Alþýðublaðið - 21.06.1960, Side 16

Alþýðublaðið - 21.06.1960, Side 16
„Lyra liggur í Bergen, Laxfoss við Sprengisand“ kvað Karl ísfeld - einn sinni. Manni koma þessar íjóðlínur í hug, nú þegar leikflokkar fara um land- ið og skemmta fólki í síldarplássum við strönd- ina og freyvöngum inn til sveita. Þessar leikfar- ir (turné) eru orðnar fastur og sjálfsagður lið'- ur í skemmtanalífinu. -— Bæði Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur senda út á land að sumr- inu, en auk þeirra sýn- inga sýna leikflokkar ein stakra manna eða hópa verk sem sérstaklega eru valin með svona ferðalag fyrir augum. Þjóðleikhúsið sendir nú út á Iand með gamanleikinn Tengdasonur óskast, sem hef- ur notið mikilla vinsælda hér í Reykjavík og er líklegur til að kæta margan á landsbyggð inni. Þá er Leikfélagið með Delerium bubonis eftir þá Múlamenn í leikför á Vest- fjörðum um þessar mundir. —• Nýr leik'lokkur sýnir nú gam anleikinn Villtar meyjar frá Hornafirði og ‘hringinn og Nýtt leikhús Flosa Ólafssonar var komið á kreik með sýn- ingar á Ástir í sóttkví. Þann- ig morar landið nú í lei'kflokk um, og það er hlegið í sam- komuhúsum frá Öndverðar- nesi að Dalatanga. Undirritaður gekk niður í Iðnó eitt kvöld fyrir skömmu, þar sem Leikflokkur Þorsteins Ö. Stephensen var að æfa nýj- an gamanleik, sem á að fara að sýna úti' á landi. Frumsýn- ingin verður á Hornafirði Iþann 23., en þaðan ætlar leik- flokkurinn hringinn. Þau eru fjögur, sem fara þessa leikför, Þorsteinn Ö., Helgi Skúlason, Knútur Magnússon og Helga Bachmann. Leikritið sem þau sýna er Tveir í skógi efti'r Ax- el Ivers, mann sem hefur sam ið nokkra gamanleiki við góð- an orðstí. Þorsteinn hefur þýtt en Helgi er leikstjóri. Þá eru sungin nokkur lög í leiknum, sem höfundur Hreðavatnsvals ins hefur samið. Ménn kann- ast kannski 'bezt við það tón- skáld undir nafninu Reynir Geirs, en þeim sem ekki vi'ta betur má segja uð Reynir Geirs tónskáld og Knútur Magnússon leikari eru einn og sami maður. Þei'r þrír Þor- steinn. Helgi og Knútur, hafa því lagt nokkuð til verksins annað en leik. Hins vegar var ekki að sjá á Helgu að henni iþætti' iþað nokkuð miður, enda væri henni trúandi til að leika við þá alla samanlagt og jafna þannig metin. Leikför er að vísu engin tið- indi lengur, en þessi hefur það umfram aðrar, að með henni lýkur löngu hléi, sem Þor- steinn Ö. Stephensen hefur gert á leik sínum. Hann stíg- ur nú fram á sviðið aftur eft- ir tveggja ára fjarvist. — skömmu áður en hann fór í orlof sitt vann hann frábært afrek með leik sínum í Brown ingþýðingunni, sem sýnd var í Iðnó veturinn 1957-’58. Að sjálfsögðu hefur hann komið fram í útvarpi síðan. í raun- inni vildi' margur leikhúsgest ur hér í bæ vera í sporum þeirra á landslbyggðinni, sem sjá Þorstein nú á sviði í fyrsta si'nn eftir þetta langa hlé. — Það er ágætt að vera byrj aður aftur, sagði Þorsteinn. — Leikarar vilja helzt ekkert gera annað en leika. Nei, það er ekkert ákveðið hvað er framundan annað en þetta. Helgi Skúlason hefur á síð- asta leikári' leikið Mark Anth- ony í Cæsar og einnig leikið í Blóðbrullaupi Lorca, sem bæði voru sýnd í Þjóðleikhúsinu, þar sem hann hefur veri'ð á föstum samningi að undan- förnu. Það kom því dáiítið á óvart, þegar hann sagði upp við Þjóðleikhúsið í vor. — Við skulum ekki tala um það, sagði' Helgi. — Ég þykist góður þar sem ég er. 41. árg. — Þriðjudagur 21. júní 1960 — 136. tbl. Hann er nú í stjórn Leikfé- lagsins, ásamt Þorsteini Ö., sem er formaður, og Guð- mundi Pálssyni. Helga Backmann hefur leik- ið í tveimur gamanlei'kj um í vetur, Gesti til miðdegisverðar og Grænu lyftunni. — Hvernig lizt þér á að eiga að ferðast hringinn í kringum landið með þessum skörfum? — Mér líst ljómandi á það. Ég fann strax að ég nýt for- réttinda sem eini kvenmaður- inn. Þeir koma hlaupandi og kveikja í sígarettu fyri'r mig. Það er góðs viti. — Hvað hefur þú verið að gera í vetur, Knútur? — Ég var að koma yfir mig íbúð — 119 fermetrum á 6. hæð að Kleppsvegi 2. Áður en'hann fór að byggja lék hann í Nótt í Napolí og Tú- skildingsóperunni eítir Brecht. — Hver keyrir? — Keyrir hvað? — Bílinn. — Við höfum bílstjóra. — Annars hafa allir bílpróf, ef hann skyldi skvetta í sig. — Og um hvað er leikritið? — Það er um tvo náunga, sem ætla að lifa kyrrlátu lífi, segir þýðandinn, — og rífa sig frá menningunni — og kvenfólki. Þeir hverfa til írum skógarins og höggva sér rjóð- ur og byrja að rækta. Þetta gengur bærielga í 6 mánuði. Þá gerast þeir atburðir, sem trufla fyrirætlanir þei'rra. — Og það eru náttúrlega slæmir atburðir? — Ja; þeir gætu minnsta kosti sagt: Það sem helzt hann varast vann varð þó að koma yfir hann. — Ó, já, þetta er svona ef t- ir því Ihvernig litið er á málið. -— Einmitt. — Helga er sem sagt enginn statisti. — Nei, það er betra að taka hana með í reikningi'nn. — En Knútur? — Hann leikur þriðja skarf- inn. Hann er í sendiferðum af því án vista og grammófón- nála geta þeir ekki verið. Mað urinn heitir Tigerbully og er feiknarlegur reiðgikkur og of- boðsleg skytta .Hann gæti hitt mýflugu á 300 metra færi, þ. e. a s- þegar hún er orðin að úlfalda Heim og -heiman ríður hann í gegnum dal dauðans og segir af sér tröllasögur, og gefur ekki eftir Gvendi skyttu — sem sagði: Sá þrjár gæsir koma ílljúgandi; skreið á bak , við stein og skaut og lágu sjö, lagsmaður. — Já, það er nokkur söngur í leiknum. Tónskáldið hefur samið lögin eftir hendinni, og við höfum verið svo heppin, að það hefur alltaf hitt á in-* spírasjón. — Fær hann að halda skeg'g inu? — Auðvitað. Við sverjum við það. — Og það sviðnar ekki á ferðinni um dal dauðans. — Nei, það er eldtraust og við sverjum við það eins og skegg spámannsins. Áður en ég kveð þetta góða fólk segir leikstjórinn mér, að Þorsteinn Ö., hafi skr'sfað íor- spjallið í leikskránni'. Það er Framhald á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.