Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.12.1900, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.12.1900, Blaðsíða 2
186 Þjóbviljixn. XIV 47.-48. efni kvað hanD sér það, að Mac Kiriley hefði orðið hlutskarpari við forsetakosn- inguna í Bandaríkjunum, og mundi það tryggja vináttusambaDd Breta ogBanda- manna, en betur, en áður. Tvö gufuskip rákust ný skeð á í Bristol-sundi; sökk annað skipið, „Cityof Vienna“, og varð að eins bjargað einum skipverja, en 19 drukknuðu. — — Bandaríkin. 6. nóv. fór fram kosning kjörmanna þeirra, er forseta eiga að kjósa, og hafa kosningarnar farið svo, að Mac Kiriley verður endurkosinn, þar sem 300 kjörmenn eru úr hans flokki, en að eins tæpi. 150 úr flokki „demo- krata“, er Bryan vilja kjósa. Eins og vant er, hefur mikið gengið á við kosningar þessar; í Kentucky er t. d. mælt, að 6 menn hafi verið drepnir, og má af því ráða, hver hiti hefur verið í mönnum. Sagt er, að Bryan hafi sífellt verið i kosningaleiðangri, og hafi hann haldið alls 600 ræður; Mac Kiriley tók aptur á móti sjálfur lítinn þátt i kosningabarátt- unni, en Roosevelt. fylkisstjóri i New York, sem nú kvað verða varaforseti Bandamanna, ferðaðist úr einni borginni i aðra, fyrir hans hönd, og kvað hafa haldið alls 500 ræður, i 350 borgum. Eíds og áður hefur verið skýrt frá hér i blaðinu, snerist kosningabaráttan aðallega urn það, hvort Bandamenn ættu að sletta sér fram í annara þjóða mál, og leggja undir sig lönd og þjóðir, svo sem Mac Kinley hefur fylgt fram, og er svo að sjá, sem stefna þessi, „imperial“- stefnan, hafi nú þvi miður orðið ofan á, og er það smáþjóðunum Jítið fagnaðarefni. Holland. Vilhetmina drottning, sem er tvítug að aldri, er trúlofuð þýzkum prinz, Hinriki frá Meklenburg-Schwerin, og kvað nú áformað, að brúðkaup þeirra fari fram seint í febrúarmánuði. Prinz- inn er 25 ára, og sagður all-gjörvilegur maður. — — Þýzkaland. Þar eru ný skeð orð- in kanzlara-skipti, Hohenlohe gamli, sem orðinn er fjörgamall maður, 82 ára, far- inn frá, en Btilow greifi, er áður var sendiherra í Rómaborg, maður um fimmt- ugt, kominn i hans stað. — Hohenlohe hefur verið ríkiskanzlari, síðan 1894. I Berlhi fór ný skeð fram þingmanns- kosning, í þingsæti Liebknecht’s sáluga, og var kosinn sooialistinn Ledebuur, er hlaut 53,896 atkvæði af 65,832, er greidd voru. Hneixlismál mikið stendur yfir í Berlín um þessar mundir. — Ríkur banka- stjóri, Sternberg að nafni, hefur marg- sinnis verið grunaður, og ákærður fyrir skirlífisbrot, tælt smástelpur, yngri en 14 ára, til saurlifnaðar, og haft ýmsar eldri konur sér til aðstoðar í þeim sökum. Er svo að sjá, sem sumar telpurnar hafi ver- ið ginntar á þann hátt, að Sternberg lézt vera málari, og fékk þær til að sitja fyrir sér alls berar. En í hvert skipti, er rannsókn skyldi hefja, datt jaíhan -botnirm úr rannsóknunum injög kynlega, með því að fé virðist þá óspart hafa ver- ið borið á lögreglumenn og embættis- þjóna. Að siðustu virðist þó svo, sem athæfi Sternbergs hafi keyrt svo úr hófi, að lögreglumenn í Berlín vilji nú láta til skarar skríða. En mjög gengur tregt, að fá gögn í málinu, þar sem vitnin segja sitt hvern daginn, og mörg þeirra bera, að ónafngreindir menn, er þau eigi þekktu, hafi ýmist hótað sér dauða, eða boðið sér stórfé, ef þau höguðu vitnis- burðum svo eða svo. — Stierstadter, lög- reglumaður sá, er mest hetur gengizt fyrir undirbúnings-rannsókninni, hefur borið, að einn yfirmanna sinna, Thiel að nafni, hafi boðið sér allt að 150 þús. rígsmörkum, ef hann sæi um, að ekkert yrði úr málinu. Siðar hafði og æðsti embættismaður leynilögregluliðsins í Beriín, að nafni Meerscheidt Hullesen, maður af helztu ætt- um á Þýzkalandi, kvatt Stierstddter á sinn f'und, veitt honum þungar átölur fyrir rannsóknirnar, og skipað honum að hætta þeim, og hefur nú sannazt, að Htillesen hefur verið virkta-vinur Stern- bergs bankastjóra, og skuldar honum of fjár. Sjálfur þykist Sternberg vera sakleys- ið sjálft,og telur málið allt sprottið af hatri gamallar vinkonu sinnar, er hann halði búið saman við, og er rannsókn málsins enn mjög skammt komið, en einatt kallaðar nýjar og nýjar stelpur til yfirheyrslu, er i öðru orðinu látast kann- ast við Sternberg, sem máiarann, en næsta daginn breyta svo þeim íramburði sinum. Á Spáni hafa Karlistar — er telja JDon Carlos rétt borinn þar til konung- dóms — gert uppþot í Kataloníu, og viðar, og herlið verið sent á móti þeim. Svo er að sjá, sem uppreisn þessi muni nú þó bæld niður í svip, og hafa íjölda margir aí foringjum Karlunga verið teknir fastir, en sumum vísað úr landi, og samkunduhúsum Karlunga i Madríd, og víðar, lokað.----- í J a p a n eru nýlega orðin ráðherra- skipti, Jamagata farinn frá, en Ito hers- höfðingi, sem frægur er frá ófriði Japana og Kínverja, stýrir hinu nýja ráðaneyti, og er hann sagður lítill vinur Rússa, en hugsa fremur til bandalags við Englend- inga, að því er tii austræna málsins kemur. — — — Kína-ófriðurinn. Það er, sem íýr, að lítið rekur eða gengur enn þar eystra. Svo er að sjá, sem Kvang-Su, keisari í Kína, vilji þó nú fyrir hvern mun, að friður komizt á, og hefur hann þvi ritað Vithjálmi þýzkalandskeisara Jangt og elskulegt bréf, þar sem hann lýsir sorg sinni ytir morði Kettelers sendiherra, og friðmælÍ8t mjög við keisara. — Viíhjálm- ur keisari, sem áður hafði talað mjög borginmannlega um hefndir, hefur nú og notað þetta tækifæri, til þess að draga að mun úr tyrri ummælum sínum, og svarað keisara aptur all-hógværiega. Enn fremur hefur og Kinastjórn gefið út ýmsa úrskurði, þar sem boðið er, að refsa skuli harðlega ýmsum prinzum, og hátt standandi embættismönnum, er lið- sinnt haf'a „hnefámönnuin“, en óvist tal- ið, hve mikið siikt má marka. Mælt er, að luan prinz, einn af aðai- forkólfum „hnefamanna“, hafi fiúið i dularkiæðum til Mongolisins. 8umar sagnir segja og, að gamla ekkjukeisaradrottningin, sem öil ráðin heíur haí't i Kina, hafi látizt aí sorg og gremju, en aðrir bera það til baka, og færa það til sins máis, að hún hafi ný skeð látið taka ýmsa menn aí' liti, er ætluðu að hjálpa Kvang-Su keisara, tii að flýja tii Pekiny. tíendiherrar stórveldanna i Peking kvað og ný skeð hafa birt Kina-stjórn þessa friðarskilmála af stórveidanna hálfu: a ð Ketteler sendiherra sé reistur minn- ísvarði i Peking, þar sem hann f'éll, og se á hann leti’að á iatinu, þýzku 1 og kinversku, hve svivirðiiegt það morð hafi verið, og hviiíka óbeit Eínastjórn hafi á þvi ódæðisverki að kinverskur prinz sé sendur tii Þýzkalands, til þess að biðja Vilhjáhn keisara fyrirgefningar. a ð 11 nafngreindir prinzar, og hátt sett- ir embættismenn, er „hnefamönnum“ haf'a fyigt, séu af lifi teknir, og að það verði f'ramvegis látið varða embættis- töpun í Kína, að vernda ekki út- lendinga. að fólag „hnefámanna“ só lögbannað. að allur vop»na-innflutningur til Kína skuli fýrst um smn lögbannaður. ad sérstakur ráðherra verði skipaðut’ íýrir utanrikismálefni Kínverja, og að sendiherrum stórveldanna sé heimilt, að tala við keisara sjáifan, ef þörf þykir. a ð kastalar við Taku, og við Petschilí- fióa, sóu rifnir niður. að sendiherrar stórveldanna hafi her- sveit sór til varnar fyrst nm sinn í Pekiny, og að gæzluhersveitir frá stór- veldunum sóu iátnar hata stöðvar fýrst um sinn á ýmsum stöðum milli Peking og sjávar, og l°ks að Kinverjar greiði herkostnað og skaðabætur, svo sem siðar verður ná- kvæniar til tekið. Kínverjum munu, sem von er, þykja þetta harðir kostir, en trúiegast, að þeir verði þó að gera sór þá að góðu. Hvað samning þann snertir, er getið var um i siðustu útlendu fróttum, að Englendingar og Þjóðverjar hefðu gert um Kinverska málið, þá er aðal-atriði hans það, að sjá um, að Kínaveldi hald- ist óskert að svo stöddu, og mun það einkurn stýlað gegn ásælni Rússa, sem sagt er, að mikill hugur leiki á, að ná í Mandsjúríið, sem er norðurhiuti Kína- veldis. — — — í Annam i Asíu hefur fellibylur ný skeð orðið 1600 mönnum að bana. —--------------- i

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.