Heimskringla - 14.12.1949, Page 3

Heimskringla - 14.12.1949, Page 3
HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA WINNIPEG, 14. DES. 1949 VÉR FLYTJUM ÖLLUM VORUM MÖRGU VIÐSKIFTAVINUM INNILEGAR HÁTÍÐAKVEÐJUR Riverton Co-operative Creamery Association Limited JULIUS MAASS, Manager TIL ALLRA ÍSLENDINGA NEIL THOR 1810 W. Temple St. Los Angeles 26, California LangrilFs Funeral Chapel (Licensed Embalmers) Eg óska Islendingum nær og fjær gleðilegra jóla og góðs og gæfuríks nýárs. Sjúkravagna-þjónusta ávalt á reiðum höndum W. F. LANGRILL 435 EVELINE STREET — SELKIRK, MAN, S. Bardal og þeír sem hjá honum vinna, óska öllum sínum mörgu viðskiftamönnum og vinum hjartanlega TIL ALLRA ISLENDINGA HVAR SEM ÞEIR DVELJA útfararstjóri J. J. Swanson & Co. Limited TALSIMI: 27 324 308 AVENUE BUILDING WINNIPEG °g svo rykti hann snögglega í strenginn, eins og hann hafði séð Japana gera þegar þeir voru milli eyjanna á samskonar bát- um. Loksins heyrðust drunur og svo eins og urr, og báturinn skrapp út úr hellinum á fleygi ferð. Fyrst um sinn lét hann sér það nægja að skemta sér við þetta, eins og við hvert annað leikfang og ferðast fram og aftur um- hverfis Smáey, á meðan hann var að komast upp á lag með það að stjórna vélinni og kynnast henni; en hún var glettin og tók hina og aðra útúrdúra. Loksins fór hann beina leið alveg út að víkur- tanga, og svo þar næst út á milli margra smáeyja og alla leið út á rúmsjó. Þegar þangað var kom- ið, nam hann staðar og kastaði út færi sínu. Það var langtum lengra undan landi en nokkur lifandi maður annar hafði áður farið. Hann notaði kralbbakjöt lyrir beitu, og þegar hann hafði ekki meira af því, þá festi hann Örlitlar agnir af perluskeljum á beinöngulinn sinn. Og hann dró hvern fiskinn eftir annan, við- stöðulaust þangað til hann var orðinn þreyttur og dauðverkj- aði í handleggina. Og þessi líka fiskur! Það voru nú engin smá- sdi stóreflis silfurgrænir fiskar Loksins hætti hann, því báturinn var orðinn hlaðinn. Á leðinni kom hann við á Smá- ey og tíndi þar peningaslkeljar °g skrautskeljar. Hann hafði verið í of miklum geðshræring- um daginn áður til þess að gefa þeim nokkurn gaum. Þegar hann varð hræddur um að heyrst gæti til bátsins heima á aðaleyjuna, þá stövaði hann vé' ina og notaði spaðaárina. Þegar hann lenti faldi han.V bátinn eins og áður í helliskút j anum, hinum megin við tangann Fyrsti maðurinn, sem hann heimsótti var Mamorik yfirhöfð ingi allra Roanonga^búa. Hann lagði tvo fiska á gólfið hjá Mamorik, svo stóra og feita að undrun sætti. Jafnvel dóttir eyjahöfðingjans, hún Oonatoa kom til þess að skoða þá og dást að þeim: “Hvaða fiskar eru þetta?” spurði hún. “Guð sjávarins var góður við mig,” svaraði Kahóhe. Mamorik lyfti upp einum stærsta fiskinum til þess að gizka á hve þungur hann mundi vera, og hann hneigði höfuðið til þess að láta í ljósi velþókun sína. Dóttir eyjarhöfðingjans veitti meira athygli fiskimanninum sjálfum en fiskunum. Velþóknun ar svipur hennar varð tll þess að hann blóðroðnaði. Henni þótti það skrítið, og hún hló látt, en vingjarnlega um leið og hún fór. , - Þar næst fór Kahóhe með tvo stóra fisika til No Toes og sagði; “Hversu langt er síðan þú hef- ir bragðað svona fisk, No Toes?” “Heill manns aldur”, svaraði hann, og sleikti út um. “Eg er líka svangur”, sagði Kahóhe, gletnislega. Þegar hann hafði gefið tals- vert af fiskinum hinum og öðr- um, hafði hann svo mikið eftir að tæplega var húsrúm í kofan- um hans fyrir það. Kahóhe var alt í einu orðinn nafnfrægur um allar eyjarnar. Hvar sem hann Sargent Pharmacy Sími 23 455 Sargent og Toronto, Winnipeg Þakkar fyrir viðskiftin á liðnu ári og óskar öllum viðskiftavinum sínum GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS NÝÁRS mætti manni var hann stöðvað- ur til þess að svara spurningum. ■ Hann sagði rétt og sat frá öllu.j “Eg fór út fyrir víkina”, sagðij hann, og fiskaði hinu megin við rifið”. “Hvernig gaztu farið svo langt?” spurðu menn. “Langt?” sagði Kahóhe “Hvaða vitleysa, bætti hann við gletnislega. “Eg réri í dögun og kom að skömmu eftir hádegið.” “Hefirðu meiri fisk til skifta?” spurðu menn. “Ekki fyrir aðra fæðu”, svar- aði hann, “Eg hefi svo mikið af matvælum að þau skemmast hjá mér. En á morgun byrja eg að byggja hús.” Hann varð seinni til Tótís en hann hafði ætlað og lofað henni, því hann hafði tafist við það aðj lýsa húsinu, sem hann ætlaði að byggja; það átti að verða geisi- stórt. Þegar hann kom heim til Tótí, kom hún til dyranna; hann heilsaði henni glaðlega og fann auðsjáanlega mikið til sín með! stóra húsið stt í huganum: — Hvort það yrði þó ekki munur fyrir hana Tótí eða að vera í þessum litla kofa. “Hvað hefir komið fyrir þig?” spurði Tótí og ranghvolfdi aug- unum. “þú ert eitthvað breytt- ur!” “Eg er að byrja að verða mað- ur með mönnum”, sagði hann. “Eg er ekki viss um að mér líki þú eins ve.l ef þú breytist mikð”, sagði Tótí. Hann hló, tók hana í fangið og hóf hana á loft. Svo lét hann hana niður á gólfið og sýndi henni skrautskeljarnar. Þær glóðu í tungsljósinu eins og| skærustu perlur. Tótí klappaði saman litlu höndunum: “Hvað skeljarnar eru fallegar!” sagði* hún. “Þú skalt fá mörg hundruð af, þeim” ,sagði hann. “Já, en eg get ekki haft nema eina í einu”, sagði hún. Nýja húsið var stórkostlegt. Það stóð eitt sér þar sem mikið bar á því og það naut sín vel hjá pálmaviðar runninum. Frá því mátti horfa yfir alt þorpið og víkina. Það merkilegasta við þetta hús var það að Kahóhe vann ekkert sjálfur að byggingu þess. Aðrir menn reistu það og bygðu að öllu leyti. Sjálfur gebk Kahóhe fram og aftur og sagði fyrir verkum. Þegar húsið var full- gert, komu allir eyjarskeggjar til þess að dázt að því, og Kah- óhe sagði við Tótí: “Þegar Nukunun og No Toes og aðrir hafa lokið við það að búa til fyrir mig skrautblóma- garð og ávaxtagarð, verð eg orð- in maður með mönnum, og þá giftum við okkur.” Hún stóð beint frammi fyrir honum og sýndist ósköp lítil. Hún snerti brjóstið á honum með fingurgómunum og sagði: “Þú ert að verða feitur, Ka- hóhe,” “Það er gott, eg var of horað- ur áður.” “Mér fellur þú betur eins og þú varst.” “Þú sýnist vera óánægð með alt upp á síðkastið.” Og svo bætti hann þessu við: “Eg hefi verið að hugsa um framtíð okkar; og mér finst stundum að það sé vafamál hvort okkur líði ve! saman.” “Eg er hrædd”, sagði Tótí. “Þú ert heimskingi,” svaraði hann. “Við hvað ættirðu svo sem að vera hrædd?” “Við þig,” svaraði hún. “Farðu heim!” sagði Kahóhe, og var reiður. “Þegar þú talar vitleysu, þá tapa eg allri þolin- mæði.” Tótí starði á hann eitt augna- blik steinþegjandi; höndurnar og varirnar titruðu; svo snéri hún sér frá honum og gékk burt. Kahóhe varð steinhissa. Hann hafði búist við að hún settist niður hjá honum og stríddi hon- um þangað til hann kæmist í betra skap, eins og hún hafði gert svo oft áður þegar illa fiskaðist og hann hafði verið í vondu skapi. Hann hefði kallað á hana að koma aftur ef ekki hefði vilj- að svo til að Mamarik gamli, há- vaxni og holdgranni höfðinginn allra eyjarskeggja kom gang- andi, og við hlið hans gekk hin undurfagra dóttir hans Oaratóa. Köhóhe tók þeim virðulega og sýndi þeim alt húsið. En hann var nógu kurteis til þess að minn- ast ekki á það, að nýja húsið hans var stærra en húsið þeirra. Mamarik sagði að hamingjan hefði verið með honum; svo yfir- gaf hann þau og fór að vitja konu, sem veikst hafði skyndi- lega af því að borða eitraðan fisk. Oanatóa brosti, settist á húströppurnar og sagði: “Þú ert mikill maður, Kahóhe”. Svo hélt hún áfram á þessa leið: “Þeir eru ekki á hverju strái, sem geta tek- ið dauða vél og blásið í hana lífs- anda”. Hann starði framan í hana með óttablandinni lotningu og sagði: “Hver hefir sagt þér þetta?” “Enginn þegir lengi yfir leyndarmáli, þar sem forvitinn kvenmaður á í hlut; sérstaklega ekki þegar annar eins laupur veit það líka eins og hann Notoes. Eg veit meira að segja, hvar þú felur bátinn þinn; eg hefi horft á þig þegar þú varst að fela hann.” Kahóhe horfði á hana og sleikti út um: “Seztu hérna!” sagði hún: “hérna hjá mér.” Hann hlýddi: “Það er ekkert að óttast,” sagði hún: “Jafnvel þótt allir eyjarskeggjar hlýddu á leyndarmál þitt, þá værir þú samt ekki í nokkurri hættu. Við hérna hvorki stelum annara eig- um né eyðileggjum þær.” Kahóhe hafði aldrei dottið þetta í hug; en hann sá að hún hafði rétt að mæla. Honum varð léttara um andardráttinn. Hann tók nú fyrst eftir því hversu elskuleg þessi hefðarstúlka var Að hún skyldi vera svo lítillát að sitja á húströppunum hans, alveg eins og það væri hennar eigið hús. Hann titraði þegar hún kom svona nálægt honum. “Þetta er fallegt hús, sem þú hefir látið byggja,” sagði Oona- toa, og færði sig örlítið nær hon- um, svo að þau snertu hvort ann- að þar sem þau sátu saman og svarta hárið á henni hrundi í lokkum niður á öxlina á honum. “Bráðum eignast þú miklu Frh. á 6. bls. INNILEGAR JÓLA OG NYÁRSÓSKIR TIL VORRA MÖRGU VINA OG VIÐSKIFTAMANNA QHjot’d #íft é>fjop JEWELLERS SELKIRK — MANITOBA INNILEGAR Jóla og Nýárskveðjui til allra vorra viðskiftavina MODERN ELECTRIC Wm. Indriðason, eigandi SELKIRK, MAN.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.