Alþýðublaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 11
Glæsilegt met í 400 m. bringusundi SUNDMEISTARAMÓT íslands Iiófst í sundhöll Hafnarfjarðar í fyrrakvöld_ Erlingur Pálsson, formaður Sundsambands Is- lands setti mótið með ræðu. Dynamo lék sér að Fram 9:0 DYNAMO-MOSKVA hverfur , Ihéðan, ekki aðeins ósigrað, en 1 einnig án þess að það tækist að skora hjá því, svo mikið sem I eitt mark, hvað þá meira. Þrir j — sex — níu=18 mörk 1 þrem ! leikjum, talar sínu máli en seg ir þó ekki nema hálfan sann- leika um þann reginmun, sem er á lei'kgetu gestanna og heimamanna. Það mun vart leika á tveim tungum, að lið þetta er eitthvert það allra snjallasta, sem sótt hefur okk- Ur heim og leikið hér. Vonandi hefur heimsókn þessi uppröf- andi' áhrif á leikmenn vora; en ekki öiugt, þrátt fyrir ósigur- inn, og verður þeim hvatning til aukinna dáða og góð námskeið i kvöld Frjálsíþróttanámskeið KR heldur áfram á íþrótta svæði félagsins í Kapla- skjóli í kvöld kl. 8. Aðal- kennari námskeiðsins er Guðmundur Þorsteinsson hinn efnilegi hlaupari Ak- ureyringa. nmwwwtwwwwwtwM' kennslustund í listum knatt- spyrnunnar, því þó rússarmr séu leiknir, hver á sína vísu, eru þeir þó ekkj nema menn, os það sem þeir geta lært að því er til knattspyrnunnar tek ur, ættu vorir menn ekki síður að geta numið, ef ástundun og elja er fyrir hendi. En nóg um það, að sinni'. FYRRI HÁLFLEIKUR 5:0. Það var augljóst, að leikur- inn við Fram, síðasti leikur rúss anna, var erfiðisminnstur, þess ara þriggja leikja. Og er á leið var oft á tíðum um hreinan sýningarleik að ræða, af þeirra hálfu. Það liðu tíu mínútur þar til fyrsta markið kom af þessum níu, sem rússarnir skor uðu a]ls í leiknum. Það var v. útherji'nn, sem skoraði með hörkuskoti. Annars bar þessi mörk að, eins og í hinum likj- unum, ýmist með hörðum lang skotum úr 20—25 stika færi, eða leikið var alveg inn á mark tei'g og knettinum velt inn. Fjórum mínútum eftir fýrsta markið, kom nr. 2 úr föstu skoti, sem Geir markvörður héllt ekki, en hann stóð sig ann ars furðu vel, miðað við allar aðstæður, h* innherjinn fylgdi fast á efti'r, náði knettinum og Frá viðbragði í 400 m. bringusundi. Einar Krist- insson er lengst til vinstri. (Ljósm.: J. Vlberg). WTOMTOtWWWWWVWTOll renndi honum yfir Geir liggj- andi á marklínu. Síðan liðu um 20 mínútur .þangað til þriðja markið kom, á þeim tíma áttu Frammarar nokkur upphlaup, fram úr Sigurði og var barátta komu skotum á markið, sem Framhald á 14. síðu. Fyrsta greinin var 100 m. j skriðsund karla og þar kepptu m.a. Guðmundur Gíslason og I Pétur Kristjánsson. Guðmund- ur vann yfirburðasigur eftir mjög vel útfært sund og jafn- aði sitt eigið met, 58,2 sek. Pét- ur var í daufara lagi. GLÆSILEGT SUND. Næsta grein mótsins og jafn- framt sú skemmtilegasta var 400 m. bringusund karla. Kepp endur voru fimm og syntu í tveim riðlum. í þeim fyrri syntu Valgarð Egilsson og Guð- mundur Samúelsson. Keppni þeirra var jöfn og spennandi, en Guðmundur vann þó örugg- Drengja- meistaramót ÁKVEÐIÐ er að Drengja- meistaramót Reykjavíkur fari fram dagana 13. og 14. júní næstkomandi. Keppnisgreinar eru sam- kvæmt reglugerð eftirfarandi: Fyrri dagur: 110 m. grinda- hlaup, 100 m., 400 m., 1500 m. hlaup og 4x100 m. boðhlaup, kúluvarp, kringlukast, hástökk og langstökk. Seinni dagur: 200 m. grinda- hlaup, 200 m. og 800 m. hlaup, 1000 m. boðhlaup, spjótkast, sleggjukast, þrístökk og stang- arstökk. Sami drengur má aðeins taka þátt í þremur grienum, auk boð hlaups, hvorn dag fyrir sig. — Glímufélagi'nu Ármanni hefur verið faiin framkvæmd móts- ins an sigur. — Aðalkeppnin var í síðari riðlinum milli Einars Kristinssonar og Sigurðar Sig- urðssonar, sem marga hi]di hafa háð undanfarið. Sigurður tók strax forystuna og fór mjög geyst, en Einar var aldrei langt í burtu. Millitímar voru frá bærir á 100 m. Sigurður 1.22,0, Einar 1.24,0. 200 m. Sigurður 2.50,0, Einar 2.52,5. Þegar ca. 125 m. voru eftir fór Einar þeirra geysihörð, en Einar vann nokkuð öruggan sigur á nýju ísl. meti, 5.47,0. Sigurður var einnig undir gamla metinu á 5.48,6, en met Sigurðar Þing- eyings frá 1949 var 5.51,3 min. Sund Einars var mjög glæsi- lega útfært. ' i MET BAKSÚNDI. Guðmundur Gíslason setti met í 200 m. baksundi og synti prýðisvel, tími hans var 2.28,1, en gamla met hans var 2.33,7. — Ágústa sigraði með miklum vfirburðum í 100 m. baksundi og Hrafnhildur í 200 m. bringu sundi. Þorsteinn Ingólfsson var beztur í unglingasundunum eins og verið hefur í vetur. ÚRSLIT: 100 m. skriðsund karla: Guðm. Gíslason, SRR, 58,2 (metjöfnun) Pétur Kristjánsson, SRR, 1:03,5 Siggeir Siggeirsson, SRR, 1:07,7 400 m. bringusund karla: Einar Kristjánsson, SRR, 5:47,0 (me-t) Sigufður Sigurðsson, ÍA, 5:48,6 Guðm. Samúelsosn, ÍA, 5:59;^ Valgarð Egilsson, HSÞ, 5:59,6 200 m. baksund karal: Guðm. Gíslason, SRR, 2:28,1 (met) 100 m. baksund kvenna: Ágústa Þorsteinsd., SRR, 1:23,0 Ólöf Þorvaldsdóttir, ÍA, 1:41,3 Auður Sigurbj.d., ÍBH, 1:48,7 200 m. bringusund kvenna: Hrafnh. Guðm.d., SRR, 3:04,5 Sigrún Sigurðard., ÍBH, 3:12,3 Ásta Pálsdóttir, SRA, 3:31,3 100 m. skriðsund drengja: ,Þorst. Ingólfsson, SRR, 1:05,0 Jóhannes Atlason, SRR, 1:10,3 Eyjólfur Friðgeirss., SRA, 1:10,9 j 50 m. bringusund telpna: , Sigrún Sigurðard., ÍBH, 41,5 l Ólöf Björnsdóttir, UMFB, 43,7 Sigrún Jóhannsdóttir, ÍA, 44,9 100 m. bringusund drengja: Þorst. Ingólfsson, SRR, 1:22,5 j Grétar Þorleifsson, ÍBH, 1:25,4 Það var oft líf í tuskunum við mark Fram. Þarna tókst Geir mark- | verði Fram að bjarga með yfirslætti,' en hann stóð sig mjög vel í leiknum. (Ljósm.: Sv. Þormóðsson). Sig. Ingólfsson, SRR, 1:26,0 3x50 m. þrísund drengja: A-sveit SRR, 1:53,8 Sveit ÍBH, 2:03,0 3x50 m. þrísund kvenna: Sveit SRR, 1:55,6 Sveit ÍBH, 2:06,0 Sveit ÍBK, 2:13,3 4x100 m. fjórsund karla: A-sveit SRR, 4:54,0 B-sveit SRR, 5:44,8 ? AlþýSublaðiS — 10. júní 1960 JJ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.