Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.01.1900, Qupperneq 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.01.1900, Qupperneq 5
XIV, 3.-4. Þjóðviljinn . 13 á lolmðar dyr, sjáum skámmt fram í tím- ann, og alls ekkert út fyrir sjóndeildar- hring þessa litla jarðhnötts, er vér byggjum. Hve leiðinlegt yrði eigi lifið, ef vér vissum allt frá fyrstu, svo að ekkert gæti komið oss á óvænt? Ef vér vissum fyrir fram, hvernig „dagurinn eptir dauðann“ myndi verða, þá myndi dýrð hans í vorum augum verða hálfu minni, og meira en það. En, sem betur fer, getum vér alls ekkert um þetta vitað. Jafn vel andatrúarmennirnir geta það ekki, því að andarnir segja, að það sé þess eðlis, að ekki sé auðið, að skýra frá því dauðiegum' verum. Og þessu á jeg svo ofur hægt með að trúa. Hvað væri svo sem í það varið, ef það væri svo lítiJfjörlegt, blátt áfram, og likt þessu lifi, að vér gætum skilið það. Nei, til allrar hamingju, þá getum vér að eins skapað oss um þetta ein- hverjar íinyndanir eða óglöggar draum- sjónir. En þegar sá dagur kemur, þá ber margt alls óvænt fyrir oss alla. Lifið hefur óþrjótanda upp á að bjóða. ----ooogooo----- f Ur bréfiim. Um ritdóminn um Bókmenntafélags- bækurnar eptir ónefndan höfund, er undirskrifaði „Yaleu í „Þjóðv. ungau, ritar merkur maður oss ný skeð: „Rit- dómurinn í „Þjóðv. ungau um Bók- menntafélagsbækurnar þ. á. (1899) líkar mér ekki. — Þar eru „krítíseraðir“ smá- munir, sem lítið þýða, og almenningur veit ekki af, — enginn, nema sárfáir stafsetningar-þrælar, — en ekki nefný á nafn það, sem mest er í varið, að Is- landsfréttirnar í Skirni eru einskis virði, ófullkomnar og gauðrangar. — Það var heldur orsök, til að setja út á það. — Það þarf heldur ekki sérstaka sagnfræð- inga, til að hafa gagn af fyrri ritgjörð- inni í Safni til sögu íslands (4. hepti), eins og ritdómarinn segir, ekkert, nema að vera kunnugur Sturlungu; en þeir eru má ske fáir mi orðið“. Grreinin „Botnverpinga-atferliu, sem prentuð var í 60 nr. „Þjóðv. ungau, fær hvívetna beztu viðtökur, þar sem til hefur spurzt, og þykir maklega húðfletta apturhaldsliðið. — í einu bréfi, sem vér höfum hér liggjandi fyrir framan oss, er komizt svo að orði: „Það er grein, sem ætti að vera lesin á hverju heimili með athygli, og ætti að vera höggvin í marmara við hverjar húsdyr, þar sem „Þjóðólfur“, og önnur óþverrablöð fara innu. Út af ummælunum í fyrri bréfkafl- anum, finnum vér ástæðu, til að taka það fram, að eins og stafsetningin er í sjálfu sér mjög þýðingarmikið atriði, þegar um varðveizlu vorrar fógru og forngöfugu tungu er að ræða, þannig er það sérstaklega vítavert af Bókmennta- félaginu, hinu eina vísindalega fræðifé- lagi landsmanna, að láta sjást í ritum sinum jafn hneixlanlega, og sjálfri sér í alla staði ósamkvæma stafsetningu, eins og cand. mag. Bjarni Jónsson frá Vogi hefur að bjóða. Það á líklega langt í land enn, að allir rithöfundar hér á landi fylgi einni og sömu stafsetningu, og er það sök sér, ef fylgt er einhverri fastákveðinni reglu, og þá annari reglu, en þeirri, að reyna að afskræma málið, og rita allt sem heimskulegast, ósamkvæmnast og vit- lausast. — Slíkt má engum óátalið hald- ast uppi, og allra sízt Bókmenntafé- laginu. Hvað íslandsfréttirnar í Skirni snertir, þá erum vór höfundinum aptur á móti fyllilega samdóma, en sjáum reyndar ekki, að þær sóu miklum mun ómerki- legri i þetta skipti, en þær hafa eÍDatt verið. Það hefur verið vaninn, að hlaupa t. d. fram hjá öllum þeim atburðum að kalla, er valdstjórninni voru að vanza, af því að fróttirnar hafa jafnan verið skrifaðar af mönnum, sem ekki hafa mátt, eða viljað, styggja þá, sem við völdin voru; og þar við hefur svo bætzt meira eða minna hirðuleysi fregnritanna, að hafa uppi á 'fróttunum sem áreiðan- legustum, og má vera, að nokkru meira kveði að því að þessu sinni, en að und- an fórnu. Ritstj. ----------------- Stephensenska. Hann er þó enn ögn að hugsa fyrir ættingjunum sínum, landshöfðinginn okkar. Yér munum allir, hvernig holdsveikra- 12 vel; en að öðru leyti skýrði jeg honurn ekkert nánar frá þessu. Það er óþarft að skýra hér frá tilraunum mínum nótt eptir nótt; en þess varð eg Var, að dag frá degi tokst mér æ betur og betur að festa huga minn ein- göngu við það, sem eg vildi. Þrisvar sinnum sýndist mér jeg í þoku sjá sömu skuggamyndina, en í öll skiptin kom yfir mig eitthvert mat^eysi, eða jeg heyrði þá einhvern skarkala, sem aptr- aði því, ag j6g feDgi neytt krapta minna einmitt það augnablihið^ sem eg mest þurfti þeirra við. Hér til mikillar ánægju fann jeg, að jeg tók nú að gerast mjög leikinn í því, að festa hug minn þegar eingöngu við hvað, sem jeg vildi, og gerði jeg því hin- ar ýtrustu tilraunir til þess, að fá að sjá þenna kynlega gest, og notaði til þoss eins konar segulmagnkynjaðar handhreifingar, svo sem eg ætti við sýnilegan líkama. Svo var það eitt skiptið, þegar klukkan sló eitt, að öll skilningarvit mín voru næmari, en nokkuru sinni Ur, Og held jeg, að jeg hafi aldrei haft jafn mikinn ^ilja-styrkleika til að bera, sem þá. Jeg dró andann djúpt og reglulega. Hvernig á þessum tilfinningum mínum stóð, gat .log að vísu eigi gjört mér grein fyrir; en jeg var afar- giaður og hrifinn. Æisingin og áreynzlan, sem fyr hafði þjáð mig, var nu orfið, 0g mér fannst, sem þægilegan hita leggði um alla limu mína. Og er eg hélt áfram, að gera þessar segulkynjuðu handa-hreifingar, er fyr gat eg um, var mér, sem mér hnndist, sem eitthvað afl drægi á móti. 5 nokkurt erindi hingað upp um þenna tíma nætur, og kom mér því til hugar, að verið gæti ræningi, sem biði má ske enn fyrir utan dyrnar. Jeg var vopnlaus, og engrar hjálpar að vænta, því að bjöllustrengurinn i herbergi mínu lá til þess hluta hallarinnar, sem enginn bjó í, og hafði jeg ekki enn fengið þetta fært í lag. Jeg spratt því hvatlega upp, gekk að hurðinni, og tvílæsti henni, og hleraði svo við hurðina nokkurar mín- útur, til þess að vita, hvort eg ekki heyrði, að gengið væri burt aptur; en þar var steinshljóð. Loks fleygði eg mér þá í fötunum upp í rúmið, og sofnaði brátt. Daginn eptir sár-skammaðist eg mín svo fyrir hræðsluna, sem hafði gripið mig, komst að þeirri niður- stöðu, að jeg væri taugaveiklaður, og einsetti mér því, að hreifa mig meira á daginn. Jeg spurði brytann, Lemke gamla, hvort hann hefði gengið upp stigann síðla nætur. Lemke, sem var maður gamall, ©r í mörg ár hafði verið i þjónustu frænda míns sáluga, svaraði mór í all-kynlega vandræðalegum tón: „Nei, náðugi herra, enginn af vinnufólkinu hefur farið hór upp“. Mig fór að ráma hálf-óglöggt í einhverjar drauga- sögur, sem jeg hafði heyrt. Skyldi þá vera reimt hér í höllinni Thurnau, og skyldi jeg hafa fengið vofurnar að erfðum með höllinni? Ekki vildi eg samt neitt fara að grennslast eptir þvi, til þess að gera ekki vinnufólkið hrætt, eða vekja

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.