Alþýðublaðið - 14.06.1960, Qupperneq 11
Ritstjóri: Örn Eiðsson.
ísfirðingar í I. deild?
Sigruðu Þrótt 4:2
MEÐ sigri sínum yfir Þrótti
á sunnudagskvöldið í II. deild-
inni er ekki ólíklegt að ísfirð-
ingar hafi tryggt sér sæti í I.
deild næsta ár.
Leikurinn í heild var bara
allskemmtilegur og var barizt
af nokkr.u kappi á báða bóga,
enda tilvinnandi að standa sig,
skyldi maður halda.
Ástæða var til að ímynda sér
að Þróttur mundi eiga betri
leik en raun varð á, eftir þeim
leikjum, sem liðið hefur átt í
vor, að vísu voru þeir, Baldur
Ólafsson og Þórður Ásgeirsson,
ekki með að þessu sinni.
í fyrri hálfleiknum, sem lauk
með jafntefli 1:1 voru Þróttar-
arnir duglegri, en mjög klaufsk
ir uppi við markið, skutu yfir
af dauðafæri eða veltu knettin-
um á undan sér til markvarðar
mótherjanna.
Loks á 30. mínútu var fyrsta
mark leiksins skorað, en það
gerði Jens v.innherji Þróttar,
eftir mikil mistök ísfirzku
varnarinnar, skaut Jens snöggu
skáskoti á markið og skoraði
óverjandi.
Eftir að markið kom hertu
ísfirðingarnir sig um stund og
sóttu allfast en tókst ekki að
skora, þrátt fyrir upplögð
tækifæri.
Á 43. mínútu hljóp mark-
vörður Þróttar fram, en missti
Beztir í 5 km.
ÞÓ að keppnistímabil
frjálsíþróttamanna sé að-
eins nýbyrjað, hcfur náðst
frábær árangur í mörgum
greinum, en einna eftir-
tektarverðastur er hann í
5 km. hlaupi og margar
nýjar stjörnur hafa kom-
izt í fremstu röð. hér eru
beztu afrekin miðað við
síðustu helgi:
Beatty, USA, 13:51,7
Tabori, Ungv.w 13:53,2
Bolotnikov, Rússl., 13:53,8
Halberg, N-Sjál., 13:55,4
Artinjuk, Rússl., 13:55,8
Jefimov, Rússl., 14:03,0
Sjukov, Rússl., 14:03,0
Truex, USA, 14:03,6
Merrimann, Engl., 14:04,4
Power, Ástr., 14:08,2.
knattarins, og skot reið að mark
inu, en annar tíakvörðurinn
komst í markið í tsaka tíð og
bjargaði á línu. En mínútu síð-
ar jafna þó Ísfirðíngarnir, það
gerði v.innherjinn úr sendingu
frá Birni Helgasyni. Rétt á eft-
ir kemst miðherjinn ísfirzki
innfyrir, en vantar skerpu til
að fullkomna spyrnu af stuttu
fæii.
í síðari hálfleiknum eru ís-
firðingarnir miklu snarpari. Er
10 mínútur voru af leik sækja
þeir fast á, og endar sú sókn
með því að v.útherjinn stend-
ur einn og óvaldaður fyrir opnu
markinu. Hann fór sér að engu
óðslega, „lagði“ knöttinn fyrir
sig og renndi honum svo í mark
ið, örugglega.
Þrótti tókst að jafna á 25.
mínútu; það gerði Axel Axels-
son, með allgóðu skoti utan frá
vítateig. Markvörðurinn gerði
ítarlega tilraun til að verja,
kastaði sér, en náði ekki til
knattarins.
í fimm mínútur var svo stað-
an 2:2, en þá fengu ísfirðingar
hornspyrnu og úr henni skall-
aði Björn Helgason á markið
og skoraði.
Þróttur herti sig og reyndi
að sækja í sig veðrið um leið
og leikur var hafinn að nýju,
en þeirri sóknartilrauh var
fljótlega snúið á hendur þeim
sjálfum, og lauk með 4. mark-
inu eftir að Þróttarvörnin hafði
hörfað inná markteig og sóknar
og varnarleikmönnum lenti þar
saman í eina bendu. en v.út-
herji ísfirðinga tróð knettinum
nánast í Þróttarmarkið.
Lið Þróttar í heild var óvenju
lint einkum í síðari hálfleikn-
um, skorti mjög skerpu og sig-
urvilja, að manni fannst. Hvað
er orðið af snerpunni og dugn-
aðinum frá því í vor?
ísfirðingarnir voru fremur
óstyrkir framan af og seinir að
taka við sér. Þeir áttu að
minnsta kosti tvívegis mark-
færi í fyrri hálfleik, sem ekki
nýttist vegna hiks. En í síðari
hálfleiknum var sýnilega kom-
inn í þá fullur hugur til að berj-
ast og láta ekki hlut sinn að
óreyndu o» bað gaf beim sigur-
inn, sem var verðskuldaður.
EB
Tvö heims-
met í sundi
LEIPZIG, 12. júní (NTB-AFP).
Á sundmóti hér um helgina
með þátttöku þýzks, ensks og
hollenzks sundfólks setti Mar-
ianne Heeskerk nýtt heimsmet
í 200 m. flugsundi á 2:34,4 mín.
Gamla metið, 2:37,0 átti banda-
ríska stúlkan Becky Collins. —
Hollenzka stúlkan Ria van
Velse setti heimsmet í 100. m.
baksundi á tímanum 1:11,0 mín.
Fyrra metið átti Carin Cone,
USA 1:11,4.
í þróttafréfti r
í STUTTU MÁLt
MOSKVA, 12. júní (NTR-AFP).
'Vladimir Gorev frá Minsk sigr-
aði í þrístökki á móti í dag.
Hann stökk 16,43 m., en annar
STÚLKAN er bandarísk heitir Christine von Saltza og er ein
af beztu sundkönum heimsins. Christine er aðeins 16 ára, en þó
gei'a Bandiaríkjamenn sér miklar vonir með hana í Róm í 100
og 400 m. skriðsundi. Það er þjálfari Christine. George Haines, ^ var® Vitold Kreer, 16,39 m. —
Viktor Bolchov stökk 2,15 m.
í hástökki og Bukhantzev kast-
aði kringlu 56,24 m.
sem stendur á bakkanum.
W3im
Samkv, símtali við fréttarit-
ara Alþ.bl. á Akureyri:
Á SUNNUDAGINN var báru
Akureyringar glæsilegt sigur-
orð af Keflvíkingum í leik
þeirra í Knattspyrnumóti Is-
lands, sem fram fór á Akur-
eyri. Sigruðu heimamenn með
þr.emur mörkum gegn einu.
'Veður var gott er leikurinn
fór fram og áhorfendur fjöl-
margir. Áður en leikurinn hófst
lék lúðrasveit Akureyrar og
Ármann Dalmannsson formað-
ur íþróttabandalagsins flutti
stutta ræðu, þar sem hann bauð
Keflvíkingana velkomna til
leiks jaínframt því sem hann
gat þess að þetta væri fyrsti
leikurinn, sem leikinn væri í
knattspyrnumóti íslands á Ak-
ureyri og fyrsti leikurinn af
fimm fyrirhuguðum, sem fram
ætti að fara á Akureyri í mót-
inu á þessu keppnistímabili.
í leikbyrjun var fyrirliða Kefl-
víkinganna, Hafsteini Guð-
mundssyni, færður blómvönd-
ur. Dómari leiksins var Jör-
undur Þorsteinsson.
—□—
Áður en 15 mínútur voru af
leiknum höfðu Akureyringar
skorað bæði þau mörk, er þeir
gerðu í fyrri hálfleiknum. Það
fyrra kom á 2. mínútu, upp úr
snöggri sókn þar sem framherj-
arnir léku í gegnum vörn Kefl-
víkinganna örhratt og skoraði
Steingrímur Björnsson h.inn-
herji með allgóðu skoti af
stuttu færi. Síðara markið
gerði Steingrímur einnig, á 14.
mínútu úr hornspyrnu, var því
nánast potað inn.
Á 25. mínútu skora svo Kefl-
víkingarnir þetta eina mark
sitt í leiknum, Skúli Skúlason
v, útherji gerði það, með fall-
rgu skoti.
Um miðjan síðari hálfleik
bættu Akureyringar þriðja
markinu við. Það kom og eftir
hornspyrnu og skoraði Stein-
grímur það einnig. Lauk leikn-
um með 3:1 fyrir Akureyri,
eins og fyrr segir.
í síðari hálfleiknum fengu
Akureyringar vítaspyrnu, en
skotið var nær beint á mark-
vörðinn og varði Heimir örugg
lega.
Leikurinn var hinn fjörug-
asti og allharður á köflum. Ein-
um leikmanna Keflvíkinganna,
Gunnari Albertssyni v.bakverði
var vísað úr leik án þess að
dómarinn gæfi honum áminn-
ingu áður.
Framhald á 14. síðu.
NEW YORK, 12. júni (NTB-
REUTER). Á frjálsíþróttamóti
í dag sigraði Tom Murphy í
880 yds á 1:48,2 mín., sem cr
hans bezti tími. — Á móti í
Baltimore sigraði Nick EIIis í
440 yds hlaupi á 46,4 sek. og
18 ára piltur Harry Stoke varfj
annar á 47,5 sek.
LILLEHAMMER, 12. júní (NT
B). Bezti árangur á frjálsíþrótta
móti í dag: Reidar Hagen sigr-
aði í kringlukasti 50,04 m. Jak-
ob Kjersem í 5 km. 15:20,8 og
Jakob Rypdahl í langstökki 6,'
88 m. — í Voss sigraði Helge
Svaar í 200 m. á 22 sek. og1
Martin Jensen í þrístökki 14,19
m.
Guðmundur náði
OL-lásmarkinu
Á SUNNUDAGINN fór fram
úrtökumót í sundi í Sundhöll
Reykjavíkuv. — Náðist góður
árangur. Guðmundi Gíslasyni,
IR, tókst að synda undir OL-
lágmarkstíma í 100 m. skrið-
sundi, fékk Guðmundur tímann
58,7 sek. í 33% m. laug, sem
er ágætt aírek. Annar í sund-
inu varð Þorsíeinn Ingólfsson,
ÍR, 1:04,1 mín., hans langbezta
afrek.
Sigurður Sigurðsson, Akra-
nesi, sigraði í 200 m. bringu-
sundi á hinum frábæra tíma,
2:45,3 mín., sem er aðeins 1,3
sek. lakara, en lágmarkið í
beirri grein. Annar varð Einar
Kristinsson, Á, 2:50,9 mín.
í 100 m. skriðsundi kvenna
fékk Ágústa Þorsteinsdóttir ,Á,
tímann 1:07.0 mín., sem er 0,5
sek. undir OL-lágmarkinu, er
það í annað sinn, sem hún næi1
betri tíma en lágmarkið-er. —.
Loks synti Hrafnhildur Guð-
mundsdóttir, ÍR, 200 m. bringu-
sund á 3:03,9 mín., en það er
3,9 sek. lakara en OL-lágmark-
ið. Bæði Sigurður og Hrafn-
hildur hafa möguleika á að ná
s lágmarkstímunum, þó sérstak-
lega Sigurður.
—□—
Til þessa hafa tveir frjásis-
íþróttamenn náð lágmarkskröf-
um, þeir Vilhjálmur Einarsscn
i og Valbjörn Þorláksson. Reikna
má með að 7 til 10 íslenzkir
íþróttamenn og konur nái þeim
I lágmarkskröfum, sem settar
hafa verið, en getur Olympíu-
I nefndin sent allt það íþrótta-
I fóJk og ef ekki, hvað gerir hún-
( þá? Einnig má búast við 4 til
, 5 farastjórar fari til Rómar.
Alþýðublaðið — 14. júní 1960 JJ,