Heimskringla - 26.09.1951, Blaðsíða 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 26. SEPT. 1951
Vér óskum ÍÖeúusferinglu til
hamingju á sextíu og fimm
ára afmæli hennar
Hennar djarfa framkoma og stöðuga stefna
til viðhalds íslenzku máli, og hjálp til að tengja
vinabönd við fsland er oss gleðiefni.
Vér þökkum henni fyrir víðsýni og frjálslyndi
í trúmála skoðunum, og þann styrk er hún hefir
veitt vorum félagsskap.
Hið sameinaða kirkjufélag Islendinga
í Norður Ameríku
^ IT S .
OVEN-TESTED
FOR EVERY
BAKINC
i NEED
ASK YOUR
DEALER FOR
FIVE ROSES
ALLPURPDSE FLOUR
Hvíta vofan
AMERÍSK FRÁSAGA
“Eg má til að komast fyrir það, hvort hann
hefir drýgt þennan glæp. í mínum augum vegur
sá glæpur meira, heldur en allar aðrar yfirsjónir
hans saman lagðar, hversu langur sem listin er.
Ef eg væri viss um, að hann hefði úthellt blóði
hans, þá skyldi eg hefna þess með því, að reka
sjálfur rýtinginn í hjarta hans.”
Þegar faðir Eustace hafði hitt Adrienne
aftur úti í garðinum, og talað við hana, eins og
skýrt er frá reið hann af stað heim á leið.
Adrienne var kjarkgóð að eðlisfari. Hún
þerraði tárin af augum sér, herti hugann og
lagði af stað heim að kofa gömlu hjónanna, til
þess að sjá hvað Eady hefðist að, áður en hún
færi sjálf að gera tilraun til þess, að kanna hinn
forboðna hluta hússins.
Gamla konan var önnum kafin í eldhúsinu,
og söng hástöfum einhverja mjög raunalega
vísu. Adrienne komst að bakdyrum hússins, án
þess Eady yrði hennar vör. Pierre var við vinnu
sína í matjurtargarðinum, og leit varla upp, þeg
ar Adrienne gekk fram hjá honum. Þegar hún
var komin inn úr dyrunum, skundaði hún sem
skjótast að stiganum. Og án þess að nema stað-
ar eða hugsa um afleiðingarnar, hljóp hún upp
stigann og var á svipstundu komin að dyrum
þeim, sem Eady hafði neitað að ljúka upp dag-
inn áður. Þegar hún reyndi að ljúka þeim upp,
fann hún að þær voru læstar, en er hún litaðist
um, sá hún að lykill hékk á nagla rétt hjá dyr-
unum.
Hún tók lykilinn með hálfum huga og stakk
honum í skrána, og nú gat hún auðveldlega opn-
að dyrnar. En er hún kom inn, varð fyrir henni
annar stigi, og þegar hún hafði farið upp þann
stiga, kom hún í lítið framherbergi, er nokkrir
kassar og koffort voru í. Það leit því út fyrir,
að Eady hefði sagt satt, að uppi væru aðeins
ruslakompur. En Adrienne þóttist sannfærð um
að í stóra herberginu við framhlið hússins væri
leyndardómur sá geymdur, er 'hún var að graf-
ast fyrir.
Hún stóð litla stund kyr, og hlustaði eftir
því, hvort Eady kæmi ekki á eftir henni, því
að hún vildi ógjarnan, að komið væri að sér í
þessum í heimullega leiðangri. Meðan hún stóð
þannig, heyrði hún eitthvað hljóð úr innra her-
berginu, er gerði hana bæði forviða og hrædda.
Og svo heyrði hún veika og óþýða rödd, er
blaðraði eitthvað í sífellu, eitthvað, sem henni
virtist líkast botnlausu barnamasi.
Hvaða uppgötvun var hún að gera? Átti
hún að halda áfram, eða átti hún að snúa við
aftur, áður en hjín bakaði sér æfinlegan fjand-
skap afa síns. Henni fannst hún eiga ómögulegt
með að snúa aftur, úr því svona var komið, og
þess vegna herti hún upp hugann, skundaði að
dyrunum og lagði höndina á hurðarhúninn. Hún
lauk hurðinni upp í hálfa gátt, hægt og gætilega
svo að hún gæti séð herbergið og hinn kynlega
íbúa þess.
í herberginu voru skrautleg húsgögn, og á
framhliðinni voru stórir þakskotsgluggar, svo
að birta var nægileg þar inni.
Undir einum glugganum var pallur, stór um
sig og hér um bil alin á hæð, klæddur dýrindis
ábreiðum. Á pallinum var stór brúðustóll, er á
voru skorin skjaldarmerki Frakkakonungs, og
á hásætishimininn, er var yfir stólnum, var
mynduð kóróna og veldissproti.
Á einum veggnum var stórt olíumálverk af
brúðkaupi Lúðvíks sextánda og Maríu Antoin-
ettu, og hið ógeðslega hugsmíðaafl málarans
lýsti sér í óskýrum þokumyndum, er þöktu allt
málverkið—bak við aðalmyndirnar — þokumynd
um, er voru loftkenndar eins og vofur, og áttu
að sýna hin sorglegu afdrif þessara konungs-
hjóna. Fyrir gluggunum hengu þykk glugga-
tjöld úr rauðu damasti, og voru skjaldarmerki
Frakklands saumuð í þau. Og tjöldin kringum
hásætispallinn voru einnig skrýdd þessum sömu
merkjum um tign mannaumingja þess, er sat á
brúðarstólnum.
Nábleikur vesalingur, þrútinn í andliti og
afturkreistulegur, og með greinileg fábjána-
merki, sat í hnipri á stólnum, og lék sér að
barnaglingri. Hann var skrautklæddur mjög,
og á höfðinu hafði hann gylltan hring með gim-
steinastælingum ,er voru í sömu röð eins og
gimsteinarnir höfðu verið í kórónu Bourbon-
anna á frægðarárum þeirra.
Að lítilli stundu lidinni fleygði hann frá
sér leikföngum þeim, er hann hafði verið að
leika sér við, og mælti gremjulega og mjög óða-
mála:
“Hvar er la marquise? Blökkukonan mín,
þrællinn minn kemur ekki. Hvernig stendur á
því, að ríkiskanslarinn minn kemur ekki? Eg
er svo svangur. Eg hefi ekki fengið morgunmat-
inn enn þá. Ó, eg er s-v-a-n-g-u-r í”
Þessi síðustu orð æpti hann eins og óþol-
inmóður krakki, og þegar hann leit til dyranna,
kom hann auga á Adrienne, er var náföl og for-
viða. Hann varð fyrst reiðulegur á svipinn, en
svo varð hann auðsæilega hræddur. Hann gaf
Adrienne samt bendingu um, að koma nær sér,
og tautaði í hálfum hljóðum:
“Hver er þessi föla stúlka? Er það vofa?
—Nei nei— falleg—of falleg til þess. Komið
þér hingað, og lofið mér að snerta yðúr. Eg
þreifa á öllum, sem koma nálægt mér. Hvern-
ig ætti eg annars að geta verið viss um það,
hvort þeir eru í raun og veru mennsHjr menn—
ef eg snerti þá ekki? Komið hingað, segi eg.
Enginn dirfist að andmæla mér hérna í húsinu
—eða er eg máske ekki konungurinn? Sko, —
þarna og þarna eru merkin um tign mína”. Hann
benti á kórónuna og veldissprotann, sem hásæt-
ishimininn var prýddur með.
Adrienne reikaði eins og í draumi inn til
hans, og lét hann taka í höndina á sér, en kippti
henni þegar að sér aftur, eins og henni stæði
stuggur af þessum vesaling.
“Hver eruð þér, og hvers vegna eruð þér
lokaður hér inni?” spurði hún.
“Hefi eg ekki þegar sagt yður það?” svar-
aði hann kjökrandi. “Er eg ekki kongur? Eg er
Lúðvík Frakkakonungur, og þetta er hásætis-
salurinn minn. Fallegur, eða er ekki svo? Stór,
eða er ekki svo? Hver hefir meira skraut í
kringum sig, heldur en eg? Enginn, ímynda eg
mér, eða er eg ekki konungurinn?”
“Hvaða dauðans bull er þetta?” mælti Ad-
rienne. “Fábjáni, sem hafður er í haldi, ímynd
ar sér, að hann sé konungur yfir stóru ríki! Eg
spyr yður aftur, hver eruð þér, og hver hefir
sett yður hér meðal þessara smánarlegu merkja
um konunglega tign?”
Hann varð auðsæilega reiður og mælti:
“Það er bezt að þér farið burt, ef þér efizt
um rétt minn til þessara merkja. Ríkiskanslar-
inn minn skal koma yður á aðra betri skoðun.
Eg skal segja honum, hvernig þér hafið komið
fram við mig, þegar hann kemur. Já— eg skal
sannarlega segja honum það.”
‘Tlver er ríkiskanslarinn yðar, og hvenær
kemur hann til yðar?”
“Ó, það er stór og mikill maður. Hann kem-
ur á hverjum degi með morgunmatinn minn. En
hann kemur nokkuð seint núna, þykir mér, og
eg er svangur—svangur — SVANGUR!”
Hann tók aftur að grenja svo ámátlega, að
bergmálaði í herberginu. En hann hætti því
fljótlega og mælti:
“Heyrið þér, nú kemur hann, og þá skal
eg sjá, hvað hann verður óttalega reiður við
yður fyrir það, að þér skylduð koma hingað og
móðga mig.”
Adrienne heyrði nú einnig fótatak í neðri
stiganum, og varð sem höggdofa af ótta. Henni
datt fyrst í hug,/ að flýja fram í framherbergið,
og fela sig bak við einhvern kassan þar, en það
var svo að sjá, sem konungsnefnan gizkaði á,
hvað hún hefði í huga, því hann sagði:
“Það er ekki til neins fyrir yður að hlaupa
burt, því að eg segi honum hvort sem er frá því,
að þér hafið komið hingað. Þérverðið að koma
aftur, því að þér eruð það eina fallega, sem eg
hefi séð, síðan þeir gerðu mig að konungi. Já,
þér eruð ung og falleg og mér geðjast vel að því
að sjá yður hérna hjá mér.”
Adrienne sá nú að hún var nauðbeygð til að
bíða og taka afleiðingarnar af verknaði sinum,
hverjar sem þær yrðu.
Hún heyrði Lecour bölva og ragna, er hann
sá að dyrnar voru ólæstar. Hann hljóp upp.efri
stigann, og Eady á eftir honum með bakka á
höfðinu. Og svo kom hann æðandi inn í herberg
ið, náfölur af bræði. Hann var í rauðri kápu, út-
saumaðri með gulli, og hélt á kanslara-embættis
sprota í hendinni. Hann hneigði sig þrívegis
frammi fyrir hásætinu, og gat fyrst í stað engu
orði upp komið fyrir reiði.
“Afsakið, yðar hátign”, mælti hann svo, “en
eg ber enga ábyrgð á þessari ósvífni. Þessi unga
kvenpersóna hefir gert sig seka um stórkostlegt
ofbedisverk, með því að fara inn í þennan
hluta hússins án míns leyfis. Eg skal sjálfur
gera út um það við hana, og koma í veg fyrir,
að slíkt geti átt sér stað framvegis.”
Hann gaf Adrienne bendingu um að fara,
og hún hefði orðið því fegnust, en prinsinn
kom í veg fyrir það.
“Látið þér hana vera hérna, hágöfugi herra,
úr því að hún er komin hingað. Eg er ekkert
hryggur af því að hún kom—þvert á móti. Lát-
ið hana koma hingað á hverjum degi, og þá skal
eg vera góður. Eg skal ekki gera yður neina
fyrirhöfn, ef þér viljið láta þessa fallegu stúlku
hjálpa mér. f staðinn fyrir svörtu markgreifa-
frúna mína. Hún bakar ágætar kökur, en hún
er ljót—ljót, og mér geðjast svo vel að því sem
fallegt er. Ef eg er konungur, þá skal þetta vera
svona, já, já, það skal vera svo.”
Lecour sneri sér snögglega við, leit á Ad-
rienne og mælti reiður mjög:
“Þetta það, sem þér hafið haft upp úr
því, að vera að njósna. Hér eftir verðið þér að
álíta yður skylduga til að þjóna honum, því að
nú eruð þér engu síður ambátt hans en mín”.
I