Alþýðublaðið - 21.06.1960, Side 13

Alþýðublaðið - 21.06.1960, Side 13
Rússar hafa B' gerf út fjölda '|j; njósnara á Vesturlöndum VIÐ, íbúar Sovétríkjanna, hegðum okkur ekki eins og bandaríska ríkisstjórnin, ]jví við erum heiðarlegt fólk. Þéir liafa mjög einkennilegt sið- ferði, sem nú er að koma fram í dagsljósið .. . Þeir segja: Þetta er ógeðfellt verk og þess vegna átti forsetinn aldr- ei að viðurkenna njósnir, vegna þess, segja þeir, að njósnir hafa í för með sér morð, eiturbyrlanir og fleiri hiuti. Þess vegna þarf og verð- ar að njósna og drepa — það er einmitt þetta, sem þeir segja bókstaflega — en mað- ur þarf ekki að viðurkenna það. En þetta er ekki það sem okkur finnst. Við höfnum slíku siðferði. Við erum menn háleits siðferðis ... — Nikita Krústjov. lega, að hann hefði verið er- indreki kommúnista og fengið leyndarskjöl frá Alger Hisá, sem fyrrum var háttsettúr fulltrúi í utanríkisráðuneyt- inu. Hiss, sem neitaði þessú, var dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir meinsæri. Þetta mál va,r það áhrifamesta í fjölda rétt- arhalda og yfirheyrslna fyrir þingnefndum, sem heindi grunsemdum m. a. að Harry Dexter White, fyrrum aðstoð- ar-fjármálaráðherra, og Willi- am Remington í viðskiptamálh ráðuneytinu. White lézt, er hann féll eða stökk út um skrifstofuglugga. Remington var myrtur í fangelsinu, þar sem hann tók út refsingu fyr- ir meinsæri. Mál Klaus Fuchs. Hér eru fáein dæmi um hið háleita siðferði valdhafanna í Kremlin: Mál þeirra Whittaker Chambers og Alger Htss. Chambers, sem var ritstjóri tímarits, fékk Washington til ■að standa á öndinni, þegar hann lýsti því yfir opinber- Framköllun - Kopering Gevafotomyndir eru f stórar og fallegar. LÆKJARTORGI ...................... Húseigendur. önnumst alls konax vatns og hitalagnir. ! HITALAGNIR h.f, Sími 33712 — 35444. Það var óttasleginn starfs7 maður rússneska sendiráðsins í Ottawa, sem fyrstur leiddi'í ljós til fulls víðfemi rússnesku atómnjósnanna. Upplýsingar Igors Gouzenko (sem enn fer huldu höfði) leiddu fyrst tjl töku Alan Nunn May, brezks eðlisfræðings, sem lét Rússum í té tvo úraníum ísótópa. Það leiddi aftur til töku Þjóðverj- ans Klaus Fuchs, sem var þriðji þýðingarmesti maðuf- inn í atómrannsóknum Bretá. Hann veitti Rússum nægár leynilegar upplýsingar um stærð. lögun og sprengiútbún- að atómsprengjunnar til þess að flýta um 18 mánuði fyrstu rússnesku atómsprengjunni. Nunn Mav sat inni í sjö ár og Fuchs í 10 ár. Hann býr nú í Austur-Þýzkalandi. Mál Júlíusar og Ethel Rosenberg. Davíð Greenglass var ung- ur vélsmiður í atómrannsókn- arstöðinni í Los Alamos. þeg- ar hann var fenginn tií áð svíkja leyndarmál stöðvarinn- ar í hendur systur sinnar og manns hennar, Ethel og Júlí- usar Rosenberg, sem bæði voru ákafir kommúnistar. Greenglass útvegaði teikn- ingu af atómsprengjunni og Rósenberghjónin komu henni áfram til rússneska sendiráðs- ins. Framburður Greenglass, sem nú afplánar 15 ára íang- elsi, varð til þess að senda Rósenbergshjónin í rafmagns- stólinn árið 1953. Mál þeirra Maclean og Burgess. Donald Maclean, sem var yfirmaður þeirrar deildar brezka utanríkisráðuneytisins sem fjallar um bandarísk mál- efni, og Guy Burgess, aðstoð- armaður innanríkisráðherr- ans, voru tveir af njósnurum Moskvu, sem bezta aðstöðu höfðu í Bretlandi, þar til þeir hurfu, þegar Scotland Yard ætlaði að handtaka þá árið 1951. Fimm árum seinna skaut þeim upp í Moskvu. Álitið er, að þeir vinni þar nú í áróðursdeild Kremlverja. Mál Vladimir M. Petrov. Einn af háttsettustu útsend- urum Rússa brást árið 1954 og kom upp um enn einn af njósnahringum þeirra. Hann var Vladimir M. Petrov, sem gegndi stöðu þriðja sendiráðs- ritara við rússneska sendiráð- ið í Canberra en var raun- verulega yfirmaður njósna- deildarinnar f Ástralíu. Upp- lióstranir hans flæktu 70 Ástralíumenn í málið og sann færðu áströlsku ríkisstjórnina rim. að sovétnjósnirnar hefðu náð „töluverðum árangri“. Mál Otto John. Aðafaranótt 20. júlí 1954 þaut bifreið frá Vestur-Berlín til Austur-Berlínar með ómet- anlegan farm: Yfirmann ör- yggisþjónustu 'Vestur-Þýzka- íands, Otto John. í fyrstu sagði John, að hann hefði flú- ið til kommúnistanna. En 17 mánuðum seinna snéri hann aftur vestur og sagði þá, að hann hefði verið svæfður og sér rænt af útsendara komm- únista. Þótt sagan hafi aldrei verið sögð til fullnustu, létu Vestur-Þjóðverjar John fá 4 ára fangelsi. Mál Rudolfs Abels. Rudolf Ivanovich Abel, of- ursti, var höfuðnjósnari Rússa í Bandaríkjunum, þar til FBI og útlendingaeftirlitið réðust inn í hótelherbergi hans í New York árið 1957. Abel, sem lézt vera ljósmyndari, notaði mikrófilmur og mjög aflmikið senditæki til að koma leynilegum upplýsing- um, sem enn er ekki vitað hverjar eru, til Rússlands. Abel er fyrsti erlendi ríkis- borgarinn sem er dæmdui^ fyrir njósnir á friðartímum af borgaralegum dómstól í Bandaríkjunum. Hann áf- plánar nú 30 ára fangelsi. Frank Saufuss og Margarethe von Bahr. Fröken Júlía BALLETTgagnrýnandi brezka blaðsins The Sunday Times skrifar nýlega hug- vekju, þar sem hann gerir að umtalsefni, hvernig það sé að þurfa að skrifa um sama ball- ettinn —■ Svanavatnið eða Þyrnirósu eða Coppeliu eða Giselle — tuttugu sinnum á ári. Það er ekki nema tvennt til, segir hann, ef það sem maður skrifar á ekki að verða andlaust leiðindastagl: annað hvort verður maður að bera saman í nákvæmustu smáatr- iðum túlkun þeirra, sem skipt ast á um að dansa aðalhlut- verkin — eða maður verður að vorlíba sig í einni af ball- erinunum og hefja hana til skýjanna á kostnað hinna. Ekki verður nú sagt með sanni, að hið sama þjaki þann sem hér er skikkaður til þess að skrifa — gagnrýna gerir hann ekki — um aðvífandi listdansara. Maður þarf frem- ur að taka á honum stóra sín- um og halda eftir svolitlu af dómgreindinni í stað þess að vera ástfanginn upp yfir haus við þetta sjaldgæfa og kær- komna tækifæri. Svanavatnið og Þyrnirósu og Coppeliu og Giselle höfum við aldrei séð í heild sinni hér á landi. Og þegar hin ágæta og gáfaða listakona Birgit Cullberg kernur hingað og setur á svið leikdans sinn Fröken Julie, bá er það stórviðburður. Til- viljunin veldur því að sá sem þessar línur ritar, hefur séð þann fræga leikdans erlendis nokkuð oft, m. a. með þeirri dansmey í aðalhlutverkinu, sem fyrst dansar það. Hann myndi því geta sagt frá því, hvaða eðlisþáttur hinnar flóknu greifadóttur Elsu Mari anne von Rosen veittist auð- veldast eða eftirminnilegast aðb lýsa og hverjum Marga- rethu von Bahr, hver þeirra lagði hvaða skilning f hvert atriði, dramatískt magn (því að hér er um dramatískt efni að ræða), sálfræðilegt innsæi (þessi leikdans er sem kunn- ugt er byggður á einu fremsta verki Strindbergs, þegar hann var natúralisti og frú Cull- berg fylgir þeim línum, sem Strindberg leggur í sálfræði- legu tilliti, en víkur aðeins við efnisatriðum, þegar hún álítur þá listgrein sem er tján ingarform hennar krefjast þess), loks hver dansar betur. En slíkur samanburður myndi hafa ákaflega lítið gildi fyrir lesandann, hér er allt á byrj- unarstigi. Enginn hefur séð frú von Rosen í hlutverkinu og í rauninni sárafáir frú von Bahr. Báðar hafa þær æft hlut verkið undir stjórn höfundar- ins og túlkun beirra fylgir Framhald á 14. síðu. Sveinn Einarsson skrifar um listdans Alþýðublaðið — 21. júní 1960 J3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.