Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1890, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1890, Blaðsíða 1
Verð árft. (minnst 30 arka) 3 kr.; í Amer. 1 cloll. Borgist fyrir miðjan maimánuð. ^\>VIU/4V V 5. árg. • Uppsögn skrifleg, o- gild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. dag júnímánaðar. Nr. 4—5 ísafirði, föstudaginn 31. október. 1 8 9 0. P Ó S T Á V í S A N A M Á L I Ð no* uo m e i s t a r i E i r i k u r Magnússon. —:o:—:o:o:—:o:— Til þessa liöfum vér að heita má setið hj<i, og hlýtt á mál manna i póst-ávísuná- málinu; en mál petta er nú komið í pað liorf, að oss hefir þótt rétt uð opna blað vort fyrir umræðum um pað, og reka til þess ýmsar ástæður. Sú er hin fyrsta, að vér álítum, að mál- efni þetta sé svo alvarlegt og mikils varð- andi, að skylt sé blaðamönnum að ræða það ítarlega, og benda á, hverir vegir séu likastir til að firra landið peim voða, er óneitanlega getur staðið af þeirri, að oss virðist, ólöglegu uppáfundningu landstjórn- arinnar, að leyfa að taka íslenzka banka- seðla sem gilda borgun fvrir póst-ávísanir. Vér köllum þessa uppfundningu ólöglega, af því að það þarf ekki nema óbrjálaða algenga skynsemi, til að sjá, að það er lierfileg mótsögn, að segja seðla bankans óinnleysanlega, eins og bankalögin gera, en skylda þó landssjóðinn til að innleysa þá með gull- eða silfur-mynt, ef menn að eins eigi fara til bankans sjálfs, heldur sinjúga inn um bakdyrnar, fara til póst- meistarans og lieimta pöstávísun til út- landa. Að þetta fyrirkomulag, — að þessi landsstjórnarinnar sanna „bankadella“ — geti orðið sjálfstæði lands vors hættulegt, er í augum opið, hvernig svo sem reptiliu- blöðin leitast við að bera í bætifláka fyrir þetta óhönduglega óhappaverk stjórnar- innar. Árleg pást-ávfsana-upphæð verður eigi fast-ákveðin; hún fer eptír mismunandi viðskiptaþörf manna; en í hvert skipti, er póst-ávisanir eru keyptar á póststofunni í Reykjavík fyrir íslenzka bankaseðla, borg- ar ríkissjóðurinn danski út áþekka uppluwð i rikismynt; og svo framarla sem tekjur landssjóðs þær, sem greiddar eru í Dan- jnörku, — og það. sem hér á landi kann \ að vera greitt fyrir ríkissjóðs hönd — eigi } nemur þeirri upphæð, er ríkissjóður hefir ; greitt fyi'ir seðla-ávisanir, þá kemst lands- sjóður i skuld við ríkissjóðinn, er ríkissjóð- | urinn auðvitað gftur heimtað, hvenær sem vera skal, og tjáir þá lítið. þó að lands- i sjóður hafi gnótt banka-bleðla frain að j vísa, með því að þeir eru óinnleysanlegir og einkis virði í útlöndum. En sé skuldaklafinn drepandi fyrir frjáls- ræði einstaklingsins, mun þá seðla-skuld lands vors við ríkissjóð Dana, er ganga má að í dag eða á morgun, hentari þjóð- frelsi voru? — |>að rekur oss annað til að taka mál- efni þetta á dagskrá blaðs vors, að vér j fyrirverðum oss þjóðar vorrar vegna fyrir þá ódrengilegu og auðvirðilegu aðferð, er hérlend blöð liafa beitt við meistara Eirík Magnússon, einn af landsins mestu og fremstu sonum fyrir margra hluta sakir; slikur maður á það vissulega skilið, að til- j j lögum hans og ummælum um landsmál sé öðruvísi tekið, en með skönnnum og fjös- reku-slettum, eins og Odda-, eða víkverska oddborgara-blaðið, og ,,þjóðólfur“ liafa látið sér sæma. — |>að er hið þriðja, að blöð Islendinga í Vesturheimi, „Heimskringla“ og „Lögberg“, hafa hafnað meistara Eiríki Magnússyni, að láta frekar til sín heyra, og verja sig og sinn málstað, í þeim blöðurn, eptir að þau hafa meðtekið þenna merkilega sendil hér heiman að, endileysu-Jón og Gest vorn Pálsson, sem annars er drengur góður, en ætti að vera í pólitisku bind- indi. Af öllum þessum rökum, er nú voru talin, mun „|>jóðviljinn“ flytja greinar um póst-ávísana-inálið frá meistara Eiriki Magn- lissyni við og við. ÚTLENDAR FEÉTTIR —:o:o:o:— FRÁ ÚTLÖNDUM eru fáar nýjungar; kveður mest að verkfölluin verkmannalýðs- ins, sem uú mega heita daglegt brauð; þannig geta síðustu útlend blöð um verk- fall vagnstjóra í Sidney í Australíu; tið- rætt er og um verkfall í Southampton á Englandi, er valdið liafa þvi, að skip hafa eigi orðið fermd þar eða affermd um lang- an tíma, og enn liafa verið verkföll á jpýzkalandi og víðar. En bæði í Bryssel og í Liverpool hafa fnlltrúar frá verk- mannalýðnum setið á ráðstefnu, til að ræða ráðum sínum um það, hverra bragða skuli leitað til að bæta hag verkmannalýðsins, og hvort beitt skuli að eins löglegum með- ulum eða biltingaráðum. Ekki linnir enti óánægjunni og æsingun- um á írlandi, og 18. sept. lét Balfour ráðherra taka fasta þá Dillon, W. O. ’Brien og 8 aðra þingmálagarpa írska fyrir æs- ingaræður; mælast þær tiltektir ráðherrans mjög illa fyrir hjá frjálslynda flokknum ;í, írlandi, og hefir Balfour því séð það ráð- legast að sleppa þeim aptur úr varðhaldi gegn veði. f>ýzkalandskeisari er enn á sama ferða- flakkinu, og hefir nú síðast farið til fundar við Rússakeisara og Austurríkiskeisarann. KIRIvJULEO HREIFINO. —:o:o:o:— Héraðsfundur Eyfirðinga, er haldinn var á Akureyri 9. sept. þ. á., hreifði því niáli, að æskilegt væri, að breytingar væru gerð- ar á ýmsum kirkjusiðum hér á landi, eink- anlega að því er hjónavígslur snertir, svt> sem að sleppa úr og breyta að ýmsu leyti spurningum þeim, er lagðar eru fyrir brúð- hjónaefnin, og bibliuþulum þeim, sem lesn- ar eru við það tækifæri; kaus héraðsfund- urinn 3 mannanefnd: séraMattlfias Joch- umsson, Eggert faktor Laxdal og séra

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.