Heimskringla


Heimskringla - 26.09.1951, Qupperneq 2

Heimskringla - 26.09.1951, Qupperneq 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. SEPT. 1951 HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu og fimm ára afmæli hennar 26. september 1951 J. WALTER JOHANNSON PINE FALLS, MANITOBA HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu og fimm ára afmæli hennar 26. september 1951 MAGRET J. BENEDICTSON ANACORTES, WASHINGTON HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu og fimm ára afmæli hennar 26. september 1951 THORSTEINN J. GISLASON Box 367 MORDEN, MAN. Megi “Heimskringla” lifa sem lengst og ætíð vera griðastaður alls þess sem íslenzkt er og gott! HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu og fimm ára afmæli hennar 26. september 1951 O. O. MAGNUSSON WYNYARD, SASK. HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu og fimm ára afmæli hennar 26. september 1951 SALOME HALLDORSON STONEWALL, MAN. NOKKUR ORÐ UM HKR 65 ÁRA Frh. frá 1. bls. í ádeilum Einars. Frímann var ekki að gera sig þar að dómara, sem mil^ilátra er siður. Nei. Hann leggur hugmyndir Einars og sínar jöfnum höndum fram og felur almenningi um að dæma. Honum sé betur trúandi til þess en sjálfum deilu'aðilunum. En hvoru megin sannleiksástin er ríkari, dylst ekki í greinunum. Eftir dauða Gests, tekur Jón Erlendsson Eldon við ritstjórn Hkr. Hann var sonur Erlends alþm. Gottskálkssonar í Garði í Kelduhverfi. Hann var ritstjóri upp til febrúar 1892. En þá stendur svo á, að hér var gefið út rit sem hét Öldin, af ýmsum velunnurum frjálsra skoðana og var það rit nú sameinað Heims- kringlu með Jóni Ólafssyni fyrir ritstjóra. Kom þá Heimskringla út tvisvar í viku. En ekki stóð það lengi þó blaðið væri þá með ágætum vinsælt og eftirsótt. Frá Hkr. er Jón farinn 24. marz 1894, og heldur þá til Chicago og síðar heim til íslands. Er nú á ný hinum vinsæla ritstjóra, Eggert Jóhannssyni falin rit- stjórnin til 1897, en þá verður blaðið gjaldþrota. Kaupa þeir þá prentunaráhöld og blaðið þeir Einar Ólafsson frá Firði í Mjóa- íirði, fyrv. ráðsmaður blaðsins og Björn F. Walters (sonur Jósa- fats Sigvaldasonar á Gili í Svart- árdal). Er Einar ritstjórinn þar til í Marz 1898, en þá kaupir Björn blaðið og er ritstjóri en selur það Baldvin L. Baldvins- syni undir árslokin, sem þá ger- ist eigandi og ritstjóri þess til 24. apríl 1913. Baldvin keypti blaðið, að því er han sjálfur sagði, til þess að hafa þess not í kosningum. Hann var búinn að sækja í fylkiskosn- ingum í Gimli kjördæmi og falla, en ætlaði með Hkr. að ráða bætur á þeim skakkaföllum. Þetta urðu honum heldur ekki von- brigði. Hann náði kosningu strax eftir kaup blaðsins. Hann var í- haldsflokksmaður ákveðinn, en þótti samt svo frjálslyndur rit- stjóri, að eftir honum var haft, að alt sem ritstjórar þyrftu að gera, væri að gera vindauga á vegg skrifstofu blaðanna fyrir menn að kasta greinum í, sem þeir vildu að í blaðið kæmust. Heimskringla hefir ef til vill borið þessa nokkur merki á tíð Baldvins, því í henni kendi oft margra grasa. Þorsteinn Gísla- son kallaði hana mesta rusl blað, sem hann hefði séð, ,en hann kvað hitt geta verið satt, að hún væri vinsæl, því menn gerðu misjafn- ar kröfur til blaða. Þetta getur nú satt verið á stranglega vísu dæmt. En hitt er víst, að Baldvin komst í ónáð hjá íslendingum heima fyrir agentsstarf sitt og honum lágu ekki ávalt vel orð til þeirra í staðinn, sem heima var auðvitað túlkað, sem fúl- menska í garð Fjallkonunnar. En þó sannaðist á, að ef á hlut ís- iands og fslendinga var hér eitt- hvað gert, varð enginn fyr til að svara því en Baldvin. Og fslend- ingum nýkomnum vestur var Baldvin ávalt reiðubúinn að gera allan þann greiða, sem af nokkr- um manni gat verið krafist og fram yfir það. En hin frjálsa blaðastefna Baldvins tók sig þó oft skríti- iega út. Það sem blaðinu barst, hvort sem um vindaugað eða með Before yon buy..ci F Check These Feotures Wlth Those of Any Outboord Motor Ever Built • Far Lighter • Smaller and More Compact • Truly Outboard • Patented Dual Carburetion • Two-Piece Over-All Housing • Finger-tip Control • Weedless Type Propeller • No Shear Pin • Replaceable Bearings and Cylinder Sleeves • Positive Rotary Water Pump • Positive Tilt-Up Lock H.P. Certified at 4,000 R.P.M. See Your Local Dealer or Write PARK • HANNESSON LTD. 55 ARTHUR ST. WINNIPEG 10228 - 98th ST. EDMONTON, ALTA. HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU á sextíu og fimm ára afmæli hennar 26. september 1951 pósti var, þótti ekki gott lesmál, ef á móti íhaldsstfenunni var og stóð þá á sama hvort í bundnu eða óbundnu máli var. Varð eitt sinn mikill gauragangur út af útilok- un kvæðis eftir Stephan G. En óspar var Baldvin á að taka deil- ur á sjálfan sig athugasemda- laust. Um trúmál mátti ekki neitt segja. Sú vitleysa þykir jafnvel en vinsæl og ekki fjarri að vera sjálfsögð hjá kreddutrúarmönn- um, sem halda að á eilífum verði þurfi að standa fyrir illum áhrif- um samborgara sinna á trúar- skoðanir þeirra. Þegar Baldvin varð að hætta við ritstjórn vegna vara-fylkis- ritarastöðunnar, sem hann hlaut, stjórnaði Gunnlaugur Tr. Jóns- son blaðinu fram á haust, en hann hafði verið starfsmaður hjá Baldvin frá 1910. Hann kom að heiman 1908. En að haustinu, selur Baldvin blaðið nýmynduðu félagi, er “Viking Press Ltd.” nefnir sig. Varð séra Rögnvald- ur Pétursson þá ritstjóri blaðsins eitt ár frá nóvember byrjun 1913 til októberloka 1914. En þá tek- ur við séra Magnús J- Skaptason, til marzbyrjunar 1917; Ólafur Tryggvi Jónsson (frá Kolgröf í Skagafirði, Jónssonar) til 13. ág. 1919. En frá þeim tíma og til 25. maí 1921, er Gunnl. Tr. Jónsson aftur ritstjóri. En þá kaupir Björn Pétursson bróðir sr. Rögn- valdar og þeirra bræðra, prent- áhöld blaðsins og verður ritstjóri þess, ásamt Stefáni Einarssyni, næstu tvö árin, en hverfur þá frá því starfi. í febrúar 1924 tekur Sigfús Halldórs frá Höfnum við rit- stjóm, og er við hana þar til á miðju ári 1930, að hann fer heim með gestum á Alþingishátíðina, en kom ekki vestur né að blaðinu gftur. Tekur þá núverandi rit- stjóri á ný við og er ennþá við það starf. Á þessu langa tímabili, som Viking Press Ltd. hefir gefið Heimskringlu út, verður mikil bylting í stefnu hennar, bæði í pólitík og í andlegum málum. Það var enginn draumur fyrir sr. Rögnvaldi, hinum fyrsta rit- stjóra Viking Press félagsins, að gera blaðið þannig úr garði, að til sem mestrar eflingar gæti orðið hér íslenzku menningar- lífi. Undir ritstjórn hans víkkar sjóndeildarhringur blaðsins í þessu efni mjög mikið og það tek- ur nú fasta og ákveðna stefnu í ýsmum málum og gerir að verk- efni sínu, eins og þjóðræknis- málið, viðhald íslenzkukenslu hér vestra og sem öflugastri sam- vinnu við ísland. Ennfremur í trúmálum, eins og á þau er litið af frjálstrúarmönnum. — Verkefni blaðsins verða nú markvissari en nokkru sinni fyr, blaðið fær nýja sál með komu sr. Rögnvalds að því. Þó hann væri ekki nema eitt ár ritstjóri, hafði hann eftir- lit með útkomu blaðsins, sem rit- ari og forseti hluthafa þess, frá því það kom í hendur Viking Press. Hann vissi manna bezt til hvers blaðið var keypt og þar sem um hans málefni var að ræða, sannaðist á honum það sem Ká- inn kvað: Af langri reynslu lært eg þetta hef að láta drottinn ráða meðan eg sef, en þegar eg vaki, þá vil eg sjálf- ur ráða — 1 i S. Bardal Lld. (Stofnað 1894) FUNERAL DIRECTORS Sími 27 325 843 Sherbrook St. WINNIPEG - MANITOBA óska HEIMSKRINGLU, elzta íslenzka fréttablaðinu í landinu, allra heilla á sextugasta og fimta afmæli hennar. A. S. BARDAL, President PAUL BARDAL, Manager Jl

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.