Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.12.1900, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.12.1900, Blaðsíða 6
190 ÞjÓÐVILJINN. XIV, 47.-48. Allir sjbmenn œttu að tryggja líf sitt, til þess að vita sínum nánustu betur borgið í efnalegu tilliti, og geta goldið hverjum sitt, ef þeirra missir við. Yrði þetta almenn rgla, myndi efna- hagur almennings í sjávarsvmtum breytaú stbrum til batnaðar, eptir nókkurn árafjölda. Ehhi er samt til neins, að leggja út í það, að ajla sér lífsábyrgðar, nema höfð sé hirðusemi á því, að greiða jafnan ið- gjóldin á réttum tíma. Bókf regn. Islenzk stafsetningarorðbbk. Björn Jbnsson hefur samið að tilhlutuu blaða- manuafólagsins. Rvík 1900. 64 bls. 8v-°. Bók þessi er ætluð til leiðbeiningar þeim, er aðhyllzt hafa stafsetningu blaða- mannafélagsins, sem þegar hefur rutt sér all-mikið til rúms meðal lærðra manna, þrátt fyrir megna mótspyrnu rektors Björns M. Olsen og H. Kr. Friðrikssonar, fyrverandi islenzkukennara í latínuskól- anum. Vér höfum enn eigi haft tök á því, að kynna oss bók þessa til fullnustu, og verður hennar þvi ef til vill getið ná- kvæmar hér í blaðinu síðar. M annalát., 6. nóv. síðastl. andaðist Olafur bóndi Sigurðsson að Fjarð- arseli í Norður-Múlasýslu, 72 ára að aldri, alkunnur dugnaðar- og atorku-maður. — Hafði hann búið á eignarjörð sinni Fjarð- arseli í 22 ár, kvæntur Ouðnyju Tbmas- dbttur, er nú lifir hann, í hárri elli. Þau hjón áttu að eins tvo sonu, Guðmund og Vtgfús, er báðir bafa látizt á þessu ári. I Skagafjarðarsýslu er nýlega látinn Gunnar Olafsson i Asi í Hegranesi, son- ur Ólafs dbrm. Sigurðssonar, en bróðir Björns augnalæknis. — Hann var talinn efnilegur maður. ---------------- Háðungar-varðar. 1 borginni Genua á Ítalíu standa enn nokkurir steinar, eða varðar, sem reistir haí'a verið einstökum mönnum til háð- ungar. A einum þessara varða er t. d. letrað: „Til svívirðilegrar endurminningar um Júlíus Caesar Vacchero, þorpara mesta, sem á náðar-árin, 1628 nálshöggvinn var, til mak- legrar refsingar fyrir samsæri geg.: lýðveld- inu, auk þess er eigur hans voru upptækar gjörðar, synir hans iýstir útlagar, og hús hans við jörðu jafnað“. Á öðrum steini er letrað: „Árið 1660 er steinn þessi reistur til ævar- andi smánar fyrir John Paul Balbi, versta mann, svívirðilegan morðingja, falsara og fals- myntara, alkunnan þjóf, og íllræmda skatta- hlóðsugu, er lýstur hefur verið landráðamað- ur, fyrir samsæri gegn lýðveldinu, auk þess er eigur hans hafa verið gjörðar upptækar, Bynir hans dæmdir í útlegð, og hann sjálfur til gálgans. Um Balbi þenna vita menn það, að hann ætlaði að svikja Genua-horg í hendur Frökkum á aög- um Mazarin’s, er mestu réð á Frakklandi á rikisstjórnarárum Önnu drottningar (1641—’53). En Balbi komst undan, og sparaði höðlinum ómakið. Lítil athugasemd. Ekki er það alls kostar rétt, sem „Isafold‘£ hefur verið skýrt frá, að Reykjavíkurkaupmað- urinn (Copeland & Berrie), sem fisk keypti hér við Djúp, að nokkru leyti gegn peningaborgun, siðastl. sumar, hafi boðið 60 kr. fyrir málfisks skippundið, og kaupmenn hér á staðnum boðið þá sama verð. Það var síður en svo, að þeir Copeland & Berrie sprengdu upp fiskinn liér vestra, eða sýndu nokkra viðleitni til þess, því að þeirra boð í fiskinn var: 55 kr. fyrir málfisk, 40 kr. fyrir smáfisk, og 30 kr. fyrir ísu. Nokkuru síðar kváðu svo kaupmenn hér upp sitt verð: 60 kr., 45 kr. og 35 kr., og kornst þá umboðsmaður þeirra Copeland’s & Berrie’s víst í töluverðan vanda, en varð að fylgjast með ísafjarð- arverðinu, til þess að fara ekki slyppur og snauður. Að minnsta kosti lét hann þá ýmsa hér vestra á sér heyra, að hann vildi helzt ekki taka fisk með þessu verði hjá öðrum, en þeim, er fengið hefðu salt eða aðrar vörur hjá þeim félögum. Hafi þeir félagarnir Copelund & Berrie haft heimild frá umbjóðanda sinum á 172 „Hver þremillinn“, mælti etazráðið gramur, „hvi þurfti nú endilega að trufla okkur? En jeg vil svei mér ekki hafa hann hingað inn, til að ónáða okkur. Hleyptu honum inn í borðstofuna, Inger! þar get jeg talað við hann. Og þú, doktor! Bíddu mín hérna nokkra stund Jeg kem strax aptur, og skaltu þá fá svar, sem þér hæfir því máttu trúa“. Að svo mæltu þaut etazráðið út. Þegar etazráðið var farið, var eg einn eptir í stof- unni, og gekk þar um gólf fram og aptur. Jeg varð að gera eitthvað, til að stytta mér stundir og fór þá að lita á landabréfin, sem héngu þar í her- berginu, og síðan að hnýsast i bókasafnið, sem var bæði mikið og skrautlegt. Etazráð Thöger Hansen hefur alltaf verið mesti bókavinur, og á því mikið af bókum, sem hann hefur keypt við og við. Meðal bóka hans eru og ýmsar sjaldgæfar bækur, sem bann er mjög rogginn af, og óspar á, að sýna þeim, sern bókum unna. Mér datt i hug að svipast eptir, hvort bann hefði eignazt nokkrar nýjar bækur, siðan eg leit seinast í bókaskápinn. Það er unun fyrir bókavini, að líta á bókaskápana etazráðsins, viuar míns. Já, það er unun, að sjá fagurlega og vel innbundn- ar bækur, í snyrtflegum röðum, standa beÍDar og hreif- ingarlausar, eins og fylkta hermenn í einkennisbúningum. Jeg strauk hendinni mjúkt og hlýlega eptir nokkr- um skrautlegustu bindunum. 177 „Lestu sjálfur, Thöger“. Etazráðið hélt skjalinu upp að ljósinu, og fór að lesa. A meðan hann var að lesa, tók andlit hans tíðum litaskiptum, og aptur og aptur mælti hann hálf-stamandi við sjálfan sig: „Guð minn, guð minn, hvað er þetta. Getur þetta verið? Hvaðan kemur þetta?“ Jeg skýrði honum nú frá því, að jeg hefði tekið gömlu skræðuna úr bókaskápnum, til þess a3 stytta mér stundir við það, að blaða ögn i henni, meðan etazráðið væri úti, að jeg hefði þá misst bókina á gólfið, og hvern- ig það hefði atvikazt, að erfðaskráin fannst. Etazráðið reyndi nú auðsjáanlega að taka á allri stillingu sinni, fékk sér stól, tyllti sér niður við hlið mér, og mælti: „Heyrðu Fritz, við skulum rannsaka skjal þetta báð- ir i sameiningu, og reyna, að komast fyrir sannleikann- Sé skjal þetta, sem sýnist; sé þetta i raun og veru erfðaskrá Franz Hansens, þá hefur ætt mína í dag hent rneiri ógæfa, en þig, eða nokkurn annan, grunar“. „Segðu heldur meiri g»fa, Thöger“, anzaði eg, „þvi að gæfa er það vissulega, að komast að sannleikanum, hve beiskur sem hann kann að vera, og að geta bætt úr þvi, sem rnaður kann að hafa brotið gegn öðrum“. „Skyldu mína vil eg ávallt gjöra“, svaraði vinur minn alvarlega, „og skylda mín i þessu efni er nú fýrst og fremst í þvi fólgin, að afla mér fullrar vissu um það, hvernig í öllu þessu liggur, hve þungbært sem mér kann að vera það“. „En liltu á“, mælti hann svo enn fremur, „hvað er það, sem er ritað hérna aptan á skjalið?“ í

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.