Alþýðublaðið - 26.05.1960, Síða 9
;ði við
Eg vil
la kon
leggja — 500 þús.
beggja ganglima 500 þús.
handar eða handleggs
og ganglims 500 þús.
Slysatryggingarskírteini
eru mjög óhugguleg.
....OG VÉLIN
SPRINGUR!“
Flug-maðurinn sagði, að
þotan „okkar“ væri stór af
orustuþotum að vera. „Við“
mundum taka þetta rólega,
allt yrði í bezta lagi. Hann.
spurði, hvort ég væri nokk-
uð hrædd, og ég sagði, að
ég væri með lífið í lúkun-
um. Hann sagði, sem satt
var, að hann ætti hið sama
á hættu, — og fannst mér
það þó nokkur huggun, að
deyja með svo viðkunnan-
legum manni.
Svo klifruðum við upp í
þotuna, tókumst í hendur
eins og glímumenn fyrir
kepprii, og einhver Amerí-
kani fór að binda mig við
aftursæti þotunnar.
Þotan var tveggja manna,
sem og orustuþotur af þess-
ari gerð munu flestar vera.
Rúm var ekki mikið fyrir
hvern mann, en allt úði og
grúði af tökkum og hand-
föngum í öllum regnbogans
litum.
Þegar búið var að binda
mig niður, svo að ég gat mig
hvergi hrært, var farið að
útskýra, hvernig ætti að
fara að því að stökkva út úr
þotunni, ,,in case of soiRe-
thing happening“, (ef eitt-
hvað kæmi fyrir). Það tók
manninn a. m. k. stundar-
íjórðung að skýra mér frá
þessu öllu saman, og hefði
hann þó eins getað sleppt
því. Mér var eftir sem áður,
hulinn leyndardómur, hvaða
takka af þessum þúsund átti
að styðja á, hvaða handföng
átti að grípa hrauslega í o.
s. frv. . . . Ég ákvað þeg-
ar að deyja fátlaust.
Loks kom það, sem ég
kveið -mest fyrir, hjálmurinn
á höfuðið og súrefnisgrím-
an fyrir vitin. Innilokunar-
æðið heltók mig, þegar gleri
var rennt yfir sætin, flug-
maðurinn setti í gang og tal-
aði til mín í gegnum hátal-
arann í hjálminum.
— All í lagi? — Þú sérð
rauða ljósið, sem ég depla.
Ef ég depla því svona — ró-
lega — er allt í lagi, þótt
sambandið á milli okkar
rofni, — en ef ég depla því
--------svona — ------áttu
að skjóta þér út eins og þér
hefur verið kennt, — og
vélin springur.
— All right, stundi ég (og
ákvað áð líta aldrei á rauða
ljósið, svo að ég gerði ekki
litlu, fallegu börnin flug-
mannsins föðurlaus, af því
að mér -hefði sýnzt i skelf-
ingu minni og uppæsing, —
rauða Ijósið fara nraðar en
álitlegt væri).
UPP í
IIIMINNINN.
— Við ökum um flugvöll-
inn í leiguakstri, eins og við
köllum þaö, sagði fiugmað-
urinn. Nú förum við að aka
á loft, nú herði ég á, meira,
meira . . . nú erum víð kom
in upp í himininn. — Líður
þér ekki vel?
— Ágætlega, (hjálmurinn
var svo þungur, að höfuðið
virtist á hraðri leið niður á
millí herðablaða).
— Við fljúgum yfir
Reykjavík, við förum . . (og
hann sagði mér allt um
hraða vélarinnar, hæð flugs
ins og allt það, en ég hugs-
aði til allra þeirra, sem nú
gengju áhyggjulausir niður
á guðsgrænni jörðinni).
Við flugum yfir Eldey, og
sólin skein svo ofsalega á
plastið eða glerið yfir höfði
mér, að hitinn varð eins og
á eyðimerkursandi í sól-
skini. —• Flugmaðurinn
sneri þotunni á hliðina, og
innyflin í mér fóru sömu
leið. — En á réttan kjöl aft-
ur. — Sólin skein, og hafið
var heiðblátt. — Fuglarnir
flugu umhverfis Eldey, —
og svitinn spratt fram undir
súrefnisgrímunni fyrir vit-
um mér.
Ef frá var dreginn hitinn,
útrúsningin, þrengslin og
takkarnir, var annars ekki
öðru vísi áð fljúga í orustu-
þotunni en venjulegri
farþegaflugvél. Hraðinn var
að vísu mun meiri, en hann
finnst að sjálfsögðu ekki í
loftinu, þegar himinn er yf-
ir, himinn undir og himinn
allt í kring. Það var ekki
nema, þegar hún dalaði eitt-
hvað í loftinu, að einkenni-
leg bylgja leið um innyfli
og hjartað rykktist til, —
og allt virtist vilja upp og
út. . . Velgjutilfinning varð
öllu yfirsterkari.
— Við fljúgum ekki hátt,
sagði flugmaðurinn. Það er
ekki á það hættandi með ó-
vana. (En mér fannst við
ofurhátt. Það væri ægilegt
að þurfa að stökkva niður.
Og enn varð mér hugsað
til þeirra, sem í kæruleysi
tækju eftir gufustróknum,
sem flugmaðurinn sendir út
úr vélinni öðru hvoru. Þess-
ir gufustrókar hafa myndað
hvíta rák á bláum himnin-
um).
— Við förum bráðum að
lenda . . . Við fljúgum aft-
ur yfir Reykjavík. Nú fær-
umst við naer. Þú getur tal-
að við vin þinn, sem kom
með þér. Hann er í flugturn
;num ... Talaðu við hann
á íslenzku.
Ég heyrði ekki neitt í
„verndaranum“, og fannst
ég heldur lítið hafa að segja,
— en þegar flugmaðurinn
marg-eridurtók þessar áskor
anir, sá ég mig tilneydda til
að segja eitthvað um fegurð
himinsins, fuglana á sjónum,
sólna, vorið og hve gott og
fagurt og indælt væri að
sitja uppi í loftinu.
Þessi hugljúfi ræðustúf-
ur kom þó víst aldrei nein-
um nema himingeimnum til
Framhald á 14. síðu.
Alþýðublaðið — 26. maí 1960