Íslenzki good-templar - 01.05.1887, Qupperneq 5

Íslenzki good-templar - 01.05.1887, Qupperneq 5
1887 ísl. Good-Templar. G1 indismanna á áfengum drykkjum og peím, er þd kaupa, enda heyr- ast daglega raddir um pað, að ísiendingar drekki livergi nærri eins mikið og orð sje á gjört; en því er miður, að petta eru engar öfgar; pað nægrir að benda peim mönnum, er slíkt hugsa og tala, á töflurnar 1 C-deild stjórn- artíðindanna yíir aðflutt vínföng til landsins; pessar töflur eru þegjandi en órækur vottur um ofdrykkjuna á íslandi, og pær sýna og sanna, að íslendingar eyða árlega 4—500,000 krónum í áfenga drykki auk annars ó- parfa og munaðar. Einhver sýp- ur á, pótt ekki hafi peir allir hátt. Nei, sannleikurinn er sá, að íslendingar drekka ekki minna en áður, en peir láta eklci eins mikið á pví hera eins og áður, og virðist pví, sem pað sje æ betur og betur að komast inn í meðvitund pjóðarinnar, að pað sje svívirðilegt í siðferðislegu til- liti eins og pað er óforsjálegt í efnalegu tilliti, að gjöra sig sek- an 1 ofdrykkju. En sannarlega er pað ofdrykkja af íslendingum að ej^ða í áfenga drykki árlega peirri upphæð, er áður var nefnd, jafn fámenn og fátæk pjóð, sem peir eru. |>egar pess er gætt, að hjá pessari pjóð, sem eyðir 4—5 hundruð púsund krónum í áfenga drykki, er mesti fjöldi purfa- manna og sveitarómaga, að all- ur jporri pjóðarinnar er pað sem ahnennt er kallað milli húsgangs og bjargálna, mjög fáir eru efn- aðir og nálega enginn aflögufær, að heðið er um styrk af opinberu fje til flestra verulegra fram- kvæmda, að hreppar og sýslur taka hallærislán ofan á hallæris- lán og geta jafnvel eigi borgað vexti af peim, að heilum sveitum og sýslum liggur við hruni, ef vertíð bregzt eða nýting heyja, að kaupstaðarskuldir pjóðarinnar skipta iniljónum króna, — pá mun engum skynsömum manni bland- ast hugur um, að ofdrykkja og eyðslusemi eiga talsverðan pátt í bágindum pjóðarinnar. |>að parf heldur ekki neina sjerlega glögg- skyggni til að sjá pað, að pá pjóð, sem af fátækt sinni er að kljúfa sundur í smátt efni sin, til pess að geta miðlað nokkrum púsundum eða í hæsta lagi nokkr- um tugum púsunda til hins allra nauðsynlegasta, er að framförum hennar lýtur, svo sem til efling- ar landbúnaði eða sjávarútvegi, til menntunar alpýðu, til vís- indalegra og verklegra fyrirtækja o. s. frv., að pá pjóð lilýtur að muna um pað sem minna er en 4—5 hundruð púsund krónur. |>eir sem aptur loka augum sínum fyrir ofdrykkju og eyðslu- semi íslendinga, til pess að purfa ekki að bera kinnroða fyrir penn- an blett á sinni eigin pjóð, peir eru vanir að segja, að pað sje ekki ofdrykkju eða óhófi að kenna, hve íslendingar eru fátækir, pað

x

Íslenzki good-templar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzki good-templar
https://timarit.is/publication/130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.