Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.02.1901, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.02.1901, Blaðsíða 2
26 Þjóðviljixn. XV 7.-8. einn einasti af leiðandi stjórnmálamönn- um þeirra skuli hafa haft hug og dug til þess, að segja þjóðinni fullan sann- leikann í máli þessu. Hann endurtekur því næst ákærur þær, er hann birti í bréfi sínu til Felix Faure í janúar 1898, gegn þeim Paty de Clam, Mercier, Billot, Boisdeffre, Gonse, Pellieux, og meðlimum hérréttarins, og bendir á, að allt, sem fram hafi komið í málinu sýni og sanni, að ákærur sínar hafi verið sannar, og þó helzt til vægilega að orði kveðið. Að lokum getur hann þess, að hann hafi sjálfur gert allt, sem í sínu valdi hafi staðið, til að leiða sannleikann í ljós, og hverfi nú aptur til bókfræðisstarfa sinna, en sé þó enn eigi vonlaus um sigur sannleikans og róttlætisins að lokum. Mun Zola, með bréfi þessu, hafa vilj- að gjöra síðustu tilraunina, til að hindra, að lögin yrðu samþykkt, en fékk því þó eigi til leiðar komið, þar sem stjórn- málamönnum Frakka var það ríkast í huga, að Dreyfus-mhiið yrði eigi meiri óróa valdandi, en orðið er. Samt fékkst sú breyting gjörð á frumvarpinu, að Dreyfus er eigi sjálfur úti lokaður frá því, að fá mál sitt prófað, og má vel vera, að nú reynist enn auð- veldara, en fyr, að fá sannleikann í ljós, þar sem allir geta vítalaust að lögum sagt frá glæpum, er þeir, eða aðrir, kunna að hafa framið í sambandi við mál hans. — Mikið kapp leggur ráðaneytið Wal- deck-Rousseau á það, að draga úr valdi kaþóisku kirkjunnar á Frakklandi, og sérstaklega að sporna við því, að hún svæli undir sig meiri fasteignir, en orðið er, og er mælt, að Leo páfi hafi, árið sem leið, ritað Loubet forseta vingjarn- legt bréf, minnt hann á, hve páfarnir hefðu jafnan verið Frökkum haukar í horni, og beðið hann, að samþykkja ekki slíkar tiltektir, er heilagri kirkju mættu að ógagni verða; en Loubet kvað hafa skotið því máli frá sér til stjórnarfor- seta síns. — — Filippseyja-óf riðinn hafa Banda- menn enn eigi getað sefað, og kom ný skeð fram tillaga þess efnis í efri mál- stofu (senati) Bandamanna þingsins, að stöðva ófriðinn, og heita uppreisnar- mönnum uppgjöf saka; en sú tillaga var felld. eyri eptir þvi sama kvöldið, sem póstur kom, og fengið þá það svar, að Gucfm. ætti þar ekkert bréf, með því að búðar- manninum hafi veríð ókunnugt um á- byrgðarbréfin(l) Eu hvað segir nú hr. Gufon. Þor- steinsson um þetta? Hann segir svo i bréfi til vor, dags. 12. febr. þ. á.: „Jeg sendi sarnstundis, — er póstur kom heim til mín —, að vitja bréfsins, og sá mað- ur fann ekki, nema búðarmanninn. — Svo sendi jeg aptur, eptir 1—2 kl.tíma, Guðmund Jón, son minn, og hann spurði Sigurð Palsson sjálfan að bréflnu, og hann fékk ekki neinar frekari npplýsingar. að þar votri neitt bréf til mín, svo að jeg var víst afsakaður, að balda spurnum eptir því þar"*. Vér sjáum eigi betur, en að málið taki nú fremur að vandast fyrir hr. póst- afgreiðslumanninn, þar sem svo er af bréfi hr. Gucfm. Þorsteinssonar að sjá, sem það bætist nú ofan á annað, að skýrsla sú, er hann, sem opinber sýslun- armaður, hefur gefið um málefni þetta, sé ef til vill eigi öllu samkvæmari sann- leikanum, en herþjónustusögurnar hans sællar minningar! En það getur verið áhættu meira í opinberri stöðu, en við atkvæðasmölun til alþingiskosninga, að taka of ómjúkt á sannleikanum, eða svo segist hegning- arlögunum frá. Það er þvi ekki ólíklegt, að gert verði ögn hreinna fyrir dyrum Hesteyr- ar-póstafgreiðsiunnar í ináli þessu, en enn er orðið. Gamall, fiugrikur bankastjóri í New York hefir ný skeð gefið all-mikið fé, til þess að koma á stofn hæli handa millionmæringum sem sóað hafa eigum sínum, eða misst þær af óhöppum. Enskur lávarður, Wemyss að nafni, er rétt nýlega kvongaður, og var þá fullra 82 ára að aldri. — Hann var ekkjumaður, og hafði geng- ið í fyrra hjónabandið fyrir 57 árum, og eru börn hans, frá því hjónabandi: Elcho lávarður og frú Hilda Brodrick, kona brezka utanríkis- ráðherrans, sem nú er. Þráðarlausu fréttaskcvtiu, sem kennd eru við Marconí, hafa orðið að miklu minna liði í Suður-Afriku ófriðinum, en við var búizt, enda þykir nú fullsannað, að þau berist miklu betur yfir sjó, en land, með því að jarðvegurinn gleypir í sig rafmagnsbylgjurnar, einkanlega sé haun mjög þurr, svo sem tíðast er þar syðra, nema meðan rigningatíminn stendur yfir. Sjálfstjórnarmál íra, sem legið hefuríhálf- gerðu dái um hríð, kemur nú að tíkindum brátt aptur á dagskrá, með því að Parnellingar og and-Parnellingar, sem legið hafa í ílldeilum, hafa nú sameinað fiokka sína, og ráða yfir 80 atkvæðum á brezka þinginu, og stýrir Bedmond þingmaður þeim fiokki. Eins og stendur, þá er íhaldsflokkurinn á þingi Breta að vísu svo fjölmennur, að ekki verður rönd við reist, en breytist flokkaskipun- in a þingi svo, að írsku atkvœðin geti ráðið úr- siitum, þá verður sá flokkurinn, er völdin vill hafa, að eiga íra sér hliðhoila. Dýrt skemmtiskip. Skipið „Victoria-AIbert", er Victoria Bretadrotting hefur ný skeð látið smíða sér, og ætlað er eingöngu til skemmti- ferða, kvað hafa kostað 750 þúsundir sterlings- punda, eða um 13l/2 milj- króna. Floshattur, sem Kriíger gamli, lýðveldisfor- seti í Transtaal, hafói einhvern tíma átt, var ný skeð seldur á uppboði í Lundúnaborg, og sleg- inn þar hæðstbjóðanda fyrir 450 kr. ííorskur skipstjóri, Saxgaard að nafni. hefur ný skeð fundið skógi vaxnar og fróvsamar eyjar í Kyrrahafi. er menn eigi vissu af áður. Eyjar þessar liggja milli Filippseyja og Karlseyja, á 2. stígi 4 mínútu norðlægrar breiddar og á 135. stigi 30. mínútu austlægrar lengdar, og eru nú nefndar Saxgaardseyjar, eptir nafni ofan nefnds skipstjóra. Mælt er, að Bandamenn hafi þegar slegið eign sinni á eyjar þessar. Slæm póstskil. Herkóngurinn á Hesteyri, sem póstafgreiðslumaður. I 3.-4. nr. blaðs þessa var skýrt frá skilum Hesteyrar-póstafgreiðslumannsins á uieðmælingabrófi, sem vór í síðastl. desembermánuði sendum hr. Guðm. bónda Þorsteinssyni á Hesteyri. I téðu blaði birtist og svar póstaf- greiðslumannsins, þar sem látið var í veðri vaka, að enginn hefði spurt eptir bréfi til Guðmundar, nema hvað sonur hans hefði spurt búðarmanninn á Hest- Hvað Suður-Afríku ófriðurinn kostar. Svo er talið, að ófriður þessi, sem nú hefur staðið n*r hálft annað ár, kosti Breta 'ð'hi milj- króna á sólarhring hverjum, eða frek 2400 fer. á mín- útunni. Fundið fé í jörðu. í Mmco, höfuðborg Aferico-lýðveldisins i Ameríku, var ný skeð verið að grafa fyrir vatnsrennum. og fundust þá ýmsir skartgripir ór gulli, er stafa fra tim- anum áður, en Evrópumenn komu þangað fyrst. Við járnbrautarlagningu í Mexico fundust og ný skeð ýmsar afar-gamlar gull- og áilfur- myntir, sem taldar eru 50 þús. dollara virði, og var því fé skipt jafnt á milli finnendanna og ríkisfjárhirzlunnar. •) Leturbieytingarnar eru gjörðar af oss. Ritstj. Hátíðahöld voru víða á Þýzkalandi 26. okt. síðastl. í minningu þess, að þá voru liðin 100 ár frá fæðingu Moltke's hershöfðingja, sem mest- an þátt átti i sigurvinningum Prússaáöldinni, sem ieið. Sjúkrahi^s var ný skeð stofnað i bænum Fuenfkirchen á TJngverjaiandi, og höfðu húsgögn o. fl. verið pantað hjá verzlunarfélagi einu þar í bmnum, fyrir 5400 kr. En með því að það kvisaðist, að munir þessir væru smíðaðir í Austurríki, en ekki á Ungverjalandi, þá neit- aði sjúkrahúss-stjórnin, er til kom, að veita þeim móttuku, og ljúka ungversk blöð ein- dregnu lofsorði á. Sýnir þetta, sem fleira, hver rígur er á miiii Ungverja og Austurríkismanna, og hv<; aimennt sú skoðun er rikjandi hjá Ungverjum, að hlynna fremur að inniendum, en útlendum iðnaði. Barnaskólamálið í Aðalvík. Eins og lesendur „Þjóðviijans" mun reka minni til, var barnaskólamálsins í Aðalvík getið í fróttabrétí héðan í siðastl. maí, og var þar stuttlega skýrt frá, hvern- ig þvi væri komið. En með þvi að mál þetta er má ske næstum því einstakt í sinni röð, þá er nauðsyn, að skýra mönn- um frá, við hve erfiðar ástæður mái þetta á að stríða, og verður þá að rekja stuttiega helztu atriðin í sögu þess. Þetta mál er svo fram komið, að fyrir nálega 20 árum fundu menn hér nyrðra, hve afar-brýn nauðsyn væri á því, að hlynnt væri að barnauppfræðsl- unni. og komst það mál svo langt, fyrir fortölur ýmsra góðra manna, að til sam- skota var efnt, er námu fast að 1000 kr.; en þegar málinu var svo langt komið, byrjaði það þráttunnar tafl, sem mörgum góðum fyrirtækjum hefur að fjörlesti orð- ið, að hver vildi þá hafa skóiann hjá sér, og var um það þráttað, unz hyer

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.