Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1890, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1890, Blaðsíða 3
Xr. 4—5 Jj.TÓDVILJINN. 15 hvað orðið 1 a n d 1 landssjóður þýðir. j J>að pýðir hið sama sem danska orðið | „Stat“ í Statskasse, Svo að land í pessu orði merkir skipulegt lögbundið pjóðfélag. sem hefir ákveðin og lögum vernduð störf fyrir stafni, sér sjálfu til viðurhalds, sér sjálíu til framfara, og á sér sjóð, erstanda skuli straum af þessum störfum. Lands* sjóður er pví sjóður hinnar íslenzku þjóð- ar, er gegna skal þörfum hennar og fram- förum. Hann er þjóðarinnar eigin cign. Eptirlögum 18. sept., 1885 gaf nú þjóð- in, það er að segja, stjórnin, í umboði þjóðarinnar, út óinnleysanlega seðla, sem fyrst komu á gang í jiilímánuði árið 1886. J>jóðiri átti þessa seðla sjálf, og enginn annar. Hún setti upp ejitir þessum sömu lögum hinn svo nefnda landsbanka, sem ekki er annað en faktor fyrir landið, til að koma seðlum þess á ábatasama veltu, en á sjálfur ekkert í þeim seðlum eða þeim ábata sem leiðir af verzlun hans með þá, fremur en faktor kaupmanns (sem ekki er sameigandi) á nokkuð í verzlun lms- bónda síns. Fyrir landsins, eða, eins og menn vanalega segja. landssjóðs, hönd, lánar nú faktor þessi út seðlana, gegn fasteignarveði eða annari tryggingu sem hœfa þykir, og ákveðinni innborgun láns með vöxtum eptir vissan tiltekinn tíma. Sjá menn því, að landið eða landssjóður er seðlanna eiginlegi eigandi; því það vita allir, að ómögulegt er að lána út annað en eign sína, og eins liitt, að eign hvers sem er, er engu síður eign hans e p t i r að hann hefir lánað liana út heldur en á ð u r . S e ð 1 a r n i r e r u þ v í 1 a n d s- sjóðs eigin eig n*). Um það verð- ur eigi þræzt. Nú er næst fyrir, að greina sundur tvö mál, sem ekki má slengja saman, nefnilega bankamálið og pnstávísanamálið, sem eg nefni fínanzmál Islands. J>essi tvö mál eru sitt livað, þó að þau liangi saman á þeirri taug, að seðlar eða bréflegur lög- eyrir er til í landi. Fínanzmálið byrjar þá fyrst, er farið er að taka út póstávís- anir fyrir seðla á pósthúsinu i Reykjavík. En það er athöfn, og afleiðingar hennar það mál, sem ekkcrt meira en þegar er sagt á skylt við bankamálið, því að það (bankamálið) er sérstaklegt latidsmál, avísanamálið „almennt ríkismál“. *) „ísafold“ hæðist að þessari setningu i grein með yfirskript „Svikamyllan II.“, 2tí. okt. f. á. |>að er náttúrlegt, því hún er nú stærsta fínanzflónið á landinu. |>að er nú kunnugra en frá þurfi að i segja. að það eru einstakir menn, sem koma með seðlana á póstlulsið i Reykjavik, og leggja þá þar itin gegn ávísun, sem póst- meistarinn skrit'ar út, á ríkissjóð Dana. Andvirði ávísunar hirðir náttúrlega sá, sem ávísunina borgar út og geymir hana við reikning sinn, scm sönnunarskjal fyrir því, að hami hafi staðið rétt skil á hinu mót* tekna ávísunar andvirði. Hver er það nú á pnststofu Revkjavikur, sem tekur við and- virði útgefinna póstávísana til útlanda? f>að er póstmeistarinn í Reykjavíkur póststof- j unni. En hvað er hann ? Hann er nú tví- j einn póstmeistari, eða tveir póstmeistarar í einni persónu. 1. Eptir stöðulögunum 2. jan., 1871 (sbr stjörnarskrána 2. gr.) og tilskipun 26. febr., 1872 og auglýsing 3. inai s. á. er hann PÓSTMEISTARI ÍSLANDS 1 hinum sér- staklegu póstmálum, sem að eins ná yfir „póstgöngurnar“ á Islandi. 2. Eptir auglýsing frá fjármála- og dóms- málastjórn Dana, frá 26. sept. 1872 er hann PÓSTMEISTARI eða póstumboðs- maður RIKISINS í þeim póstmálum er varða póstsambandið milli íslands og Dan- merkur. J>essi grein póstmálanna er „al- monnt rikismál“, eða mál, sem er sameig- inlegt fyrir konungsrikið Danmörk og rikis- lilutatin Island, sem hefir ekkert atkvæði um það, né afskipti af þvi, meðan það hefir 1 enga fulltrúa á ríkisþingi Dana (sbr Stöðu- lögin og Stjórnarskrána). J>að er þ e s s i póstmeistari, sem gefur út af r i k i s i n s j hálfu þær póstávisanir til útlanda, sem gefn- j ar eru út í Reykjavík. Enda á hann og að greiða aðalpóstmálastofunni í Höfn reikn- inga sína fyrir þetta sitt ríkis-póstmeistara- dærni á hverju ári samkvæmt 17. og 18. groinum ofannefndrar auglýsingar. Er það því ríkis-póstsjóður, það er að segja, ríkis- j sjóður Dann. scm gefur út, á sjálfan sig, j þær póstávisanir, sem gefnar eru út i Reykja- vik til útlanda. jpetta vita allir skynjandi menn, a.ð er óneitanlegur sannleikur. Enda j leiðir þetta beinlinis af þvi, að það er kou- j ungsríkið, sem sjálft annast ríkisins póst, j og bundið er póstsamningum við þau lönd. j sem það er í pöstsambandi við, að taka móti, annast og skila reiðilega þeim pen- ingum sem hinir ýmsu hlutar þess senda til útlanda og útlönd til þeirra. Að neita þessu, er að neita hinni stjórn- arlegu stöðu íslands í ríkinu, eins og stöðu- lög og stjórnarskrá ákveða hana. J>etta | gera þeir þó í Reykjavík, allir sem enn hafa gengið fram í glímuna við mig um íslauds öfarsælu pöstávísanir, staðhæfandi með eyr- legri harðúð, að það sé landssjóður, sem gefur Út póstávísanirnar. Vel vita þeir þó, að löggjöf liinna sérstaklegu póstmála Is- lands þekkir livorki orðið né hlutinn „póst- ávísun"*). J>eir vita, að póstmeistari ís- lands gjörir alþingi enga grein fvrir nokk- urum lilut, er snertir hina almennu ríkis- hlið póstmálanna á íslandi af því, að þau mál koma þinginu ekkert við. J>eir vita, að þetta er orsök þess, að ekki sést eitm stafur í reikningum landsins um póstávis- ana reikninginn, lieldur en annað. er hin al- mennu rikispöstmál varðar (því borgunin til gufuskipafélagsins er þeim máluin óvið- komandi). J>eir vita, að ísland er rikis- liluti, sem enga „iuternational“ samninga af neinu tagi getur gjört við önnur lönd. ekki einu sinni við Danmörk að svo stöddu; og þó halda þeir því fram fast og þvert, að e n g i n grein ríkissjóðs sé til á íslandi (Sighvatnr í „Heimskringlu11 8. maí), og að landssjóður gefi út póstávísanir rétt eins og hvert annað sjálfstætt og öllum óháð rlki („ísafold“, 22. marz þ. á.)l J>essi samróma þverúð og íuisskilnings- stæla Reykjavíktlrklfkunar lilaut að liafa, eins og allir aðrir lilutir, sfna orsök, af liverri hún væri komin. Orsökin er nú fundin. I B-deild stjórnartfðindanna fyrir árið 1886 er bréf fra landshöfðingja, No. 64 dagsett 28. maf „til verzlunarstjiira Péturs Sæmundssonar ii Blönduósi“, sem hljóðar þannig: — „Ú t a f f y r i r s p u r n yðar í bréfi dagsettu 1. þ. m., v i 1 e g t j á y ð u r , a ð m e ð þ v í s v o e r f y r i r m æ 11 í 1 ö g u m 1 8. s e p t- e m b e r f. á. u m s t o f n u n 1 a n d s- banka, 4. gr., að seðlar þeir. seni getur um i 2. og 3. gr. skuli gjald- gengir í landssjóð ogaðraal- m a n n a s j ó ð i h é r á 1 a n d i o g s j e u h j e r m a n n a á m i 11 i 1 ö g- 1 e g u r g j a 1 d e y r i r m e ð f u 11 u á- kvæðisverði, þ á e r p ó s t m e i s t- a r a n u m í Reykjavík s k y11 a ð v e i t a s e ð 1 u m þ e s s u m m ó 11 ö k u s e m b o r g u n f y r i r p ó s t á v í s a n i r t i 1 D a n m e r k u r o g ú 11 a n d a á s a m a h á 11, s e m d ö n s k u m g u 11- o g s i 1 f u r p e n i n g u m“. — Svo mörg eru þessi landshöfðingjans ógæfusömu orð! *) J>etta er ótrúlegur lilutur þó sann- ur sé, uni land, sem 1 17 ár hefir haft póstfyrirkomulag sniðið eptir því, sem tíðk- ast í siðuðum löndum!

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.