Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.02.1901, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.02.1901, Blaðsíða 8
32 ÞjÓðviljinn. XV, 7.-; TOMBÓLÁ. St. „Harpa" nr. 59 í Bolungarvík hefur áformað, að halda tombólu í næst- komandi marz- eða apríl-mánuði. Ágóðanum á að verja, til að koma upp aptur fundahúsi stúkunnar, sem f'auk 6. jan. þ. á. Vér skorum því á alla, menn og kon- ur, sem virja styðja bindindismálið, að styrkja þetta fyrirtæki með munum eða innskrift til einhverra kaupmanna á ísafirði. Gjöfunum veitir móttöku einhver af okkur undirrituðum, ásamt Helga verzl- unarmanni Sveinssyni á ísafirði. Bolungarvik 20. febr. 1601. Þorgrímur Sveinsson. Arni Oíslason. Jbhannes Jensson. Sturla F. Jönsson. Pétur Oddsson. SHs. oMdin avlak Bxportliaffo Surrogat úr því fær maður bezta kaffibollann. Kjebenhavn. — F. Hjorth & Co. Til leigu. y/tf Húspláss á Isafirði fæst leigt frá 1. apríl næstk. Semja verður við ritstjóra blaðs þessa fyrir 10. marzmánaðar næstk. 3VCikið af húsklukkutn og vasaúrum — margar sortir — hefur undirskrifaður fengið nú ineð „Laura", enn fremur kynstur af úrfestum, silfur stássi, og celluloid ytri-úrkassa o. fl. Reynifl liiii nýjn, egta litarliréf, frá litamrlísmifljfl B u c h 's. Nýr egta demantsvartur litur I Nýr egta dökkblár litur — — hálf-blár — | — — sæblár — Allar þessar 4 nýju litartegundir skapa fagran egta lit, og gerist þess eigi þörf, að látið sé nema einu sinni í vatnið (án „beitze"). Til heimalitunar mælir verksmiðjan að öðru leyti fram með sínum viður- kenndu, öflugu og fógru litum, sem til eru i alls konar litbreytingum. Fæst hjá kaupmönnum hvivetna á íslandi. Buch's litunarverksmiðja, Kaupmannahöfn V. Stofnuð 1842 — Sæmd verðlaunum 1888. Alveg áreiðanlegt, að hvergi fæst betra verð, mót peningum iiti hönd. ísafirði 7. febr. 1901. S. Á. Kristjánsson. Kresólsápa. Tilbúin eptir forskript frá hinu kgl. dýralækningaráði í Kaupmannahöfn, er nú viðurkennd að vera hið áreiðanleg- asta kláðamaurdrepandi meðal. Fæst í 1 punds pökkum hjá kaupmönnum. Á hverjum pakka er hið innskráða vöru- merki: AKTIESELSKABET J. HAGENS SÆBEFABBIK, Helsing0r. Umboðsmenn fyrir ísland: F. Hjorth & Co. Kjobenhavn K. fflEver sá, sem vill taka að sér pössun á mjólkurám ísafjarðarkaupstaðar, frá frá- færum, næstkomandi sumar, gjöri svo vel og sendi tilboð til bókbindara Eyjólfs Bjarnasonar. sF ^Wy Gott rÚmstæðí, mjög ódýrt, er til sölu. — Lysthafendur snúi sér á prentsmiðju „Þjóðviljans". PRKNTSMIÐ.IA ÞJÓDVILJANS. 42 Jeg tók í hönd hans, til að gjöra hann hughraust- ari, og mælti: ^Beyndu að hrinda þessum leiðinlegu hugsunum frá þér. Ef allt er, sem þú segir ..." „Ef", tók hann hálf-ömurlega upp eptir mér. Loks greip hann báðum höndum um hönd mér, og æpti: „Hún — sækir — mig! — Þarna kemur hún ... loksins!" Um leið og hann mælti þetta, stundi hann þungan, lokaði augunum, og var þegar örendur. En naumast hafði hann gefið upp öndina, þegar jeg sé, mér til óumræðilegrar skelfingar, að herbergis- hurðin er opnuð ofur-hægt. Og inn kemur unga stúlkan, eða róttara sagt svip- ur ungu stúlkunnar, sem fyrir rúmum hálfum mánuði hafði tjáð mér, að hún héti Bertha Keefeland! 1 þeirri svipan var eg sannfærður um, að þetta væri vofa, þvi taugar mínar voru svo ákaflega æstar. ÍYændi minn hafði dáið rétt í þessu augnabliki, og það var ekki fullur sólarhringur liðinn, aíðan hann skript- aði fyrir mér syndir sinar. Jeg var þvi óttasleginn, sem krakki, og faldi mig bak við rúmtjaldið. Hjartað i mér barðist svo ákaft, að eg þóttist jafn vel heyra í mér bjartsláttinn. En í sömu andránni heyri eg, að sagt er, í alveg eðlilegum kvennmanns róm: „Dáinn! Hann er þá dáinn, gamli vinurinn fóð- ur mins!" 43 Jeg kíkti út undan rúmtjaldinu, og sá, að hún laut ofan að honum, með tárin í augunum Því fór svo fjarri, að hún líktist vofu. að jeg missti þegar alla trú á frásögu Samúels frænda. Hann hlaut óefað að hafa verið farinn að ganga í barndómi. Það var eina útskýringin, sem eg gat hugaað mér. „Hve langt er, síðan hann dó?u hvíslaði hún, rótt eins og væri hún hrædd um, að vekja hann, ef hún tal- aði hærra. „Að eins örfá augnablik", anzaði eg. „Jeg heyrði sagt í bænum, að hann væri mjög veikur, og flýtti mér því hingað, og þó að enginn væri í veitingastofunni, kunni jeg þó ekki við, að fara svo búin, og gekk því hingað inn. Jeg var að vona, að jeg fengi að sjá hann, áður en hann dæi, svo að eg gæti vottað honum þakklæti frá fóður minutn". „Þér hafið þá ... þér hafið þá ..... aldrei séð hann fyr?" „Nei, aldrei". „Hafið þér aldrei komið áður til Englands?" „Nei". „Og þór heitið Bertba Keefeland —, og eruð dótt- ir Kaspars Keefeland's?" „Jú, svo er, sem þér segið". „Vesalings frændi", tautaði og við sjálfan mig, og leit angurværum augum á líkið. „Hve afar-ruglað hlýtur ekki allt sálarlif þitt að hafa verið orðið þessa síðustu dagana, þar sem þú gazt haft slíkar imyndanir!"

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.