Heimskringla - 03.11.1948, Blaðsíða 1

Heimskringla - 03.11.1948, Blaðsíða 1
Always ask for the HOME-MADE “POTATO LOAF” CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeq Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. ♦################################4^ Always ask for the— HOME-MADE “POTATO LOAF” CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal. Mgr. LXIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 3. NÓV. 1948 NÚMER 5. Truman endurkosinn og flokkur hans í meiri hluta í báðum deiidum þingsins HARRY S. TRUMAN er kosning er talin vís, þó fullnaðar úrslit séu ekki fengin. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Bæjarstjórnar kosningarnar Garnet Coulter borgarstjóri í Winnipeg, var endurkosinn í kosningunum 27. október, í f jórða sinni, með 54,448 atkvæðum. Don- ovan Swailes fylkisþingm. er sótti á móti honum undir merkj- um C.C.F., hlaut 27,422 atkvæði. Bæjarráðsmennirnir allir, sem endursóttu unnu sigur, nema einn, Morrison í Suður-Winni- peg. Sæti hans vann Mulligan, C.C.F.-sinni og þykir það mikil frétt. Kjördeild þessi (Ward 1), hefir mátt heita óvinnanleg öðr- um, en þeim er borgaraflokkinn hafa fylt. Útkoman er því sú, að C.C.F. unnu eitt sæti, er borg- araflokkurinn tapaði. Það mega allar breytingarnar heita, sem við kosningarnar urðu. Atkvæði greiddu 49.6% eða tæpur helmingur allra skráðra og þykir það gott hjá því, sem mörg undanfarin ár hefir verið. • ■ En atkvæðagreislan fór í mestu handaskolum fyrir kjósendum. í fyrstu kjördeild voru um 1,000 atkvæði ónýt. Um hlutfalls kosningu var að ræða, en þær fóru oft svo, að kjósandi setti tölurnar 1, 2, 3, 4 aftan við eitt og sama nafn. Aðr- ir skrifuðu nöfn þeirra, er þeir vildu kjósa, sumir settu krossa við nöfn bæjarráðsmanna. Borgarstjóraefnin urðu fyrir minni búsifjum af þessu vegna þess, að leyft er að kjósa þá með X eða tölu. Einn bæjarráðsmaður náði kosningu við fyrstu talningu, Sbarpe í Suður-Winnipeg, en þrír skólaráðsmenn: Haig, Gar- rick og Jessiman. f Mið-Winnipeg (Ward 2), voru bæjarráðsmennirnir þrír endurkosnir: Hallonquist, Mc- Kelvey og Scott. Bæjar- og skólaráðsmenn Winnipeg-borgar Bæjar- og skólaráð Winnipeg- borgar skipa þessir nú eftir ný- afstaðnar kosningar; þeir er kosningu hlutu nú halda embætti þar til 31. des. 1950. Ward 1 Ald. C. E. Simonite, C.E.C. Ald. A. H. Fisher, C.E.C. Ald. C. E. Graham, C.E.C. Ald. G. Sharpe, C.E.C. Ald. J. Gurzon Harvey, C.E.C. Ald.-elect D. Mulligan C.C.F. Ward 2 Ald'. V. B. Anderson, C.C.F. Ald. J. Black, C.E.C. Ald. J. St. John, C.E.C. Ald. H. B. Scott, Ind. Ald. E. Hallonquist, C.E.C. Ald. H. V. McKelvey, C.C.F. Ward 3 Ald. J. Blumberg, C.C.F. Ald. M. J. Forkin, L.P.P. Ald. J. Stepnuk, Winnipeg Tax- payers Association Ald. J. Penner, L.P.P. Ald. E. Brotman, C.C.F. Ald. F. L. Chester, C.E.C. 1 SKÓLARÁÐINU Ward 1 Mrs. D. A. P. McKay, C.E.C. W. S. McEwan, C.E.C. S. B. Laing, C.E.C. Campbell Haig, C.E.C. G. P. McLeod, C.E.C. Ward 2 Adam Beck, C.E.C. Mrs. M. Chunn, L.P.P. Rev. P. M. Petursson, C.C.F. A. N. Robertson, C.C.F. P. C. Jessiman, C.E.C. Ward 3 A. Zaharychuk, C.E.C. M. Averbach, C.C.F. J. Zuken, L.P.P. D. Orlikow, C.C.F. Stan Carrick, C.E.C. Flokkaskiftingin verður í bæj- arráðinu þannig: Borgaralistinn hefir 9, C.C.F. 5, Kommar 2, og Taxpayers Association 1, óháður 1, en í skólaráðniu eru á borgara- lista 9, C.C.F. 4, komm. 2. • Sameiginleg vernd á N orður-Atlanzhaf inu Þjóðimar sem meðfram Norð- ur-Atlanzhafinu búa, bæði Ev- Úrslit Bandaríkjakosninganna eru að svo miklu leyti ljós, þó talningu atkvæða sé ekki hvarvetna lokið, að Harry S. Trúman forseti er endurkosin,n og að demokrataflokkurinn verður næst þegar þing kemur saman í meirihluta bæði í efrimálstofu þingsins og í fulltrúa deildinni. Sigur demokrata flokksins er því mjög ákveðinn í kosningun- um. f blöðum þessa bæjar, í morg- un, er hermt, að Truman hafi með sér 27 ríki með 279 electoral- atkvæði en Dewey sé á undan í 17 ríkjum með 214 electoral-at- kvæði. Þesssar tölur hafa breyst síðan, en hlutfall ekki, svo jafn- vel Dewey sjálfur hefir talið Tru- man sigurinn. Eins langt og kosningu í efri- málstofu er komið, hafa demo- kratar náð tveim þriðju þing- sæta. Að þeir hafi meirihluta í efrimálstofunni, er nú þegar full- yrt. f neðri-deild þingsins hafa demokratar 2 á móti hver jum ein- um úr flokki republika; demó- kratar hafa nú þegar tekið 37 þingsæti frá republikum. Um fylkisstjóra er svipað að segja. E(emokratar eru þar langt á undan. Þessi sigur demókrata er mikið þakkaður hinum frábæra dugn- aði Trumans. Hann fór á tveim- ur eða þremur mánuðum um alt landið og hélt hvorki meira né minna en 273 ræður. Öll stórblöð Bandaríkjanna voru hárviss um kosningu Dew- eys. -Ennfremur spákerlingin Gallups. Sú kosninga spákerling var svo viss um sigur Dewey, að hún hætti fyrir tveim mánuðum að spá nokkru; taldi það ónauð- synlegt. Republika flokkinum er nú ó- sigurinn talinn vegna aðgerðar- leysis bæði Dewey og flokks- manna hans. f New York-ríkinu vann Dew- ey, en á atkvæðum munaði svo litlu, að hefði Truman fengið nokkuð af atkvæðum Wallace þar, þó fá væru, hefði hann þar einnig unnið. Bandaríkja þjóðin hefir átt við það góðæri að búa s. 1. ár und- ir stjórn demókrata, að í raun og veru mátti við búast að svona færi. Þetta er ekki í eina skiftið, sem blöð og spár í kosningum hafa brugðist. Hið þögula atkvæði gerir oft strik í reikninginn. Það er það sem virðist hafa gert það í þessum kosningum syðra. Andi Roosevelts sveií yfir vötnunum Um áratugi og aldaraðir, er andinn þinn hið skæra ljós, sem veitir okkur vit að lifa, og von um nýja lífsins rós. Og þeim sem strita og yrkja engi, þú ert hið, sanna lífsins hnoss, þær hugsjónir sem hér-þú kendir, þeir hengt ei geta, neglt á kross. Við minnumst þín á mörgum stundum, sem manns og vinar, lifðu heill, þó horfinn sért, við hugann gleðjum, við hann sem aldrei reyndist veill. P. S. Pálsson rópu-megin og í Ameríku, hafa bundist samtökum um sameigin- lega vernd, ef til ófriðar kæmi. Canada er að sjálfsögðu ein þess- ara þjóða. Að hjá þessu verður ekki komist, sýnir hve ófriðlegt útlitið er í heiminum. Þjóðirnar sem hér um ræðir, eru Bandaríkin, Canada, Bret- land, Holland, Belgía og Frakk- land, og að því er búist er við Norðurlöndin og írland. NorðurAtlanzhafið var einn ægilegasti stríðsvangurinn í síð- asta stríði. Að vera þar við öllu óviðbúinn, ef til stríðs skyldi koma, hefir ekki þótt ráðlegt eða óhult. SILFURBRÚÐKAUP Mánudagskvöldið var milt og blítt eins og haustið alt hefir ver- ið. Loftið var silfurgrátt og stjörnublikin svo óvanalega fög- ur. Á góða veðrið úti minti það er var að gerast inni í neðri sal G.T. hússins, en þar var verið að minn- ast 25 ára giftingarafmælis Sum- arliða Mathews og konu hans, Guðnýjar. Borð voru reist um þveran og endilangan salinn, og stóðu á þeim bollar og diskar; eitt þeirra, fyrir stafni, var og skreytt fögrum blómum. Við það sátu silfurbrúðhjónin, konan æskurjóð og maður hennar hress Kommúnistar taka alla Mansjúríu Örlög Kína óviss Um síðustu helgi tóku fréttir að berast af því, að Mukden, aðal borgin í Mansjúríu, væri um- kringd af kommúnistum. Þangað hefðu þeir ekki haldið innreið sína ennþá, en öll Mansjúría mætti heita á þeirra valdi. Kom- múnistar teldu þess líklega ekki þörf, að heyja þar orustur, úr því sem komið er. Ef svo er og komið, sem aðrar fréttir herma, að þjóðherinn, sem kínverska stjórnin hafði þarna til landvarnar, sé að miklu leyti tapaður, er óþarft fyrir þá, að eyðlieggja hina miklu iðnaðar miðstöð héraðs þessa. Chiang Kai-Shek forseti, sem um helgina kom til Nanking norðan úr landi, kvað ástandið THOMAS E. DEWEY fylkisstjóri New York-ríkis og forsetaefni republika, er í morgun taldi Truman vísan sigur. nyrðra svo alvarlegt, að engu yrði spáð um örlög Kína innan þriggja mánaða. Eitthvað af forustumönnum kínversku stjórnarinnar í Muk- den er flúinn. Er haldið að rauði herinn sé á hælum þeim, eða hafi snúið sér að borgum þeim, sem þeir leituðu til, en komi til Mukden síðar. Það eru um 400,000 hermenn sagðir í rauða hernum í Man- sjúríu. Hervarnarlið kínversku stjórnarinnar, er um 200,000 menn. Það er víðar svart í heiminum en í Berlín. En Kíverjjinn er á valt Kínverji og ekki víst að öll kurl séu til skila komin í 20 ára stríðinu í landi þeirra. og karlmannlegur og börn þeirra og tengdafólk, alt hið mynd- arlegasta. Við það háborð var og forseti gildisins, Jóhann Beck forstjóri og aðal ræðumenn kvöldsi.ns, en þeir voru séra R. Marteinsson, séra Valdimar Eylands, Mrs. Jódís Sigurðson og fleiri. A. S. Bardal flutti og ræðu. Ræðurnar voru allar hinar skemtilegustu á að hlýða og túlk- uðu ljómandi vel þann hug, er mannsöfnuðurinn, sem þarna var báru til silfurbrúðhjónanna. Þau hafa bæði unnið mikið að ís- lenzkum félagsmálum, enda gekkst fólk úr Fyrstu lút. söfn- uði og G. T. stúlkunnum fyrir samsætinu. En þar hefir starf j silfurbrúðhjónanna mest verið. Með söng og músik var og skemt mjög vel á milli ræðanna. Miss Bjarnason með íslenzkum einsöng og Mr. Beck með fiðlu- spili. Mrs. Matthíason annaðist undirspil. Silfurbrúðhjónin þökkuðu í lok skemtiskrár vináttu og rausn sér sýnda. Þeim voru og afhentar gjafir. Sumarliði kom ungur til þessa lands, en mun eyfirskur að ætt. Kona hans er dóttir Mr. og Mrs. Jóhannes Johnson á Gimli og þar fædd. Börn silfurbrúðhjónanna eru 3 á lífi. Elzt þeirra er Mrs. Grace Willis í Winnipeg, þá Lilja — Mrs. Guðmundson; og yngst Al- bert, heima. Eru börnin hin myndarlegustu. , Eftir rausnarlegar veitingar var silfurbrúðhjónunum árnað heilla og fóru menn að því búnu heim til sín, glaðir i huga af að hafa getað vottað hinum góðu silfurbrúðhjónum þakklætti sitt bæði fyrir störf þeirra félags- lega og ágætustu kynningu. GARNETCOULTER endurkosinn brogarstjóri í Win- nipeg í fjórða sinni. ‘Þekkirðu Högna?” ‘Já, eg léði honum 200 kall í gær. ‘Þá hefurðu ekki þekkt Högna’ Petrína Louise Sigurdson í síðastliðinum júnímánuði lauk þessi gáfaða og glæsilega stúlka fullnaðarprófi í hjúkrun- arfræði með lofsamlegum vitnis- burði við Wesley Memorial spít- alann í Chicago, 111. Móðir þessarar ungu hjúkrun- arkonu er Mrs. Pálína Sigurd- son, sem nú er búsett í Winni- peg, en faðir hennar, Tryggvi O. Sigurdson, lézt 1933. Þau hjón bjuggu í íslenzku byggðinni í grend við Morden, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.