Alþýðublaðið - 21.06.1960, Síða 3

Alþýðublaðið - 21.06.1960, Síða 3
SÍÐAN lögin um hús- næðismálastjórn og hið almenna veðlánakerfi voru sett vorið 1955, hef- ur stofnunin ráðstafað um 250 milljónum króna til húsbygginga,. að því er Eggert Þorsteinsson upplýsti í útvarpsávarpi í gærkvöldi. Af þessari upphæð hefur verið lán- að til 3512 íbúða samtals 235.762.000 krónur, en ráðstafað til bæjar- og sVeitarfélaga vegna út- rýmingar heilsuspillandi íbúða 14,6 millj. króna. Eggert lýsti starfsemi hús- næðismálastjórnar og benti á ýmsar deildir aðrar en lána- starfsemina, t. d. teiknistofu. Eru nú 279 hús í landinu byggð eftir teikningum frá húsnæðis- málastjórn, en þar eru fvrir- liggjandi 50-60 mismunandi teikningar af íbúðum. Þá rakti Eggert ýmis atriði varðandi lán veitingar og gaf þeim, sem þurfa að sækja til stofnunar- innar, ýmsar ábendingar. Eggert skýrði meðal ann- ars frá því. að samkvæmt skýrslu gerðri af starfsmanni tæknihjálpar Sameinuðu þjóð anna, er hér hefur dvalizt um Innan við 150 fóru alla leið KEFLAVÍKURGANGAN svo- nefnda hófst um klukkan 7.50 f. h. sl. sunnudag við hliðið á Keflavíkurflugvelli og var gengið eftir þjóðveginum til Reykjavíkur. Einar Bragi flutti stutt ávarp áður en gangan hófst. , Hinn opi'nberi tilgangur göng unnar var að mótmæla varnar- liðinu á íslandi. Leiðina frá Keflavík til Hafnarfjarðar gengu innan við 150 manns, en margir bættust við í Hafnar- firði og lögðu þaðan á fjórða hundrað þátttakendur til IReykjavíkur. Áætlunarbifreiðir voru í ferð um á milli göngunnar og Reykja víkur og bættu fólki vi'ð í göng- una og tóku þá sem þreyttir voru til baka. Ymsir gengu þó alla leiðina, t. d. Sigurður Guðnason, sem var elztur göngu manna (73 ára), Magnús Kjart- ansson ritstjóri og Geir Gunn- arsson, sem var ei'ni þingmaður inn, sem þátt tók í göngunni. Lögregluiþjónar á mótorhjól- um og Iþifreiðum fylgdust með göngufólkinu og reyndu að liðka fyrir umferðinni. Göngu- fólkið fékk hressingu á leiðinni. í Kúagerði hafði verið tjaldað stóru hermannatjaldi, þar sem veitingar fengust fyrir þátttak- endur. Á veginum milli Hafnarfjarð ar og Reykjavíkur bættust marg ir í gönguna, einkum í Kópa- vogi. Umferðarþröng mikil skapaðist, því fólk þyrptist að í ibifreiðum til að virða þátttak- endur fyrir sér. Ferðir strætis- vagna fóru úr skorðum og olli það fólki töfum og leiðindum. Þegar Keflavíkurgangan kom til Reykjavíkur, var settur úti'- íundur við Miðbæjarskólann og þar flutt ávörp og peningum safnað til að standa straum af kostnaði. Margt manna kom þar saman. Það vakti mikla athygli við Keflavíkurgönguna, að fæstir þeir sem höfðu hvatt tU hennar tóku þátt í henni, nema þá stutt an spöl. nokkurra mánaða skeið, væru íslendingar meðal þeirra þjóða, sem mest óhóf eða ó- hagsýni hafa um nýtingu í- húðahúsnæð's. Hins vegar er það hlutfall þjóðarteknanna, sem lagt er til íbúðabygginga, mjög hátt hér á landi. Heiðursfé/agi Verkfræð- ingafélagsins STEIN GRÍMUR JÓNSSON, rafmagnsstjóri, var kjörinn he'ðursfólagi Verkfræðingafé- lags íslands á sjötugsafmæli sínu 18. þ. m. Stjórn VFÍ heimsótti hann á afmælisdaginn. Formaður fé- lagsins, Jakob Gíslason, raf- orkumálastjóri, flutti Stein- grími Jónssyni ávarp og af- henti honum síðan heiðursfé- lagsskjal svohljóðandi: „Verkfræðingafélag íslands hefur kjörið yður, herra Stein- grímur Jónsson, rafmagns- stjóri, heiðursfélaga sinn í við- i urkenningarskyni fyrir langt og heillaríkt brautryðjanda- starf vi ðrafvæðingu landsins, forgöngu og stuðning við fjölda verklegra og vísinda- legra frámfaramála og framlag yðar til íslenzks tækni- og vís- indamáls“. Jafnframt var Steingrímur Jónsson sæmdur merki félags- ins í gulli. j Rigolefto i síðasta sinn ÍC NÚ ERU aðeins eftir tvær sýningar á óperunni Rigoletto og verða þær í kvöld og annað kvöld. — Rétt er að geta þess að verð aðgöngumiða á Rigo- Ietto er venjulegt óperu- verð eða kr. 55-125, eft- ir því hvar miðarnir eru. Myndin er af hinum þekkta hljómsveitarstjóra Dr. V. Smetácek frá Prag, en hann stjórnar eins og kunnugt er sinfóníuhljóm sveitinni, sem leikur und- ir. Nýr Víðir II. væntanlegur SANDGERÐI, 20. júní. — Allir bátar héðan eru farnir norður á síldveiðarnar, nema hinn nýi Víðir II, sem er vænt- anlegur hingað um næstu helgi. Er hann 140 tonn'a stálbátur, sem Guðmundur Jónsson, út- gerðarmaður á Rafnkelsstöðum, á í smíðum í Noregi. Víðir II. kemur hér við til að taka nótina, en fer síðan beint norður á síldina. Hluti áhafnar gamla Víði's II. er að sækja bát- inn, en fer öll yfir á nýja bát- inn. Skipstjóri er Eggert Gísla- son. Gamli Víðir II. hefur verið skírður Freyja. Skipstjóri' á honum er Sigurður Bjarnason frá Sandgerði. Freyja er 50—60 tonna bátur, sem kunnugt er. Hefur báturinn tvisvar komið inn með síld og var búinn að fá 800 mál í gærkvöldi. Þegar Víðir n. er komi'nn, á Guðmundur á Rafnkelsstöðum þrjá báta, en hann missti einn í fyrra, Rafnkel, eins og mönn- um er í fersku minni. Fjórða bátinn á Guðmundur nú í smíð um í Þýzkalandi. Ó. V. Alþýðublaðið — 21. júní 1960 ^

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.