Heimskringla - 14.12.1949, Side 2

Heimskringla - 14.12.1949, Side 2
2. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. DES. 1949 æ / CDernyJNv j& í&' Chri^tmar NEW YEAR TERM O P E N S Tuesday, January 3rd RESERVE YOUR DESK EARLY As we expect our classes to be filled early in the New Year Term we suggest that you enroll between Christmas and the New Year. Our office will be open every business day during the holiday season from 9:00 a.m. to 6:00 p.m. DAY and EVENING CLASSES Call at our office, write, or telephone for addi tional information on the air-conditioned, air- cooled College of higher standards. COMMERCIAl COLLEGE Portage Avenue at Edmonton Street Telephone 926 434 Hugheilar hátíðaróskir TIL VINA OG VIÐSKIFTAMANNA Owned and Operated by Spencer W. Kennedy SELKIRK — MANITOBA INNILEGAR JÓLA OG NYARSÓSKIR til vorra mörgu vina Canada Pacific Hotel SELKIRK, MANITOBA W. G. POULTER, eigandi til Islendinga cAullan kafjó Veítan Fisheries Keystone 272 MAIN ST Limited WINNIPEG G. F. JÓNASSON, framkvæmdarstjóri COMPLIMENTS OF THE SEASON Roberts & Whyte Ltd SARGENT at SHERBROOK Phone 27 057 Roanonga iávarður Eftir Hugh B. Cave Þegar Kahóhe fann brotna bát- inn, datt honum það sízt í hug í fyrstu, hversu þýðingarmikill sá fundur gæti orðið. Hann hafði staðnæmst á eyju, sem hét Smá- ey. Það var örlítil eyja og af því fékk hún nafnið en var í daglegu tali oftast kölluð “Moldarhnaus- inn. Hann hafði verið að leita að skrautskeljum. Hann var ekki viss um að hann fyndi nokkra skel sem nokkuð væri varið í. Engum hafði nokk- urn tíma dottið það í hug að leita á þessum “moldarhnaus”. En Hann hafði lofað henni Tótí, unnustunni sinni, fallegum fiski, og honum hafði gengið illa að efna það loforð. Ef hann fyndi fellegar skeljar í hálsband, þá bætti það úr skák. Það var eins og augun ætluðu út úr höfðinu á honum þegar hann fór inn í dimma helliskútann, og sá þar gamlan bát. Hann var óhræddur og klifraði upp í bátinn til þess að skoða hann. Þegar Banda- ríkjamenn voru þar og rennislétt vatnið í Víkinni var haft þar fyrir lendingarstað flugvéla, þá hafði hann oft séð þesskonar báta. Þessi bátur var orðinn slitinn. Hliðarnar á honum voru hálfétn- ar í sundur af ryði. En í bátnum voru yfir tuttugu tunnur úr málmi; þær voru svartar og enn þá Htið skemdar. Undir pallinum í skutnum voru nokkkrir kassar. Það leit út fyrir að báturinn hefði slitnað upp í ofsaroki, hrakið hingað eða rekið í brim- róti. Og hér hafði hann legið án þess að nokkur tæki eftir hon- um vegna þess að enginn hafði stígið fæti á Smáey síðan. Opið inn í hellisskútann hafði verið hulið með vafningsjurtum. Kahóhe opnað kassana og fanr. í þeim ýmsa parta úr flugvél. Það var góður fundur, en ekki til mikils gagns fyrir hann. Ekki gat hann borið þetta á sér til prýði, það var of þungt til þess, og ekki gat hann búist við að eignast nokkurn tíma flugvél. Hann fór nú að skoða tunn- urnar. Hann braut gat á þá ryðg- uðustu og fór inn í það með höndina. Þegar hann dró hönd- ina að sér, voru fingurnir blaut- ir. Hann þefaði af þeim og gretti sig. Það var þá ólukku gasolía? Ekki gat hún orðið honum til mikilla nota! En nú datt honum samt nokk- uð í hug. Þegar hann lenti í aðaleyjunni fór hann beina leið í gegnum þorpið og þangað sem No Toes Rosea átti heima. Það var hinu megin við illgresis kelduna 4 leirbakkanum við ána. No Toes var að bæta föt. Kahóhe settist hjá honum og fór að tala um fiskiveiðar; hversu lítið veidd- ist — og svo þessar miklu rign- ingar, sem hefðu hálf eyðilagt alla garða. Hann spurði No Toes hvernig honum liði í fætinum — Heljar stór skelfiskur hafði klemt sig utan um hægri fótinn á honum þegar hann var að busla úti í voginum. Svo sagði Kahóhe “Eg hefi verið að hugsa um nokkuð. Eg ætla að giftast henn Tótí eins og þú veist, og eg ætti að gefa henni að minsta kosti einhverja gjöf, sem hún ætti ek’ki von á. Ef verðið væri ekki ósann- gjarnt, þá .gætir þú kannske tal- að mig upp í það að losa þig við þennan vélarræfil sem japanski höfðinginn lét þig hafa.” “Hvað gæti Tótí gert við báts- vél?” spurði No Toes. “Hún gæti haft hana til þess að sýna vinum sínum. Fyrir hvað mikið vildir þú selja hana?” Kahóhe vissi að verðið yrði býsna hátt, því enginn annar lif- andi maður í allri Roanonga átti vél í djúpferðabát. En samt varð hann steinhissa þegar No Toes heimtaði fyrir vélina hákarls- tanna beltið hans og japönsku byssuna hans, sem þar að auki var kúlnalaus. En ef vélaróhræs- ið skyldi svo vera ónýt eftir að hann hafði borgað þessi ósköp fyrir hana. En hvað sem öllu verði leið, gekk hann að kaupun- um, og No Toes sótti vélina þangað sem hann hafði falið hana; hún var ágætlega tilhöfð, alveg eins og hún hafði verið þegar japanski höfðinginn gaf No Toes hana fyrir einhver leynistörf sem hann hafði unnið fyrir hann. No Toes hafði fágað hana alla með cókó olíu og vafið hana svo með trjáberki. Jafn vel öll verkfærin í strigapokanum voru fægð og hrein. Kahóhe fór kátur og stoltur með vélina sína á öxlinni þangað sem hann geymdi bátinn sinn í Víkinni. Og hann tók tafarlaust til starfa. Þó hann væri glorhungraður, skeytti hann því ekki. Hann hafði lofað því að koma við hjá Tótí, en steingleymt því. Þegar nóttin breiddi svarta vængina yfir eyna og fult tungl- ið reis upp úr djúpinu, var hann enn ekki hættur að vinna. “Já, hvað er nú þetta! Svo þú ert hér enn!” sagði rödd á bák við hann. Hann stóð niðri í sjónum upp í hné og var að festa vélina í bátinn. Kahóhe leit við og kinkaði kolli rétt í svip, en hélt svo áfram að vinna. “Hefirðu alveg gleymt mér?” spurði Tóti. “Eg hefi öðrum störfum að gegna núna sem stendur,” svar- aði hann. Hún hleypti brúnum, öslaði út í sjóinn og gætti að því hvað hann væri að gera. Alt sem hann gerði eða ætlaði að gera, var eða varð áhugamál hennar. Hún var að vísu ekki falleg- asta stúlkan í Roanonga. Þær allra fegurstu, t. d. hún Oonatsa dóttir Mannoniks eyjarhöfðingj- ang og fleiri ,veittu þeim mönn- um aðeins eftirtekt, sem meira kvað að en Kahó'he. En Tótí var skarpgáfuð og hún var vel að sér. Hún horfði á Kahóhe með eftirtekt, þar sem hann var að koma fyrir vélinni í bátnum sín- um. “Til hvers er þetta?” spurði Tótí. “Þú skalt fá að sjá það á morg- un”, svaraði Kahóhe. “Segðu mér það núna”, sagði hún. Kahóhe benti henni að fara upp í bátinn og fór sjálfur upp í hann með henni. Enginn lifandi maður var á ströndinni, og hann gætti þess vandlega að enginn sæi þau áður en hann legði af stað. Hann fór út úr víkinni og umhverfis skag- ann, þar næst fór hann inn í smærri vík; hinum megin. Þang- að fór fólkið úr þorpinu örsjald- an. Honum var ant um vélina sína. Hann smeygði bátnum inn í felustað, þar sem enginn gæti séð hann, sem ekki vissi af hon- um, hversu bjart sem tunglsljós- ið væri. Að því búnu faðmaði hann Tótí að sér og kysti hana: “Eg ætla að verða maður með mönn- um”, sagði hann, og lagði kinn- ina við vangann á Tótí. Hún and- aði þungt í faðmi hans. “Þegar við erum gift verður húsið þitt stærra en nokkurt annað hús í allri Roanonga”. “Eg kæri mig ekkert um stærra hús en eitt herbergi — herbergið sem þú ert í”, sagði Tótí. “Þú verður upp með þér af manninum þínum þegar við erum gift”, sagði hann. “Eg er upp með mér af þér núna”, svaraði hún. Kahóhe lagðist niður í heit- um sandinum og lét sig dreyma. Hann vissi að hún elskaði hann. En hann vissi meira en henni kom til hugar: Þegar hann væri orðinn maður með mönnum, mundi hún elska hann enn þá meira. Sólin var rétt að gægjast upp fyrir sjóndeildarhringinn, þegar hann kom til Smáeyjar næsta morgun. Um það leyti var víkin undrafögur. Eggslétt vatnið breiddist út eins og himneskt bros, sem kysti strendur hinna lágu og grænu eyja. Kahóhe tók ekki eftir þessari fegurð; honum var of mikið niðrifyrir. Það var líka aðeins fyrir kvennfólk að dást að slíku. Skyldi vélin hans vinna? Um það var hann að hugsa. í skugga helliskútans titruðu á honum hendurnar þegar hann var að ausa gasolíunni úr tunnunni og fylla vélina. Það heltist hiður hjá honum nokkuð af gasolíunni og við það varð honum ilt í skapi. Hann mátti ekki við því að hella niður eða ónýta nokkuð af þess- um dýnmæta hita og aflgjafa; því þegar þessar tunnur væru tæmdar, var ekkert eftir, nema ef hann skyldi geta farið eitt- hvað langt í burtu, þar sem hvít- ir menn væru enn þá, t. d. til Ab- ernama eða Aronita. Hann hélt tungunni á milli tannanna, tók í strenginn, og — aðeins ofurlítið bobs; Jæja, það var þó betra en ekkert. Hann reyndi aftur — aftur, og aftur: Við óskum öllum íslendingum gleðilegra jóla og farsæls nýárs! Verzlum með allar tegundir af málningavörum og veggjapappír Asgeirson's Paints, Wallpaper and Hardware 698 SARGENT AVE. SlMI 34 322 BEZTU JÓLA- OG NÝÁRSÓSKIR H O O K E R’S LUMBER YARD Phone 74—The Lumber Number SELKIRK MANITOBA

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.