Heimskringla - 12.01.1949, Page 1

Heimskringla - 12.01.1949, Page 1
TRY A "BUTTER-NUT" LOAF CANADA BREAD CO. LTD. Winnipcg, Man. Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LXIII. ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 12. JANÚAR 1949 TRY A "BUTTER-NUT" LOAF CANADA RREAD CO. LTD. Winnipeg, Man. Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. >############ NÚMER 15. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Israel Nú er hægt að tala um fsraels- ríki öðru vísi en sem fornríki. !>að er nú nafnið á Palestínu, hinu nýja ríki Gyðinga fyrir Miðjarðarhafs-botni. Sá er mestan þátt átti í stofnun þess, er núverandi forseti þar, Chami Weizmann. Hann var alin upp í Pinsk í Rússlandi. Vissi drengur sá skjótt hvað til síns friðar heyrði og hvert verkefni sitt var. Á æskuárunum gekk hann fyrir hvers manns dyr og safnaði kó- pekum, til stofnunar nýs ríkis handa Gyðingum. Þegar hann var ellefu ára, skrifaði hann kennara sínum og sagði honum að takmarki þessu yrði að ná og að hann treysti Bretum allra manna bezt til að styðja það. Hann flutti því til Bretlands. Þegar fyrra heimsstríðinu lauk, bauð David Lloyd George, for- sætisráðherra Breta, honum hvem þann heiður, sem hann æskti fyrir frámunalega mikil- vægt vísindastarf, sem hann bafði unnið í stríðinu. En Weiz- mann hafnaði því og sagði: “Það er aðeins eitt, sem eg ann, og það er að þjóð mín eignist ættjörð”. Nokkrum mánuðum síðar var birt yfirlýsing Balfours um stofnun Gyðingaríkis í Pale- stínu. , Weizmann var mikill aðdáandi Breta. Kvað svo mikið að því, að þjóðræður hans í Zionista fé- laginu kváðu hann apa alt eftir þeim. Hann klæddist ekki ein- ungis sem Bretar, heldur væri hann eins og þeir í hugsunarhætti og alt of hógvær í máli, til að koma nokkru fram. Og þegar hann 1946 fylgdi Bret- um að máli í skiftingu Palestínu, var David Ben-Gurion á móti honum. Var honum þá vikið úr forustusæti Zionista félagsins. f Genf var honum einn daginn í október-mánuði á fyrra ári af- bent bréf frá stjórn Hans Há- tignar á Bretlandi, er mælti með að honum væru veitt þegnrétt- indi í Israel og væri gerður að forseta hins nýja ríkis; hann hefði meira unnið að stofnun þessa Gyðingaríkis en nokkur annar maður og væri að þessum heiðri bezt kominn. Weizmann lagði af stað til Israel, þá 74 ára að aldri og hálf-blindur orðinn. Hann sagði um leið og hann sté út úr flugvélinni: :“Er það ekki unaðslegt að síðustu að vera kominn heim!” Þegar hann gekk inn í ríkis- ráðssalinn, sem var troðfullur af fólkj, til fundar við stjórn sína, reis hver maður úr sæti og fagn- aði honum óaflátanlega. Ben- Gurion forsætisráðherra stjórn- aði þar fundi. Hið fyrirheitna iand, sem Weizmann lifði að sjá, var þó í vissum skilningi ekki land hans. Þarna sátu sumir í herbúningi og aðrir með svarta Arabahatta á höfði; sýndu þeir hinum aldna manni litla þolin- mæði, er enn ræddi um “vináttu- bönd Gyðinga og Breta, bæði forn og ný”. En jafnvel þeir, sem ekki áttu leiðir með Weizmann, urðu ein- kennilega hrifnir af heimkomu hans. Einum fregnrita, sem hálf- lítið fanst til um hinn aldur- hnigna, varð að orði: “að hann hefði samt gert betur en Moses”. “Er þarna um annað en heið- urs forsetastöðu að ræða? Svo spurðu menn sín a milli. En sjálfur sagði V^eizmann, að hann ætlaði sér ekki að verða þama, sem sýningargripur: Við erum Zionistar, að minni skoðun, en ekki þjóðernislegir Israelistar. Land vort er lítið, en þjóð vor er merkileg. Við getum ekki látið okkur nægja, að eiga land, við verðum að sanna öðrum þjóðum, að við eigum eithvað til af þeim öflum, sem þeir áttu, er heimin- um gáfu siðferðisleg og þjóðfé- lagsleg lög. Við verðum að sýna þeim, að við séum friðsöm þjóð og stjórnumst af anda hinnar fornu Gyðingaþjóðar, er nú eftir tvö þúsund ár, er aftur komin heim til sín.” Hlýtur heiðursmerki Einn af hinum fjórum her- mönnum úr síðasta stríði, (liðs- foringjum) hér í borg, sem land- varnamála-deildin hefir tilkynt að hlotið hafi heiðursmerki fyrir aðdáunarverða framgöngu, er Majór Njáll Ófeigur Bardal, (Royal Canadian Infantry Corps), 841 Sherbrook St. Hlaut hann “The Canadian Efficiency Decoration”. Njáll er, sem kunn- ugt er, sonur A. S. Bardal, út- fararstjóra. Tito og Mao Tito hershöfðingi lýsti óá- nægju sinni s. 1. viku við Rússa út af því, að þeir vildu svifta landið iðnaði sínum og gera það einvörðungu að akuryrkju eða búnaðarlandi. Kvaðst hann þá heldur snúa sér með viðskifti sín til vestlægu þjóðanna. Skyldi ekki hið sama eiga eftir að koma í ljós á meðal kommúnistanna í Kína? . Tito hefir oft verið líkt við Mas Tse-tung, sem tálinn er einn af mestu ráðamönnum í flokki kínverskra kommúnista. Báðir eru þeir kommúnistar en miklir þjóðernissinnar um leið. Og fylgi sitt hafa báðir öðlast fyrir þjóðernisstefnu sína. Það er að vísu ekki langt síðan, að Mao lét í ljós ánægju gína yfir framferði rússnesku yfirráðanefndarinnar (cominform) og atyrti Tito fyr- ir að vera að sýna henni mótþróa. En líkurnar eru miklar til, að kínversku kommúnistarnir hafi með því verið að stilla skap Rússa og láta þá skiilja, að þeir væru sízt á móti Moskva valdinu. Það gæti vel komið fyrir, að þeir þyrftu að leita til Kremlin síðar. Þegar bínversku kommúnist- arnir tóku völdin í Mansjúríu, urðu þeir fyrir þeim vonbrigðum, að sjá iðnaðarstofnanir fylkisins, fluttar til Rússlands. Því hefir verið haldið fram, að kommúnist- ar í Kína, séu ekki miklir marx- istar, heldur séu bændasinnar miblu fremur, en rússneskir kommúnistar. En þeim er það fullljóst, að þeir verða að koma upp iðnaði í landinu, ef stjórn þeirra á vel að fara og framtíð Kína hvílir ekki á landafurðum einum saman. Það er því vel lík- legt, að hinir þjóðernissinnuðu kommúnistar í Kína eigi eftir að reyna svipað reiptog og Tito við Rússa út af þessu, að verða svift- ir iðnaði sínum. Það mun talið of snemt, að spá þessu ennþá í Kína. En sú reynsla, sem kínverskir kommún- istar hafa af samvinnunni við Rússa í Mansjúríu, mun þeim minnisstæð vera. Líkurnar eru miklar að þær þjóðir, sem sjálfsákvörðunarrétt sinn meta nokkurs og sjálfstæði sitt, snúi sér með viðskifti sín til vestlægu þjóðanna. Með því einu býður þeirra einhver uppreisn- ar-von. Þær verða ekki nein leppríki fyrir það, sem allar bjargir eru bannaðar eins og á sér stað með öll leppríki fyrir vestan Rússland. Fyrir þeim er alveg eins ástatt og þessum tveimur á- minstu ríkjum nú. STAKAR STEMMUR MANNLEG RÉTTINDI Cr ræðu eftir J. T. Hackett, K.C., til Canadiska lögfræðinga-félagsins . . . Og á rústum hinna gömlu trúarbragða, (forn Rómverska ríksins)- og á eftir þeim blóðugu byltingum, er þeim siðaskiftum fylgdu, komu ný trúarbrögð — kristindómurinn. Þau trúarbrögð breyttu öllu frá því sem áður hafði verið. Hann, (kristindóm- urinn) hóf trúna upp í nýtt veldi. Hann kendi andlega trú í stað veraldlegrar. Hann skýrði frá einum guði — ekki mörgum, guði, sem var almáttugur og ei- lífur, algerlega fullkominn andi, sem ríkti utan hins sýnilega heims, skapari himins og jarðar, allheimsguð, faðir allra, guð er eigi hefði útvaldið neina sér- staka þjóð, land eða mannflokka. Skapari mannsins sem hann gerði eftir sinni mynd og lík- ingu. Honum gaf hann líkama sem var dauðlegur, og sál sem er ódauðleg. Hann sagði manninum að honum bæri að hlýða Ceaser og guði, en í því andlega ríki, og fyrir hlýðnisskyldum við guð og drottin hollustu, hlyti Ceaser ætíð að lúta, og yrði þar ávalt ó- boðinn og óvelkominn. Og þar, ofar öllu hinu ólgandi hafróti mannlegra tilfinninga, fjarri hinum æðisgengnu öldum ástríðanna, blómgast þessi grænu haglendi, sem heilög eru hverjum þeim sem gæddur er sönnum manndómi og virðuleik — þar er það, sem mannleg rétt- indi og upprunalegt mannfrelsi blómgaðist í fyrsta sinn. SMÆLKI Hertoginn af Windsor: Það sem mér hefir ávalt þótt eftir- tektaverðast í Ameríku, er það, hve hispurslaust foreldrarnir hlýða börnunum. ★ Joe Louis, var spurður að því, hver hefði lamið hann harðast á öllum hnefaleika-árum hans. — Hann svaraði: “Skattheimtumað- ur innanlandstekna Bandaríkj- anna”. * Frances Perkins, fyrrum verka- málaráðherra í Bandaríkjunum, segir þessa sögu: Eg fór eitt1 kvöld að sjá kvikmyndasýningu. Fyrir aftan mig sat kanlmaður, sem eg vissi að erfitt átti með að sjá myndina, vegna nýs barða- stórs hatts, sem eg hafði á höfð- inu. Eg sagði við manninn, að eg skyldi með ánægju taka hatt- inn af mér, ef hann æskti þess. Maðurinn svaraði: “Nei — bless- uð gerðu það ekki. Hann er það hlægilegasta, sem hér er að sjá!” * Leigu bílsstjóri sem ekið hafði bíl eina miljón mílna án þess að hánkast nokkuð á, var beðinn að halda 15 mínútna ræðu í útvarp um hvernig hægt væri að komast hjá slysum við bílakstur. Hann sagði: “Eg þarf engar 15 mínútur til að útskýra þetta. Það er ofur einfalt. Hugsaðu þér ávalt, að allir aðrir sem bílum stjórna en þú, séu vitfirringar og það mun duga.” Frjáls Fús eg syng með fugla her, frjáls að lifa og deyja. Engum bitlings böndum er bundinn til að þegja. Hún kom aftur Upp er kólgukastið stytt. Komin sól í muna. Aftur fékk hann yndið sitt eftir þjáninguna. Ódauðlegur Bygt á reynslu — banaráð, Bakkus aldrei heyja. Gangi alda gat hann náð. Guðir ekki deyja. Kreppa Fyrir vistir vantar gjald, varla nokkur geta ef að kirkja og aftur hald ekki gefa að éta. Vestræn skoðun Einn var djöfull — orð í trú, annáls herma listar. Þeir eru orðnir ótal nú, allir kommúnistar. 1 annari tóntegund Hólið krunkar óspart enn eins og hrafn á feiti þó að látnir landnáms menn “lagðir væru í bleyti”. i * t Viðurkenning Ef eg dreypi ögn í vín umsögn heyri eg búna: Gamla fjandans fylli svín. Fallegur er hann núna. Ekki er alt, sem sýnist Viðmótið er blítt og bjart, bróðurglott á munni. Þó er eitthvað illa svart undir prúðmenskunni. Lífshætta Blástu ekki í belginn svo hann springi, — berin tíndu af krækiberja lyngi — því ef hann brestur, alla drepur rokan og enginn til að binda fyrir hrokann. Kvöld Laðar fátt. Mín lund er þreytt. Landið grátt af hrími. Köld er áttin. Kvöldið leitt. Komin’n háttatími. /. S. frá Kaldbak ! IHT FRÉTTIR FRÁ ISLANDI Olafur Pétursson sjötugur Ólafur Pétursson Sjötugs afmæli átti Ólafur Pétursson, fasteignasali, í Win- nipeg, laugardaginn 8. janúar. Honum var haldin afmælisveizla að heimili hans, 123 Home Street, af börnum hans níu, sem söfnuð- ust þangað, auk barna barna og annara skyldmenna. í afmælis- gjöf var honum gefinn hæginda- stóll með fótskemli og gólflampi. Frá Vancouver komu tvær dæt- ur, Mrs. S. Sigmundson (Rósa) og yngsti sonur hennar, Pétur; og Elsabet, sem dvalið hefir þar vestra síðan í sumar. Frá Fort William kom sonur, Rögnvaldur, verkfræðingur, og frá Oakville, Man., kom sonur, Pétur, sem stundar þar landbúnað, kona hatis og barn. Hin börnin sem í Win- nipeg búa, fjórir synir og ein dóttir, komu heim til föður síns þetta kvöld, þau eru séra Phil- ip M. Pétursson, Hannes J. Pét- ursson, Ólafur Björn Pétursson, Sigurður Gunnar Pétursson og Lilja, Mrs. K. O. Mackenzie. — Konur bræðranna, og börn, og maður Lilju voru einnig við- stödd. Einnig settist við veizlu- borðið S. S. Anderson, vinur Ólafs frá ungdómsárum í Norður Dakota, og kona hans Guðrún. Alls voru saman komin til veizlu- halds um 30 manns. Um kvöldið bættust við í hópinn önnur skyld- menni, Mrs. Hólmfríður Péturs- son, börn hennar og fleiri. Eins og vitað er, er Ólafur son- ur Péturs Björnssonar og Mar- grétar Björnsdóttur konu hans. Hann er fæddur á Ríp í Skaga- firði, 8. janúar 1879, og er þriðji í röð af fjórum bræðrum, sem eru Björn heitinn, sem dó vestur í Vancouver fjrrir þremur árum; Dr. Rögnvaldur heitinn, sem dó í Winnipeg í janúar mánuði, 1940, og Hannes, sem býr í Win- nipeg. Ungur kom Ólafur til þessa lands með foreldrum sín- um. Hann stundaði landbúnað í Norður Dakota, í Roseau, Minne- sota, og vestur í Kristnes-bygð- inni í Saskatchewan. Hann setti snemma á stofn verzlun í Krist- nes og seinna í Foam Lake. En 1912 flutti hann til Winnipeg og hefir átt heima hér síðan. Árið 1901 kvæntist hann Önnu, dóttur John Franklin McNab og Elsa- betar Hallgrímsdóttur konu hans. Ólafur og Anna eignuðust tíu börn alls, en níu eru á lífi. Var öll athöfnin hin ánægju- legasta, og þótti börnunum og skyldmennunum engu síður gam- an að safnast saman í einn hóp en að fagna föður sínum og frænda. Margir munu aðrir vera af vinum og kunningjum, sem óska Ólafi, sjötugum, allra heilla og alls góðs í mörg ár enn. Mjög mikil síld í Hvalfirði í gær var ágæt síldveiði í | Hvalfirði og voru flestir Akra-( nesbátarnir farnir af stað eða á förum þangað í gærkvöld og all margir bátar héðan. Fimm bátar voru komnir til Akraness í gærkvöld. Voru það þessir: Sigurfari með 140 mál, Ásmundur með 240, Aðalbjörn með 300, Farsæll með 500 og Böðvar með rúm 700 mál. Verk- smiðjan á Akranesi mun hefja bræðslu í dag. Skipverjar á Böðvari töldu að þeir hefðu fengið um 1500 mál i nótina, en urðu að sleppa tveim þriðju úr henni. Ásmundur fékk einnig miklu meira en hann náði, varð að sleppa vegna þess að hann tók niðri. Hingað til Reykjavíkur kom Marz með 1100 — 1200 mal og Helgi Helgason með 70 tunnur en hann sprengdi nótina. —Þjóðv. 9. des. * * * 280 veiktust Á morgun verður aflétt sam- komubanninu sem verið hefur í. Akureyri vegna mænuveikinnar Veikin er nú í rénun, en alls hafa um 280 vei'kzt þar af hafa lömunartilfelli verið 60, en ekki nema 4 alvarleg. —Þjóðv. 6. des. ★ * * 15 farast í námuslysi á Svalbarða Sprenging varð í gær í kola- námum Norðmanna nálægt Nye Alesund á Svalbarða. Fórust 15 menn við sprenginguna, sem varð 300 — 400 metra undir yfir- borði jarðar. Talið er, að náittu- mennirnir hafi rekizt á gasholu við námugröftinn. Skaðinn, sem sprengingin olli, getur haft al- varlegar afleiðingar fyrir námu- gröft Norðmanna á Svalbarða. —Þjóðv. 7. desember * * * Öðrum diesehogara Reykjavík- ur hleypt af stokkunum Öðrum diesel-togara Reykja- víkurbæjar var hleypt af stokk- unum í Golle í Englandi s.l. laugardag. Nafngjöfina framkv. frú Ingibjörg Pálsdóttir Eggerz í London, og var togaranum gef- ið Nafnið Jón Þorláksson. —Tíminn 9. resember * * * Stórbruni í Vopnafirði Um hel^ina varð stórbruni á bænum Búastöðum í Vopnafirði. Skömmu eftir miðnætti aðfara- nótt laugardags kom upp eldur á bænum og brann til kaldra kola járnklætt timburhús ásamt timburskúrum, sem búið var í Ennfremur urðu miklar skemmd- ir á nýbyggðu fjósi. Er eldsins varð vart var símað á næstu bæi og barzt aðstoð fljótlega. Tókst «ð bjarga talsverðu af innan- stokksmunum, en nokkuð skemmdist og sumt eyðilagðist. Talið er að eldurinn hafi stafað frá hleðslutöflu í sambandi við vindrafstöð.—Vísir, 6. des. FJÆR OG NÆR Giftingar á Lundar Þriðjudaginn, 28. des., voru þau Hazen Vernon Jeffers, frá Eriksdale, Man., og Lilja Ólafs- son, frá Lundar, gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Mar- teinssyni, á heimili Mr. og Mrs. O. Ólafsson, í Lundar-bæ, að við- stöddum nokkrum vandamanna og annara vina. Vitni voru Helga Ólafsson að Lundar og Charles Walter Roy Jeffers, að Eriks- dale, Heimili ungu hjónanna er að Eriksdale. ? Sama dag, voru þau Peter Frederick Davidson frá Oakview Man., og Anna Guðrún Magnús- son, að Lundar, gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Mart- einssyni á heimili Mr. og Mrs. O. J. Magnússon, foreldra brúð- arinnar, á Lundar. Vitni voru Freeman Halldorson frá Hay- land og Angelica Signhild Dav- idson frá Oakview. Nokkur hópur ættingja og annara vina var við giftinguna. Heimili ungu hjónanna verður að Oakview. * * * George Mardon Ellis Robin- son og Sigurlín Ingveldur Paul- son voru gefin saman í hjóna- band þ. 22. desember s. 1. Séra B. A. Bjarnason gifti, og fór at- höfnin fram á heimili hans í Árborg. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Guðmundur Paulson, sem búsett eru í Árdalsbygð; en brúðguminn er af enskum ætt- um, og býr í grend við Árborg, Man. * * r Heimilisiðnaðarfélagið heldur næsta fund á þriðjudagskvöldið 18. jan. að heimili Mrs. Paul Sig- urdson, 105 Queenston St. — . Fundur byrjar kl. 8 e. h.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.