Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1898, Page 1
Verð árgangsins (minnst 00 arka) 3 kr. 30 aur.; erlendis 4 kr 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN UNGrl. - 1— Áttundi árgangur. —1— -f—-lsc<3|?= RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =ls«m- t Vppsögn skriflcg, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. áagjúní- mánaðar. og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld s'ma fyrir blaðið.
M 3. 4. ísAFIRÐI, 30. SEPT. 18 9 8.
Útlönd.
Herförin til Sudan: orustan við
Obdurmann. — Kalífinn áfiótta. — Keis-
aradrottninginíAusturríhi myrt■
— Dreyfusmálið, —nýjar upplýsing-
ar, falsskjal og sjálfsmorð. — Manndr áp
og brennur á Krít. — Ýmislegt.
Frá útlöndum hafa ný skeð borizt
ýms stórtíðindi, og skal hér getið hinna
helztu, þó að enn vanti full greinilegar
sagnir um suma viðburðina, og verður
því þær frásagnir síðar að auka.
Af herförinni til Sudan, sem opt hefir
verið drepið á i blaði þessu, er nií. þeirra
fregna að geta, að eptir orustuna við
Atbara 6. apríl síðastl. (sbr. 31. nr. VII.
árg. „Þjóðv. ungau) hélt Kitchener hers-
höfðingi herfiokkum Breta og Egypta
suður með Níl, sem leið liggur til Kart-
um, og mætti engri mótspyrnu, unz kom-
ið var 1 grennd við bæinn Obdurmann,
skammt frá Kartum; þar var kalifi þeirra
Sudansmanna sjálfur fyrir, með margar
þúsundir manna, og sló þar í harðasta
bardaga 2. sept., og lauk svo, að kalifinn
lagði á flótta, eptir að fallnar voru af
hans mönnum rnargar þúsundir manna,
sem sýnt kvað hafa frábæra hreysti.
Af Bretum og Egyptum varð og mann-
fall nokkuð, en þó hvergi nærri til iíka
við mannfallið af hinum, enda höfðu þeir
ekki vopn og útbúnað, sem brezka og
egypzka herliðið.
Kalífinn komst sjálfur nauðulega und-
an úr orustu þossari, og flýði, með helztu
höfðingjum sínum, og um 130 hermönn-
um, á leið til Kordofan, að ætlað er; en
hitt liðið gafst allt upp.
Hermenn voru sendir á eptir kalífan-
um, til þess að taka liann höndum, en
höfðu enn eigi náð honum, er síðast
fréttist.
Eptir orustuna við Obdurmann héldu
Bretar og Egyptar síðan viðstöðulaust til
Kartum, og veifa nú fánar Breta og
Egypta þar, er Gordon féll fyr, enda telja
uú Bretar hans hefnt, þar sem heita má,
að Sudan sé nú allur á þeirra valdi. —
Erá Austurríki er þær voðafregnir að
seSÍa) að drottning Franz Jóseps keisara
var ný skeð myrt mjög grimmúðlega af
stjórnleysingja einum ítölskum, er Luccesí
nefnist; en ekki greina blöð þau, er vér
höfum séð, hvaða dag það liafi verið, eða
nánari atvik við morðið, og verða því
þær frásagnir að bíða. — Morðinginn, sem
nú situr í fangelsi, hælir sér mjög af íll-
verki sínu, og kvað honum hafa farizt
svo orð, að ölluni stórmennum yrði fyrir
hvern mun að ryðja burtu, enda myndu
eigi að eins lýðvaldsforsetar, konungar og
ráðherrar, fá að kenna á féVögum sínum,
heldur allir, sem valdir vœru að eymd
manna hér á jörðinni; og kveðst hann
hafa framið glæp þenna, til þess að slá
öllum stjórnendum ótta og skelfingu í
bringu.
Fregnin um morð þetta hefir að von-
um hvívetna vakið mestu gremju, ekki
síztí Austurriki, og hefir sú gremja einkum
bitnað á Itölum, þar sem morðinginn er
af þeirra þjóðerni. — Hafa víða í Aust-
urríki, svo sem i Marbury, Laibach, o. fl.
bæjum, orðið uppþot á strætum, og iýð-
urinn ráðið á italska verkamenn; og í
Vínarborg er sagt, að 15 þús. ítalskra
verkmanna hafi verið reknir frá atvinnu;
en herlið varð að skipa, til þess að gæta
húss ítalska sendiherrans í Vin, svo að
sendiherranum yrði enginn óskundi
sýndur. —
Franz Jósep keisari, sem með sanni
má segja, að verið hafi stakur mæðumað-
ur um dagana (sbr. 46.—47. nr. VII. árg.
„Þjóðv. ungau), kvað hafa borizt af ept-
ir öllum vonum. „Jeg missi ekki trúna
á guðiu, kvað keisarinn hafa sagt, er hann,
með dætrum sínum, Gisélu, og Maríu
Valeníu, gekk til kirkju, til þess að vera
við sorgarguðsþjónustugjörð eina, til
minningar um drottninguna. — — —
Af Dreyfusarmálinu er þeirra nýjunga
að geta, að herforingi einn, Henry að
nafni, hefur nú játað, að hann hafi samið
skjal eitt, er Dreyfus hefir áður verið
talinn höfundur að, og að hann hafi enn
fremur, til þess að dylja þann glæp sinn,
unnið meinsæri fyrir rétti. — Má nærri
geta, hver áhrif játning þessi hefir haft
á hugi. manna á Frakklandi, jafn miklar
æsingar, eins og þar hafa verið, út af
þessu Dreyfusarmáli. — Bætti það og
eigi um, að litlu eptir það, er Henry
hafði gjört þessa játningu, fannst hann
örendur í varðhaldsklefa sínum, skorinn á
háls með rakhnifi, og er látið svo heita,
sem hann hafi framið sjálfsmorð; en get-
ur um það ýmsar manna á milli, að hon-
um hafi, annað tveggja verið hjálpað til
sjálfsmorðsins, eða jafn vel styttar stund-
ir, af þeim, er eigi hirða um, að sann-
ieikurinn leiðist í ljós i þessu Dreyfusar-
máli.
Kona Dreyfusar krafðist nú á ný, að
mál manns síns yrði endurskoðað, en ekk-
ert var þó útkljáð um það, er síðast frétt-
ist, og viðsjár mjög miklar með mönnum.
— Er svo að sjá, sem ráðaneytisforsetinn
Brisson, og ýmsir i ráðaneytinu, hafi þó
viljað láta endurskoða málið, en hermála-
ráðherrann Cavaignac reis öndverður gegn
því, og beiddist þegar lausnar frá ráð-
herrastörfum. — Heitir sá Zurlinden, er
við hermálastjórninni tók eptir Cavaignac,
og er svo að sjá, sem hann muni vilja
hinu sama fram fara, sem Cavaignac. —
Yoru um þetta sífelldir ráðherrafundir í
París, er síðast fréttist, og þykir líklegt,
að sú verði þó niðurstaðan, að stjórnin
sjái sér eigi annað fært, en að láta end-
urskoðunina fá framgang, og kveðja
Dreyfus heim frá „DjöflaeynnP, þar sem
æfi hans hefir verið allt annað en glæsileg.
Af Emile Zola segir nú fátt, nema
hvað vinir hans, og flokksmenn, fullyrða,
að hann muni koma til Parísar í októ-
bermánuði, og ekki linna látum, fyr en
hann fái sínum vilja framgengt, að Drey-
fusarmál verði prófað að nýju. — — —
Ekki linnir enn óstjórninni, og ósköp-
unurn, á Krít, þar sem þaðan er nú þær
fréttir að segja, að Tyrkir og múhamets-
trúarmenn hafa 6. sept. ráðið á kristna
menn í borginni Canea, kveikt þar í hús-
um kristinna manna, og mjut, eða brennt
inni, um 600 manna, sumt konur og börn.
— Konsúll Breta þar i borginni var og
myrtur, og voru borgarstrætin víða lag-
andi í blóði. Yið dráp konsúlsins brezka
urðu og Bretar óðir og uppvægir, og
skutu herskip þeirra, er lágu þar á höfn-
inni, á borgina.
Þykir nú iiklegt, að Bretar láti þetta
Kríteyjarmál meira til sín taka hér eptir,
en liingað til, svo að skipulag komist á
þar á eyjunni. — — —
Ýmislegt. Það þykja tíðindi, að Li-
Hung-Chang, sem verið hefir eins konar
Bismarck i Kina, og ráðið þar öllu, er
nú ný skeð embættum sviptur. — Járn-
brautarlest, sem f'ara átti frá Lundúnuin
til Manchester, hlékktist ný skeð á, og
létust 6 menn, en um 30 meiddust. —
Annað járnbraidarslysið varð og ný skeð
í Belgíu, og meiddust 21. — Af uppreisn-
armönnum þeim, er þátt tóku í upp-
reisninni i Terghanahéraði (sbr. 40. nr.
„Þjóðv. unga") hafa nú Riissar látið taka
18 af lifi, en sent 250 í útlegð til Síberíu.
— í sept. varð Vilhelmína, drottning á
Hollandi, fullra 18 ára, og hefir nú sjálf
tekið þar við rikisstjórn, sem Emma
drottning, móðir hennar, hafði áður haft
á hend’. -- Kolanemaverkfatlið í "Wales
var nii loks á enda í öndverðum sept.,
og hefir valdið verkamönnum, og öðrum,
afar-miklu tjóni. —
Hitar voru mjög miklir á Bretlandi,
og víðar, í öndverðum yfirstandandi
mánuði.
----ooogooc-----
Grímur frá Grnnd.
Austan um haf kom hann Grimur frá
Grund.