Íslenzki good-templar - 01.10.1887, Síða 8

Íslenzki good-templar - 01.10.1887, Síða 8
8 Isl. Good-Templar. Okt.—N óv. blaðinu, og hjer er pví nóg að taha fram, að það var síra W. Gf. Lane, sem skrifaði fyrsta brjefið, sem til sameiningarinnar leiddi; pað er auðvitað, að hann gjörði það ekki upp á eigin hönd, heldur ept- ir samráði við foringja Beglunnar vor megin. Skýrsla sú, er John B. Finch gefur, sem formaður fyrir útbreiðslu Beglunnar í Ameríku, er mjög eptirtektaverð; þegar maður les hana, er eins og maður verði var við vængjaþytinn af dugnaði og kappi Norður-Ameríkumanna. Mann furð- ar hve mikið gjöra má með litlu, ef svo mætti segja, og hve rnikið mönnum getur orðið ágengt til gagns og góðs, þegar er talað fyr- ir lýð, sem ekki er samansettur af tómum þumburum. Hann byrjar skýrslu þessa með því, að nú sje naumast sá maður til í Ameríku, sem ekki viti, að það að verða Good-Templar þar, sje sama og að ganga í berhögg við knæpurnar og vínsöluna, áður hafi menn streymt að Keglunni af nýunga- girni o. s. frv., þegar svo baráttan byrjaði hafi pappírsbúkarnir yfir- gefið hana aptur. Yjer gefum hjer mjög stuttan útdrátt úr skýrslu þessari. Georg W. Hawxhurst var send- ur til Virginíu. Hann heldur þar 39 fyrirlestra, stofnar 18 Stúkur, endurreisir 8 og bætir 619 nýjum meðlimum við Kegluna. Útgjöld- in við þetta voru alls200 dollars. Jolm L. Thomas er sendur til Vestur-Yirginíu. Hann lieldur 26 fyrirlestra, stofnar 10 Stúkur og reisir 3 við á ný. Öll útgjöldin voru 295 dollars. T. B. Demaree ofursti er send- ur til Kentucky. Stór-Stúkan þar er í mjög löku ástandi, bæði að fjárhag og mannfjölda, en hafði nú lögleitt Umdæmis-Stúkur og hækkað Stór-Stúkuskattinn. Mest- ur hluti af starfi hans var, að heim- sækja gamlar Stúkur, og reisa þær við. Hann heldur 55 fyrirlestra, stofnar 20 nýjar Stúkur og bætir 667 nýjum meðlimum við Regl- una. Útgjöldin alls 453 dollars. Ofursti John J. Hickman er sendur til Tennessee; hannheldur fyrirlestra í gömlum Stúkum,stofn- ar 14 nýjar, og bætir 700 með- limum við Regluna. Útgjöld alls 200 dollars. Sami rnaður er sendur til Miss- ouri og er þar einn mánuð; hann heldur 21 fyrirlestur, stofnar 10 Stúkur, og bætir 750 meðlimum við Regluna. Útgjöld alls 2GO dollars. Theodore Schriner fer um nokk- urn hluta aí miðri Suður-Afríku, heldur þar 136 fyrirlestra, stofnar 14 Stúkur, og reisir 1 við á ný. Hann bætir 614 meðlimum við Regluna. Öll útgjöldin voru 434 dollars. Ofursti Demaree er sendur til Minnesota. Hann heldur 41 fyrir- lestur, stofnar 17 Stúkur, og bæt-

x

Íslenzki good-templar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzki good-templar
https://timarit.is/publication/130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.