Heimskringla - 03.11.1948, Blaðsíða 4

Heimskringla - 03.11.1948, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. NÓV. 1948 Hfehnskrhtgla tStofnuO ÍSM) Kemur út á hverjum miðvikudegi. E'igendur: THE VIKING PRESS LTD. 85-3 og «55 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Vfrð hiaðsins er S3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Aiiar horganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. ÖH viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskníl til ritstjórans: EDITOR IIEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 3. NÓV. 1948 Bandaríkja kosningarnar Grein sú er hér fer á eftir, er skrifuð fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum — eða meðan lokahríðin stendur yfir. Er hún eftir blöðum syðra höfð, og gæti verið til hliðsjónar, eftir að úrslit- in eru kunn, sem vonandi má vænta á miðvikudagsmorgun. Hvað hefir einkent þessa kosninga-baráttu frá öðrum. Eitt aðallega, að minsta kosti í augum annara þjóða; það er hvað lítill er munur stefnanna, sem forsetaefnin berjast um. Það er ekki aðeins í utanríkismálunum, að lítið viriast þar bera á milli, heldur einnig í sumum smærri málum. Blaðið Christian Science Monitor minnir á þetta með eftirfar- andi orðum: 1 kosningamálunum virðast þeir Truman og Dewey oftar sam- mála, en menn alment gera sér grein fyrir. Um slík efni sem utan- ríkismál, borgaraleg réttindi, þjóðfélagslegt öryggi, verð bænda- vöru, hervernd, lágmarkskaup, lækkun skulda, og rekstur viðskifta — í öllum þessum málum virðist það bita munur en ekki byrgðar, sem foringja beggja stóru flokkanna greinir á um. Og um stóra spursmálið — hve langt Bandaríkin séu fús að ganga í að stuðla að samvinnu allra þjóða heimsins um að koma á varanlegum friði, verður ekki léttaverk fyrir kjósendur að gera upp milli þeirra Truman og Dewey, ef dæma á af kosningaræðum þeirra. Atvik haga því svo, að demókrata flokkurinn, eða núverandi stjórn, á sér góða sögu að baki fyrir framkomu sína í erlendum málum, mikla sögu væri ef til vill ekki ofmikið að segja. Eins ákveðið samvinnuspor við umheiminn hefir aldrei verið stigið fyr í Bandaríkjunum. Truman hefir að vísu að dómi andstæðinga þótt misstíga sig, bæði í málum Moskva og Palestínu. En það hefir einnig verið fundið að fastheldni republika við einangrunarstefnuna, og er sjálf- sagt enn gert, þrátt fyrir yfirlýsingar Dewey um hið gagnstæða. Það hefir verið bent á það upp aftur og aftur að hvorugur for- inginn sé neitt framúrskarandi. En báðir munu hafa sína kosti og það virðist engu kviðið í því efni, hvernig sem kosningarnar fara. AFVOPNUN Það sem þeim er þetta ritar dettur ávalt fyrst í hug, þegar á afvopnun er minst, er ísland. Það kemur til af því, að það er eina menningarþjóðin í heimin- um, sem um fleiri aldir hefir átt við afvopnun að búa og sagt hef- ir getað við heiminn: Far þú og ger hið sama! Aðrar þjóðir hafa oft flutt þessa kenningu um afvopnun. — Hún hefir verið flutt á fundum alþjóðafélaganna, bæði í þjóða- bandalaginu gamla og á fundum Sameinuðu þjóðanna. En þá hafa ávalt einstaka þjóðir skorist úr leik og ekki treyst á nein loforð. Samt er hugsjónin vákandi. — Eflaust væri húp og hin áhrifa- mesta til að koma á fullkomnum friði í heiminum. Um hverjar rætur afvopnun á í hugum ein- staklinga og þjóða, virðist það einmitt bera vott, að til mikillar afvopnunar er vanalega gripið, að hverju stríði loknu. Það má að minsta kosti um allar lýðræðis- þjóðir segja. Eftir fyrra stríðið, afvnpnuðu sigurvegaramir sig svo, að þeim var stofnað í stóra hættu nokkru seinna, af einu þjóðinni, sem afvopnuð var með valdi, Þýzkalandi. En trúin á afvopnun má ekki deyja út þó svo færi. Og hún gerir það ekki. Síðan síðasta stríði lauk, hafa t. d. Bretar dreg- ið svo úr herútbúnaði sínum, að þeir hafa nú aðeins 846,000 menn í her sínum og hernaðarútgjöldin eru $2,170,000,000. En 1945, var tala hermanna 5,119,500 og hern- aðarútgjöld yfir $20,500,000,000. Þó hafa Bandaríkin gengið lengra í afvopnunaráttina. Tala hermanna þeirra er nú 542,000, en var 8,300,000 1945. Nú eru þeirra herútgjöld $13,000,000,000, en voru 1945 $83,000,000,000. Hjá öllum smærri lýðræðisþjóðum er víst hægt á svipað að benda. Ein er samt sú þjóð, er her sinn mun heldur hafa eflt bæði að mönnum og vopnum. Það eru Rússar. Það vakti því mikla eft- irtekt, á þingi Sameinuðu þjóð- anna nýlega í París, er Vishin- sky, hreyfði málinu um að þjóðir heimsins minkuðu herafla sinn. Menn spyrja sem svo: Hvers- vegna hafa Rússar ekki farið að dæmi annara lýðræðisþjóða og takmarkað her sinn, ef þeim er af- vopnun það hjartans mál, sem ætla má að þeim sé það af tillögu Vishinsky að dæma. Þegar svo bætist við þetta, að Rússar hafa verið á móti því, að atómspr?ngju rekstur sé falin alheimsstjórn, og þeir voru á móti mínkun hers eftir stríðið, vegna þess að þeir vildu ekki leyfa neina rannsókn á herstyrk sínum, eins og líklega nú á atómsprengju rannsóknum hjá þeim, er erfitt að sjá, hvað Vislhinsky er nú eiginlega að fara með afvopnunaritllögum sínum. Eru þær bara uppfynd- ing til þess að draga athyglina frá hii|w skammarlega og ófrið- lega og ólöglega vegabanni til Berlínar, eins og Sameinuðu þjóðirnar virðast álíta, eða er honum alvara? Þetta virðist mér Sameinuðu þjóðirnar hafa átt að ganga samt sem áður úr skugga um og sjá hvernig Vishinsky hefði tekið að afhenda nú alt eftirlit og öll umráð rússneska hersins, sem allra annara þjóða, alheimssam- tökunum. Sameinuðu þjóðunum hefir líklegast ekki þótt það til mikils, en hví ekki að prófa það og fá með því sönnun fyrir, hvort Rússar meina þetta? Það virðist þarna um hálf- verknað að ræða af hálfu vest- lægu þjóðanna á allsherjar þing- ínu — eins og oftar. Mikilvæg- Framlag Bandaríkjanna í stríðinu GENGIN TIL HVÍLDAR Eftir Bernard Baruch Höfundur þessarar greinar, Bernard Baruch, er kunnur amerískur stjórnmálamaður. Hann hefir átt sæti í mörgum framkvæmdanefnd- um og var um tíma formaður kjarnorkunefndar Sameinuðu þjóðanna. 1 eftirfarandi grein sinni segir hann frá framlagi Bandarikjanna í styrjöldinni og sýnir fram á, að það var ekki í ávinnings von, eða hreinu hagsmunaskyni. Kveður höfundur niður ýmsar missagnir um tilgang Bandaríkjanna með aðstoð sinni í alþjóðasamvinnu. Skömmu eftir að við lentum í fyrri heimsstyrjöldinni bað Wil- son forseti mig að koma til Hvíta hússins, þar sem umræður áttu að fara fram um aðsteðjandi olíu- skort, sem virtist ætla að hindra hernaðaraðgerðir okkar í fram- tíðinni. Einn nefndarmannanna kom með uppástungu um að við hernæmum mexíkönsku olíu- lindirnar við Tampico. Wilson reiddist og ávítaði þann sem uppástunguna átti: — Það sem þú biður mig um að gera er nákvæmlega það sama og Þjóðverjar gerðu áður. Þú segir, að þessi olía sé nauðsynleg fyrir okkur. Þegar Þjóðverjar réðust inn í Belgíu sögðu þeir, að það væri nauðsynlegt fyrir sig, til þess að þeir kæmust inn í Frakk- land. Herrar mínir, sagði Wilson við verðum að heyja stríðið með þeirri olíu, sem við höfum. Þetta dæmi um forseta Banda- ríkjanna, sem neitaði að fallast á boðorð einræðisherranna, “að nauðsyn brjóti lög”, kom mér nýlega í hug, er eg var að hugsa um, hve óréttlátlega Bandaríkja- menn hafa verið nefndir Okrarar og heimsvledis sinnar, sem að- eins hugsi um að græða peninga og þenja út vald sitt. Þegar Ev- rópuþjóðirnar bera saman eymd sína.og óskemmdar borgir okkar, finnst þeim á einhvern hátt, að við höfum grætt á styrjöldinni og tímunum eftir styrjöldina. Sumir ganga jafnvel svo langt að álíta eftir stríðshjálpina, skyldu okkar til að taka á okkar herðar dálítið af byrði hinna þjóðanna. Ekki réttlátt að smána starf Bandaríkjanna Ef útlendingar líta þannig til Bandaríkjanna, blindaðir þeirri blekkingu, að þau hafi grætt á heimsstyrjöldinni, getur það orð- ið til þess að spilla vináttu hinna frjálsu þjóða og kljúfa nauðsyn- lega einingu þeirra. Eg vona að staðreyndirnar, sem eg læt tala í þessarri grein geti hindrað les- endurna í að líta á Bandaríkin sem einskonar “Shylock”. Eg segi hér frá ýmsum verkum Bandaríkjanna, ekki til þess að gera lítið úr því sem aðrar þjóðir gerðu, heldur til þess að sýna fram á að það er ekki réttlátt að smána starf okkar, eins og marg- ir reyna að gera. Algengasta skopmyndin af Bandaríkjunum er líklega teikn- ing af “Samuel frænda”, þar sem hann stendur með lófana fulla af dollaraseðlum og lætur aðrar þjóðir berjast fyrir sig. Nokkuð er rétt: að við vorum ekki sínkir á fé. Meira en helmingur allra hergagna, sem Bandamenn not- uðu í styrjöldinni voru merkt “Made in America”. Styrjaldar- kostnaður okkar 330,000,000,000 dollara var meiri en styrjaldar- kostnaður Breta og Rússa til samans. Og við svikumst ekki úr leik í bardögum. Manntjón Bandaríkjanna meira en Breta Því að þó Bandaríkin færu 27 mánuðum síðar í stríðið en Bret- ar, var manntjón þeirra meira en manntjón alls breska heimsveld- isins. Af 90 herfylkingum, sem ara mál, er um varanlegan frið er að ræða, getur varla en afvopn- unarmálið. Vestlægu þjóðirnar hljóta að viðurkenna það. Og það hefði gefið þeim útvalið tækifæri, að komast að því, hvað hervæðingar aðgerðum Rússa líð- ur og hvað yfirleitt friðarstefn- an á sér djúpar rætur hjá öllum þjóðum heimsins. notaðar voru við innrásina í Frakkland voru 61. bandarískar. Landgöngusveitirnar sem her- tóku hverja eyjuna í Kyrrahaf- inu á fætur annarri voru að mestu bandarískar, þótt þeim fylgdu litlar ástralskar, nýsjá- lenzkar og Fillipseyja hersveitir. Mannafli á vístöðvar og i verksmiðjum Við vorum í vafa um, hvort við gætum gert bæði, — að senda herlið á vígstöðvarnar og hafa samt nóg vinnuafl við hergagna- framleiðsluna. Sá efi kom fram á bandaríska þinginu 1943, þegar stór hópur þingmanna fór fram á, að herinn, sem þá var 10,800,- 000, yrði minnkaður. Og þeir höfðu með sér nokkra hagfræð- inga, sem héldu því fram, að með svo miklu mannafli x hernum, væri ógerlegt að fá menn til her- gagnaframleiðslunnar. Þetta þótti svo mikið vanda- mál, að Roosevelt forseti skip- aði sérstaka “vígbúnaðarnefnd”, til að rannsaka málið. Átti eg sæti í henni. Viðfangsefnið, sem var lagt fyrir okkur, var í stuttu máli þetta: Hvort átti herinn eða her- gagnaiðjan að ganga fyrir um mannafla? Ákvörðun nefndrainnar var sú að her og floti skyldi fá allt það lið, sem nauðsynlegt væri til að framfylgja sóknaráætlunum — þeim sem ákveðnar höfðu verið. Ef mannaflið yrði svo ekki nægi- legt, átti það að bitna á fram- leiðslunni. Mikill meirihluti nefndarinn- ar áleit, að við gætum gert bæði, og það reyndist líka rétt. Þótt 14,000,000 karla og kvenna væru í herþjónustu framleiddum við 60% af hergögnum Bandamanna. Þarna sést hvernig við háðum stríðið. Reyndum á engan hátt að hagnast á vandræðum hinna Hernaðarhjálp okkar til hinna Bandamannaþjóðanna nam — 50,000,000,000 dollurum og 10,- 000,000,000 samkvæmt láns og leigulögunum. Sumir segja, að við höfum einkum gætt eigin hagsmuna á þessum tímum. Stað- reyndirnar sýna hinsvegar, að við notuðum alls ekki þau tæki- færi, sem okkur buðust til að hagnast á aðstoð okkar. Við sett- um engin skilyrði, jafnvel ekki þegar Bretar og Rússar voru verst staddir og hefðu orðið að taka hvaða kostum sem var. Og við urðum að eyða orkulindum okkar, nær takmarkalaust, án þess að gera okkur nokkra von um endurgjald. Það er blekking að halda þvi fram, að styrjöldin hafi aukið þjóðarauð Bandaríkjanna og sést það geinilega með því að bera sáman innflutning og útflutning á styrjaldarárunum. Innflutning- ur til Bandaríkjanna nam 106,000 000 smálestum, en útflutningur á sama tíma 268,000,000 smálest um. Mismunurinn er mælikvarði yfir það efni, sem við létum af hendi. Þær 5,800,000,000 tunnui’ af olíu, sem við unnum úr jörð á þessum tíma myndi nægja til að halda öllum bifreiðum Banda- ríkjanna í gangi í 12 ár. Skattar nema fjórðung af þjóðartekjunum Fyrir það, sem við sendum út fengum við bókstaflega ekkert borgað. Fyrir það sem við flutt- um inn urðum við að borga fullt verð í dollurum. Ríkisskuldirn- ar fimmfölduðust. Árið 1939 námu skattar einum af hverjun Mrs. Anna Ólafsson Á miðvikudaginn var, 27. f. m., andaðist Mrs. Anna Ólafsson að heimili dóttur sinnar og tengda- sonar, Mr. og Mrs. Jón T. Árna- son, að 648 Victor St., hér í borg- inni. Anna mun hafa verið með elztu ef ekki elzt allra fslendinga í þessum bæ, 93% árs að aldri. Gamla konan hafði verið lasin, eða réttara sagt, máttfarnari nokkra undanfarna daga, sem svo smá dró af henni þar til hún sloknaði út af eins og ljós, er fjarar út af olíuleysi. Svona er gott að kveðja, og svona átti Anna skilið að fara. Hún var um- kringd af börnum sínum og barnabörnum, er hér eru búsett ásamt nærveru sonar síns er kom alla leið frá Duluth, Minn., svo hann mætti vera síðustu stund- irnar með móður sinni. Anna var fædd að Bygggarði á Seltjarnarnesi 5. maí 1855, dóttir Sveinbjarnar Guðmundssonar og -konu hans Petrínu Reginu Rist. Var Sveinbjörn ættaður frá Hvít- árvöllpm í Borgarfirði syðra, en bjó á Seltjarnarnesinu eftir gift- ingu sína. Níu ára að aldri flutt- ist Anna upp í Melasveit í Borg- arf., og ólst þar upp til fullorðins 13 dollurum þjóðarteknanna. — Núna taka skattarnir einn af hverjum fjórum dollurum þjóð- arteknanna. Og samt hafa Banda- ríkin haldið áfram að gefa á eft- irstríðsárunum. Ýmist lán eða beinar gjafir. Samtals 21,000,0,00- 000 dollarar í gjafir til UNRRA, breska lánið og Marshall-lánið. Einstaklingar í Bandaríkjunum sendu á síðasta ári einu meir en 23,000,000 gjafapakka til Evrópu og í vörum 120,000,000 dollara til vina sinna, auk þess, sem sérstök gjafafélög gáfu 250,000,000 doll- ara. Það er þýðingarlaust að reyna að leita í veraldarsögunni að nokkurri sambærilegri gjafmildi og samt kalla sumir gagnrýn- endur þetta tilraun til að gera allar þjóðir heims að þrælum. Hjálpin til Rússa var stórkostleg Af láns og leigu hjálpinni fór um það bil fjórðungur til Sovét- ríkjanna. Þar sem Sovétstjórnin hefur tekið þann kost að álíta hjálp þessa smávægilega er það þess vert, að skýra nánar frá að- stoð þessarri. .. Meginviðfangsefnið var að bæta hið fljótasta úr tilfinnan- legasta skorfei Rússa, svo sem að senda þeim næturorustuflugvél- ar, sem Rússar gátu ekki smíðað og flugvélabensín, sem Rússa skorti nær algjörlega. 1980 eim- reiðir og 3,786,000 bifreiða- gúmmí, var meira en Rússar höfðu nokkurntíma framleitt á einu ári. Árleg framleiðsla Rússa á vörubifreiðum nam 200,000. Við sendum þeim 375,000. Og ekki skulum við gleyma því, að við sendum Rússum verksmiðjuvél- ar fyrir 500,000,000 dollara til að auka framleiðslu þeirra og hrá- efni til hergagnaiðju, svo sem stál alúmíníum, kopar og zink fyrir 2,500,000,000 dollara. Ef Rússar hefðu ekki fengið frá okkur 52,000 jeppa, 35,000 mótonhjól, 415,000 talsímaáhöld, ára. Um tvítugs aldur giftist hún Ólafi Árnasyni og bjuggu þau á Akranesi og þar lézt hann. Þeim varð fjögra barna auðið og lifa tvö þeirra móður sína: Einar kaupmaður Ólafsson á Akranesi og Petrína, gift Kristinn Peter- son í Winnipeg. I annað sinn giftist Anna Jón- asi Ikkaboðssyni, ættuðum úr Dalasýslu. Bjuggu þau nokkur ár á Akranesi og þar eru öll börn þeirra fædd. Fluttust þau þaðan til þessa lands árið 1911; en árið eftir dó Jónas og stóð þá Anna enn uppi með allan barnahópinn, fimm að tölu, ókunnug og í fram- andi landi. Lifa fjögur þeirra móður sína: Halldóra (Mrs. Thorsteinsson); Helga (Mrs. Árnason) og Benedikt, öll búsett í Winnipeg, og Sveinbjörn, prest- ur í Duluth, Minn. Einnig á Anna einn hálfbróðir á lífi í Reykjavík á íslandi, Kristján Möller, áttatíu og tveggja ára. Jarðarför Önnu fór fram s. 1. laugardag frá Fyrstu lút. kirkj- unni hér í borginni að fjölda fólks viðstöddu. Séra Valdimar J. Eylands stýrði athöfninni, er var hin prýðilegasta í alla staði. Séra Sveinbjörn, sonur hinnar látnu, flutti nokkur kveðju og þakkarorð í sínu nafni og syst- kina sinna til hinnar framliðnu móður, og viðstaddra vina, er lengi munu í minnum höfð af þeim er á hlýddu. Séra Svein- björn kann vissulega að meta, þakka og — kveðja. Að gamni mínu set eg hér með mynd af Önnu Ólafsson er tekin var af henni á níræðisafmæli hennar. Eg kann svo vel við að muna Önnu sí-starfandi. Svo þakka eg fyrir alla trygð- ina og vinfestuna til mín og minna um mörg undanfarin ár. Sveinn Oddsson 15,000,000 pör af hermannaskóm og 4,000,000 smálestir af matvæl- um, er hætt við, að hreyfanleiki rússneska hersins sem gaf honum sóknarmátt hefði ekki verið eins mikill og raun varð á. Börðust á tveimur vígstöðvum Eg segi það ekki til að gera minna úr hugrekki og þraut- seigju rússnesku þjóðarinnar að benda á, að Rússar þurftu að- eins að berjast í sínu eigin landi á einum vígstöðvum. Við Banda- ríkjamenn urðum að sækja yfir tvö breið úthöf. Níu dögum eftir landgönguna í Normandy, sem var nær 5000 km. frá Bandaríkj- unum hófum við landgöngu og sókn á Marjanaeyjum í Kyrra- hafi, 10,000 km. krá Bandaríkjun- um. Eg hef oft þegar eg hugsa um þetta fylst undrun fyrir því, að slíkt skyldi mögulegt. Að við skyldum geta hafið sókn á tveim- ur vígstöðvum svo fjarri hvor annarri. Bandaríkjamenn voru eina þjóðin, sem átti í sannkall- aðri alheimsstyrjöld. Hvernig á að vinna alheimsfrið Ef okkur á að takast að vinna alheimsfrið, verðum við að gæta þriggja atriða, sem gerðu okkur fært að sigra í alheimsstyrjöld. Fyrst og fremst er það fram- leiðslan. Á öllum sviðum settum við ný framleiðslumet. Þó færri ynnu að landbúnaðarstörfum jókst matvælaframleiðslan um þriðjung. Úr iðjuverunum runnu á fimm styrjaldarárum 300,000 flugvélar, 319,000 fall byssur, 64,500 landgönguskip, 52,000,000 smálestir af vöruglutningaskip- um, — þrjú skip að meðaltali á dag. Flotinn jókst úr 1,900,000 smálestum fyrir stríð í 13,800,000 smálestir og varð þannig stærri en allir aðrir flotar heimsins samanlagðir. Það er trú mín, að ef Banda- ríkin halda áfram friðarfram- leiðslunni, eins og stríðsfram- leiðslunni á sínum tíma, þá muni

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.