Heimskringla - 12.01.1949, Síða 2

Heimskringla - 12.01.1949, Síða 2
2. SIÐa HEIMSERINGLH WINNIPEG, 12. JANÚAR 1949 List í Róm Eitir Halldór Kiljan Laxness Eins og París er nútímahöfuð- borg evrópskrar menningar — þannig er Rómaborg höfuðstaður vestrænnar roenningarsögu. í París er slagæð nútímans, í Róm heyrist andardráttur sögunnar. Saga heimsins verður einkúm lesin og skilin af list þjóðanna, myijdlistin er að því leyti höfuð- grein lista sem augað er leiðtogi skilningarvitanna, myndlist hverrar aldar segir ekki aðeins hvað öldin vill sjá, heldur hvað hún hefur hæfileika til að sjá, hvaða fyrirbrigði verka á auga hennar; hver öld sér heiminn eft- ir því hvernig listamenn hennar tákna hann og túlka í verkum sínum. Og einsog forustusnilling ar myndlistarinar skynjuðu æv- inlega á undan öðrum mönnum þann heim sem var að koma, og heilsuðu honum í verkum sínum, þannig eru verk þeirra, sum graf- in úr eldfornum rústum, síðasti öruggi boðskapur hinna liðnu til þeirra sem lifa, hinsta svipmót laungu horfins lífs. Þó París sé eitt þjáningarhaf í miðjum þreng ingum tímans þá er þar altaf mikið um að vera, þar gerast hlutir, ólgandi sköpunarmáttur þessarar borgar kemur fram í öll- um greinum lista, og sérstaklega myndlist. í Róm verður þess ekki vart að neitt sérstakt sé að gerast í list- um, afturámóti finst manni að þar hafi alt gerst einhverntíma fyrir laungu, þó oft sé það til- viljun háð hvað geymst hefur. Það er viðburður að rekast hér á sýningu nýrrar listar af nokkru tagi, og sé um sýningar að ræða er það venjulega einhver gömul “opinber” list, til dæmis var eina lausasýningin í Róm á dögunum ensk kurteisissýning á verkum Turners; á eftir henni var aug- lýst sýning gamalla flæmskra meistara send þangað í kurteisis- skyni af belgisku stjórninni. í París hinsvegar er altaf verið að halda nútímasýningar, æfin- lega eitthvað nýtt á teningnum, nýir menn á ferðinni, þegar eg var þar í haust stóð þar meðal annars sýning þrjátíu og fjög- urra abstraktlistamanna víðs- vegar úr heimi, Picasso hafði sýningu á nýlegum myndum — ofan úr sveit—, André Masson úr- valssýningu margra ára vinnu sinnar, svo eg nefni dæmi, auk sjálfrar haustsýningarinnar frönsku, Salon d’Automne, sem er á hverju ári einn fremsti mynd listarviðburður heimsins. Picasso í augum almennings útávið táknar París líf nútímans í list, og Picasso táknar Pa’rís. Þessi sigursæli spánverji Parísar er í almenningsaugum aðalfulltrúi heimslistarinnar, og það er hverju orði sannara: að skoða Picasso er að skoða nútímann; að grannskoða hann er að grann- skoða öldina; hvort myndir hans eru vondar eða góðar, fagrar eða Ijótar, það kemur ekki málinu við, menn þurfa að vera komnir gríðar langt ofan úr afdölum til að deila um það; þetta eru sem sé myndir aldar vorrar öllum öðrum fremur, þarna eru túlkaðar instu lifshræringar hennar — á sama hátt og andlitsmyndir Rem- brandts tjáðu á sínum tíma instu hræringar þeirrar aldar. Hvort sem myndir Picassos eru kallað- ar ljótar eða fagrar eru þær merkilegar þó ekki væri nema vegna þess að öldin dregst að þeim öllum myndum fremur, — þetta eru myndirnar sem allir vilja sjá, ýmist til að dást að þeim eða ergjast af þeim, af því öllum finst þær eigi erindi við sig, þarna er höfuðtákn aldar- andans í myndlist, þarna er smekkur hans, þetta sál hans, — þ’vílík sú veröld sem við lifum í. Er listin fögur? Það er skrýtin kenning að list eigi að vera fögur. Hitt væri sönnu nær að segja að list væri aldrei fögur, þó ekki væri nema af þeirri einföldnu ástæðu að fegurð er ekki til óháð hugtak, smekkur manna og tíma er á hverfanda hveli, það þykir ljótt í dag sem þótti fagurt í gær, fast ur mælikvarði fegurðar ekki til í myndlist fremur en annarsstað- ?r. Sú myndlist sem menn meta hæst á hverjum tíma er oft nær því að vera “ljót” eftir öllum venjulegum sjónarmiðum, en höfuðeinkenni hennar er það að hún flytur mönnum eitthvað sem þeim finst mikilvægt, talar við menn um efni sem þeim finst sig miklu varða. Sú list er fyrir- fram dauðadæmd sem hefur það takmark að vera fögur í stað þess að tala til manna um þá hluti sem Pr------------------« Let BLUE CROSS^ pay yoiir hospital bill 'X. WHEN you are sick, you need hospital care . . . with BLUE CROSS you get that care without any red tape; your subscrib- er’s card opens the hospi- tal door to you. ONE in every seven peo- ple will go to the hospital this year • . . you never know when you or some memiber of your family will be that ONE. AND hospital care costs more today; BLUE CROSS meets today’s cost—that is why BLUE CROSS is worth more today. • BLUE CROSS is the only plan which providfes you with hospital care . . . when you need it. • BLUE CROSS gives you not only room accomodation, but it provides you with the many hospital services which are necessary for the treatment of your illness . . . and . . . • BLUE CROSS Pays Your Bill direct to the hospital . . . you have nothing to worry about financially. Get an application folder at your Friendly Neighborhood Drug Store MAMTÖBA BOSPITAL SEBVIfE ASSOITATIÖ.V k. "ROVAL B,NK ,LDC' 'VINMPH' -Tf'92181 þeim finst sig mestu varða. Eg skal aðeins minna hér á mynd sem í fimtán hundruð ár eða meira hefur verið höfuð- mynd Vesturlanda, átt fleiri að- dáendur meðal þjóðanna en nokk ur mynd önnur og slíkan grund- völl í hjörtum manna að öflug- ustu listastefnur og menningar andstæðar henni fengu þar öngu um þokað: krossfestingin. Um þessa mynd er þó varla nema citt að segja, hvortheldur hún er vel eða illa gerð og á hvaða tíma sem hún er gerð, andstyggilegri mynd frá öllum sjónarmiðum er ekki hægt að hugsa sér: blæðandi mannsbúkur negldur upp á gálga. Opinber og viðurkend “fagur- fræði” sem svo er nefnd er enn ein eftirhreyta renisansins, og byggir á myndlistarlögmálum hans dregnum af grískum lík- neskjum; en fagurfræði renis- ansins hefur eins og myndlist hans altaf verið miðuð við forn- mentaða hástétt, medici-ættina liggur mér við að segja og áldrei náð út til almennings nema í veikri afbökun, enda hefur al- menningur Vesturlanda haft lít- inn áhuga fyrir líkamsfræðileg- um guða- og hálfguðamyndum grikkja, sjálfur varð renisansinn aldrei annað en takmörkuð há- stéttahreyfing þó hann hafi lagt til hið opinbera alinmál listar framundir okkar daga og leggi það til enn í skilningslausum afturhaldssömum listháskólum og öðrum forheimskunarstofnun um. Engin list er öllu f jær skapi tímum alþýðuhreyfinganna, okk- ar tímum, en renisansinn, fátt á- líka tómt í augum okkar og hinar líkamsfræðilegu guðamyndir Attíku. í renisansinum ítalska, sem var í eðli sínu gerheiðin stefna og veraldleg umfram alt, var kross- festingunni útrými úr opinberri myndlist, ekkert gat í senn verk- að öllu klúrar eða kjánalegar en krosshángi á renisansmenn. í krossmyndinni eftir Michelang- elo í Kirkjunni María sopra Min- erva í Rómaborg er Kristur lík- ansfræðileg fígúra og heldur á snrákrossi líkt og marklausri spýtu. í mynd Tizíanós af — “dóganum Grimani fyrir framan krossinn” í Palazzo ducale í Feneyum er krossinn orðinn undurvelfágað skrauttré á loft haldið af englum, og hvergi neinn kristur sjáanlegur, en bakvið tréð svífur ung kona sem á að tákna trúna, vel farin í andliti og hið besta á sig komin og heldur bikar á lofti. Róm er ofhlæðisborg Það skal viðurkent að þó Róma borg og París séu höfuðborgir hvor sinnar menningar, þá er tkki alskonar sanngjarnt að bera saman myndlist þeirra. Þó í Róm séu að vísu nokkur bestu söfn þeimsins, eins og vatíkansöfnin sem geyma óhemjuauðlegð forn- iistar ýmislegrar, þá hefur Róm aldrei verið höfuðborg mynd- listar í heiminum, og ekki bygg- ingarlistar heldur. Ýmsar minni borgir ítalíu, t. d. höfuðstaðir hinna fornu borgríkja, og jafn- vel ýmsir smábæir, eru í listræn- um skilningi langtum merkilegri en Róm. Firenze er til dæmis höf uðborg renisansins, hann reis þar jafnsnemma kapítalismanum, — kostnaður af Medici-ættinni, fyrsta fjármálaauðvaldi Evrópu. Og dógaborgin Feneyar, borg málamúkans og dandalans, ann- exía Miklagarðs og eina stórborg Evrópu í “miðaldamyrkrinu”, — geymir ýmis sérstæðustu og feg- urstu verk býsantinskrar mynd- listar undir serkneskum áhrifum, einstök meðal borga heimsins. Þó ótrúlegt sé um svo gamla höfuðborg heimssögunnar og Róm, má segja að hún sé einkum og sér í lagi borg fra timunum eftir renisansinn, borg í ofhlæð- isstíl, sem barrokk IJst hefur svo verið nefnd á voru máli, borg hins nýja en furðu innantóma blómaskeiðs sem rann yfir páfa- kirkjuna að siðaskiptunum lokn- um, um og eftir trídentpingið, um það bil sem renisansinn er stirðnaður í dramatísku öskri, kækjafullum íburði, minnis- merkjatign, grafhýsaskrauti. — Einkum undrast maður í Róm hve tiltölulega fáar listminjar cru þar á glámbekk frá miðöld- um, einmitt þeim tímum sem voru sannir sigurtímar kristninn- ar í Evrópu, öldunum eftir fall Rómaveldis þegar kristin kirkja var eins sannur lífgjafi og vörð- ur menningar og flórentiski kap- ítalisminn var á 15. öld. Það er alt að því tilviljun í Róm ekki síður en Firenze ef listaverk í nokkurri mynd hefur lifað af renisansinn, og þá verður maður oft að gera leit að því í ein- hverju skúmaskotinu. Renisans- menn sögðu anda miðaldanna, kristilegri fátækt, auðmýkt og guðhræðslu, stríð á hendur; í samanburði við attisku skrokk- anna sem þeir dýrkuðu’ virtist þeim listform miðalda aðeins sambland klöfaskapar, kjánaláta og sveitamensku. Þeir rifu niður og muldu listaverk fyrri manna úr kirkjunum, þessa samþjöpp- uðu, svipríku og innilega mynd- rænu list sem fyrirleit kreddur eins og fjarvídd, líkamsfræði og “náttúrleg” hlutföll, og settu í staðinn kviðmiklar madonnur, lendprúð hross og harðskrýfða glansdýrlinga með sælusvip át- vagla. Höfuðöld kirkjubygginga, — þrettánda öldin, á þó ótrúlegt sé öngvan gildan fulltrúa meðal kirkna Rómaborgar, gotíkin, kór óna kirkjubyggingarlistar, komst þangað aldrei, frumkvæði list- rænnar sköpunar er þá fyrir norð an f jall, rómastóll átti erfitt upp- dráttar á þessari öld þó ekki skyrti á stór orð og yfirlýsingar, uns páfinn flúði sjálfa Rómaborg snemma á fjórtándu. Helstu kirkjur Róms eru ýmist reistar eða endurreistar á 16, 17 og 18. öld, og jafnvel 19., hornsteinn Péturskirkjunar lagður 1506, kúpplinum lokið 1589, framhlið- in gerð 1612, listaverkin og inn- anskrautið er frá seinna helm- ingi sötjándu aldar, sumt af því kallað höfuðverk barokklistar- innar (Bernini), sumt yngra. San Paolo fuori le mura, næst stærsta kirkja Róms, er nítjándualdar- bygging, en þó hún sé mest öll frá fornum tímum, bæði myndlist eftirherma þá eru í henni bjórar og góðir gripir frá miðöldum, og yndislegur klausturgangur frá 13. öld í hinum austankynj- aða stíl Feneyja falinn bakvið alt barokkdraslið. Eins er í Later- ankirkjunni, á bakvið, dýrlegur klausturgangur frá 1222 í sama unaðslega stílnum, hvorugan þeirra hefur tekist að eyðileggja í endurreisnaræði ofhlæðis og grískrar öpunar. Ef vel er gáð, fer vitaskuld ekki hjá því að aug- að mæti ýmsu sem orðið hefur frá því fyrir renisansinn, minj- um frá hóglegri, sannlegri inni- legri og alþýðlegri tíma, sviprík- um þar sem hver gómstór belttur felur í sér sterka myndræna tján ingu, til dæmis stjakinn fyrir p>áskakertið, il candelabro per il cero pasquale, í hinni hroðalegu Pálskirkju, gerður 1170, hæð — 5,60 m., allur skrifaður uppeftir sér með fotnsögur úr biflínunni, þar á meðal etftirminnileg mynd af hinum krossfesta í náttkjól, búlduleitum og hraustlegum, með broshýran góðbændasvip. Allar rómskirkjur samanlagð- ar geyma færri og minni listræn verðmæti í augum nútímamanns en Markússkirkjan í Feneyjum ein. Ofhlæðið Á nútímamenn verkar barokks- skraut í bókstsaflegum skilningi eins og óþrifnaður. í þessum þunglamalega íburði þar sem engin lína er óbrotin, engnin flöt- ur fær að vera í friði fyrir ein- hverju vængjuðu marmaradrasli, skjaldarmerkjum, vopnum og gaman að sjá þann mann sem fánum úr steini, eða blómskrúði færi af Norðurlöndum til París- úr gyltum málmi, skynjum við ar núna og gerðistsigurvegari í hávaða einan og belging, sama máli gegnir um þessar endalausu súlur þeirra og súlnaraðir sem ýmist hanga utaná húsunum, eða standa undir aungvu, við eigum erfitt með að finna í þeim meira listrænt gildi en til dæmis pylsum. Því er haldið fram að í ofhlæð- inu búi mikil dramatík, og rétt er það, myndlist þessa tímabils er að jafnaði full af órólegri storm- kendri hreyfingu, en þessi hreyf- ing er venjulega stirðnuð í há- marki og skortir þann eiginleik framhalds sem er sannast ein- kenni lífs í myndlist. Nátttröllið sem verður að steini í dögun með reiddan hnefann er ímynd þess- arar dramatíkur. Eitt höfuðein- kenni kristindóms frá öndverðu skeggkallatrúin, hefur varla fyr né síðar farið út í jafnbrjálkend- ar öfgar og á ofhlæðistímunum. f Laterankirkjunni taldi eg alla postulana þrisvar, þrjár sam- stæðar tylftir skeggkalla, ýmist í höggmynd, málverki eða tré- skurði, klædda þessu fellinga- mikla blaktandi steinvaðmáli sem á að vera rómversk toga, fyr- ir utan kynstur af einstökum skeggköllum eða skeggköllum í smærri hópum, ættfeðrum, spá- nútímalist með því að vera pík- asseskari en Picasso sjálfur. Nú á dögum þegar list Thor- valdsens er fallin í gleymsku, — myndir hans komnar í flokk þeirra fyrirbrigða sem nútíminn á bágast með að viðurkenna, eða réttara sagt sér ækki þó hann kunni að hafa þær fyrir augum, þá er vissulega létt verk og löð- urmannlegt að sanna að il scandinavo sé versti listamaður sem uppi hafi verið, og þó gera menn það dögum oftar, ekki hvað síst þeir listsögufræðingar sem skilja ekki hvaða hugmyndir að- alsmenn, kóngar og páfar höfðu um punt á napóleonstímunum. En ef skoðuð er list sú sem ríkjandi er í Rómaborg þegar Thorvaldsen kemur þangað, 0g ríkt hafði mannsaldrana á undan honum, fer gildi þessa norræna þjóðhaga að skýrast, þá upplýkst fyrir manni hvílíkur velgerða- maður heimslistarinnar hann var Gildi hans liggur ekki í því að honum hafi nokkurntíma dottið nokkuð í ihug sem kallað er allra síst nokkuð nýtt eða sérkenni- legt, eða hafi haft hæfileika til að sjá eða meta aðra list en þá sem náð hafði helgi á þjóðbraut- inni. Meira að segja þó hann væri rnönnum, kirkjufeðrum og dýrl- mikin listssafnari virðist hann ingum að ógleymdum feðgunum guði föður og hans eingetnum syni. Innan í er Péturskirkjan líka full af köllum í tóga, með æðisgeingið látbragð og vind í skegginu, eftir Bernini, upphaf- lega eftirstæling grískra heims- spekinga eða sjónleikahöfunda, en hér eru þeir bersýnilega bún- ir að missa vitið. — Erfitt að hugsa sér þá tíma koma aftur yfir heiminn að slík list geti átt sér uppreístnar von. Á nítjándu öld öndverðl held- ur en áfram að halla undan fæti, þá úrkynjast myndlistin úr dramatík ofhlæðisins í teater ný- klassiskunnar, úr látum í látalæti ljósmyndin flytst inn ,í högg- myndalistina, bæði skeggjað og skegglaust breytist í sjónleiks- fígúrur sem ekki eiga lengur skylt við mynd í listrænum skiln ingi, og þessi þróun heldur áfram í raunsæisstefnunni alla leið til Rodins og lengra; og undir þess- um áhrifum byrjar Einar Jóns- son að vinna, útilegumaður hans er í fyrsta lagi sjónleiksfígúra. (En íslendingurinn lyfti sér fljótlega í hæðir guðspekinnar). Nítjándualdarsjónleiks fígúran, fjarri því að heyra undir mynd- iist, er líka kallinn á Skólavörðu- holtinu, eftir Calder eldra, stund um nefndur The First Redskin Comes to Iceland. Thorvaldsen Einn áfangi er merkilegur í höggmyndagerð á leiðinni úr æð- ísgenginni dramatík ofhlæðis- ins og þar til á nítjándu öld að höggmyndin er orðin nokkurs- konar ljósmynd af sjónleik rækt- uð í steini, og þessi áfángi er list Thorvaldsens. Hann hlýtur að vera manni alveg sérstaklega hug stæður í Róm, þessi norðurlanda- maður sem braust til valda í list- inni hér syðra fyrir hundrað og fimtíu árum, á tíma þegar allar leiðir til að stæla fornöldina voru orðnar örtröð og almenn- ingsgata, mótmælandinn sem lét sér ekkert minna nægja en tróna í sjálfu höfuðmusteri páfadóms- ins.San Pietro, þar sem sjá má bókstaflega ekki hafa séð suma þá list sem hann safnaði frá ýms- um fornum tímabilum listar langtum merkari hinu attiska, því síður að myndir hans sjálfs hafi orðið þar fyrir nokkurri snertingu. Ef til er í honum — “danskur andi” eins og ýmsir góðir danskir listsögumenn halda fram, þá er sá andi fólginn i hæfileik útkjálkamannsins til þess að nálgast hlutina beint, hann er eins og maður sem flýg- ur í fjarlægt land án viðkomu í þeim löndum sem liggja milli heimalandsins og ákvörðunar- staðarins, stekkur í einum áfánga beint inn í goðmyndaheiminn griska, yfir renisansinn, ofhlæð- ið og í rauninni klassikismann sjálfan, sem fegursti ávöxtur hins síðasttalda hann er þó kall- aður. Okkurtsem lítum hugsun- arlaust á myndir hans nú finst starf hans hafi einkum verið í því fólgið, að sleikja það griska þangað til það var orðið slétt eins og sykrungur. Verðskuldun Thorvaldsens er hinsvegar sú, hve hugferskur og hleypidóma- laus hann mætir attisku goðun- um; ií verkum sínum glæðir hann klassikismann úr ofhlæðinu, læt- ur hvíld, slaka og mildi koma í staðinn fyrir frosið æði þess, byggir helstirðnaðri grafhýsa- dramatík þess út; og þannig verður vonargyðja hans hvorki dramatík ná teater, hvorki óskapa gangur né sjónleikur, heldur bláttáfram dasewig-weibliche á mynd, kvenmynd eilífðarinnar. 1 þessu beina, heilbrigða, hátt- hafna og áreynslulausa sambandi hans við grisku guðina er fólgin sú bylting sem hann gerði í list; og einnig “hinn danski andi” hans, kanski meira að segja hinn íslenzki. L’arte baroccca var orð- in hlægileg. Annað mál er það þó Thorvald- senstefna eða torvaldsensskóli yrði ekki til (torvaldsensbasar varð til), enda var þá annar sig- urvegari kominn til skjalanna sem fyr segir, Daguerre, hin vel- gerða mynd, sem drepið hefur sjón mannkynsins í dróma og minnismerki hans af Píusi sjö-.ríkir yfir henni enn f <jagi svo unda og ekki umkringdan dýr-. -jj nijtirnajist hJýtur að vera eitt lingum né kirkjufeðrum, heldurjaf tvennu> stríð gegn ofurvaldi með attiskar gyðjur sína á hvora' hennar ellegrar markleysa. hlið, Guðlega Visku öðru megin j _Þjððviljinn> 12. des. en Himneskan Kraft hinu megin, alt eftir skynsemistrú byltingar- innar frönsku. Það var sterkur leikur hjá þessum umkomulausa norðurlandapilti að steðja norð- Sigurður S. Anderson, 800 Lipton St., hefir tekið að sér inn- köllun fyrir Hkr. í Winnipeg. anaf veraldarjaðri beint suður í Áskrifendur eru beðnir að minn- miðju heimsins og sigra þar forn, ast þessa og frá þeirra hálfu gera stælinguna, klassiskismann, með | honum starfið sem greiðast. — vopnum hans sjálfs. Mér þætti Símanúmer hans er 28 168.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.