Alþýðublaðið - 14.06.1960, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 14.06.1960, Qupperneq 16
 FYRSTU almennu kosn- ingarnar í Belgísku Kongó gengu furðu friðsamlega fyr ir sig og miklu færri voru drepnir í sambandj við þær en við var búizt, allt frá því, að Belgíumenn ákváðu að veita landinu sjálfstæði 30. júní næstk. Víða kom þó til átaka, einkum í hinum afskekktari héruðum, en minna en vænta mátti. En vera má, lað hið versta sé eftir, og engum kunnug- um dettur í hug að Kongó- menn verði róleg þjóð, er jieir hafa fengið sjálfstæði. Kongó er með nokkrum hætti lykillinn að Afríku eins og sjá má, þegar fitið er á landabréf. Joseph Conrad kallaði Kongó „hjarta myrk ursins“ og hið mikla Kongó fljót slagæð þess. Það nær yfir 2000 000 ferkílómetna svæði, frá hinu múham- meðska Súdan til Norður- Ródesíu_ Kongó er samt fyrst og fremst brú milli hinnar Svörtu Afríku, (flest ríkin norðan við það eru sjálfstæð) og þeirra svæða, sem enn hafa ekki hlotið sjálfstæði. Takist vel til í Kongó verð- ur það til að styrkja frelsis hreyfingar nærliggjandi landa, Mið-Afríkusamband- ið, Atigola, Keny(a og S.- Afríku. Hinir hvítu íbúar Kongó efast um að hinir nýju stjórnendur landsiná geti veitt þeim næga vernd. — Hvítir menn í Kongó eru 113 þúsund á móti 13 milljónum svartra. Samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá ^andsins hafa hinir hvítu engin sér- stök réttindi eða njóta nokkurrar verndar. Hvítu mennirnir hafa ákveðið að vera áfram í landinu og sjá hverju fram vindur, en hafa sent konur og börn burtu í öryggisskyni. Meðal ýmissa nágranna Kongó eru margir, sem gjarn an vilja að illa fari í þessu víðlenda ríki. Slíkt mundi líka styðja þá skoðun Ver- woerd og Welenskys, að stjórn og eftirlit hvítra manna sé nauðsynlegt í Af- ríku. Þessir menn vona, að í Kongó koma aftur til kyn- flokkastyrjalda og annars barbarisma og sanna þar með kenninguna um óhæfni svertingja til að ráða mál- um sínum. f 51 ár hafa Belgíumenn stjórnað Kongó. En stjórn þeirra hefur verið langt um betri en víða annars staðar í Afríku. Að vísu hefur ríkt harðstjórn í Kongó, en hún bar talsverðan árangur. Belgíumenn efldu mjög atvinnu- og efnahagslíf lands ins og reistu hinar miklu iðn aðarstöðvar í Katanga, þar Sem unnin er kopar úr jörðu auk úraníum og annarra efna. Þeir byggðu einnig tvær fegurstu borgir Afríku, Leopoldville með 350 þús. íbúa og Elisabethville um 200 þús. íbúa. Þeir lögðu og vegi um landið þvei’t og endilangt, þjálfuðu þúsundir blökkumanna í ýmis konar iðnaðarstörfum og skrifstofu vinnu. Og auk þess hafa hundruð þúsunda barna blökkumanna hlotið mennt- engir, sem tekið gátu við völdunum. Umskiptin komu svo skyndilega, að Belgíumenn höfðu ekki ráðrúm til þess að þjálfa hina nýju stjórn- endur eins og Bretar og Frakkar hafa gert í sínum nýlendum. Undanfarna tólf mánuði hefur verið algert tómarúm í pólitísku lífi Kon- 41. árg. — Þriðjudagur 14. júní 1960 — 131. tbl. un í barnaskólunt á vegum kaþólsku kirkjunnar. En þar sem ekki tókst að einangra íbúana frá pólitískum straum samtíðarinnar, varð spreng- ing áður en Belgíumenn voru viðbúnir. Þeir urðu að láta undan þegar í stað. Stjórn Belgíumanna olli því, að engar pólitískar stofnanir eru í landinu, eng- ir þjálfaðir stjórnmálamenn, sem tekið geta við af ný- lendustjórninni, sem sagt gó. En á meðan hallast sí- fellt á ógæfuhlið í efnaliags lífinu. Afleiðingar þessa ástands hafa orðið þær, |að valdið hefur færst á hendur ætt- bálkanna í æ ríkara mæli. Og hvorki meira né minna en 110 stjórnmlálaflokkar hafa risið upp og berjast um hylli fjöldans. Það starf, sem nú ríður mesf á lað framkvæma er, að fækka þessum stríðandi flokkum og mynda fjóra eða fimm þjóðlega flokka til þess að vera kjölfestu liins unga ríkis. Starf hinna nýju leið- toga Kongó er engan veginn auðvelt. í hinu víðlenda ríki eru 70 stærri ættflokkar, — margir hverjir mjög óskyldir innbyrðis, bæði að máli og menningu. Enda þótt svo virðist sem litlar líkur séu á, ða þetta starf heppnist, þá eru belg- iskir stjórnmálamenn furðu bjartsýnir, og ekki síður leið togar Kongómanna. En þeir gera ekki lítið úr erfiðleik- unum, sem fram undan eru. Mesta hættan er fólgin í því að algerlega skortir eitt stig í þróuninni frá nýlendu- kerfi til sjálfstæðis, — þjóð legt afl undir sterkri for- ustu manns, sem allir ætt- flokkarnir treysta. Belgíu- menn auðvelduðu sjálfum sér stjórnina á Kongó með því að efla ættflokkakerfið en nú kemur það einmitt í veg fyrir sameinaða þjóð í landinu. Framhald á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.