Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.02.1901, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.02.1901, Blaðsíða 1
Verð nrgangsins (minnst 52 nrkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur.,og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. - '|= I'iMMTÁNDI ÁKÖANÖUB. = j ' ..=- -+—«*>=.:= RITSTJÓEI: SKÚLI THORODDSE K. =M-+- ! Uppsögn skrifleg, ógild \ nema komin sé til útgef- | anda fyrir 30. dagjúní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögnimii borgi skuld sína fyrir blaðið. M 7.-8. ÍSAFIBÐI, 23. FEBR. 19 0 1. Biðjið ætíð um: Otto Monsteds Danska siiijörlíki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott, eins og sinjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu, í samanburði við gæðin. Fæst ltaupmöiinmium. tJtlönd krafizt skaðabóta af stjórn Tyrkja fyrir Til viðauka við útlendu fréttirnar, er birtust í síðasta nr. blaðsins, má enn íremur geta þessa: Tíðarfar. — Vatnsflóð. — Slys m. m. 6.—7. janúar var svo ákaft frost í Paris, að 9 menn urðu úti, eða hel- frusu þar á borgarstrætunum, og er slíkt fremur fátítt, þó að margir umrenningar séu þar jafnan húsnæðislausir. — Vatns- ftöð ollu víða miklu tjóni á Englandi um áramótin, bæði á vesturströndum Eng- lands, og í Mið-Englandi. I Coventry er skaðinn t. d. metinn um 900 þús. króna. — í nánd við Wellington sprakk stórt vatnsgeymslu safnílát, svo að bærinn Oalcengates komst allur undir vatn, og varð að bjargá íbúunum út um glugga. JVew-fljótið flæddi yfir bakka sína, svo að 50 enskra mílna stórt svæði stóð undir vatni, en þorp og bændabýli stóðu upp úr, sem eyjar, og er enn ófrétt, hve mikill skaði þar kann að hafa hlotizt af. I öndverðum desembermánuði hljóp svo mikill vöxtur i ána Tiber á Italíu, að stýflugarður sprengdist á 400—500 álna svæði, og brauzt vatnið þar út, og er skaðinn metinn um 2 milj. líra. Um sama leyti hljóp einnig ofvöxtur i ár í Belgíu, og drukknaði kvikfénaður hundruðum saman. Ákafur eldsvoði varð í borginni Valpa- raiso í vetur, og brann þar fjöldi húsa. — Á herragarði einum f Slesvig, við Kielarfjörðinn, brunnu inni 260 naut- gripir í síðastl. desembermánuði. — 30. nóv. BÍðastl. létust 14 menn í borginni San Francisko á þann hátt, að þeir urðu undir þaki, sem rauf af húsi. Kýlapestin er enn að gera vart við sig á stöku stað, og hefur síðast vart orðið í borginni Smyrna í Lit.lu-Ásiu, og í borginni Wladimirowka í Rússlandi. — Stjórnbyltingar. —Stjórnleys- ingjar. — B an k aþ j ó f n a ð u r o. fl. Stjórnbyltingunni í CbÍMmófa-lýðveldinu í Ameriku má nú lieita lokið, þar sem uppreisnarmenn biðu fullan ósigur í nánd við borgina Bonaventura, og tveir afað- al-fyrirliðum þeirra voru höndum teknir — Uppreisn Ashanta í Afriku er nú og lokið, svo að Bretar hafa þegar kvatt megin þorra liðs síns heim þaðan. Italska blaðið „Secolo“ skýrði ný skeð frá því, að ítalskur verzlunarmaður, er átti heima i París, hefði ný skeð ráðið sér bana, með því að stjórnleysingja fé- lag, er hann var í, hefði mælt svo fyrir, að hann skyldi ráða Nicolaj Rússakeisara af dögum. Nýlega hefur og verið tekinn fastur ítalskur stjórnleysingi, Jaffei að nafni, sem grunaður er um, að hafa verið sam- sekur, að því er morð Umberto, ítala konungs, snertir. Stórkostleg fjársvik og þjófhaður hefur ný skeð orðið uppvist við tvo stór- banka í BerJín, og er talið, að fé það, sem sóað eða stolið hefur verið, muni nema um 110 milj. rígsmarka (um 99 milj. króna), og missir þar fjöldi manna aleigu sína. — Báðir þessir bankar höfðu verið álitnir vel tryggir, svo að fjölda margir heimilisfeður höfðu lagt þar inn spari-skildinga sína, eða fé, sem ætlað var til elliáranna, og fær nú ekkert apt- ur; en jafn framt fara og á höfúðið ýms verzlunarfélög, er stóðu í sambandi við banka þessa. Hefur mál þetta, sem von er, vakið afar-mikla gremju á Þýzka- landi, og hafa nú stjórnendur, og ýms- ir starfsmenn banka þessara verið tekn- ir fastir. Nokkrir tyrkneskir hermenn réðu ný skeð á sendiherra Breta, og menn hans, í nánd við Konstantínopel, er sendiherr- ann var þar á skemmtigöngu, og þótt þess só eigi getið, að sendiherrann, eða menn hans, hafi hlotið nein meiðsli, sem orð sé á gjörandi, hafa þó Bretar kraf- izt þess, að tyrknesku hermönnunum verði refsað tilfinnanlega, og að einn af æðri fyrirliðum Tyrkja hiðji fyrirgefh- ingar. Grískur læknir, Sakkolarion að nafni, var og í síða8tl. desembermánuði myrt- ur af tyrkneskum hermönnum í borg- inni Saloníki, og hefur Grikkjastjórn morð þetta. í þorpinu Altgeberg á Ungverjalandi lenti nokkurum námu-mönnum i ílldeil- um við hermenn í janúarmánuði þ. á., og tóku hermenn til vopna sinna, og særðu nokkra verkamanna, og lótust 3 þeirra skömmu síðar af sárunum. — — Þingkosningar í Austurríki. — Skipaskurðir á Þýzkalandi. í Austurriki fóru fram þingkosningar i janúarmánuði þ. á., og var þeim enn eigi lokið, er síðast fróttist. — I Galiziu var þó kosningunum lokið, og höfðu pólsku aðalsmennirnir orðið þar hlut- skarpari, en aðrir stjórnmálaflokkar, með því að bændur eru þar svo gjörsamlega í vasa aðalsmannanna, að þeir þora eigi annað, en fylgja þeim við kosningarnar, hve óljúft, sem þeim er það, enda er í almæli, að töluverð brögð hafi verið að mútugjöfiim. — Annars vænta menn þess litt, að neitt greiðist úr stjórnmála- flækjunni i Austurríki við kosningar þessar, og ekki óliklegt, að til þess dragi vonum bráðar, að ríkið gliðni sundur. í janúarmánuði lagði þýzka stjórnin frumvarp fyrir rikisþingið í Berlín, þar sem beiðst er all-stórrar fjárveitingar, til þess að grafa skipaskurði, er greiði fyrir innanlandsverzluninni. Gerir frumvarp- ið ráð fyrir, að veittar séu í þessu skyni 389 milj. 10 þús. og 700 rígsmörk. — Af upphæð þessari eiga 260,784,700 rigsmörk að ganga til skipaskurðar milli stóránna Elben og Bhín, en hitt til ýmsra styttri skipaskurða. Vilhjálmur keisari er sagður máli þessu afar-hlynntur, en á hinn bóginn eru stóreignabændur margir frumvarpinu mótfallnir, með því að þeir óttast, að ýmsar landbúnaðar-afurðir lækki þá í verri, er flutningar innanlands verða allir greiðari og ódýrari. Eins og nærri má geta, þá eru það engin tiltök, að árstekjur ríkisins geti lagt mikið fram af þessari upphæð, og verður þvi að taka megnið að láni. — f Látinn er 5. janúar siðastl. Carl Alexander, stórhertogi i Sachsen-Weimar, 82 ára að aldri. — — Frakkland. Ráðan ey tið Waldeck- RoUsseau hefur nú fengið þvi til leiðar komið, að þingið hefur samþykkt lög þess efnis, að gefnar skuli upp allar sakir, hvers kyns sem eru, er að ein- hverju leyti standa í sambandi við Dreyfus-málið, og hefur Emile Zola í opnu brófi til Loubet forseta, er hann birti í blaðinu „Aurore“ 22. des. siðastl., lýst þá lagasmíði raggeitarhátt, og telur það smán mikla fyrir Frakkland, að ekkj

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.