Alþýðublaðið - 21.06.1960, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 21.06.1960, Qupperneq 4
\ ;s \ V V S \ V s V V i V § í I V V ,v s § % s s s s s s s ! \ : l VÆNTANLEGA fyígja síldveiðiunum miklar vökur nú í sum ar, eins og endranær og eiga síldveiðar í því efni ýmislegl sammerkt með stríðum. Oilum er ljóst að menn geta ekki enda Iaust vakað, en það er stundum næsta ótrúlegt hve hægt er að komast af með lítinn svefn um Iengri tíma, eins og frægt er af sögum frá veiðum og stríðum. Margar sögufrægar per sónur hafa þurft Iítið að sofa og hlotið nokk- urt frægðarorð af því einu. Minni frægð hef- ur fylgt þeim mönnum, sem á íslenzkum skút- um og togurum lögðu nótt með degi unz fæt- urnir sviku fyrr en svefninn gat sigrað þá. OG enn verður vakað fyr- ir Norðurlandi og vi,ð síld- arvinnsluna og komi mikil aflahrota má búast við að vakan verði löng og ströng. Það er því raunar ekki á- stæða til að geta hér merki- legs leiðbeiningarrits, sem nefnist Svefn án lyfja, ef ekki kæmi það til, að þar er getið mikilla og frægra vöku garpa, og einnig skýrt frá eðlilegum svefnvenjum eða svefnháttum manna. Svefn án lyfja er eftir -Erik Olaf -Hansen og er að sínu leyti samskonar bók og Grannur án sultar, sem kom út í vet- ur. Kristín Ólafsdóttir lækn- ir hefur þýtt báðar þessar bækur, en Iðunn gefið út. Margir eiga við svefnleysi að stríða, sem þeir reyna að vinna bug á með lyfjum. Er- ik Olaf-Hansen er hollráður maður og óefað geta margir svefnleysingjar fundið lausn við vandamáli sínu í þessari bók. Hún er skemmtilega skrifuð eins og eftirfarandi kafli um svefnvenjur frægra manna sýnir, sem sumir hverjir hafa í engu verið eft- irbátar síldveiðiskipstjóra um vökustyrk. crrírstttíift éatíWÍM Napóleon svaf aðeins 4—5 klukkustundir á sólarhring á stórveldistímum sínum. Verður þó ekki annað sagt en hann hafi unnið andleg og lí-kamleg stórvirki, sem eng- ar hliðstæður eiga sér í heim inum, að vísu af annarri teg- und en Pétur og Páll eiga við að etja. Eftir fyrsta ósig- ur sinn í orustunni við Asp- ern. sem er lítið sveitaþorp í nánd við Vínarborg, en þar tókst Karli erkihertoga, hinn 21. maí 1809, fyrstum manna að hagga lítið eitt sigursæld hans, féll franski keisarinn í fastasvefn og rumskaði ekki fyrr en eftir 36 klukku- stundir. Á meðan orustan við Waterloo geisaði, en þar beið Napóleon einnig ósigur, sofnaði hann á hestbaki. Það var um hann líkt og marga aðra. Þegar vel gengur, eru menn óþreytandi, en mæti þeir andstreymi þyngir þeim í skapi, þeir verða hnuggnir og reyna oft að leita á náðir svefnsins. Ýmsir litu svo á, að ekki gæti verið með felldu, hve léttsvæfur Napóleon var, hann hlyti að hafa æxli í heilanum. Síðar á ævinni, eftir að hann var fluttur til St. Helenu, sótti svefn hans í eðlilegt horf. Úr því þurfti hann að sofa 8—9 klukku- stundir á sólarhring. Það er alkunna, að fjár- hættuspilarar geta haldið sér vakandi við spilaborðið dag og nótt, á meðan æsing- urinn er f hámarki og eng- inn veit, hvort heldur bíður þeirra fjárhagslegt hrun eða stórgróði. Þá er einnig vitað, að menn, sem starfa að and- legum málum, kaupsýslu- menn og ýmsir aðrir, sitja yfir vinnu sinni 15—16 klukkustundir í einni lotu, í stað þess að venjulegur starfsmaður er búinn að fá nóg eftir 8 klukkustunda vinnu. En þess ber að gæta, að kaupsýslumaðurinn hefur fjölda áhugaefna viðvíkj- NAPOLEON CHURCHILL andi starfinu, sem undir- menn hans hafa ekki. Hann er að framkvæma eigin hug- sjónir sínar og skapa eigið verk, og hans er tækifærið að afla sér f jár og frama. - 'Vafalaust er það hrifning og eldlegur áhugi á viðfangs efni því, sem verið er að reyna að leysa, sem rekur bæði Napóleon og hina smærri spámenn áfram án þess að unna sér hvíldar. Ef ung stúlka er á dansleik og vekur aðdáun allra, líður langur tími, þangað til hún fer að þreytast. Þetta kemur vel heim við hinar nýju kenningar um svefninn, að það séu hin stöðugu hrif ut- anfrá, sem haldi okkur vak- andi, en dragi úr þeim, taki okkur óðar að syfja. Sofum við í raun og veru óþarflega mikið? Edison, sem sjálfur lét sér nægja 4 tíma svefn á sólarhring, hélt því fram, að menn sóuðu tímanum óhóflega með öll- um. þessum svefni og senni- lega færði svefnþörf og svefn drungi alþýðu manna hana í stöðugt sljóleikaástand. Fyrr á tímum sváfu menn meir en nú, og því er spáð, að fram- vegis muni svefnþörf þeirra fara minnkandi. Átta verk- fræðingar, sem ljúka skyldu ákveðnu starfi, unnu 5 vik- ur í skorpu og sváfu aðeins 3—4 klukkustundir á sólar- hring. Ekki varð séð, að þeir biðu tjón á heilsu sinni, og ástæðuna til, að þeir þrauk- uðu svona lengi, má ef, til vill finna í því, að þeim hafi þótt nokkur íþrótt að ljúka verkinu á mettíma. Við dag- leg störf geta slík vinnu- brögð aldrei orðið regla. Á hinn bóginn geta þessi dæmi sýnt, að fjöldi manna sefur óþarflega mikið. Tæpast getum við öll orð- ið eins og Edison. Sá and- ríki hugvitsmaður fór jafn- an á fætur klukkan 3 að nóttu og sat enn við vinnu sína- þegar klukkan nálgað- ist miðnætti. Þó að hann væri alltaf að vinna, virtist hann aldrei eiga annríkt. Hann fór sér að engu óðs- lega. virtist ekki keppast við og öll taugaveiklun var hon- um framandi. Verið getur, að honum hafi tekizt vegna hins rólega vinnuhraða síns að veita sér nokkurra mín- útna hvíld annað kastið. Auk þessa hefur hinn ó- venjulegi áhugi hans rekið hann áfram. Hið sama verð- . ur sennilega uppi á teningn- um hjá öðrum frægðarmönn um, sem kunnir eru að því að hafa unnað sér aðeins 4— 5 tíma hvíldar á sólarhring. Má þar til nefna Humbolt, Mirabeau, enska skurðlækn- inn Hunter, Friðrik mikla, Schiller, Alexander mikla, Lincoln, Darwin og Herbert Spencer. Öll sanngirni mælir með því að geta þess, að fjöldi framámanna hefur einnig kunnað vel við sig í bólinu. Churchill hefur ævinlega fengið sér hádegislúr, og jafnvel á meðan stríðið geis- aði, háttaði hann á hádegi ofan í rúm og dró fyrir glugga, áður en hann lagði sig til svefns. Sumar fræg- ustu ræður sínar samdi hann í rúminu, en las blöð á með- an og reykti vindla. Oft voru þýðirigarmiklar ráðstefnur haldnar í svefnherbergí for- LINCOLN sætisráðherrans. Milton rit- aði mestan hluta Paradísar- missis í rúmi sínu, og Bern- hard Shaw vann við sæng- urpúlt með sínu lagi. Frið- þjófur Nansen svaf á heim- skautsferð sinni um 20 tíma á sólarhring. Þessi dæmi, sem nú Hafa verið tilfærð úr sögunni, hafa fráleitt mikið sönnun- argildi. Þau lýsa að vísu margs konar tilbrigðum í eðli mannsins, sem raunar eru alþekkt, og einnig því, að menn geta þolað ótrúlegt á- lag stuttan tíma. En engar algildar reglur um meðal- menn er unnt að leiða af þessu, og svipað má segja um rannsóknir þær á svefn- förum manna, sem geim- fræðingar hafa fengizt við á síðari árum. Sennilega fara fæst okkar fljúgandi til tunglsins, en verið getur, að rannsóknir þær viðvíkjandi svefni, sem framkvæmdar hafa verið til undirbúnings slíkri ferð, geti haft þýðingu fyrir okkur öll. Það hefur komið í ljós, að menn geta auðveldlega tam- ið sér allt aðra hæfti en þeir eiga að venjast. Menn vinna á daginn og sofa á nóttunni, af því að það samræmist kröfum þjóðfélagsins. Hin daglega breyting á líkams- hita mannsins — sem fylgir vöku og svefni á sér ekki stað í nýfæddu barni. Þessa hrynjandi ávinnur hver ein- staklingur sér strax á fyrsta ári, er hann venst gangi lífs- ins, síðan styrkist hann sí og æ við þær föstu reglur um hvíld og starf, sem tilvera okkar er háð. V. % \ \ V v V V V V V S S s. ; V V V ; c s. s. V V V V s, c V s s. s, V i V s V s s s s s s s s s s s s s s s s s 21. júní 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.