Heimskringla - 15.06.1949, Side 2
2. SIÐa
HEIMSKRIN GL fi
WINNIPEG, 15. JÚNf 1949
SMART SHORT HAIR
FASHIONS
Combined With Amazing New
COLD CURL
• So Loose
• So Soft
• So Easy to Manage
® No Heat
• No Ma :hines
• Long or Short Hair
SPECIAL
INCLUDING
HAIF
TREATMENT
$4.
75
Evenings by Appointment
WILLA ANDERSON WILL LOOK AFTER YOU.
SHE IS EFFICIENT AND ARTISTIC.
True-Art Beauty Salon
206 TIME BLDG., 333 Portage Avenue. Corner Hargrave
Phone 924137
Um sönglist
Eftir Rósu Hermannsson Vernon
Það er alls ekki ætlun mín að
kenna sönglist með þessum lín-
um, því það er álit mitt, að ó-
mögulegt sé að kenna söngþjálf-
un (voice production) af bók-
um.
Kennarinn verður að hafa kert
sína list hjá góðum söngmönn-
um, áður en hann hefir nokkurn
íétt til þess að reyna að kenna
sjálfur. Undirmeðvitundin ((the
subconscious mind) hefir mik-
inn leik í sönglistinni, og kunn-
áttan hverng og hvernær að nota
hana, hjálpar mikið til þess að
kenna söngþjálfun. Þessvegna
þarf kennarinn að syngja sjálfur
svo hann geti fundið sjálfur
notkun þess.
Því miður eru margir “svokall-
aðir” söngkennarar, sem hvorki
syngja sjálfir eða hafa lært
nokkuð um sönglist nema úr
bókum. Það er til þess að vara
nemendum við þessum kennur-
um sem þessar línur eru ritaðar.
Einnig að benda á, við hverju
nemendin á að búast hjá góðum
söngkennara.
Eg hefi sýnt hvernig öndunin
á að vera notuð til söngs og
öndunar aðferðirnar. Nú skulum
við athuga fyrst göngulag og
framkomu nemendans á sam-
komupallinum. Þetta er sér
grein en eg legg mikla áherzlu
á það. Nemandinn er vissari um
sig þegar hann veit að framkoma
hans er rétt, hvernig og hvenær
hann hneygir sig o. s. v.
Það eru bundnar reglur í
göngulagi og stillingu, og ástæð-
urnar eru auðséðar þegar þessi
iðn er útskýrð.
Ef framkoman er góð, má lista
maðurinn búast við góðri áheyrn
og svo gleyma öllu nema sögu
söngsins sem kemur frá hjarta
og tilfinningum hans, hvert
söngurinn sé ástarljóð, vöggu-
vísa eða sorgarkvæði.
Þegar tóni er þryst í
gegn um raddböndin er hann lít-
ill, en hann berst með öndun
upp í munninn og höfuðið og
bergmálar þar og stækkar eftir
því sem holið aftarlega í munnin-
um er stillt. Úfurinn og holgóm-
urinn er reistur áður en andar-
drátturinn er tekinn og svo er
þessum stellingum haldið á með-
an sungið er. Það er nauðsynlegt
að vita hvernig á að reisa úfinn,
því hann getur alveg lokað fyrir
höfuðbergmálinu, og þá er rödd-
in dauf og þróttlítil og litlaus,
því yfirtónarnir eru þá ekki not-
aðir.
Þegar munnurinn er opnaður,
vill tungan dragast aftur til að
verja hálsinn frá kulda eða ryki,
þá þrengir hún að barkanum, og
raddböndin geta ekki hreyfst
eins frjálslega og unt er. Það
þarf að halda barkalokinu opnu,
annars heyrist andardrátturinn.
Ef barkahólfið hreyfist upp og
niður í hálsinum á meðan verið
er að syngja, þá eru vöðvar tung-
unnar ekki nægilega sterkir til
að halda henni kyrri að aftan.
Vöðvar tungunnar undir hökunni
Verða að vera lausir.
Kjálkinn verður að síga niður
og að hálsinum, alveg laus, og
tungan fylgist með. Eg breiði
tungu broddinn yfir lægri fram-
tennurnar og ýti svo hökunni
niður. Þegar orð eru sungin er
tungu broddurinn og stundum
hakan (eftir því hvað orðið er)
reist aðeins á meðan orð er borið
fram og sígur svo máttlaus niður
aftur.
í söng verður broddur tung-
unnar, tennurnar og varirnar að
bera fram orðin. Afturpartur
tungunnar hreyfist eins lítið og
mögulegt er, því tungu vöðvarn-
ri þurfa að strekkja raddböndin.
Það er eins og að læra að tala
aftur, að bera fram orðin án þess
að strengir tónsins slitni. Tung-
an verður að vera löt og máttlítil
að framan, annars kemur hún við
tennurnar eða góminn of hart og
slítur því þráð tónsins.
Það er mikil ábyrgð á herðum
kennara, hvort það er í skóla eða
listum, en margir kennarar
finna þessa ábyrgð ekki. Nem-
andinn verður að treysta kenn-
aranum, þessvegna er svo nauð-
synlegt að fara til góðs kennara.
Það er mikill fjöldi af góðum
söngröddum og það er unun að
hlusta á ungar vel þjálfaðar
raddir.
ALDNIR ISLENDINGAR
SEGJA FRÁ FYRRIÁRUM
WINNIPEG BORGAR
Framh.
Úr söguminningum
Arinbjörns S. Bardals:
Eftir nýársdag fórum við Ja-
kob Hinirksson út á H. B. braut-
ina, sem var verið að byggja n.v.
frá Winnipeg, brautin sem síðar
var keypt af C.N.R. og rent til
Oak Point. Við höfðum tjöld 5
mílur fyrir vestan borgina. Eftir
nokkra daga fékk eg taugaveiki,
og lá eftir í rúmi mínu,*þegar all-
ir voru farnir til vinnu. Eg náði
í matreiðslumanninn og talaði
við hann í gegnum H. B. bókina.
Hann hjálpaði mér í fötin, og
setti dótið mitt ofan í poka, svo
lagði eg á stað, út í hríðar veður,
og mikið frost. Eg gat ekki vilst,
því eg gekk austur járnbrautina.
Eg vissi að Jemima gata, var ekki
langt frá járnbrautinni, þegar
kæmi inn í borgina. Eg komst
inn á Logan Ave., þá var eg svo
máttlaus að eg gat ekki borið
pokann lengra. Eg barði þar á
dyr og út kom kona. Eg fékk
henni pokann, og 25 cent, en
skrifaði nafn mitt og utanáskrift
á miða, og fékk henni, og sagði:
“Sick, sick, sick” og benti á höf-
uðið á mér, svo sá hún það að eg
var óstyrkur. Svo hélt eg áfram
og fann húsið, þar sem bróðir
minn Páll átti heima.
Eg komst upp á loft, án þess að
nokkur sæi mig, og lagðist eg
upp í sóffa, og það var það síð-
asta sem eg mundi í tvær vikur,
var ráðlaus. Þegar Halldóra kom
inn, þegar eg raknaði við úr
þessu ástandi, þá var mér sagt að
Dr. Ferguson hefði bjargað mér.
Þegar eg frískaðist, þá bann-
aði bróðir minn mér að fara til
baka út á járnbrautina, því eg
yrði að ná mér vel fyrst.
Vinnu í borginni var ómögu-
legt að fá. Gunnlaugur var svo
heppinn að fá vinnu í búð, vann
þar í vöruhúsi. Hann vann þar í
3 eða 4 ár, þar til að hann lagðist,
og lá lengi og dó. Skildi eftir
Ásdísi systir mína með þremur
börnum. Jakob, sá yngsti, hafði
fæðst hér. Hann er nú í Edmon-
ton, giftur enskri konu og þau
eiga g dætur. Halldóra lét vinnu-
konuna fara, og eg tók hennar
verk, í viðbót við að saga í hit-
unarvélina og mjólka kúna. Þau
hjónin áttu einn dreng 3 mánaða,
Björn að nafni, mistu hann árið
eftir. Hann var minn bezti félagi.
Við kunnum enga ensku og vor-
um báðir að læra. En svo bættist
við annar Björn. Það var Björn
Pétursson, sem var þá að breyta
um trúarbrögð. Hann var trúboði
Unitara-félagsins í Boston, U. S.
A.
Björn var framúrskarandi vel
iyntur maður hann var rétt að
byrja á að þýða Unitara bækurn-
ar, lærdómskverið og fleira. Eg
var stundum að hjálpa honum, og
hann aftur að hjálpa mér, þar
sem eg var nýbúinn að ganga í
Kappræðu félagið, sem hafði ver-
ið stofnað ári áður af nokkrum
ungum fslendingum til að æfa
sig í því að koma fyrir sig orði,
ef á þyrfti að halda í lífinu. í
því var Rúnólfur Marteinsson,
sem síðar varð prestur og kenn-
ari á Jóns Bjarnasonar skóla í 27
ár, og skólastjóri mest af þeim
tíma. Hann var 16 ára, og gekk
á skóla.
Við sváfum saman þann vetur
0g það var mér hin bezta hjálp,
því hann var æfinlega viljugur
til að leiðrétta mig og hjálpa.
við minn litla lærdóm í ensku.
En eg held að mitt samband við
vin minn, Björn Pétursson hafi
styrkt mig í minni lútersku trú,
því okkur kom aldrei saman um
það sem hann var að þýða. Eng-
an Unitara hef eg þekt, sem hef-
ir sýnt í lífi sínu, og dagfari, ná-
kvæmari breyttni eftir trú sinni,
en hann, og ekki var það síður,
eftir að hann giftist sinni Amer-
ísku konu. Þar var kærleikans
heimili. Eg sagði honum að við
hefðum dálítið af kærleika, og
við vissum hverjum við áttum að
þakka það. Við þökkuðum það
ckki Christófer Jensen, heldur
Kristi. Svona röbbuðum við sam-
an í mesta bróðerni. Mér þótti
reglulega vænt um þau hjón. Og
eg átti þeim það að þakka að eg
komst á fæturnar, þá eg var fé-
flettur af manni sem eg treysti.
Árið 1890 — Veturinn leið
fljótt, eins og vanalega er, ef
maður hefir nóg að gera, eða
hugsa, og er að reyna sig við
tímann. Það var oft glatt á hjalla.
Stundum þegar Dóra sendi mig í
búð eftir einhverju, og eg skyldi
það alt vitlaust, t. d. eitt sinn
sendi hún mig eftir kálhöfði, og
eg kom með kálfs höfuð, annað
skifti bað hún mig að sækja—
Head Cheese — eg kom með
stórt ísstikki; svona lærði eg
ensku af henni á alla vegu. Dóru
þótti þetta ekki ónýtt til frá-
sagna, af mági sínum. Oft hafði
eg gaman af því að sitja með
barnið við rörgatið, sem var í
gólfinu, þá kvennfélagsfundir
voru niðri hjá frú Láru. Þá sló
stundum í brýnu á milli þeirra,
til að skerpa kærleikann og æfin-
lega var það Mrs. Jónína Morris,
sem kom á friði, og allar fóru
heim sáttar. En það mátti læra
ýmislegt hjá þeim konum, sem
voru heitar fyrir sínu góða mál-
efni, eins og frú Lára. Hún
kunni að stjórna, og lét ekki snúa
á sig. En gamla Kristrún Svein-
ungadóttir gat haldið sínu líka.
Hún lagði sig alla fram kristin-
dóminum til blessunnar. Kendi
í mörg ár á S.S. eins gerði Mrs.
Morris. Það tók enginn henni
fram að lypurð. Öll börn báru
virðingu fyrir henni, og elskuðu
hana. Það var bæði lærdómsríkt
og gaman að vera þar sem maður
gat heyrt til þeirra. Ein þeirra,
held eg, sé hér enn. Ein af þeim
sem vildi halda friði og vildi
láta gott af sér leiða, það er Mrs.
H. Olson. Annað var það sem
fylti inn tímann, og það var
kappræðufélagið okkar. Það voru
valin ræðuefni á hverjum fundi
fyrir næsta fund, og eins ræðu-
manns, og þeir drógu um hliðar,
höfðu svo heila viku til að und-
irbúa sig. Eitt sinn lenti það á
mér, og Bjarna Júlíus á móti, og
ræðuefnin voru “Hvert hefði
verri afleiðingar í heiminum,
dans eða víndrykkja” — og það
dæmdst á mig, að sýna fram á
það, að dansin gerði meira ílt.
Og þó ólíklegt væri, þá vann eg
málið. Eg hafði nóg að hugsa um
þá viku. Eg hef ekki verið í
mörgum félögum sem eg man
eftir, sem eg hef skemt mér bet-
ur. Mér fell illa þegar það varð
að hætta.
Vinnukonan sem var hjá Hall-
dóru áður en eg tók hennar verk,
hét Halldóra og var nýkomin að
heiman eins og eg. Hún fékk vist
hjá hjónum á Proud St. Það
stræti heitir nú Whitehall, það
rennur vestur frá þinghúsinu á
Osborne. En þá var soldáta bær
á þeim bletti þar sem þinghúsið
stendur nú. Og hliðið á soldáta
garðinum, var rétt á mót Proud
St. Á horninu fyrir norðan
var lækur og gangbrú yfir hann.
Eitt sunnudagskvöld, þegar Hall-
dóra var að ganga heim frá
kirkju, (þá voru engir strætis-
vagnar nema frá Assniiboine
ánni norður Aðalstrætð til C.P.R.
vagnstöðvarinnar), þá kom mað-
ur fram með henni, og tók í hand-
legginn á henni og sagðist ætla
að fylgja henni heim. Hún tók
því þegjandi, því hún skildi lítið
í ensku. Þau gengu saman þar til
þau komu á brúna yfir lækinn á
Broadway, þá beygði Dóra sig
niður til að binda skóþvenginn
sinn, en vaktaði skugga manns-
ms í tunglskininu, og þegar hún
sá að hann leit undan, eða frá
henni, þá tók hún viðbragð, og
stakk honum á hausinn út af
brúnni. Tók svo til fótanna og
hann á eftir. En hún varð fljót-
ari að hliðinu, þar sem æfinlega
var vökumaður, dag og nótt. Hún
hljóp inn til hans. Varðmaðurinn
stoppaði aumingja manninn sem
gat náttúrlega sagt sína sögu
eins og honum þóknaðist. En dát-
inn tók hans nafn og utanáskrift,
og lét hann svo fara. Dátinn
hafði veitt Dóru eftirtekt, og séð
hana koma og fara, þar framhjá,
nærri dagsdaglega, svo hann
gekk yfir götuna með henni.
Þarna var vinna fyrir Pál bróð-
ir, hann vildi æfnlega sjá
svona óþokka fá sín málagjöld.
Hann fylgdi Dóru heim næsta
sunnudagskvöld. En dátinn gat
ekki gefið honum neinar upplýs-
ingar um þennan náunga, því
hann hefði gefið rangt nafn og
heimili. En við urðum að skift-
ast á um að fylgja henni Dóru
litlu heim, á hverju sunnudags-
kveldi eftir það um veturinn, frá
messu.
Eg heyrði mikið talað um
kirkjubyggingarmál þann vetur.
Það var messað í Félagshúsinu
og voru börn búin undir ferm-
ingu. Eg var svo heppinn að ná
í það embætti að passa húsið um
tíma, þá leið á veturinn, það gaf
mér mikla ánægju og stundum
gaman, að hlusta á séra Jón
Bjarnason spyrja börnin; þar var
einn drengur í hópnum, sem var
heldur svona tossi, en eg held
meir af strákskap.
Hann gerði stundum skandala.
En hann átti ekki alt sem honum
var kent. Eg kendi oft í brjósti
um hann, því það er oft margt
gott í þeim dreng, sem sér lengra
en aðrir. Og það var með þennan
dreng. Og séra Jón vissi það, og
sá í gegnum hans aðferðir.
Einu sinni fór það of langt,
svo séra Jón tók hann og hristi
hann. En þegar hann slepti hon-
um, þá datt hann sjálfur aftur á
bak yfir bekki sem voru þar í
horninu og skorðaðist þar. Þá
hljóp þessi drengur til og var
fyrstur til að taka bekkinn frá
honum. Það varð mikill hlátur
út af þessu og prestur hló líka
með börnunum. Drengurinn
græddi mikið á þessu, þeir sýnd-
ust skilja hver annan betur eftir
þetta.
Þegar fór að vora, fór eg að
leita mér að vinnu. Eg gekk ofan
Notre Dame, þar var verið að
byggja hús á horninu á King og
Notre Dame. Eg stóð þar og
horfði á um tíma, þá kemur yfir
smiðurinn til mín og tekur mig
út í bakgarðinn, og sýnir mér þar
lítið hús og bendir mér niður á
jörðina og mælir þar blett 2^ x 4
fet, og sýnir mér að það eigi að
vera 5djúpt. Hann býður mér
4 dali. Eg var ekki lengi að
hugsa mig um, og tók það að
mér.
Eg fór heim og skifti um föt,
tók gamla öxi og fjós skófluna,
tók til verks og kláraði það kl. 8
um kveldið. Næsta morgun fór
eg í vinnufötunum ofan að hús-
inu, og fékk mína 4 dali, en hann
hafði ekki meiri vinnu handa
mér.
Þá gekk eg norður í bæ og þar
mætti eg Mr. Moody, hann babl-
aði dálítið íslenzku, hann vann
við að selja eldivið. Hann varð
kaupmaður í Selkirk stuttu eftir
þetta. Mr. Moody sagði mér að
hann gæti gefið mér vinnu ef eg
gæti fengið þrjá aðra duglega
menn. Eg fór fljótt til baka, og
náði í þessa þrjá: Gunnlaug og
Jakob Hinrikssyni og Benidikt
J. Benson, frænda minn (frá
Stóruvöllum).
Vinnan var einkennileg og
hættuleg. Við urðum að fara út
með lest að kvöldinu, og það
voru alt flatir vagnar eða engin
yfirbygging á þeim, og við urð-
um að hlaða á þá fjögra feta
löngum viðarbútum, af allavega
þykt, eldivið. Það fóru frá 16 til
18 “korð” á hvern vagn. Það
voru margir menn í þessum hóp.
Unnu fjórir til saman, og það var
föst regla, að þeir sem voru fyrst-
ir til að fylla hvern vagn, sem
þeim var ánefndur, og gátu kom-
ið spítu á þann næsta, þá gat eng-
inn tekið hann frá þeim, og það
munaði oft miklu, því það var
stundum síðasti vagninn í lest-
ínni, og þá urðu þeir að fara inn
í fólks vagninn, og bíða þar á
meðan þessi vagn var fyltur. Við
unnum þarna fyrir frá 6 upp í 8
dali á nóttu. Á þeim tíma sem
nærri enga vinnu var hægt að fá,
og kaup alment var frá 75c til
$1.25 á dag. Þetta verk okkar
Will you, too, look back on
your many years of work
and say ''lf only I had bought
GOVERNMENT ANNUITY
to provide for my old age."?
Or will you decide NOW to
be independent and free from
worry when that time comes?
A low-cost Canadian Government
Annuity guarantees you as much as
$1200 a year for liffe.
No Medical Examination is required.
Your Annuity cannot be seized under
any law. You cannot lose your
money even if your payments fall
into arrears.
Anyone, from 5 fo 85, is eligible.
Annuities Branch
DEPARTMENT OF LABOUR
HUMPHREY MITCHELL Minitltr A. MocNAMARA Depvty Minhltr
a’*ie/e//a/7 féover/imen/
A N N U I T I E S
//oK/e/c /or (Q/e///<p&
Mail Ihit Coupon today POSTAGE FREE
Annuitie* Branch,
Deparfment of Labour, Ottawa.
Pleate tend me COMPIETE INFORMATION about Canadian Government Annuities.
NAMÉ....
ADDRESS .
(PRiNT CLEARLY)
___________i
VEGNA AUKINS
PERSONUFRELSIS
oa ÖRYGGIS
skulu þér greiða atkvæði
Ul. R. ÍVIolloy (Bill Molloy) LIBERAL FRAMBJÓÐANDA 1 WINNIPEG NORTH CENTRE
ÞANN 27. JÚNl
Published by B. H. Folliott, Official Agent, 959 Sherburn St„ Winnipeg