Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.02.1901, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.02.1901, Blaðsíða 5
XV. 7.-8. Þjóðviljinn. 29 all-opt uppi allslaus, og þvi undir heppni komið, hvort hann réttir við aptur. Fyrir rnörgum hverjum varla nema um tvennt að gjöra, annað hvort að brjót- ast í því, að koma sér upp útveg aptur, með lántöku hjá kaupmönnunum, eða þá að fara beina leið á — sveitina. Þannig vofir stórkostleg hætta og efnatjón sífellt yfir útvegsmanninum, sem mjög opt ríður honum, og vandamönnum hans, að fullu. Afleiðingar skiptjónannayrðu miklum mun ótilfinnanlegri, bæði fyrir einstakl- ingana og þjóðfélagið, ef útvegurinn væri vátryggður. Það er eitt með öðru, sem sýnir, hve skammt vér erum komnir áleiðis í efling atvinnuvega vorra, að ekki skuli þegar fyrir löngu hafa verið etofnaðir ábyrgð- arsjóðir fyrir bátaútveg vorn. — Og þetta er því leiðara, sem útvegs- mönnum er innan handar, að koma á fót slíkum sjóði með litlum kostnaði, ef vilj- ann að eins ekki brestur. Ef Djúpmenn vildu t. d. stofna slík- an sjóð, þyrftu þeir ekki annað, til að byrja með, en láta eina krónu af hverj- um hlut á bátum þeim, er til fiskjar ganga. Reikni maður að meðaltali 8 hluti af hverjum bát, þá yrði sú upphæð, sem þannig safnaðist i eitt skipti, samkvæmt bátatölunni hér að framan, 1768 krónur, og vildu útvegsmenn leggja þetta litla gjald á útveg sinn, svo sem þrjár ver- tíðir i röð, þá mætti gjöra ráð fyrir, að upphæð þessi tvöfaldaðist að minnsta kosti; væri með þvi fenginn all-álitlegur visir til ábyrgðarsjóðs, öllum kostnaðar- lítið, sem auðvitað ykist árlega með ár- legum iðgjöldum bátaeigenda, er félagið væri komið á fót. Ef Isfirðingar vildu nú taka rögg á sig, og stofna slikan sjóð til undirbún- ings bátaábyrgðarfélagi, þá má telja víst, að þingið vildi styrkja það nytsemd- ar fyrirtæki, þó ekki væri með öðru, en því, að leyfa þeim að nota 4000 kr., sem að framan eru nefndar, til þessa fyrir- tækis, sem telja má hinu mjög skylt, en miklu bráðnauðsynlegra eptir því, sem hér hagar til. Fyrir þvi er, hvort sem er, varla ráð að gera, að þilskipaábyrgðarfélag verði stofnað hér í bráð, eða að minnsta kosti ekki meðan sá útvegur er mestmegnis i höndum erlendra kaupmanna. —- Sýslunefnd Norður-ísafjarðarsýslu ætti að taka mál þetta til meðferðar á næsta fundi sínum; það er nauðsynja- og vel- ferðar-mál fyrir þetta hérað. — S. St. -------COCgooo—— Stjórnmálagrein Qr. Boga Th. Meisted, stjórnvitringsins mikla,(]), um þá heimsfrægu(!) uppgötvun hans, að „valtýzkan" útiloki eigi, að dönsku ráðherrarnir geti haft tal af hr. Dybdal(!) o. s. frv., birtist nú einnig í „Austra". Boga hefur sjáanlega fundizt svo afar-mikið til um þessa mikilsverðu(!) uppgötvuti sina, að honum hefur eigi fullnægt það, að senda grein- ina til ritstjóra „Þjóðólfs", heldur hefur hann sent „Austra" hana i'afn hliða, og auðvitað við hvorugan ritstjórann látið þess getið, að hann hefði sent hana öðrum. Væri ekkert ótrúlegt, að „Stefnir", þriðja apturhaldsmálgagníð, ksemi einnig rogandi með hana(!) Þetta er sama lagið, sem Bogi hefur stund- um haft, er hann hefur ritað eitthvert léttmet- ið, í dálka-fæðu, i dönsk blöð, að hann hefur þá sent grein sína til fjölda blaða, og auðvitað látið hvern ritstjóranna um sig standa í þeirri meiningu, að greinin væri ætluð hans blaði eingöngu(!). Almenningur, sem sér greinina birta orð- rétta í tleiri blöðum, á svo að skilja þetta svo, sem greinin þyki svo mikilsverð, djúpsæ og snjöll, að blaðstjórarnir keppist um að birta hana(1). Svona lætur sjklfsálitið mannaumingjann verða sér til athlægis. Það er gaman að Boga(!) ---------.*r«<».--------- ísafirði 23. febr. 1901- Tíðarfar. Sama einmuna blíðviðristíðin dag eptir dag, og munu fáir minnast jafn lang- vinnrar hagstæðisveðráttu um þetta leyti ars. í gær gerði loks dimmviðris-kafald, sem enn helit. f 29. f. m. andaðist að Atlastöðum í Sléttu- hreppi hér í sýslu húsfreyjan Guörún Ólafs- dóttir, kona Jóseps bónda Hjálmarssonar, er þar hefur lengi búið. — Hún var á áttræðisaldri, og talin greindar kona. 1. þ. m. andaðist að Sæbóli í sama hreppi unglingspiltur, Valdimar Magnússon að nafni. — Hann hafði lengi legið rúmfastur í tæringar- veiki. Hafís í nánd. Úr Aðalvík er oss ritað 7. þ. m.: „Mikill hafís hefur sézt hér ofan undan Ströudunum þessa daga, þótt hvergi sé hann landfastur enn þá; en við búið, að allar víkur fyllist hér strax, ef hann gerir norðan". Skip- stjóri Jón Pálsson í Hnífsdal, er kom inn á hákarlaskipinu „Arfhur" 15. þ. m., segír og hafi'shroða liggja úti fyrir öllum vesturkjalka landsins, 1 mílu undan Rit, en um 5 mílur út undan Barðanum í Önundarflrði. Vel um hákarl. — Alls staðar næg-ur flskur. 46 „En þér eruð systur-sonur hans, og ættuð því, eptir almennum reglum, að erfa hann", sagði hún. „Hvað hefur hann þá ánafnað yður?" „Ekkert", hlaut eg að svara. „En það eru stökustu rangindi", mælti hún. „Jeg álít þvert á móti, að það sé, eins og það á að vera", svaraði eg vandræðalega. „En hugsið nú ekki meira um það, ungfrú Keefeland. Lakast að eins,aðþór flkylduð ekki koma fyr, fyrir mörgum árum". „Jeg varð að stunda föður minn", mælti hún, „og það var að eins fáum mánuðum fyrir andlát hans, að hann sagði mér fyrst frá sandelsviðarkistlinum. Hann sagðist alveg hafa gleymt honum. Hann var orðinn svo gleyminn, svo fjarskalega gleyminn. Það var líka ef til vill heppilegast, því að mæðu- maður var hann". „Já, lán í óláni hefur það þá verið", mælti eg. „Mér hefði ekkert komið það á óvænt, þó að sand- elsvið&rkistillinn hefði verið horfinn.. Jeg bjóst hálft um hálft við þeim fréttum, er eg kom hér fyrst". „Hví þá það?" spurði eg. „Það voru ýmsir aðrir, sem kunnugt var um leynd- armál þetta",mælti hún hálf-hugsandi. „Mér dettur nú t. d. i hug", bætti hún svo við, „seinni koDan hans föður míns sáluga, sem hét Bertha Keefeland, alveg eins og jeg heiti. Faðir minn hafði einhvern tíma sagt henni eitt- hvað um sandelsviðarkistilinn. Hann mundi eitthvað óglöggt eptir því". 39 „Og kom hún svo?" spurði jeg. „Já, víst gerði hún það! En rektu ekki svona mikið á eptir mér", tautaði hann, „þvi að jeg get ekki talað svo fijótt". „En jeg hefi annars ekki sagt þér, hvað í kassan- um var", mælti hann svo enn fremur. „Veiztu, hvað það er?u „Já, það held jeg, því jegopnaði hann einanóttina". „Svo! Það áttirðu helzt ekki að gjöra". „Jeg hefi nú aldrei gert mér samvizku af öllu", sagði hann. „Mig langaði til að vita, hvað það var, sem Kaspar var svo drjúgur yfir. Jeg fann í kassanum talsvert af gimsteinum, og stóra, útlenda gullpeninga, sem jeg fékk mikið féfyrir". „Hvað? Hefirðu þá selt það?" „Já; jeg var í mikilli klípuu, sagði hann. „Jeg hafði verið dæmdur fyrir tollsvik, og varð að borga bæði malskostnað, sektir og málfærslumannslaun". „Jeg var þannig í stökustu peningaþröng", mælti hann enn fremur, „og þegar svo stóð á, þá var það aldrei vani minn, að fara í sem strangastan reikning við samvizku-tetrið. Jeg þurfti að ná í peninga, og gimsteinarnir hans Keefelands komu sér þá einmitt reglulega vel". „En þetta var samt níðingslegt". „0, sussu. Keefeland gamli skeytti ekki framar um fjársjóð þenna, og enginn kom, til að sækja hann. Jeg hélt, að hann væri dáinn, og hefði gleymt, að skýra nokkrum frá leyndarmáli þessu, svo að hvorki ekkja hans né dóttir vissu neitt um það. En svo....."

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.