Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.02.1901, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.02.1901, Blaðsíða 4
28 ÞjóeviLjistí. XY, 7.-8. svo úr garði gerður, að börn, sem langt eru að, gætu haft þar heimavist. Það er því beint skilyrði fyrir því, að skólinn geti þrifizt, að sýslunefndin leyfi, að skólanum verði að minnsta kosti lagðar þær 200 kr., sem til eru í skóla- sjóði Sléttuhrepps, og að sveitarfólagið styrki hann svo árlega að einhverju leyti. Enda jeg svo línur þessar í þeirri von, að sýslunefndin styðji þetta nauðsynja- mál vort á þann hátt, er hún sór sveit- arfélaginu heillavænlegast. Ritað í febrúarmánuði 1901. G. S. ----OOC^OC'O---- Vátrygging á opnum bátum. í 84. tölubl. „Þjóðviljansu þ. á. drap eg á, að eitt af því, sem gjöra þyrfti, sjávarútvegnum til eílingar, væri, að vá- tryggja opna báta. Jafn skjótt og þilskipaútvegurinn við Faxaflóa tók að aukast að mun, nú fyrir nokkrum árum, sáu þilskipaeigendur, hví- lika nauðsyn bar til, að koma á fót vá- trygging á þilskipum, og hafa Sunnlend- ingar þegar fyrir nokkru komið á fót ábyrgðarfélagi fyrir þilskip. Til að koma félagi þessu á fót, veitti þingið töluverða upphæð. Um sama leyti var all-mikið rætt um það hór vestra, að koma á fót vátrygg- ing á 'JJilskipum; var því máli svo langt komið, að félag var stofnað, og 4000 kr veittar úr landsjóði, til þess að koma fé- laginu á fastan fót. En svo strandaði allt á því, að stærstu þilskipaeigendurnir | hér vestra vildu ekki styrkja fólagsskap þennan með því, að vátryggja skip sín. Þessar 4000 kr., sem þingið 1891 veitti, mun að vísu hafa verið útborgað- ar, en eru óeyddar, og standa víst á vöxtum. Því er reyndar haldið fram af sum- um, að þilskipaútvegurinn sé sú grein sjávarútvegsins, sem eiga muni verulega framtíð fyrir höndum, en bátaútvegurinn smásaman hverfa úr sögunni. Þilskipaútvegurinn er auðvitað að öllu saman töldu vissari vegur til afla, en bátaútvegurinn, sem því að eins get- ur heppnazt, að fiskur gangi á grunn- mið. — Að því leyti er það vissulega vel farið, að þilskipum fjölgar, og sjálfsagt að styrkja þann útveg. — En þar með er ekki sagt, að bátaút- vegurinn geti ekki hór eptir, sem hing- að til, orðið landinu að verulegu gagni. Það er að minnsta kosti ekki ástæða til, að örvænta svo um gagnsmuni báta- útvegsins, að ekki sé vert að hlynna að honum, meir en gjört hefúr verið hing- að til. — Þótt fiskur um tíma bregðist á grunn- miðum sums staðar við landið, gengur hann upp á firði annars staðar, og vér Isfirðingar höfum að minnsta kosti ekki af langæju fiskileysi að segja. Frá ó- munatíð, og fram á þennan dag, höfum vór haft aðal-lífsbjörg vora af bátaút- vegnum. ísafjarðardjúp er að vísu líklega fiski- sælasti fjörðurinn á íslandi, enda er báta- afli þar mjög fljóttekinn, og fljótteknari, en vanalega gjörist á þilskipum. Fyrir oss Djúpmenn ætti það þvi að vera hið mesta áhugamál að hlynna að bátaútvegnum, meir en gjört hefur verið hingað til. Samkvæmt landhagsskýrslunum fyrir árið 1898 gengu til fiskjar úr Norður- Isafjarðarsýslu 221 bátar, og vantar þó skýrslu úr tveim hreppum. Síðan hefur bátum vist fjölgað töluvert, með því að þessi síðustu ár hafa verið góð aflaár. Það er þvi vel liklegt, að bátar og sexæringar hór við Djúp, sóu nú orðn- ir um 250. Af þessum útveg hafa nú flestallir í- búar Norður-Isafjarðarsýslu aðal-lífsbjörg sína, auk þess, sem menn úr öðrum hóruðum leita hingað atvinnu við sjó- róðra. — En allur þessi mikli útvegur er al- veg ótryggður fyrir öllum slysum á sjó og landi. Næstum árlega farast fleiri og færri bátar hór við Djúp, og eigi all-sjaldan ber það við, að fjöldi skipa, með allri á- höfn, sópast burt á einum degi. — Þegar svo ber undir, eru konur og börn ekki einungis sviptar einka athvarfi sínu og aðstoð, heldur og opt aleigu sinni, með því að báturinn og veiðarfær- in eru eina eignin mikils þorra sjómanna hór við Djúpið. — Og þótt útgerðarmaðurinn ekki farist sjálfur með bátnum sinum, stendur hann 38 inn, svo að skipverjar stælu honum eigi, ef hann dæi á leiðinni. Af einhverjuin ástæðum kærði hann sig þó ekkert um það, að kona sín vissi um ráðstöfún þessa fyrst um sinn. „Jeg ætla einhvern tíma að láta það koma henni og Berthu á óvartu, mælti hann. „Jeg skil hann eptir hjá þór, Samúelu, sagðí hann enn fremur, „og vitja hans svo síðar, þvi að hjá þór er hann engu ver geymdur, en í Englands banka. Bertha kemur kann ske sjálf, og vitjar hans, þeg- ar hún er orðin stór. En þessu liggur ekkert á, því að nú þarf jeg ekk- ert á honum að halda, eða því, sem í honum er; en má ske kemur sú tíðin síðar. Jeg veit, að jeg má reiða mig á þig, Samúel, og skyldi jeg deyja á leiðinni, þá ferðu sjálfúr með hann til Hollands; er ekki svo? Lofarðu mór því ekki?“ Jeg lofaði því, og svona var nú þetta. „Haltu áframu, mælti eg mjög óþolinmóður. „Kaspar komst lifandi heim til sínu, hélt hann þá áfram, „en versnaði svo á leiðinni, að hann náði sór aldrei aptur. Það fór fyrir honum, sem mór. Hann varð ónýtur og ósjálfbjarga; það frótti jeg fyrir nokkurum árum. Alls einu sinni fékk jeg frá honum línu, og þar stóð að eins þetta: „G-eymdu það, sem þú veizt, unz Bertha mín kemur“. Annað stóð ekki í brófinu. Nú, jeg gerði það líka; jeg hélt þvíu. 47 Við þessi orð hennar, fann eg, að mig greip óum- ræðileg angist. „Seinni kona föður yðar“, sagði eg dræmt. „Já, hann kvæntist henni einu eða tveimur árum eptir það, að hann kom síðast til Deal. Hann kvæntist henni, til þess að hún annaðist og stundaði hann í ellinni. En hún var svo munaðargjörn, og svo óstöðug í sór, að hún stökk loksins frá honumu. „Og hvað varð þá um hana?u spurði eg. „Það veit eg ekkert um“, svaraði hún «Hún skildi eptir bréf, þar sem hún sagðist ekki geta lengur unað þessu lífi, og ætlaði sér því eitthvað út í heiminnu. „Hún var þá á líkum aldri, sem jeg er núu, sagði Bertha svo hugsandi. „fíún var líka allt of ung, í samanburði við hannu, mælti hún svo enn fremur. „En hann unni henni samt sem áður svo heitt, og eptir að hún var farin, varð eg einatt að klæða mig, eins og hún hafði klætt sig, og bera sams konar skartgripi. Var þetta ekki kátlegt uppá- tæki af honum?u Nú stóð þá ljóst fyrir mér, hvernig í öllu þessu lá. Seinni kona Kaspars Keefeland’s hafði auðsjáanlega komið hór til bæjarins, eptir að hún var hlaupin burt frá manni sínum. Undir lognu yfirskini hafði hún ætlað sér, að ná i sandelsviðarkistilinn, en dauðinn hafði orðið hennar hlutskipti. Frásögn Samúels frænda hafði þá, þrátt fyrir allt og allt, verið sönn.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.