Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1898, Side 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1898, Side 7
VIII, 3.-4. Þjóðviljinn- unöi. 15 nafni, en þó fórumst vér allir af honumu. Forrnaðurinn svaraði: „Það getur verið, og því sýnist mér hann svo fallegur1'. Það er og mælt, að Þorsteinn hafi sagt við kunningja sinn einn, að hrædd- ur væri hann um þennan vetur; en lifði hann hann af, myndi hann verða gam- all maður. Halldór Hafliðason hét maður i Æðey; hann kom þetta sama haust að Lauga- bóli; var það um aðventu-leyti; hann gisti að Jóni bónda Halldórssyni8 3 nætur, og sagði hann þá bónda einn morgun draum sinn, og kvaðst hræddur um, að Þorsteinn í Æðey færist í vetur, því úti staddur þættist hann í Æðey, og Þorsteinn og hásetar hans, undir vegg á íveruhúsinu; þótti þá Halldóri veggurinn hrynja á Þorstein, vinnumenn hans og háseta; en sjálfur þóttist Halldór komast undan með Gísla, formanni sinum. — Draum þenna sagði Halldór Jóni bónda, en Jón aptur Guðbrandi Jónssjmi í Skáleyjum; en þvi er þetta talið, að það var áður, en þeir Þorsteinn týndust. — En það varð, er Arni gamli, faðir Hósinkars, spurði manntjónið, að að hon- um setti harm mikinn í körinni, og dó litlu síðar. — Síðar spurðist, að eitthvað hefði rekið af skipi Þorsteins í Aðalvík; sendi þá Hildur, ekkja hans, þann mann þangað, er Elías hét, að njósna um, hvað satt s) Jón bóndi Halldórsson á Laugabóli, bróðir Gunnars heitins alþm., og þeirra systkina. Ritstj. myndi í því; hafði þar rekið stjaki einn merktur, er menn þóttust kenna; en enga vissu kunnum vér um það að segja, þó að út bærist það, að þar ræki lík Þorsteins, og væri rænt fingurgulli; væri því síðan á sjó kastað, en ræki aptur; sæist þá, að af væri fingurinn, með gullinu, og þá myndi líkið enn dulið. — Og ekki vildi Stefán sýslumaður prófa það mál, eður til þess freista, þó að Hildur, ekkja Þor- steins, beiddist þess. Læknir settur. Cand. med. Magnús Jóhanns- son er settur lœknir í Skagafjarðarsýslu, í stað holdsveikralœknis Sœm. Bjarnhóðinssonar, frá 1. okt. þ. á. að telja. Botnverpingar sektaðir. Danska herskipið „Heimdal11 náði ný skeð í botnverping, er fisk- aði í landhelgi á Héraðsflóa, og var hann sekt- aðnr um 1008 kr., en afli (um 30 pd. af ísu og kola) og veiðarfœri gert upptoekt. Annar botnverpingur, er fiskaði í landhelgi við Vestmannaeyjar, kvað og ný skeð hafa orð- ið fyrir útlátum. Prestaköll laus: Svalbarð f Þistilfirði og Hof í Vopnafirði. Blaðið „ísland“ þykist vita, að oand. Friðrík Hallgrímssm (biskups) muni verða settur prest- ur að Hofi til bráðabirgðar. ísafirði 30. sept. ’98. Tíðarfarið hefir í þ. m. verið afar-óstöðugt og rosasamt hór vestra, nema lítið eitt stöðugra, og all-mild veðrátta, siðasta vikutíma. Hr. Hans Ellefsen, hvalveiðamaður á Sólbakka í Önundarfirði, hefir nv skeð gefið bindindisfél- aginu „Dagsbrún" hér i kaupstaðnum 300 kr., til þess að grynna ögn á húsbyggingarskuld fó- lagsins. Strandbáturinn „Skálholt“ kom hingað að norðan 14. þ. m., og lagði af stað héðan aptur að morgni 15. s. m. — Með strandbátnum var fjöldi kaupafólks og skólapilta, en fátt nafn- greindra manna. ý 19. þ. m. andaðist að Eyri í Skötufirði, af barnsfararsótt, konan Kristin Anna Haralds- dóttir, hreppstjóra Halldórssonar, snikkara á Isa- firði, Halldórssonar frá Hnjóti við Patreksfjörð. — Hún var fœdd 1858, giptist 31. okt. 1888 eptirlifandi manni sínum, Gunnari bónda Sigurðs- syni á Eyri í Skötufírði, Hafliðasonar í Hörgs- hlíð, Guðmundssonar, bónda Sigurðssonar á Kleifum i Skötufirði. — Voru þau hjón systkina- börn, með því að þœr Salóme, kona Haraldar heitins, og Kristín, móðir Gunnars, systur Gunn- ars heitins alþm. f Skálavik, og þeirra systkina, voru alsystur. Hin framliðna var vœn kona, og vel látin, og lœtur eptir sig 6 börn, hið elzta 8 ára, en hið yngsta rúmra 3 vikna. Gufuskipið „Rapid“, 267,11 smálestir að stœrð, skipstjóri J. Brudvik, lagði af stað héðan til út- landa 26. þ. m., fermt 2265 skpd. af fiski frá verzlun A. Asgeirssonar. •}• Látin er i f. m. að Kviurn í Grunnavikur- hreppi konan Petrína Jakobsdóttir, ekkja Einars heitins Hagalínssonar, sem eitt sinn var deild- arfulltrúi Grunnvíkinga. — Þau hjón áttu ekki barna. Aflabrögð. Róðrar enn ekki byrjaðir hjáal- menningi hér við Djúp, enda réttist enn ekkert úr beituvandrœðunum, þar sem livorki fcest síld né smokkur. — Héðan úr kaupstaðnum hafa stöku menn róið með haldfœri, og fengið all- þolanlegan afla í norðanverðu Djúpinu, svo að líklegt er, að afla mœtti fá, ef beita vesri. Bugnaðar- og framkvœmda-maðurinn Guð- mundur Oddsson á Hafrafelli kvað nú hafa sent menn vestur i Önundarfjörð, til þess að afla þar skelfisksbeitu, sem hann mun hat'a í huga, að láta svo flytja hingað norður með strandskip- unum, og má þykja merkilegt, að engum skuli hafa hugkvœmzt slíkt fyr, þar sem sú beita kvað vera mjög auðfengin þar vestra. Bœndur í Önundarfirði, og ef til vill á fleir- um Vestfjörðunum, myndu og geta haft nokkra atvinnu af því, að afla skelfisks, taka hann úr 14 Fyrir því var það og uppáhaldsskip heldra fólksins, er það einkum kaus sér far með, þegar það þurfti að bregða sér til baðvistarstaðanna á Þýzkalandi, til þess að bæta í sér magann, eptir allt sukkið og sællífið í vetrarsamkvæmunum. Það var nú eitt sinn, vorið 1880, að skip þetta skreið íram hjá „Landsorts“-vitanum, og var veður eink- ar fagurt, og sær nær sléttur. Farþegjarnir voru ný staðnir upp frá miðdegisverð- inum, höfðu tyllt ser niður á apturþilfarinu, og sátu þar í þyrpingu. Þar var M ... prófastur, P .. . greifi, og frú hans, læknirinn H..., sem orðinn var þá þegar na&kunnur maður, fríherra E ..., konan hans, og barón Ó ... Samræðan gekk fjörugt, og laut öll að andatrúnni, sem ýmsir voru þá famir að hafa gaman af að spjalla um. „Já, víst er um það, að það er margt undarlegt í heiminum, sem ver hvorki getum skilið, né trúað, þó að vér horfúm á það með vorum eigin augum, sagði Ó ... barón. „Já, það er víst og satt, sagði ljúfmennið, hann M... prófastur, og var svo að sjá, sem hann segði það þó fremur við sjálfan sig, en að hann viki þeim orðum til hinna; en síðan leit hann hálf-kýmilega til H ... lækn- is, og bætti þá við i ögn hærri róm „eða hvað sýnist yður, læknir minnu. „ Jú, jú jeg skil, hvað þú átt við“, anzaði læknirinn „þó að langt sé nú liðið síðan, óhætt að segja....“ „Nei, segið oss fyrir alla muni frá því“, kvað nú við úr öllum áttum, og ekki sízt frá kvennþjóðinni. 11 spítalann í höfuðborginni, og fór hún að þeim ráðum, þó að henni að vísu félli það þungt, að verða að slíta sig frá bömunum og heimilinu. Og það var að eins vonin um batann, og um heim- komuna, sem veiti henni þrek til þess, að þola þrautir veikindanna, og afbera hina kvalafullu skurði, sem lækn- arnir töldu óhjákvæmilega. En nú varð þó sú raunin á, að sjúkleiki hennar fór versnandi, og henni fór að verða ljóst, að sér myndi eigi bata auðið. Gjörðist hún þá mjög áhyggjufull út af þvi, hvað verða myndi um ástvini hennar, að henni — konunni og móðurinni — látinni. — Hver átti þá að vera manni hennar til hughreystingar? Og hver myndi sýsla um börnin? Hún þurfti því mikillar huggunar við, veslings kona; en þvi miður varð jeg þó opt og einatt að yfir- gefa hana með þeirri sáru meðvitund, að fortölur mínar hefðu að engu megnað, að lina sálar-angist hennar, vesa- lingsins. Maðurinn hennar heimsótti hana eins opt, eins og hann gat; en þar sem heyannir, og uppskera, stóð þá sem hæðst, var það vanalega að eins á sunnudögum, sem hann gat misst sig að heiman; en þá sat hann líka ein- att hjá rúminu hennar frá morgni til kvölds. Þriðjudagsmorgun einn i býtið var eg svo kvaddur á spitalann, til þess að þjónusta sjúkling einn, sem lá fyrir dauðanum, og óskað hafði prestsfundar; og er eg hafði lokið því embættisverki minu, varð mér reikað fram hjá herbergi fyrnefndrar konu.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.