Heimskringla - 01.06.1949, Page 5

Heimskringla - 01.06.1949, Page 5
I WINNIPEG, 1. JÚNf 1949 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI íbúar Reykjavíkur rúm 55 þús. fbúar Reykjavíkur eru nú orðnir rösklega 55 þúsund aO tölu, eða voru það við síðasta manntal. Fyrir ári síðan, þegar næst. síðasta manntal fór fram, voru íbúar bæjarins tæplega 54 þúsund og hefir þeim því fjölg- að um rösklega eitt þúsund á einu ári. Þetta síðasta manntal í Reykjavík leiddi það ennfremur í ljós að kvenfólk er í meirihluta í bænum, og eru konurnar um 2 þúsund fleiri en karlmennirnir. —Tíminn 4. maí » ♦ * 0 f Auknum liðskosti iagnað ' Alþýðum. (Bragadeildin) og Verkamaðurinn gleðjast báðir yfir nýjum liðskosti í stjórnar- andstöðunni, en það er tímaritið Syrpa undir stjórn Jóhönnu Knudsen. Síðasta hefti þessa rits er að mestu ritað af kvennadeild “Þjóðvarnarkommúnista”, svo sem ritstjóranum og systur Aðal- björgu og karladálkurinn, sem vera átti skemmtiþáttur, er nú eingöngu stjórnmálaáróður. Er þessa rits vinsamlega minnst í Alþm. og V.m. í síðustu viku, sem vænta mátti. —íslendingur 27. apríl * * w Mikilsvert heyþurrkunartæki Ágúst Jónsson, rafvirki, hefir fest kaup á afkastamiklu hey- þurrkunartæki í Bandaríkjunum og sýndi blaðamönnum í gær. Heyþurrkunartæki þetta er í tvennu lagi og mjög þægilegt í meðförum. Báðir hlutarnir eru á gúmmíhjólum og auðvelt að flytja þá á milli. Tækið getur þurrkað eina smálest af heyi á klukkustund. —Vísir 4. maí Þjóðleikhússtjóri ier til Stokkhólms Guðlaugur Rósinkranz þjóð- leikhússtjóri fór til útlanda í gærkvöldi og mun hann dveljast um mánaðartíma við leikhús á Norðurlöndum. —Alþbl. 7. maí * ♦ » Ný 16 metra stytta af Leii heppna í Minneapolis Nýtt líkneski af Leifi heppna verður innan skamms afhjúpuð í Minneapolis í Bandaríkjunum. Er styttan gerð af myndhöggvar anum John K. Daniels, og sýndi hann fyrir nokkrum dögum nor- rænum sendimönnum módel afj styttunni. Meðal þeirra, sem! iheimsóttu myndhöggvarann var; Thor Thors, sendiherra. Styttan! verður tæplega 16 metrar á hæð.j og verður afhjúpuð 9. nóvemberj í haust. —Alþbl. 7. maí * ♦ ♦ Þíðviðri um allt land í gær Þá virðist vorið loksins ver'a að koma. f gær fór fyrsti vor- blærinn um landið, því þá var fyrsti hlýindadagurinn um land allt á þessu ári. — Koma vorsins er mönnum ennþá innilegra fagn aðarefni að liðnum löngum og köldum vetri, eins og nú hefir verið. Dagurinn í gær var fyrsti góðviðrisdagurinn í langan tíma víðast hvar um landið. Hiti var um land allt í gær, einna minnstur þó á Suðvestur- landi, 2 — 3 stig. Veðurútlit er einnig vorlegt. Búist er við suð- lægri átt og þíðviðri næstu daga. —Tíminn 3. maí ♦ ♦ ♦ Fannkyngi á ísafirði Mikið fannkyngi er nú á ísa- firði, að því er fréttaritari blaðs- ins þar símar. Norðanátt er nú á Vesturf jörð- • \ fjXXH MtO 1 \ _MUv Now your children need no longer wait three years to obtain the benefits of Family Allowances. Now they need live in Canada only one year. If you have in your care a child for whom you do not now receive Family Allowances, but who • came to Canada a year or more ago • has lived in Canada since • is under 16 years of age • is otherwise eligible then you should immediately get a Family Allowances registration form from your post office — fill it out — and send it In right away to the address shown on the form. You should do this even if you may have included this child's name in an earlier application for Family Allowances. And you should do this immediately, because Family Allowances payments can only begin the month following the receipt of your registration form. um og hefir snjóað mikið s.l. daga. Allar götur á ísafirði voru^ ófærar bifreiðum í fyrradag og varð að ryðja þær með snjóýtu. Mikill snjór er til falla og jarð- bönn alls staðar. —Vísir 4. mal * * » island fær 38,81 dollara á hvern landsbúa íslendingar fá á þessu fjár- hagsári Marshallaðstoðarinnar þriðja hæsta framlag þátttöku- þjóðanna, miðað við íbúatölu. Hefir Vísi borizt skýrsla um þetta, þar sem frá því er skýrt, að ísland fái 1948 —49 38,81 dol- lara á íbúa til jafnaðar, en til- tölulega mest, miðað við fjár- hæð á hvern einstakling, fá Trieste, 60.75 dollara og Holland 40.05 dollara á hvern íbúa. Hvað ísland snertir er þar að- eins miðað við 2.3 millj. dollara- lánið og 3.5 millj.dollara fram- lagið, sem sérstaklega var um samið, en ekki þá 2.5 milljj. doll- ara, sem ísland þarf ekki að end- urgreiða. —Vísir 27. apríl. * ♦ • Skipastóll islendinga 82.520 lestir Um áramót var brúttósmálesta tala skipastóls íslendinga 82.520, en skipin voru 718 talsins. Á ár inu 1948 fækkaði skipunum um 14, en smálestatala flotans hækk- aði þó um rúml. 22 þús lestir. Megnið af íslenzka flotanum eru fiskiskip, eða 692 og er smá- iestatala þeirra 53.576. Gufuskip voru 69, 41.850 brúttó-lestir, mót- orskip undir 12 lestum 149, 1052 brúttólestir. Þrjú skip eru stærri en 2000 lestir hvert, en 10 skip stærri en 1000 lestir. —Vísir 7. maí ★ ★ fr Tveir menn farnir utan til að annast ráðningu þýzka verka-fólksins Ráðningar á þýzku verkafólki til starfa, ekki sízt vegna hins fara nú að hefjast í Þýzkalandi. Er fyrir nokkru búið að auglýsa eftir fólkinu þar og er eftirspurn talsverð eftir þessari vinnu. Öllu meira mun þó framboðið af karl- mönnum og munu færri karl- menn komast hingað en vildu. Hinsvegar er talið víst að ein- nig verði hægt að fá nóg af hæfu kvenfólki til að flytjast hingað til starfa, ekki sízt vegna hins bágborna ástands, sem nú ríkir í Þýzkalandi. Tveir menn eru farnir héðan til að annast ráðningu fólksins og eru það þeir Jón Helgason fréttaritstjóri og Þorsteinn Jós- efsson blaðamaður. Fóru þeir flugleiðis til Kaupmannahafnar í gær, en þaðan fara þeir til Þýzkalands strax og þeir fá leyfi hjá yfirvöldum Breta og Banda- ríkjamanna. Ekki er enn afráðið hvar fólk- ið verður valið, sem flytjast á til íslands, en gert er ráð fyrir að ráðnir verði um 300 kvenmenn og 80 karlmenn. Fðlkið verður sótt til Þýzkalands á strandferða skipinu Esju og mun hún leggja af stað í þá ferð héðan um 10 maí verði engar ófyrirsjáanlegar taf- ir og mun fólkið þá koma hingað um eða eftir 20 maí. —Alþbl. Magazine for a number of photo- graphs for Our War Effort Dept. We are anxious to have a com- plete record of those, of Iceland- ic descent, who served in the armed forces of Canada and the United States. Kindly send photograph's if at all possible as snapshots do not make a clear newspaper cut. Information required: Full name and rank, full names of parents or guardians, date and place of birth, date of enlistment and discharge, place or places of service, medals and citations. There is no charge. Kindly send the pþotographs and information to: Miss Mattie Halldorson 213 Ruby St. Winnipeg, Man. ! Hinir fyrstu Borgarar Milljónari einn í N. York vaknaði eina nótt við ógurlegan hávaða, ogt lék hús hans allt á reiðiskjálfi. Milljónarinn hugði þetta vera magnaðan jarðskjálfta' og í ofboðiun hét hann því að gefa þegar í stað eina milljón! dollara til fátækra, ef drottinn þyrmdi lífi hans. Morguninn eftir frétti hann, að gauragangurinn hefði ein- ungis stafað af dynamitspreng- ingu í verksmiðju einni skammt frá heimili hans. Þá muldraði milljónarinn fyrir munni sér: — Jæja, ekki dugir að svíkja áheitið, en eg skal svei mér stefna verksmiðjustjórninni og heimta eina milljón í skaðabæt- ur. ♦ ♦ ♦ Lögfræðingur nokkur, sem bjó í þorpi, átti tvær forkunnarfríð- ar dætur, 10 og 12 ára gamlar. Þær voru langfallegustu telp-1 urnar í þorpinu. Meðal þeirra fyrstu innflytjenda sem tóku sér bólfestu í Winnipeg, voru hinir svonefndu “Selkirk Settlers”. Hálendingar í fylgd með Lord Selkirk voru fyrstir, næstir þeim komu Canadamenn frá Austur Canada, margir þeirra af frönskum ættum. Eftir að hinn dreifði smábær meðfram Rauðu ánni (Red River), öðlaðist rétt til þess að vera nefndur “Borgin Winnipeg” (City of Winnipeg), tóku fslendingar að flytjast hingað í stórum stíl, og urðu brátt í miklu áliti hér vegna verk- legra framkvæmda, lærdómshneigðar og löghlýðni. Samvinnufélög bænda í vestur fylkjunum eiga marga íslendinga og afkomendur þeirra innan vébanda sinna, og vilja nú enn á ný færa heilla-óskir sínar, þessum góðu nágrönnum og ágætu borgurum frá íslandi. Canadian Cooperative Wheat Producers Limited WINNIPEG CANADA Manitoba Pool Elevators Winnipeg - Manitnba Saskatchcwan Coopcrative Protlucers Litnitcd Regina Saskatchewan Alberta Wheat Pool Calgary Alberta Einu sinni kom drengur í þorpið og var þar á gangi með jafnaldra sínum, sem átti heima í þorpinu. Þeir mættu telpunum. Hver á þessar fallegu telpur? spurði aðkomudrengurinn, frá sér numinn af hrifningu. Lögfræðingurinn okkar, hann dregur sér nú alltaf það bezta sjálfur, anzaði þorpsdrengurinn. VIÐ ERUM A LEIÐINNI TIL AFMÆLISVEIZLU WINNIPEG ft ** Icelandic Canadian Club We have room in our Fall issue of The Icelandic Canadian ! DEPARTMENT OF NATIONAL HEALTH AND WELFARE Hon. Paul Martin, Minister I INSURANCE AT . . . REDUCED RATES Fire and Automobile | STRONG INDEPENDENT COMPANIES I McFadyen'] | Company Limited | 362 Main St. Winnipeg Dial 93 444 Fyrir sjötíu og fimm árum var það að Winnipeg-borg fæddist. Nú í ár er borgin að minnast þessara 75 ára með viku hátíðahöldum, 5. til 11. júní. Winnipeg raforkustöðin, City Hydro, telur sér það til gildis að Ihafa tekið þýðingarmikinn þátt í framförum Winnipeg með því að leiða hina fyrstu ódýru raforku til borgarinnar fyrir 37 árum síðan. Þessi ódýra raforka var þess valdandi að olíu-lamparnir og gömlu eldavélarnar, ásamt mörgum öðrum gömlum hlutum, urðu að víkja úr sæti fyrir nýtízku áhöldum af ýmsu tagi, sem nútíðar heimili eiga í svo ríkum mæli. Komið og sjáið þennan einstæða atburð. Njótið þessarar óvenjulegu skemtunar sem fer fram í Winnipeg, borg rafmagnsins, (the “Electrical City”), frá 5. til 11. júní. Oiulriiclro 55 Princess Street WINNIPEG § gy3fP^ffCCC<!?<?<a<B<a<aaie<ae<ae<e<aia<a<ae<aa<aiaiaaooaece,accoccg>OCOCiaagococcccooccCl0eoccaaeceoOQt- \

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.