Íslenzki good-templar - 01.05.1887, Blaðsíða 7

Íslenzki good-templar - 01.05.1887, Blaðsíða 7
188? 63 ísl. Good- atkvæba um nýja meðlimi, og yfir höf- uð aldrei nema þegar embættismenn eru kosnir. 4 V. R. er skyldur ab undirskrifa allar ávísanir á V. G.. sem Stúkan hefur greitt atkvæði fyrir. Hann er þjónn Stúkunnar, og má hegna honum fyrir lítilsvirðing, ef hann hlýðir ekki boðum hennar. Skattinum til Stór- Stúkunnar má þó ávisa án samþykkis Stúkunnar, sbr. Aukalög Stór-Stúkunn- ar IX. kap., 1. gr. 5. 1 fjærveru allia þeirra embætt- ismanna, sem rjett hafa til forsætis í Stúkunni, á V. R., eða einhver annar meðlimur að setja fundinn, og láta Stúkuna skipa formannssætið með at- kvæðagreiðslu. 6. V. R ætti að útbúa V. Æ. T. mcð lista yfir ófullgjör störf fyrir hvorn fund, og tilkynna öllum nefndarmönn- um útnefningu þeirra. Uuglingar spilla gáfum sinum á að reykja. Einn af kenn- urunum við polytekn. skólann í París ljet fyrir skömmu rannsaka, livað margir af lærisveinunum brúkuðu tóbak. Af 160 læri- sveinum reyktu 102, en 58 reyktu ekki. J>eir, sem ekki reyktu, voru yíir höfuð duglegri en bin- ir, sem reyktu; lijá peim síðar- nefndu mátti jafnvel sjá aptur- för. J>essi rannsókn og fleiri rannsóknir í líka stefnu hafa gjört pað að vérkum, að kennslu- málastjórnin frakkneska hefur bannað lærisveinum við skólana í Frakklandi að við hafa tóbak. Katólskir klerkar banna tóbaks- nautn við sína skóla, og pakka pví, að piltar peir, sem stunda nám -Templar. við peirra skóla, eru svo dugleg- ir að öllum jafnaði í hinum erf- iðari vísindagreinum, svo sem til dæmis reikningslist. Einkennileg aðferð til að efla bindindi. I Svisslandi hefur hið opinbera tekið að sjer alla sölu áfengra drykkja, og rennur allur hagurinn af sölunni í ríkissjóð, en af ágóðanum er tíunda hlut- anum varið til eflingar bind- indis. (Tekið eptir Christ. Life 9'i 1887). Svona ofurlítið út í kaffi. „|>jer segið pað alveg satt, jeg ætti að ganga í bindindi, en ekki fer jeg í a. (Good-templirs’-fjelag- ið; jeg segi yður pað satt, svona sjómenn, peir purfa að fá svona ofurlítið út í kaffi á morgnana, undir stjórn hjá öðruin, til dæm- is að konan geymi pað". Hjer um bil pessi orð sagði núna um lokin kenndur Norð- lingur við einu í ritstjórn blaðs- ins, hann kom úr verinu og hafði fengið fáeinar krónur í peningum hjá kaupmanninum „út á hlutinn sinn“. Ensvonahugsa víst margir, og allt of margir, að peirþurfi þess við harða vinnu, næturvöku og vosbúð. Reynsla og eptirtekt sannar alstaðar hið gagustæða, að sá verður harð- gjörvari og polbetri sem er án þess. Og svo er pað hraparleg

x

Íslenzki good-templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzki good-templar
https://timarit.is/publication/130

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.