Alþýðublaðið - 21.06.1960, Page 15

Alþýðublaðið - 21.06.1960, Page 15
að hata þig fyrir þetta elsku Myra mín. Já, ég. ætti að hata þig! Ég gæti tætt af þér þitt fallega hár, og eltki er hægt að neita því, að fallegt er það En þetta er ekki réttlátt! Þetta er ekki réttlátt!“ „Hárið á mér?“ sagði hún spyrjandi.“ Getur þú kannski sagt mér, hvernig ég á að lag- færa það? Á ég kannski að nota mánaðarlaun mín til að fara til færasta hárgreiðslu- manns Parísar? Heldurðu að telbolli fái þig ekki til að skipta um skiðun? David tók feginn við boll- anum. „Það góða við að hafa konu er að þá verður allt svo heimilislegt. Ég hef líka tek- ið eftir því að þú hefur sett fáeina púða hér 02 þar. Ég var að tala um Gabrielle . . . .“ „Hver er Gabrielle?” „Spurningin er hver var Gabrielle?“ sagði hann biturt. „Ég held að hún vilji ekki fremur en Mimi að ég van- ræki hana þín vegna“. „Teldu upp að tíu, dragðu andann djúpt og byrjaðu á byrjuninni, þá get ég kann- ske fylgzt með þér“, sagði Myra hlæjandi. „Einu sinni var stúlka, sem hét Mími“, sagði David hægt. „Hún segist sjálf hafa beðið eftir mér heilan hálftíma. En ég var á flugvellinum Le Bourget til að taka á móti á- kveðnum kvenlækni... Og á eftir Mimi kom Gabrielle í líf mitt... og allt gekk vel og ég átti að hitta hana í kvöld“. „Haltu áfram“. „Ég held að hana langi ekki til að bíða eftir mér í allt kvöld þín vegna“. Myra starði á hann. ,.Ég veit ekki um hvað þú ert að tala. ég er á vakt í kvöld“. „Ég er á vakt í kvöld — og ég býst ekki við að Gabrielle bíði eftir mér“. „Áttu við, að þú ætlir að vera á minni vakt, David?“ ,.En hvað þú ert fljót að skilia, vinkona!“ „En hvers vegna?“ ,-Hvers vegna? Mér hefur verið sapt að bú hafir aldrei átt frí síðan bú komst hingað. Foringinn siálfur skinaði svo fyr'ir". David leit á hana og það vottaðí ekki fvrir biturð í svip hans. ,.Ef það hefði ekki verið Gabrielle vegna hefði ég ekki sagt neitt. Þú átt þetta skilið. Farðu út og skemmta bér . . . bú hefur alla nóttina fjuir þér og þú ert í París!“ „Ó, David. mér finnst þetta mjög leiðinlegt. „Það skaltu ekki láta þér finnast, skaut Bailey læknir inn í, en hann hafði verið nið- ursokkinn í dagblað. „Ef Ga- brielle gefur honum sparkið, fínnur hann sér bara aðra. Simone, Germaine. Michaele, Colette, Mimi. . . Gabrielle er aðeins ein í röðinni. Og þær verða fleiri Harvey tekur að sér allar fyrirsætur í París“.. „Gabrielle er engin fyrir- sæta“, sagði David, þó hún sé nægilega falleg til að vera það“, „Þá skal hún Gabrielle okk- ar ekki þurfa að bíða til ein- skis“, sagði Bailey og brosti. „Ég skal fara og segja henni sjálfur að þú getir ekki kom- ið. Hvar áttirðu að hitta hana?“ „Við Madeleinekirkjuna“, svaraði David. „En þú mátt ekki segja henni annað, en ég hef sagt“. En Paris minnti Myru að- eins á Brent. Á alla staðina, sem hann hafði elskað og sem hann hafði lofað að sýna henni einhvern tímann. Einhvern tímann... alltaf einhvern tímann! Hún reyndi að hugsa um eitthvað annað. Það yrði víst bezt fyrir hana að vera aðein's á sjúkrahúsinu ef París gerði hana bitr,á og leiða. Allt var eins. Þegar hún kom að Place de L’Opera sá hún fyrir sér eina af myhd- um Brent, en eins og það væri ekki nóg þá sortnaði henni skyndilega fyrir augum er hún sá fyrir sér auglýsingar- skilti. Enskur ballett áttí að vera | París í sex vikur. Frúm- sýning var eftir tíu daga ... og nafnið á aðaldansmærinni stóð letrað með eldletri í hjarta Myru: VENETIA HAR- LOW. 6. Lady Lovell eyddi ekki tím anum til einskis. Hún vi-ldi fá að kynnást Myru. Venjulega tók hún nýkomnu læknána undir sinn verndarvæng og kvnnti þá fyrir laglegum ung- um stúlkum. Henni virtist það hlióta að vera skemmtileg tilbreyting að skipta yfir og kýnna unga stúlku fyrir ung- um mönnum. Hún vissi vel að það yrði ekki auðvelt. Það yrði erfitt að kynnast Myru Henderson. Hafði hún alltaf verið svona kuldaleg eða var þetta aðeins ■ vörn hennar gegn heiminum? Og örlögin voru henni hlið- holl, því hún hitti Myru við sjúkrabeð næsta morgun. — Estelle hafði það fyrir sið að aðstoða sjúklingana og nú var hún komin til að hjálpa ung- um manni að skrifa bréf, því hann var handlama og gat það ekki sjálfur. Myra var að skoða sjúklinginn, þegar Est- elle kom að rúminu. „Góðan daginn Lady Lov- ell“, sagði Drake hjúkrunar- kona með mikilli lotningu og Myra leit við. Hún var föl og þreytuleg — eins og hún hefði ekki sofið alla nóttina. Drake hjúkrunarkona kynnti þær og Estelle sagði: „Óháða ég? Ég er snemma á ferðinni í dag, en það eru svo margir sjúkl- ingar, sem vilja gjarnan koma bréfi heim fyrir helgina“. Myra brosti. „Þér eruð ekki snemma á ferðinni, ég er sein“. Hún leit á sjúklinginn og sagði vingjarnlega: „Yður batnar bæði fljótt og vel“. — Svo brosti hún. „Kannski lær ið þér af þessu að það er ekki vinstri handar akstur á meg- inlandinu!“ Maðurinn brosti biturt. — Hanh kunni vel við þennan unga kvenlækni. Honum fannst hann geta talað við hana. Myra var aldrei kulda- leg við sjúklingana. Þegar hún’ var að sinna þeim glevmdi hún siálfri sér, Brent og ölum sínum vandræðum. „Ég kem aftur þegar systir- in hefur skipt um umbúðir“, sagði Lady Lovell og elti Myru út af deildinni. „Hvernig kunnið þér við yð ur hér á sjúkrahúsinu lækn- ir?“ spurði hún vingjarnlega. „Ég spvr vegna þéss að ég á sæti í stjórninni og mælti mj ög með því að þér yrðuð ráðin“. Myra leit brosandi á hana. Estelle sá skær grá augu og fagurlega lagaðar varir. Hún var falleg þegar hún brosti. Hún hefði átt að brosa oftar. „Takk, mjög vel Lady Est- elle. Það er skemmtilegt að vinna hér“. „Já ekki vantar að nóg sé sjúklingavalið. Englendingar, nýlencubúar, indverjar, afr- íkumenn . . „Það kom mér á óvart“, við urkenndi Myra. „í Englandi lítum við á Englendinga í Par- ís eins og ferðamenn og sendi ráðsstarf smenn“. „Fyrst við erum að minn- ast á sendiráðið þá er þar ung ur maður, sem mér þykir sér- lega vænt um. Justin Brooks — sonur Sir William Brooks, sem var mjög góður vinur eig inmanns míns“. „Sprungni botnlanginn?11 sagði Myrna og Estelle hló. „Ég býst við að þið læknarn ir talið þannig um sjúkling- ana — botnlanginn, gallblaðr- an, heilahristingurinn og hvað það nú er, sem að þeim er“. Myra hló einnig. Hljómur- inn í hlátri hennar var fallég- ur og áhugi E6stelle jókst. „Það er oft hentugra fvrir okkur að hugsa um sjúkling- ana þannig, en samt eru þeir alltaf einstaklingar fyrir okk- ur. Menn á ég við — ekki sjúkdómar. Ég veit við hvaða mann þér eigið, hann er að ná sér, en hann er ekki þægur sjúklingur. Langar yður til að.sjá hann?“ Ánægð elti Estelle hana inn á einkadeildina. Ungi maður- inn, sem lá í einsmanns her- bergi henti frá sér dagblaði og brosti til þeirra. Hann var myndarlégur úngur maður, en hann var hálf fýlulegur til munnsins. „Svo loksins eruð þér komn ar Myra læknir11, sagði hann óþolinmóður. „Ég hélt að þér hefðuð gleymt aumingja mér. Ég er að farast úr einmana- leika og Lády Lovell líka, en hvað bað er gaman að sjá yð- ur. Þér eruð fegurri en nokkru sinni fyrr“. „Er hann ékki alltaf að slá yður gullhamra læknir? Ég býst við að hann komi eins fram við yður“. „Ég má það ekki“, mót- mælti Justin. „Ég reyndi að segja henríi um daginn hvað hún væri falleg, en vitið þér hvað hún sagði? ..Gefið hon- um þrjár magnyltöflur svstir! Hann hlýtur að vera með ó- ráð og við þurfum að lækka hitann! Og ég var ekki með neinn hita!“ Myra varð að hlægja. Strák urinn var óforbetranlegur daðrari en hann va-r mjög að- laðandi. Hún viss vel að marg ar hjúkrunarkonur voru bál- skotnar í honum en hann var svo aðlaðandi og skemmtileg- ur að það var ekki hægt að reiðast honum. ‘Vélrænt tók hún spjald -*» hans og leit á það. „Eins og ég bjóst við“, sagði hún. „Yður gengur vel að batna bó þér séuð sá óþol- inmóðasti sjúklingur, sem við höfum haft!“ „Elsku Myra, hvernig getið þér sagt annað eíns? Ég er einmitt auðmjúkur fyrirmynd arsjúklingur11. Svo hann var þegar farinn að kalla hana skírnarnafni hennar, hugsaði Estelle. Hún var þegar farin að gera alls- konar áætlanir. Kannski var þessi ungí ábyrgðarlausi og glaðværi maður einmitt rétti maðurinn fyrir hina kulda- legu Myru Henderson. „Þér megið hafa fótavist í dag“, sagðí Myra meðan hún tók púlsinn. „Satt að segja grunar mig að þér látist vera veikur til að fá að vera hér sem léngst!“ Glaðleg augu hans litu stríðnisleea á hana, „Hvernig vissuð þér það?,c Hún sléppti úlnliði hans og brosti. „Læknar siá allt . . . líka á- huga yðar á hjúkrunarkon- um . . .“ ,Þær eru sætar og þær eru betri við mig en viss læknir, sem ég hirði ekki að nefna með naflni. Hún kemur hingað aðeins til að mæla mig og taka á mér púlsinn. Hvernig á ég veslingurinn að kynnasí henni? Segið mér læknir hvað gerið þér þegar þér eigið frí?“ Estelle hló hátt. „Þér er greinilega að batna Justin. Og hvað er þetta sem ég heyri um hj úkrunarkonurnar ? “ Justin brosti glaðlega. „Það var hér sæt lít.il hnáta. hún var annars viðstödd þegar hann frændi yðar tók úr mér botnlangann. Dökkhærð með liðað hár“. „Friar hjúkrunarkona?11 —. skaut Myra inn í. „Einmitt. Sæt en ómóttæki leg fyrir mína töfra. Vitið þér hvern hún elskar? Það hlýtur að vera einhver annars hefði hún ekki staðist mig!“ „Það get ég sagt yður —■ ég veit allt sem talað er hér á sjúkrahúsinu11, sagði Lady Lovell glaðlega. „Hún hefur ekki litið við öðrum en Har- vey lækni síðan hann kom hingað“. „Hver hefur sagt vður það? Þó ekki frændi yðar? Ég get ekki ímyndað mér að Mark hlýði á sjúkrahússslaður“. „Nei, Mark sagði mér bað ékki. Ég sá það sjálf“. „Þér eruð bæði sæ+ og ind- æl Estelle, Friar hjúkrunar- kona hefur sagt mér hve góð þér eruð við sjúklingana. Það ekki að undra bó þeir dýrki yður“. Myra leit á granna litla kon EFTIR RONA RANDALL Alþýðublaðið — 21. júní 1960

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.