Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.03.1901, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.03.1901, Blaðsíða 1
Verð nrgnnqsins (minnst, 52 nrkir) 3 kr. 50 nnr.; erlendis 4 kr. 50 nur.,og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. r —' 1 1= Fimmtándi ÁKGANGUB. =| "■•=— RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSE K. =|evtB?—-—- Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sétilútgef- | anda fyrir 30. dag júrú- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni ' borgi skuld sína fyrir \ blaðið. Æ 9.-10. ÍSAFIKÐI. 6. MARZ. 19 0 1. Biðjið ætíð um: Otto Mousteds Danska smjörlíki, sem er alveg eins notadrjilgt og bragðgott, eins og sm,jör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu, í samanburði við gæðin. Pcest HJa bLau.pmöiiiiiimim. trtiöna. [f Látin Ticteria Breta-drottning. — Búa- stríðið. — Kína-stappið]. Frá útlöndum eru þau tíðindin nú mark- verðust, að Vidoria, meykóngur Breta veldis, andaðist í höllinni Osborne, á eyj- unni Wight, fyrir sunnan England, að kvöldi 22. janúar þ. á. Hún hafði verið meira og minna las- in, siðan í fyrra sumar, svo að það var að eins með mestu herkjum, að hún var fær um ferðalagið tii 11%/it-eyjar næstl. haust; en þar var hún vön að hafa vetr- arsetu. Var hún og tekin mjög að eldast og hrörna, komin á 82. árið (fædd 24. maí 1819). Victoría var dóttir Játvarðar, hertoga af Kent, er var sonur Oeorg's III. Engla- konungs, og tók hún ríki 1837, að látn- um frænda sínum Vilhjálmi IV. Árið 1840 giptist hún Alhert, prinzi af Saxeti-Coburg (f 1861), og áttu þau hjónin 4 syni (Albert Edvard, prinz af Wales, Alfred, hertoga af Edinburgh, Arthur, hertoga af Connaught, og Leopold) og 5 dætur, og var hin elzta þeirra, Victoria Adelaide, gipt Friðriki II. Þýzka- landskeisara, og er þeirra son Vilhjálmur, sem nú ræður ríkjum á Þýzkalandi. Á dögum Victoríu drottningar hefur Bretaveldi aukizt afar-mikið, svo að valdi Breta lúta nú um 200 milj. fleiri menn, en er bún kom til ríkis, eins og líka rikisstjórnarár hennar liafa verið glæsi- tíð Breta í flestum greinum, að því er kallað er, þegar á ytri hag og yfirdrottn- an er litið. Hve mikinn þátt Vidoría drottning hefur sjálf átt i framfórum þessum, verð- ur sagan að skera úr á sínum tíma; en eitt verður aldrei af henni haft, að hún fylgdi jafnan í stjórn sinni ströngustu þingræðisreglum, svo að Bretland mátti um hennar daga að ýmsu leyti fremur teljast lýðveldi. en konungsríki. Meðan drottning lá banaleguna var þar saman komið margt konungborinna frænda og venzlamanna hennar, og hafði hún að sögn rænu fram undir andlátið. Nú er til ríkis kominn elzti sonur hennar Álbert Edward, prinzinn af Wales, og nefDÍr sig Edward eða Játvarð VIII. — Hann er kvæntur Alexöndru Kristj- ánsdóttur IX., og er þegar kominn á efri ár, fæddur 9. nóv. 1841. Útför drottningar fór fram 2. febr.; var likið daginn fyrir flutt á gufuskipinu „Alberta“ frá eyjunni Wight til Englands, og fylgdi þá fjölúi brezkra og útlendra herskipa, öll með fána á miðri stöng, og dundu við fallbyssuskotin á mínútu hverri. Að morgni 2. febr. var líkið svo flutt með járnbraut til Lundúna, og var þar, sem og alls staðar á leiðinni, mest.i mann- grúi saman kominn á brautarstöðinni, þar á meðal jQöldi útlendra þjóðhöfðingja og konungborinna manna. Síðan var höfð skrúðganga mikil með líkið gegnum Lundúnaborg, og siðan flutt til Vindsor konungshallarinnar, þar sem það var borið i kirkju. Yfir kistuna var breidd hvít silki- blæja, er fangamark drottningar var saurn- að í, og ofan á kistunni lá kórónan og veldissprotinn. I líkfylgdinni var VUhjálmur Þýzka- landskeisari, Ge.org Grrikkja konungur, Leopold Belga jöfurr, Frikrik, kronprinz Dana, Gustav, kronprinz Svía, og fjöldi annara konungborinna. manna, allir út- lendir sendiherrar, æðstu hershöfðingjar, biskupar, klerkalýður annar, og mjög margt stórmenni, að ógleymdum ýmsum riddara- og hermanna-sveitum, og sorgar- lög leikin á lúðra. I kirkjunni flutti erkibiskupinn í Kantaraborg bæn, og fleiri æðstu menn kirkjunnar, en siðan var kistan flutt til hallar þeirrar, er lík Albeiis manns henn- ar er geymt, og látið þar hjá kistu hans. I kistuna var drottning lögð í öllum konungsskrúða, með orður og önnur tignarmerki á brjósti, og hafði konung- ur boðið, að útfarardaginn skyldi skoða, sem almennan sorgardag í öllu Breta- veldi, svo að engum vanalegum störfum var þá sinnt.------ Af Búa-ófriðinum er engra stór- tiðinda að geta. — Hersveitir Búa fara enn fram og aptur um Cap-nýlenduna, og gera Bretum margan óleik, án þess þeir fái rönd við reist, og er svo að sjá, sem i lið með Búum gangi æ fleiri og fleiri af brezkum þegnum, frændjijóð Búa, þar syðra. — — í Eína hefúr verið þjarkað um frið- arsamninga milli Kínverja og stórveld- anna fram og aptur, og hefur það mikið tafið fyrir, að gamli Li-Hung-Chang er sagður mjög hættulega veikur. — Nú er þó mælt, að Kína-stjórn hafi látið taka Chung prinz af lífi, og nokkra fleiri úr flokki „hnefamannau, til að geðjast stór- veldunum; en Tuan prinz, sern vitanlega var aðal-maðurinn, er mælt, að sleppi, með því að hann þykir eiga svo mikið undir sór, að ekki þyki gjörlegt, að snúa þangað hefndum. Biblíuþýöingin nýja. Hr. ritstjóri! Af ummælum nokkrum í blaði yðar, 3.—4. tölubl. þessa árgaDgs, þar sem þér minnist með velvild á hina nýju þýð- ingu Markúsar guðspjalls, verður það ljóst, að yður er ekki alls kostar kunn- ugt um fyrirkomulag endurskoðunarstarfs- ins, sem og er full afsakanlegt, og vil eg þvi nota tækifærið til að koma að fá- einum leiðréttingum, í von um, að þór takið þær í blað yðar í einhverri mynd. Haraldur kandidat Níelsson vinnur einungis að þýðingu Gamla Testament- isins, ásamt nefnd þeirri, sem starfar með konum: biskupi, forstöðumanni prestaskólans og yfirkennara Steingr. Thorsteinsen, og er þessu starfi haldið á- fram hvíldarlaust, síðan Haraldur kom heim úr utanferð sinni til visindaframa, fyrir nærfellt ári síðan, og er ráðgert,. að láta ekkert hló verða á, sem hjá verð- ur komist. — En jafnhliða þessu starfi hefur nú á annan vetur verið unnið að þýðingu Nýja Testamentisins af annari nefnd, og eru í henni allir 3 kennarar prestaskólans, ásamt biskupi. Hefur þessi nefnd mjög líka starfsaðferð og hin, og er það von hennar, að verkinu verði langt komið að allt að 2 árum liðnum. -- Biblíufélag vort treystist í fyrstu ekki til að færast meira í fang, en Gamla Test., þangað t.il því verki á sínum tíma yrði lokið, en bjóst þá við, að halda á- fram, og taka til við N. T. En þá bauðst hið veglynda Brezka Biblíufélag til að veita oss nokkurn styrk fyrst um sinn i 3 ár, ef vér sæjum ráð til þess, að taka einnig N. T. fyrir jafnhliða. Að fengnu þessu góða boði, gerðu kennarar presta- skólans það fyrir tilmæli mín, að ganga í nefnd með mér, til þess að vinna að

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.