Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.12.1900, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst
52 arkir) 3 kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur.,og
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán-
aðarlok.
M 47.—48.
ÞJÓÐYILJINN.
Fjóbtánbi ÁKöAsrauK. =| ==—
_■-»»-^1= EITSTJÓRl: SKÚLI THOKODDSE N. —-»•—
] Uppsögn skriftey, ógild
I nema komin sétiJútgef-
1 anda fyrir 30. dag jútii-
mánaöar, og kaupandi
i samhliða uppsögninni
' borgi skuld sina fyrir
blaðið.
Í8AFIRÐI, 22. DES.
19 0 0.
Biðjið ætíð um:
Otto Monsteds
Danska smjörlíki,
sem er alveg eins notadrjiigt og bragðgott, eins og smjör.
Verksmiðj an er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til
óefað hina beztu v ö ru og ódýrustu, í samanburði við gæðin.
Fæst lijá l5.anpmön.mi.mim.
Útlönd
Til viðbótar útlendu fréttunum i
4B. —44. nr. blaðs þessa, er þessara tið-
inda helzt að geta:
Danmörk. A þingi Dana stóð i
stappi um skattalögin nýju, og var um-
ræðum í fólksþinginú enn eigi lokið, er
siðast fréttist. Talið vist, að lögin nái
fram að ganga í fólksþinginu, en allt
óvissara enn um landsþingið, þar sem
stjórnin spyrnir fremur á móti lögunum,
og lætur, sem hún sé sjálf að undirbúa
málið, og leggi bráðlega frv. fyrir þing-
ið, eins og henni þyki bezt henta.
Við Masnedsund vildi tí. nóv. það slys
til, að járnbrautarlest rakst á vagn einn,
muldi hann i sundur, drap tvo hesta
sem fyrir vagninum voru, og varð tveim-
ur drengjum, 6 ára gömlum, er í vagn-
inum voru, að bana. — — —
Noregur. Eptir þingkosningarnar
i haust hefur orðið nokkur breyting á
skipun ráðaneytisins, þar sem 4 ráðherr-
ar hafa vikið úr embættum, og nýir
menn komið í þeirra stað. Þeir, sem
frá fóru, voru: tíolst, sem nú er orðinn
amtmaður í Kristjaniu, Nysom, er skipað-
ur var jafn harðan járnbrautarstjóri rik-
isins, Lochen, er gjörður var justitiarius
í hæztarétti, og ThUseen. í stað þessara
manna eru nú komnir: Konoiv, þing-
maður fyrir Iíoiðarmörk, 53 ára að aldri;
hann hefur áður verið í ráðherraembætti,
er Steen rektor skipaði ráðaneyti í fyrsta
skipti. Annar er S'óren Aarstad lögfræð-
ingur, þingmaður i Stavanger, fæddur
1861, þriðji Sparre liðsforingi, fæddur
1859, og fjórði Stang ofursti, fæddur
1858, sonur fyrverandi ráðherra Jakobs
Stang. Steen rektor veitir ráðaneytinu
forstöðu, sem fyr, en líklegt talið, að
það verði að eins til vorsins, með þvi að
hann tekur nú mjög að eldast. — Nýju
ráðherrarnir eru allir taldir mjög dugandi
menn, og mæltist breyting þessi því al-
mennt vel fýrir hjá vinstriinönnum í
Noregi.
Prakkland. Nú er heimssýning-
unni lokið, og þó að aðsóknin hafiverið
feykileg, þá er mælt, að mikið vanti á,
að tilkostnaðurinn hafi fengizt borgaður-
10. nóv. var Salson anarkisti, er Persa-
konungi veitti banatilræði siðastl. sumar,
dæmdur til æfilangrar þrælkunarvinnu.
Hlifði það lífi hans, að banatilræðið
mistókst.
4. nóv. var í Lyon afhjúpaður minn-
isvarði Carnot’s sáluga lýðveldisforseta,
er myrtur var. Þar var Loubet viðstadd-
ur, og margt stórmenni, en Nikolaj, keis-
ari Rússa, sendi Loubet hraðskeyti, og
minntist þess þar, með mjög vingjarn-
legum orðum, hvern þátt Carnot hefði
átt i því, að hnýta sambands- og vin-
áttu-tengslin milli Frakklands og Riíss-
lands.
Siðari hluta dags, er afhjúpaninni
var lokið, spratt maður einn upp á fót-
skemil minnisvarðans, og hélt langa ræðu
til lýðsins, en í ræðulokin tók hann upp
rakhnif, brá honum á háls sér, og and-
aðist þegar. Hefur eflaust verið geð-
veikur.
Verkfalli kolanámumanna í héraðinu
Pas de Cálais í Norður-Frakklandi var
enn eigi íokið til fulls, en þó í rénun;
gengu þar um tima um 20 þúsundir at-
vinnulausar.
Þing Frakka tók til starfa 6. nóv.,
og var þegar, afhálfu Meline’s, og annara
íhaldsmanna, gjörð tilraun til þess, að
steypa ráðaneytinu Waldeck Rousseau, en
svo fór, að ráðaneytið vann þar mikinn
þingsigur, hafði 330 atkvæði sín megin
gegn 238.
Frakkar hafa áformað, að veita Kriiger
gamla virkta-viðtökur, er hann lendir í
Marseille, og bæjarráðið i París ætlar að
halda honum stórveizlu, er hann fer þar
um, á ferð sinni til Hollands, og þykir
Englendingum slikt dekur óþarft, og
ekki sem vingjarnlegast í sinn garð. —
Búa-ófriðurinn. Enn" er barist í
Afriku öðru hvoru, og megna þó Búar
eigi að leggja í neinar stórorustur, jafn
fáliðaðir, sem þeir eru, en gera herliði
Breta ýmsar smá-skráveifur, þar sem þeir
eru fáliðaðir fyrir, eða óviðbúnir.
Nýlega náðu Biiar t. d. þorpinu
Wicksburg á sitt vald, handsömuðu setu-
lið Breta, er þar var fyrir, og náðu þar
all-miklum vopnum og vistum, er Bretar
áttu þar geymt. — Mælt er, að þeir hafi
rifið þar niður enska fánann, tætt hann
í pjötlur, og bundið við tagl hesta sinna,
Bretum til óvirðingar.
Ný skeð sendi Roberts lávarður sendi-
menn á fund Botlia hershöfðingja og
Stejn’s forseta, og hét þeim þar öllu
fögru, ef þeir vildu hætta vörnum, en
Stejn vildi ekki einu sinni veita sendi-
manni áheyrn, og hjá Botha var hreint
afsvar. enda eru sumir hershöfðingjar Búa,
svo sem Viljoens, er ákaft vilja halda ó-
friðinum áfram..
Bretar hafa nú kvatt heim nokkuð
af liði sínu frá Afríku, þykjast nú ekki
þurfa þar jafn mikið herlið, sem fyr.
Meðal annara er hershöfðingi þeirra
Redvers Buller kc minn heim til Englands,
og sagt, að Roberts lávarður fari heim
um 20. nóv., en Kitchener lávarður, sig-
urvegarinn frá Karthum, taki þá við
yfirherstjórninni, og eigi að friða lýð-
veldin.
Mikinn harm hefur það bakað Victoriu
drottningu, að einn vandamanna hennar,
prinz Christjan Victor hefur ný skeð látizt
i Pretoriu, enda eiga margar höfðingja-
ættir á Bretlandi um sárt að binda, eptir
ófrið þenna. — —
Bretland. Epir þingkosningarnar
hefur orðið nokkur breyting á ráðaneyti
Bretadrottningar, og þó eigi stórvægiieg-
ar. Utanrikisráðaneytið er nú falið
Landsdawne lávarði, og bæði Salisbury
og Chamberlain hafa smeigt sonum sín-
um þar inn: Austin Chamberlain og
Cranborne lávarði, sem báðir hlutu þing-
sæti við kosningarnar i haust.
Sumir segja, að Chamberlain muni
kunna þvi ílla, að honum var eigi falin
utanríkisstjórnin, hefði þótt það rneiri
vegur, en að vera nýlenduráðherra, þvi
að maðurinn er talinn drottnunargjarn
iir hófi. — Hann var annars ókominn
frá Malta, er siðast fréttist.
Hátíðahöld voru afar-mikil í Lundúnum
29. okt. síðastl., til að fagna sjálf boðaliði,
er kom frá Afríku. Grjörðist svo mikill
troðningur í götunum, að 4 menn biðu
bana, og á annað þúsund manna
meiddust.
Ný skeð hélt Salisbury lávarður ræðu
i veizlu, er borgmeistari Lundúna hélt
honum, og fleira stórmenni, í höllinni
Guildhall, svo sem árlega er vandi til, og
lét hann þar mikið af framgöngu brezka
herliðsins í Afríku, minntist á ófriðinn í
Kína o. fl.; en yfir höfuð þótti lítið nýtt
á þeirri ræðu að græða. Mikið fagnaðar_
i