Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1898, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1898, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 60 arka) 3 lcr. 50 aur.; erlendis á kr 50 mir.,og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímAn- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN UNGI. ——■ —1= Áttundi ÁBaANauB. =| ■ —— --f—J RITSTJÓBI: SKÚLI THORODDSEN. -!- Uppsögn skrijieg, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30, dagjúní- mánaðar. og lcaupandi samhliða uppsögninni horgi skuld sína fyrir blaðið. M 7. 8. ÍSAFIBÐI, 31. OKT. 189 8. IJtlöncl. Til viðbótar útlendu fréttunum í síð- asta nr. blaðsins má þessa geta: í Damnörku fóru fram kosningar til landsþingsins (efri inálstofunnar) í baust, og missti stjórnarflokkurinn þá 4 þing- sæti; en þrátt fyrir ófarir þessar, og enda þótt stjórnin biði enn meiri ósigur við fólksþingskosningarnar í síðastl. apríl- mánuði, þá er mælt, að flitrrinrj-vsMrieyt- ið muni sitja sem fastast, og eru það ráð þeirra Estrup’s, Néllemann’s, og annara „provísorista“, er vilja fyrir hvern mun, að allt haldist sem óbreyttast um sina daga. Af Dreyfusmálinu er þeirra nýjunga að geta, að ráðaneytið Brisson skipaði loks 6 manna nefnd, til að íhuga, hvort dóminn í Dreyfusarmáli skyldi endur- skoða, og lét nefnd sú uppi álit sitt 24. f. m.; vildu 3 nefndarmanna, að endur- skoðun færi fram, en 3 lögðu á móti, og á þeirri skoðun var Zurlinden liermála- ráðherra. — Brisson, og hinum ráðherr- unurn, leizt þó annað, og varð Zurlinden því að víkja úr ráðherrasæti, og heitir nýi hermálaráðherrann Channoine. — Ráðaneytið ályktaði því næst í einu hljóði, að taka mál Dreyfusar fyrir að nýju, og vænta því margir, að Dreyfus verði bráð- lega, kvaddur heim frá „Djöflaeynniu, svo að hann geti verið viðstaddur, er mál hans verður prófað að nýju. — Esterhazy greifi, sem grnnaður er um, að hafa fals- að skjöl nokkur, er Dreyfusarmál snerta^ var flúinn til Lundúna, og tjáist munu leysa þar frá skjóðunni, því að Bret-ar framselja eigi slíka sökudólga, heldur eiga þeir sér þar friðarland, svo sem og í Svissaralandi. Hertoginn af Orleans, sem þykistrétt borinn til konungdóms á Frakklandi, hefir ný skeð birt ávarp til Frakka, og skjallar þar mjög herinn, og tjáist þess albúinn, að gæta sóma hans og heiðurs; en þó að hugir manna á Frakklandi séu mjög æstir, út af Dreyfusarmálinu um þessar mundir, þykir þó liklegt, að ávarpi hertogans verði lítill gaumur gefinn. Jarðarför Austurrikis-drottningarinnar fór fram í Vín 18. sept. með afar-mikilli viðhöfn, og í viðurvist ýmsra þjóðhöfð- ingja, svo sem Vilhjálms keisara, ATberts Saxakonungs, Carls Rumena-konungs, Alexanders Serba-jöfurs o. fl. o. fl., og hefir Franz Jósep keisari, til rninningar um drottuingu sina, og Elizabeth „kelguu írá Tliúringen, stofnað nýja „orðu“, er veita skal kvennmönnum, er fram úr þykja skara i mannúðar- og guðræknis- störfum. Á ítalíu, og viðar, hefir mikið á geng- ið, að hneppa ýmsa „anarkista“ i varðhald, og vafasamt, að sumir þeirra, er fyrir því hafa orðið, hafi mikið til saka unnið. — Sagt er og, að stjórn Itala hafi lagt það til, að stórveldin sendi fulltrúa á fund, til þess að íkuga, hver ráð séu tiltæki- legust, til þess að vinna bug á „anar- kistum“, og munu flest stórveldanna hafa tekið tillögu þeirri liklega. Frá Kína koma þær fregnir, að ekkju- drottningin Tsu-Hsí, ekkja Ichu heitins keisara, hafi krundið fóstursyni sínum, Tsaitien keisara, úr völdum, og segja sumar sagnir enda, að keisarinn hafi ver- ið myrtur; en ráðlierra hans Kany-Yu-Mei forðaði sér út á enskt herskip. Hafði Tsaitien keisari, og ráðherra hans, i sum- ar gert ýmsar ráðstafanir til umbóta í Kina, og jafn vel veitt þegnum sínum prentfrelsi; en það var ekki að skapi gömlu konunnar, né Lí-Hung-Shang’s, sem jafnan hefir verið i miklu uppáhaldi hjá henni; og þegar keisari gjörðist svo djarf- ur, að svipta Lí-Hung-Shang völdum, þá var teningunum kastað, enda er hann nú, að sagt er, æðsti ráðherra drottningar. Ekkjudrottningin, sem nú er orðin 64 ára, kefir áður stýrt Kína i nokkur ár (frá 1881 til 4. marz 1889), og er það hyggja manna, að bylting þessi hafi með- fram verið gjörð að undirlagi Rússa, þvi að Lí-Hung-Shang hefir verið þeim mjög fylgjandi að málum, en borið þungan hug til Breta, og þykir Bretum sér þvi nóg boðið, er karl er aptur kominn til valda, og getur því vel svo farið, að tíð- inda verði að vænta þar að austan. „Socíalista“-foringinn danski P. Hohn, sem setið hefir í varðhaldi um hríð, grun- aður um að hafa viljað nota bæjarstjórn- arstöðu sina sér til fjár, sýktist í varð- kaldinu, og andaðist á sjúkrahúsi fanga- hússins 26. sept. síðastl. — Þykir ekki laust við, að hið gamla liægrimanna flokkshatur hafi að sumu leyti komið fram í rannsokninni gegn honum; og ó- mannlegt var það, hvernig sem á er litið, að hann skyldi eigi fá að liggja bana- leguna heima hjá séi'. — Holm heitinn var mjög fjölhæfur maður, og eiga jafn- aðarmenn. í Danmörku honum mikið að þakka; en aliir eru menn, og öllum get- ur yfirsézt. Ágreiningur er risinn milli Frakka og Breta, út af Fashoda-héraði í Afríku, sem Frakkar hafa slegið eign sinni á, en Bretar telja lieyra til reitum „madhiansu i Sudan, og vilja því eignast. — Líklega jafnast þó sá ágreiningur friðsamlega. -- OCO^OOO' ■ Konungskosningarnar að vori. Samkvæmt 14. grein stjórnarskrár vorr- ar eru konungkjörnir þingmenn að eins kvaddir til þÍDgsetu fyrir 6 ár i senn, þar sem konungkjörnir þingmenn í Dan- mörku eru aptur á móti kvaddir til þingsetu æfilangt. Tilgangurinn með þessari grein stjórn- arskrárinnar er auðsær; hann er sá, að konungkjörnu þingmennirnir eiga að vera stjórnarinnar menn. Og stjórnin hefur líka, fyr og síðar, fyllilega sýnt það, að hún leggur þenn- an skilning, og ekki annan, í ákvæði stjórnarskrárinnar. Öllum er það t. d. enn í fersku minni, hvernig stjórnin árið 1886 notaði þenna rétt sinn, til þess að hafna einum nýt- asta þingmanni, Hallgrími biskupi Sveins- syni, af þvi að hann á alþinginu 1885 stóð þjóðarinnar megin í stjórnarskrár- málinu, sem stjórninni var þá „áhuga- málu, að reyna að kæfa sem mest og bezt niður. Nú stendur til, að konungkjörnir þing- menn verði kvaddir á komanda vori, með því að þingsetutími þeirra, sem nú eru, er þá á enda. Og þar sem líkt stendur nií á, eins og 1886, að stjórnin hefúr sitt „áhuga- raálu fyrir brjósti að bera, stjórnarskrár- breytinguna, sem ráðgjörð var í fyrra, þá væri næst að ætla, að stjórnin fylgdi sömu reglu, sem þá, að kveðja ekki að nýju þá menn til þingsetunnar, sem bar- izt hafa gegn „áhugamálinu“ hennar árinu áður. En það gjörðu i fyrra, sem kunnugt er, af konungkjörnu þingmönnunum þeir skólastjóri Jón A. Hjáltalín og L. E. Sveinbjörnsson háyfirdórnari. Sé nú stjórninni það enn sama „á- hugamáliðu, sem í fyrra, að fá stjórnar- skrárbreytingunni fram gengt, þá er auðsætt, að hvorugan þessara þinggarpa sinna getur hiin endurkosið, því að það væri að vinna beint á móti því, sem stjórnin læzt þó vilja fá framgengt. Má og segja það um báða þessa herra, að eptirsjá myndi að hvorugum þeirra mikil, þótt þeir hyrfu af þinginu, að þeim báðum ólöstuðum að öðru leyti. . Um hr. Hjaltalín vita það allir, að atkvæði hans hefir jafnan eptirtakanlega sveigzt i þá áttina, sem landshöfðinginn myndi kosið hafa; og báðir geta þeir herrar (Hjaltalín og Sveinbjörnsson) ef- laust notið nægilegrar svefnværðar og hvíldar, þótt ekki sé þeim rúmið ætlað i efrideildar salnum. Það væri því afar-eptirtektavert, ef stjórnin, sem árið 1886 ekki horfði i það,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.