Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.12.1900, Blaðsíða 3
XIY 47.-48.
Þj ÓBVILJINN.
187
Óþokkabragð.
Einhverjir íslendingar í Kaupmanna-
höfn, sem eigi hafa þó þorað að segja
til nafns síns, hafa birfc rammfálskar
xkýrslur í dönskum blöðum um kosninga-
úrslitin hér á landi í haust.
Segir þar, meðal annars, i grein, sem
birtisfc i blaðinu „Politíkenu 1. nóv. sið-
astl., að einungis fimm úr stjórnbóta-
fíokknum hafi verið kosnir(!), og að allur
fjöldi kjósenda á íslandi só stjórnbóta-
frumvarpinu móthverfir!
Blaðið „Politikenu gefur þær upplýs-
ingar um höfundinn, að hann sé einn
hinna eldri íslenzku stúdenta, sem heima
eigi í Kaupmannahöfn, og er þá naum-
ast nema einum alþekktum snata og
venzlamanni landshöfðingja til að dreifa,
er trúandi só til þess, að framkvæma
slíkt óþokkastrik.
Tilgangurinn með ósannindum þess-
um, sem reynt er að breiða ut meðal
Dana, er auðsær.
Það er verið að reyna, að drepa þann
áhuga á stjórnbótamáli voru, sem loks er
vaknaður hjá betri og menntaðri hluta
dönsku þjóðarinnar.
Verið að reyna, að telja dönsku þjóð-
inni trú um, að allur þorri íslenzku þjóð-
arinnar só á móti því, að fá þær bráð-
nauðsynlegu umbætur á stjórnarástandinu,
sem vór loks eigum kost á.
Öllu níðingslegra bragð, en þetta, er
naumast hægt að hugsa sór.
Til allrar hamingju komust þessir
j nafnlevsingjar þó eigi fram með það, að
þessar níðgreinar þeirra stæðu ómótmælt-
ar, með þvi að dr. Valtyr Guchnundsson
svaraði þegar, og sýndi fram á ósann-
indin með ómótmælanlegum rökum.
Jafn framt skoraði dr. Valtyr á höf-
unda niðgreinanna, að nafngreina sig, og
eiga svo við sig orðastað um málið í
dönskum blöðum eða tímaritum, skýra
frá, hver þeirra stefna i stjórnarskrármál-
inu væri o. s. frv.; en því hafa þessar
myrkrakindur ekki þorað, heldur stein-
þagað siðan um málið, svo að söguburð
þeirra markar nú fráleitt nokkur úr
þessu.
Megum vér Islendingar vera dr. Valty
mjög þakklátir fyrir það, hve fljótt og
vel hann stakk upp i þessa pilta, svo
að tilgangurinn með ósanninda-uppspuna
þeirra, að spilla fyrir aðal-velferðarmáli
voru í Danmörku, hefur ekki náðzt.
„Ekki að vasast í stjórnmólum11
Blaðið „Heimskringlau 11. okt. siðastl'
segir, að menn, sem séu eins ílla kynnt-
ir, eins og dr. Jbn Þorkelsson yngri virð-
ist vera í Yestur-Skaptafellssýslu, þar
sem hann þó só upp alinn, „ættu ekki
að vera að vasast í stjórnmálum“.
Að minnsta kosti ættu þeir að vera
svo hyggnir, að fara ekki að flónskast
til, að trana sór fram til þingmennsku.
Manntafl á íslandi. Hinn al-
kunni Islands-vinur, prófessor Villard
Fiske, hefur samið rit um manntafl á ís-
landi að fornu og nýju. Kitið er á ensku,
og er titillinn: „The game of chess in
the literature and land of Iceland44.
L eiðin da-ofaní gj öf hefur bæjar-
fógetinn í Reykjavík fengið hjá lands-
yfirrétti, ixt af meðferð sinni á sakamál-
inu gegn Einari verkstjóra Finnssyni,
svo sem við var að biíast, jafn einkenni-
lega og rannsókn þess máls var háttað,
sbr. 16. nr. „Þjóðv.“ þ. á.
I forsendum landsyfirréttardómsins er
kveðið svo að orði:
„Málið hefur i héraði verið rekið með
nægilegum hraða, en það athugast, að
það þykir ekki í ýmsum atriðum hafa
verið upplýst af undirdömaranum svo
rækilega, sem skyldi, og hefur yfirdöm-
urinn þö ekki fundið ástœðu, til að fyr-
irskipa ýtarlegri rannsökn í því, með
því að ætlað verður, að hún yrði,
eins og málinu er kornið, árang-
ursla us*.
Slíkt eru hörð orð í garð dórnara, þar
sem beinum orðum er gefið i skyn, að
málsrannsóknin hafi tekizt svo óhöndu-
lega, að málið sé eigi að eins ónægilega
upplýst, heldur sé og loku fyrir það
skot.ið, með rannsókninni, að ýtarlegri
rannsókn, sem fram hefði þurft að fara,
geti orðið að liði lír þvi, sem komið er.
*) Þar sem rannsókn þessi fór frarn rétt
við hlið Júlíusar amtmanns, er send voru prófin
tii álita, virðist oss, að þetta lögspaka, virðu-
lega háyfirvald hljóti að geta helgað sér nokk-
urn hluta landsyfirréttar „trakteringanna11.
180
Duldist mér eigi, að hann myndi þá verða mér svo
gramur, að verzlunarsameign okkar hlyti þegar að hætta.
En nú stóð einmitt svo á, meðan bróðir minn var
fjarverandi, að til verzlunar okkar kom skipsfarmur frá
Amsterdam, bæ, sem verzlun okkar hafði haft mjög
mikil viðskipti við, síðan í tið fóður okkar sáluga.
Farmur þessi var afar-kostbær, miklar birgðir af
loðskinnum, klæði, fágætum kryddvörum o. fl., sem mik-
ið verð lá í.
Skipstjóri okkar, von Housum að nafni, var dug-
andi sjómaður, sein fyllsta traust mátti bera til, hvað
skipstjórn og sjómennsku snerti.
Að öðru leyti var hann mesti misyndismaður.
Hann var t. d. sú argvítug peningasál, að fyrir
silfor og seðla hefði hann jafn vel eigi horft í það, að
ganga sjálfum Kölska á hönd, ef því hefði verið að skipta.
Við þenna mannhund gerði eg nú fólagsskap.
Mútaði eg honum, til að gefa mér það vottorð, að
skipi hans hefði hlekkzt stórum á í Norðursjónnm, og
að allur þessi dýri farmur hefði skemmzt og eyðilagzt
svo stórkostlega, að hann næði ekki tíunda hlufca af verði
þvi, sem við bræður höfðum borgað fyrir hann.
Með aðstoð ýmsra manna, er við keyptum til þess
skutum við svo vörunum undan, yfir til Svíþjóðar, og
seldum þær þar fyrir ærna fé, já, fýrir langtum meira,
en eg hefði getað fengið fyrir þær hór heima.
Með bragði þessu græddist mór stórfé, sem eg öllu
stakk í minn eigin vasa.
Hefði skipinu i raun og veru hlekkzt á, og farm-
urinn skeinmzt, eins og jeg sagði, þi hefðum við bræður
169
morguns — þá var jeg enn svo þreyttur og syfjaður, að
jeg svaf, eins og steinn, fram á hádegi.
Nú liðu svo nokkrir dagar, að jeg var jafnan önn-
um kafinn, að sinna um sjúklinga mína.
Nokkrir hættulegir sjúkdómar, og þar á meðal all-
fágætur kviðsjúkdómur, héldu huga mínum rígbundnum,
ekki sizt þar sem jeg þurfti að gjöra ýmsa skurði, sem
jeg varð að láta aðra lækna aðstoða mig við.
Það var þvi sizt að furða, þó að jeg hvorki hefði
tíma til þess, að heimsækja etazráðið, né hugsa út í
draum minn, sem eg að eins skoðaði, sem vott um veikl-
aðar taugar, vegna óreglu í meltingunni.
Það var jafn vel ekki fjarri því, að mér gremdist
það, að jafn hraustan mann, sem mig, skyldi henda slik
glópska.
Loks kom þó dagur, er eg taldi mig hafa tima til
þess, að líta inn til fornvinar míns, etazráðsins, enda
var það naumast meira, en sanngjarnt, að jeg, sem var
hans heimilislæknir, spyrðist fyrir um það, hvernig hon-
um liði eptir veizluna.
Það var um miðaptanleytið, er eg kom inn í her-
bergi etazráðsins.
Hann var ný staðinn upp frá uiiðdegisverði, og sat
nú i sloppi sinum, með morgunskó á fótunum, og var
að lesa blöðin, sem verzlunar-annir hans leyfðu honum
sjaldnast að lita í, fyr en um þetta leyti dags.
Samræðan barst nii, sem vita mátti, fyrst að veizl-
unni, og fókk jeg auðvitað ákúrur fyrir, að hafa farið
svo snemma.
Fyrir bragðið hafði jeg misst af aðal-skemmtuninni,
\