Heimskringla - 26.09.1951, Síða 4

Heimskringla - 26.09.1951, Síða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. SEPT. 1951 Heimskrittgla (StotnuO 18U) Ssmai út á hverjum miflvtlcudegt Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargervt Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 VerO blaöslns er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirlram. AUar borganir sendisrt: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaOinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Ufanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Ma-nager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 26. SEPT. 1951 Um tilgang blaða Jafnframt því að Heimskringla er nú 65 ára, og að núverandi ritstjóri hennar hefir verið einn og sami maðurinn s. 1. 25 ár, væri ekki óviðeigandi, að heyra, hverjum augum hann liti á tilgang blaða, og í hvaða átt honum hafi verið hugleiknast, að stefna blaðsins beindist, sem hann hefir svo lengi starfað við. Eins og allir vita, eru til mörg góð blöð, en einnig nokkur, sem misjöfn mega heita, ef ekki óalandi og óferjandi. íslenzk blöð mega ef til vill blessunarlega teljast af betra taeinu. Þau hafa þrátt fyrir þreytandi persónulegar deilur oft, verið hreinni og gert sér far um að hafa betri áhrif á lesendur, en erlend blöð mörg gera. Fornbókmentir fslendinga báru þar og bera enn bjartan ægis- hjálm yfir samtíðarbókmentir sínar. En þrátt fyrir þá fyrirmynd, sem í þeim felst, mun nú margur er íslenzka bók eða blað tekur upp oft efins orðinn um, að þetta boðorð sé haldið eins vel og áður. Hvort sem smitun af erlendri spillingu í blaðamensku er um að kenna, eða einhverju öðru, er munurinn orðinn all-glöggur á eldri og seinni tíðar bókmentastarfi þeirra. Erlendis á það sér stað, að blöð virðast ekki skeyta neitt um áhrif sín á þjóðfélagið, eða almenning. Blöð hins nýlátna Hearsts, tóku upp á ýmsu nýju í blaðamensku, eins og að gera stærsta hluta eða deild blaðsins að ófrýnilegu skrípablaði. Og þegar nýja bragðið fór af því, þá að flytja myndir og sögur af hrottalegustu glæpum, á svo framan hátt, sem Guðspjall væri. Það hefir sýnt sig, að bæir, eða héruð, sem slíkri blaðamensku hafa verið háð, hafa orðið vermireitir bófa og spillingar. Guð varðveiti íslenzkar bókmentir og blöð frá öðru eins. Hvert er verkefni blaða hvaða tegundar sem eru? Réttilega eiga blöð að vera biblía lesenda sinna. Þau eiga að flytja fréttir og fróðleik af því, sem til góðs má verða, en ekki til ills eða spillingar. Það er nú auðvitað hægra að kenna heilræðin en halda þau og biblíum hefir jafnvel stundum skeikað. En hvað sem um það er, halda þær oftast fegurðinni að mönnum og góðum eftir- dæmum. Það er undarlegt hvað lítið virðist hafa verið gert úr bók- mentalegri fegurð þeirra. Þó mun sanni nær að engar bækur jafnist þar á við þær, hjá hvaða þjóð sem um er að ræða. Og það er sízt óeðlilegt. Biblíurnar eru upphaf bókmenta hjá flestum þjóðum í heiminum. Það fyrsta sem er skrifað, mun oftast vera trúarlegs efnis. Eddurnar íslenzku og eddur eða biblíur allra þjóða, eru elztu og vönduðustu og mest endur-hugsuðu ritin, sem hjá þeim er ið finna. Hefir t. d. það ekki vakið eftirtekt flestra, fegurðin í orð- um og hugsunum í því, er prestar vo,-ir oft lesa úr biblíunni, við hinstu kveðjur og annað því um líkt? Þar er um þá fegurð hugsana oft að ræða, sem hvergi eða óvíða á sér stað. Blöð geta því margt lakara tekið sér til fyrirmyndar en biblíur, þó ýmislegt megi jafn- framt að þeim finna. Og hafi þau ekki hin hærri markmið mann- legs anda fyrir sér, geta þau naumast þroskað þjóðfélag sitt eins og vænst er til af þeim. Það er í þessum skilningi, sem vér eigum við að blöð eigi að vera innan síns verkahrings auðvitað biblía lesenda sinna. Við trúarbrögðin, sem hér er átt, er aðeins um þau að ræða, sem fgeurð og skynsemi mannsins þroska. Og það gera trúarbrögð ís- lendinga hér vestra, þó ekki virðist svo eiga að vera í grein, er Lax- ness reit um Stephan G. látinn, þar sem hann vill ekki láta trúar getið í sambandi við neitt fagurt og skynsamt. Það virðist geta orðið álitamál, að slík bókleg gagnrýni sé ábyggileg. ▲ A A Mál þau sem upp koma í þjóðfélaginu, eru oft svo flókin og illa hugsuð, að úr þeim er ekki ávalt leikur fyrir blöð að greiða. Hafa menn t. d. enn skilið hvor réttara hefir fyrir sér, sá sem heldur fram, að öll velferð manna velti á auði og einstaklings auðsöfnun, eða hinn sem segir að slíkt sé ekki sígilt, sé óvaranlegt og því fánýtt borið saman við það, sem raunhæf hugsjón hefir í sér fólgið og sem þroski mannsandans einn velti á. f þessu er fólgið mikið af öllu því, sem þjóðfélagsleg barátta er kallað — um víðan heim. Með öðrum orðum: einn segir þessa stefnu góða, annar hina. En svo að maður haldi sér við aðalefnið, hvort auður sé einhlítur til vaxtar mannkyninu og hann beri að dýrka í þeirri mynd, sem gert sé í lýðræðisríkjum, en lofa hugsjónunum að sigla sinn sjó, eða með öðrum orðum að myrða andan, en seðja holdið, eins og prestárnir segja, vildi eg ráðleggja hverjum sem um þetta mál hugsar að kynna sér, eða lesa einn þátt í fornsögunum íslenzku, þáttinn af Þorvaldi víðförla. Hann kemur svo skemtilega inn á þetta svið, sem hér hefir verið áminst, að athygli flestra hlýtur að vekja, er hann lesa. Hann er á þessa leið: ----“Þriði sonur Eilífs arnar hét Koðrán, er bjó at Giljá í Vatnsdal. Hann var auðigr maðr. Kona hans hét Járngerðr. Sonr þeira hét Ormr, en annarr Þorvaldr. Koðrán unni mikit Ormi, syni sínum, en Þorvaldi lítit eða ekki. Var honum haldit til vinnu, þegar hann mátti sér nokkut. Hann var klæddr lítt ok gerr í hvívetna hornungr bróður síns. Hann þjónaði í húsi föður síns, þat er hann var tilskipaðr, með öllum góðvilja. Þann tíma bjó Þórdís spákona út á Skagaströnd, þar sem heitir at Spákonufelli. Á einu sumri þá hún heimboð at Koðráni at Giljá, því at hann var vinr hennar. En er Þórdís var að veizlunni, ok hon sá, hverr munr var gerr j þeirra bræðra, þá mælti hon til Koðráns: “Þat legg ek til ráðs með T0 A MllllON CANADIANS FYRSTI BANKI CANADA Mm Frá kynslóð lil kynslóðar, hafa íbúar Canada sett traust sitt á Bank of Montreal. í dag er meira en milljón og hálf manna og kvenna frá hafi til hafs, sem nefna B of M “MY BANK”. Bank of Montreal SAMVINNANDI CANADA BOENDUM I HVAÐA STÖÐU SEM ER SIÐAN 1817 ,1 þér, at þú sýnir meira manndóm héðan af Þorvaldi, syni þínum, en þú hefir gert hér til, því at ek sé það með sannendum, at fyrir margra hluta sakar mun hann verða ágætari en allir aðrir þínir frændr. En ef þú hefir litla elsku á honum, at sinni, þá fá þú honum kaupeyri ok lát hann lausan, ef nokkur verður til at I sjá um með honum, meðan hann er ungr.” Koðrán sá at hún talaði slíkt af góðvilja ok sagðist víst mundi fá honum nökkut silfr. Lét hann þá fram einn sjóð og sýndi henni. Þórdís leit á silfrið ok mælti: . “Ekki skal hann hafa þetta fé, því at þetta fé hefir þú tekit með afli ok ofrki af mönnum í sakeyri.” Hann bar þá fram annan sjóð- inn ok bað hana þar á líta. Hún gerði svá ok mælti síðan: “Ekki tek ek þetta fé fyrir hans hönd.” Koðrán spyrr: “Hvat finnur þú þessu silfri?” Þórdís svarar: “Þessa penn- inga hefir þú saman dregit fyrir ágirndar sakar í landsskyldum ok fjárleigum meirum en rétt- ligt er. Fyrir því heyrir slíkt fé þeim manni eigi til meðferðar, er bæði mun verða réttlátr ok mildr.” Síðan sýndi Koðrán henni digran fésjóð ok var fullr af silfri. Vá Þórdís þar af þrjár merkr til handa Þorvaldi, en fekk Koðráni aftr þat, er meira var. Þá mælti Koðrán: “Fyrir hví vildir þú taka heldr af þessum penningum fyrir hönd sonar míns en af hinum, sem eg færða þér fyrr?” Hún svarar: “Því at þú hefir at þessum vel komist, er þú hefir tekit í arf eftir föður þinn.” Þorvaldur fer með Þórdísi heim að Spákonufelli og þroskaðist skjótt. Nokkru síðar fór hann úr landi að ráði Þórdísar. Varð hann merkilegur maður og hinn fyrsti maður er boðaði íslend- ingum kristni. Eg hefi oft minst þessa álits Þórdísar á sjóðum Koðráns, þeg- ar eg hefi heyrt menn tala um kosti og lesti stefna í þjóðfélag- inu, eins og kapitalisma Banda- ríkjanna, sósíalisma Rússlands eða jafnaðarmanna stefnu Breta- stjórnar. Það mætti búast við að stefnur sem þessar væru á því viti bygðar, að almenningur gæti sér að skaðlausu hagað sér eftir þeim í einlægri trú um, að með því væri það bezta gert sem hægt væri. En forráðamenn þessara stefna skilja ekki verðmæti auðs- ins á annan hátt en Koðrán gerði og úr því hann þjónaði honum, væri alt gott og blessað. En langt fram yfir slíkt, met eg af- stöðu Þórdísar á Spákonufelli. Engir forráðamenn þessara stefna sem efst eru á baugi í heiminum, hafa þekkingu hennar í meðferð auðsins. Og eg undan- tek ekki þá skoðun hennar held- ur, að auðurinn sé ekki ávalt gæfuvegur “frændanna”, sem hann endanlega lendir til, né að á honum hvíli andlegur varanlegur þroski mannkyninu til handa, nema því að eins, að einhver framsýn og óeigingjörn spákona eins og Þórdís, komi til sögunn- ar. Að mínu leyti mundi eg hvort sem eg á lengur eða skemur nokk- ur ráð á því, hver stefna Heims- kringlu er, kjósa að hún mótaðist meira af framvísi Þórdísar, en nokkru öðru. Jæja, þannig hugsar nú Heimskringla til framtíðarinnar. Menn kunna að draga það af erf- iðleikunum, sem íslenzk blöð horfast í augu við, vegna ríkj- andi dýrtíðar, að þau eigi ekki langt eftir. En Heimskringla hefir ævinlega orðið þess vör, að þegar að kreppir, hefir hana ekki brostið hjálp vina sinna. Þetta blað ber þess drengskapar mikil merki og ber það að þakka. Sú aðstoð kemur manni til að trúa á það, að Heimskringla eigi eftir að ná 100 ára aldri. Hún er að vísu smærri í vöfum, en útgefend- unum gott þykir. En á það ber «ð líta, að á kleifustu leiðina, er með því stefnt, og Jíklegustu til áframhalds. Ef það takmarkaða pláss blaðsins, er vel notað, næg- ir það að ótrúlegu leyti þörfinni, 'um fréttir bæði héðan fyrir sögu okkar í framtíð og um það sem okkur er kærast að heyra að heiman. MMMS7 BETEL í erfðaskrám yðar oðoosociseosðeeaoosoecciocos Heillaóskir tii Heimskringlu Á SEXTIU OG FIMM ÁRA AFMÆLI HENNAR ÁRNAÐARÓSKIR! 1 tilefni af 65 ára afmaelis HEIMS- KRINGLU flytur LÖGBERG henni og þeim sem að henni standa, ámað- aróskir sínar, með þökk fyrir það sem vel hefir verið unnið og ósk um gengi og gæfu í framtíðinni. Virðingarfylst, THE COLUMBIA PRESS LTD. Útgefendur “Lögbergs” < i 26. september 1951 Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi PHILIP M. PÉTURSSON, forseti J. J. BILDFELL, skrifari i I- I I SKAPTI REYKDAL 700 Somerset Building — Phone 925 547 Branch Office — 7th Floor Somerset Bldg., Winnipcg, Man. E. W. McDONALD, C.L.U., Branch Manager (Greater Winnipeg & Eastern Manitoba)

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.