fyrir vantraust sitt á sjálfum sér, verður flestum eðlilegt að ætla öllum ilt, en engum gott. Þess vegna standa menn skjálf- andi á beinunum og búast við á- rásum frá vondum þjóðum og vondum mönnum, helzt hvenær sem er. Þetta gegnsýrir allan hugsunarháttinn. Menn sjá of- sjónir og villusjónir. Þeir óttast ekki einungis þá óvini sem þeir ekki þekkja og búa handan við hafið, heldur líka innlenda óvini sem þeir telja líklegasta til að svíkja land sitt í trygðum — þá grunar útlendinga sem með þeim búa svo kynþátta hatrið magn- ast. Minsti skoðunarmunur er oft nægilegur til að gera menn að æfilöngum fjandmönnum. Æs- inga og áróðurs menn blása ó- spart að kolunum og magna hið helvíska bál haturs og tor tryggnL Ekkert mál er hægt að ræða með stillingu og skynsemi, alt réttlæti gleymist og rökræð- ur hljóðna í ofsafengnum há- vaða flokksstækinnar. Er hægt að grundvalla frið í slíkum heimi með slíkan hugsunarhátt? Eg fullyrði að það sé alls ekki hægt. Það gagnar lítið að telja sér trú um að vér höfum alltaf á réttu að standa, en andstæðing- arnir hafi altaf rangt fyrir sér. Allir menn sem halda því fram, að bæta megi úr böli aldarfarsins með ennþá öðru og stærra stríði, eru brjálaðir. Hafa veraldar stríðinn bætt heimin? Hafa þau leyst úr nokkrum vanda? Hvaða stríð haíanokkru sinni gert það? Það lítið sem fram á leið hefur þokast er fyrir friðsamlegt sam- starf mannanna í þágu hugsjón- fORT \\ y&MWt) tocfatf’s WGGEST Coffee Vatue Æ A 49 i/ *. Z***ihe Jní a*1°urJL „oeeestoda^ anna fyrir trúna á sigurmátt guðs og hins góða. Já, vissulega eru þeir brjálað- ir, sem byggja von sína á frum- orku sprengjum og öðrum álíka vitisvélum. Margir eru nú þeirr- ar skoðunar að heimurinn sé nú að verða meira og minna brjál- aður — að verða — er hann ekki nú þegar orðin það! Hvað bendir til að svo kunni að vera? Það er nú æði margt: — Tökum til dæmis þá slcrum- skæling af “music” sem nú argar í eyrum vorum. Jafnvel alsnaktir villumenn í Afríku frumskógun- um myndu fyrirverða fyrir því- líkt hrafnagarg. Hverjir nema brjálaðir menn mundu leggja sig niður við að framleiða slíkt og hverjum gæti það orðið til ánægju nema sturluðum lýðum. Ekki er nútíðar myndlistinn — sumt af henni — til meiri fyr- irmyndar. Eitt sinn hékk “im- pressionista” mynd í listasafni Chicago-borgar sem mér var sagt að væri af dansandi fólki. Reynd- ar sá eg þar nú ekkert annað en nokkra kálfa bera kvennmanns leggi og þyrlandi, flaxandi fót, — átti víst að vera það — en mér kom það helst fyrir sjónir sem skyjastrókur og upp úr þessum óskapnaði skaust eitthvað sem einna mest líktist álkuhaus í stækkaðri gerð. Einn gamansam- ur borgarbúi sagði, að myndin minti einna helzt á fellibyl í timburhlaða, en sumir listdóm- ararnir sögðu þetta snildarverk. Svipuð verður útkoman einatt er vér skygnumst um í heimi nú- tíðar bókmentanna. Vér könn- umst naumast við þær mannlífs- myndir er þar eru fyrir okkur uppdregnar. Margir bókmenta- lega smekkvísir vinir mínir telja þetta ekki eðlilegt fólk. Ef til vill mundu höfundarnir spyrja: Hvað er eðlilegt? Er ekki arfinn í sorphaugnum jafn eðlilegur sem fífillinn út á vellinum? Lát- ið ykkur ekki dreyma að við sé- um að draga eðlilegar mannlífs- myndir í óeðlilegum heimi, ekki einusinni fólk með heilbrigða skynsemi í alsturlaðri veröld, við erum að draga myndina eins og hún kemur okkur fyrir sjón- ir af arfanum á mykjuhaugum mannlífsins. Þetta kann nú að vera satt, engum getur orðið það til huggunar. Hugleiðum nú annað efni sem ber vott um hræðilegt siðferðis ástand ef ekki hreint og beint andlega sturlun. Fimta hvert, og nokkuð betur, hjónaband endar nú með upplausn og skilnaði í Bandaríkjunum. Eg er ekki svo mjög að hugsa um, í þessu sam- bandi, tölu hjónaskilnaðanna — eins Qg orsakir þeirra og afleið- ingar. Eg veit að hjónaskilnaðir eru stundum nauðsynlegir og ó- umflýjanlegir, en hversvegna ættu þeir að vera í svo mörgum tilfellum nauðsynlegir og óum- flýjanlegir? Tæplega getur hinn innri friður ríkt í þeim hjóna- böndum og á þeim heimilum, sem uppleysast þannig. Ber"það ekki þ. e. s. fjöldi skilnaðanna hraparlegan vott um siðferðis- legt óstöðuglyndi og brjálæðis- kenda girndarþrá. Bók er nýkomin á prent í Bandaríkjunum, sem nefnist “The Kinsley Report”, og er á- rangur af tuttugu ára rannsókn höfundarins, sem er nafntogaður sálfræðingur, á kynferðis venj- um þjóðarinnar. Eftir þeim rann- sóknum hefir rúmur helmingur giftra karla framhjá konum sín- um (næsta bók fjallar um hátta- lag hins kynsins). í þessari ótta- legu bók er ennfremur rætt um sódomisku og alskyns kvikindis- hátt, á svo háu stigi að manni bókstaflega sundlar við lestur- inn. Manni verður að spryja er þetta ekki vitlaust fólk sem þann- ig hagar sér. Er nú furða þótt taugaveiklun og brjálsemi fljóti í kjölfar slíkrar ónáttúru og hvernig getur maður fest trú á því að svona manneskjur geti skapað heilbrigt þjóðfélag eða þeir menn semji alheims frið sem ekki geta viðhaldið heimilis og fjölskyldu friðnum heima hjá sér. Meðan menn draga sínar helgustu tilfinningar þannig nið- ur í saursvaðið verður hvorki innri fríður í sálum manna eða alheims friður milli þjóðanna. Friður getur aðeins grundvallast milli sæmilega siðmentaðra manna og þjóða: Taka verður það fram að þó hér sé rætt um eina þjóð er engin minsta ástæða til að ætla ástandið hótinu betra hjá öðrum þjóðum nútímans. Eg hef nú notað þetta sem hlið- stæð dæmi en hvergi finst mér brjálsemi aldarfarsins koma bet- ur í ljós en í pólitík, einkum al- jarðar pólitík nútímans — eg varast orðið stjórnmál, því þarna er um glöp og glundroða að ræða en enga stjórn og því síður stjórnvizku. Er það vit að búa sig út í stríð sem hér um bil á- reiðanlega veldur alheims eyði- leggingu; er það vit að láta skap sitt fara með sig svo í gönur að menn verja mestum tíma á hverju friðarþingi til að hnakk- rífast og bera hver aðra brígsl- yrðum; er vit að byggja alla von sína á frumorkusprengjum, sem geta lagt heilar borgir í rústir með öllum þeim listaverkum sem mannsandinn hefir fegurst skap- að en fargar jafnframt mörgum miljónum mannslífa? Ef þetta er vit hvað er þá vitleysa? Menn telja sér trú um að tvær stefnur valdi andstæðum og að þær stefn- ur séu með öllu ósamrýmanlegar svo þær hljóti að berjast um al- heimsvöldin unz ‘yfir lýkur. — Hverjar eru þessar stefnur og hversvegna eru þær ósamrýman- legar? Satt er það að tvær höfuð þjóðirnar er að deilunni standa leggía naisjafna áherzlu á tvö borgaraleg verðmæti. Bandaríkin

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.