Alþýðublaðið - 10.06.1960, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 10.06.1960, Qupperneq 15
„Viltu, að ég reyni að leika á Humffrey . . . . “ »Ja.“ Stóri maðurinn þagði. „Það er ekki nauðsynlegt, Abe. Ég get séð um þetta allt. En það verður áhrifameira, ef þú gerir það. Morðið var fram- ið í þínu umdæmi. Þú ert sá, sem hefði átt að finna þetta.“ „Hvar?“ „Það segir þú honum ekki. Hann spyr sennilega ekki held ur. Það ætti að vera nóg fyrir - hann að sjá það til að hlaupa. Ég verð hérna líka.“ „Heyrðu nú Dick, þetta verður erfitt,“ sagði lögreglu- foringinn dræmt. „Við skul- um segja sem svo að Humf- frey hafi skilið eftir handar- far á koddaverinu og rétt tek- izt að losa sig við það áður en við komum. En hvemig losaði hann sig við það? Hann hlýtur að hafa brennt bað eða skor- ið það í stykki og hent því niður um skolpræsið. Humf- frey hlýtur að vita, að hann losaði sig við það. Hvernig stendur á því, að það er heilt á ný, ef hann skar það niður?“ : Abe Pearl hristi höfuðið. „Þetta gengur aldrei. Hann . veit, að við erum ekki að leika á hann.“ ..Það held ég ekki, Abe.“ Lögregluforinginn var hinn rólegasti. ,,Ég var ykkur Mer- rick ekki sammála, þó að ég vildi ekki vera að tala um það þá. Það er fremur ólíklegt. að Humffrey hafi brennt kodda- verið. Það var miög heitt í veðri og það hefði verið á- hættusamt fyrir h3nn að kveikia upp — það er ekkert sennilegra en að einhver hafi veitt því eftirtekt Jessie, Wicks læknir eða einhver af þjónustufólkinu og talað svo um það vað lögregluna aðeins vegna þess, að þetta var svo ólíkur tími til að kvekja upp á.“ „Og hann þurfti ekki að skera það í smátætlur. Efnið er svo fínt. að b»ð er hægt að gera smákúlu úr koddaverinu. Hann hefði getað sturtað því niður í heilu lagi. Maður. sem hefur drepið barn og bíður eftir að lögreglan komi — það skiptir engu máli, hvað bað er, sem rennur um æðar hans í stað blóðs — hann hugsar ekki um annað en að losa sig við koddaverið sem fvrst og á sem fljótlegasta hátt.“ „Ég neita bví ekki að þetta er áhætta, Abe. En ég er samt viss um. að áhættan er ekki okkar megin.“ Hann yppti öxlum. ,.Ef þú vilt helzt vera laus við þetta allt . . . . “ „Láttu ekki eins og fífl, Dick. það er ekki það.“ Abe Pearl var hugsi. „Það er það, Abe,“ sagði Beck blíðlega. „Þú ert að hugsa um mig.“ ..Hevrðu mig nú, Becky.“ kallaði maður hennar, „vertu ekki að nöldra þetta!“ „Eða kannski er ég að dást Ellery Queen að þér fyrir það sem þú átt ekki til, kannski ertu bara að hugsa um stöðu þína og þig!“ „Becky—“ þrumaði hann. „Það sem að er, vinur minn, er, að þú hefur haft það of gott hérna í Taugus. Þetta er þægileg, róleg vinna og þú ert orðinn latur og feitur.“ „Viltu hætta að skipta þér af því, sem þérkemur ekki við, Becky? fjándinn sjálf- ur — „Hvernig hefði þér liðið, ef litli drengurinn hefði verið Donny? Eða elskan hann Law rence?“ á mitt heimili, láta leita þar, trampa niður blómin mín og láta kafara leita við strönd- ina? Með hvaða rétti gerðuð þér það, Pearl lögreglufor- ingi?“ Milljónamæringurinn titraði af reiði. „Með rétti lögreglunnar til að leita að sönnunargögnum í morðmálum". „Morðmáli? Eigið þér við barnið? í guðanna bænum, er- uð þér byrjaður á því aftur? Munið þér ekki eftir því, herra Pearl að þér úrskurðuð sjálfur að það hefði verið slys?“ „Máli er aldrei lokið fvrr en það hefur verið leyst fullkom- lega“. „Þetta var ekki neitt mál, sem ekki leystist. Þetta var slys!“ „Þetta var morð, herra Humffrey“, sagði Abe Pearl. „Og við getum sannað það“. Það varð þögn. hingað, svo við getum talað um þetta, herra Humffrey? 'Viljið þér koma af fúsum vilja, eða ...“ Hann þagnaði. Það var þögn í símanum. „Gott“, sagði milljónamær- ingurinn dræmt. „Ég kem eft ir einn tíma“. Um leið og hann hafði lagt á, reif Richard Queen af sér heyrnartækið og hljóp inn til vinar síns. „Ertu sannfærður núna?“ kallaði hann. „Heyrðirðu hvernig hann spurði hvort þú hefðir fundið það? Hann hefði aldrei sagt það, ef hann hefði haldið að koddaverið væri eyðilagt. Hann var sannfærð- ur um að það væri hægt að finna það! Ég segi þér satt, Abe, við erum búnir að ná honum!“ „Pearl lögregluforingi“, sagði Alton Humffrey. „Hver vill tala við hann?“ QUEEN LÖGREGLUFORING! „Þú þarft víst endilega að blanda barnabörnunum mín- um í þetta!“ Stóri maðurinn lét fallast niður í hægindastól með svo miklum bresti að veggirnir skulfu. „Allt í lagi, Dick! Hvað viltu að ég geri?“ Klukkan var að verða sex þegar Abe Pearl lagði hendina yfir símatólið og sagði: „Loks- ins er ég búinn að ná í hanh!“ Richard Queen hraðaði sér fram á biðstofuna. Lögreglu- þjónninn lét hann hafa heyfn- artæki og hann smeygði þeim á sig og veifaði til Abe gegn- um gættina. Abe tók hendina af heyrn- artækinu og sagði alvarlegur: „Allt í lagi, Phil. Gefðu mér samband við Humffrey“. „Pearl lögregluforingi!" Lögregluforinginn sagði kuldalega: „Svo þér fenguð skilaboðin frá mér, herra Humffrey?“. „Ég var að koma heim. Leyf ist mér að spyrja hvað hefur eiginlega gengið á í dag? Ráðs konan mín er grátandi, Stall- ings segir mér að lögreglan hafi komið hingað og ...“ „Svo þér hafið talað við Stallings?“ „Vitanlega hef ég talað við Stallings. Er hann genginn af göflunum eða eruð þér qrð- inn geggjaður, lögreglufor- ingi?“ „Ég vil helzt ekki ræða það í símann“. „Ekki það? Með hvaðá rétti leyfið þér yður að ráðast inn Svo sagði milljónamæring- uinn með gjörbreyttri röddu: „Sannað það? Hvaða sannan- ir hafið þér?“ „Mér þætti vænt um það ef þér sæjuð yður fært að koma hingað til lögreglustöðv arinnar, herra Humffrey11. „í dag? Ég fer ekki fet fyrr en ég veit hvaða sannanir þér hafið. Hverjar eru þáer?“ „Það má segja það þannig“, sagði Abe Pearl í símann, „að það sé hlutur, sem við höfum aldrei hætt að leita að“. Það varð önnur þögn. „Ég skil“, sagði Humffrey. „Þér eruð þó ekki að gefa í skyn, að þér hafið fundið þetta koddaver, sem Sher- wood hjúkrunarkona var að röfla um“. Lögregluforinginn leit aftur á Richard Queen. í þetta skipti hikaði Queen, en svo kinkaði hann aftur kolli al- varlegur á svip. „Rétt er það“, sagði Abe Pearl. „Hafið þér fundið það?“ Þeim kom á óvart hve bitur málrómur Humffrey var. „Ég get ekki talað um það í símann. Vilduð þér koma Skrifstofumaðurinn hélt á- fram að skrifa. „Alton K. Humffrey". Skrifstofumaðurinn leit upp. „Humffrey?“ sagði hann harðneskjulega. Hann reis á fætur. „Fáið yður sæti“. „Ég vil heldur standa“, sagði Humffrey. „Þér ráðið því“. Skrifstofu- maðurinn gekk út. Milljónamæringurinn leit umhverfis sig. Hann var mjög fölur. Nokkrir lögreglumenn stóðu þarna inni og störðu á hann. Humffrey fölnaði enn meira. Hann fitlaði við háls- málið á skyrtunni sinni. Stórvaxinn líkami Pearl Jiögregluforingja sást í for- stofnnni. ..Ég er kominn, eins og þér sjáið, lögregluforingi“, sagði Alton Humffrey. Hann var taugaóstyrkur og reyndi greinilega að vera vingiarn- legur. Lögregluforinginn sagði: „Revnolds, komið með mér inn. Harris á að hraðrita. Ég tek ekki við símtölum. Mér er sama hvað er að“. ,.Já, herra“. „Þessa leið, herra Humf- frev,“ saeði Abe Pearl og benti milljónamæringnum að koma. Alton Humffrey gekk hægt í áttina sem honum var bent að-fara. • Hann virtist mjög utan við sig. LeynilÖPreglumennirnir tveir, sem höfðu verið inni, slöngruðu á eftir honum. Humffrey gaut til þeirra augunum. „Dyrnar við endann á gang- inum“, sagði Pearl lögreglu- foringi. Humffrey gekk eftir gang- inum og lögregluforinginn var á hælum hans. Leynilögreglu- mennirnir tveir eltu. Við dyrnar hikaði Humf- frey. „Farið inn og fáið yður' sæti, herra Humffrey. Ég kem strax“, Abe Pearl snéri baki við honum og fór að hvísla að leynilögreglumönnunum. Það var aðeins einn stóll í herberginu sem gat verið ætl- aður Humffrey. Hann var með beinu baki og virtist mjög óþægilegur. Milljóna- mæringurinn hikaði á ný. Svo settist hann. Pearl lögregluforingi kom einn inn. Hann gekk bak við skrifborðið og settist. Humf- frey leit til dyra. Skuggar leynilögreglumannanna tveggja sáust greinilega á glerinu í hurðinni. „Þetta virðist allt mjög virðulegt, herra Pearl“, sagði Humffrey og brosti. „Það mætti halda að þér hefðuð hugsað yður að handtaka mig“. Lögregluforinginn leit al- varlega á hann. „Kannske ég hefði átt að taka með mér lögfræðing“, sagði Humffrey og reyndi að gera að gamni sínu. „Lögfræðingur yðar getur ekkert gert fyrir yður núna“, saffði Pearl lögregluforingi. „Nú verður yður sýnt dálítið og ég býst við að þér viljið ‘gera grein fyrir því. Eftir það getið þér komið með tíu lög- fræðinga“. „Sýnt eitthvað?“ spurði milliónamæringurinn. „Kodda verið. herra Pearl?“ Stóri maðurinn reis á fæt- ur og gekk að dyrum biðstof- unnar. Hann opnaði bær og saprði: „Allt í lagi, Dick“. Humffrey reis upp til hálfs. Richa-d Queen kom inn með koddaverið. Það var vaf- ið i„n í brúnan panoír. „Queen“, sagði Humffrey. Hann starði á gamla manninn og nakkann. „Þér líka. ungfrú Sher- wood“. urraði Abe Pearl. Jessie kom inn. Milljónamæringurinn reis alveg upo. „Mig hefði átt að gruna þetta“, sasði hann dræmt. „Mig hefði átt að gruna þetta“. „Þú átt leik. Dick. Byrj- aðu“. Lögregluforinginn leit á hraðritarann. „Skrifaðu, Harris“. Maðurinn lyfti blýantinum. „Ef bér er sama. Abe, þá ætla ég að láta þetta á borðið þitt“. Lögregluforineinn lagði pakkann á borðið, hann los- aði umbúðirnar utan af, en tók þær ekki á brott. Humf- frey starði á pakkann. Gamli Alþýðublaðið — 10. júní 1960 ][■}

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.