Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.03.1901, Blaðsíða 6
38
Þjóðviljinn.
inu, þótt nokkuru misjanfara sé, en fyrstu
dagana, eptir að fiskhlaupið kom, og fremu nú
daginn fyrir hretið.
Úr verstöðunum innan Arnarness er og að
frétta góðfiski, 1—2 hundruð daglega með bát,
og þar um, og er það þó smáræði, i samanburði
við það, sem á land hefur borizt í Út-Djúpinu.
Yfir höfuð er nú hér vestra það einmuna
góðæri til lands og sjóar, að óminnilegt er
annað eins, um þenna tima árs.
Fiskisamþykktarbreyting. — Skelfisksbeita
milli Straumness og Rits. Ýmsir heidri út-
vegsbændur í Aðalvík eru nú komnir á þá
skoðun, að nauðsyn beri til, að fá fiskiveiða-
samþykkt Norður-ísfirðinga breytt í þá átt, að
nota megi skelfisksbeitu á lóðirj á svæðinu
milii Straumness og Rits.
Þegar fram i marzmánuð kemur, taka út-
lend fiskiskip mjög að sækja á fiskimið Aðal-
víkinga, og nota þá að eins síld, eða skelbeitu,
og þykir þá sú raunin verða á, að litið aflist á
ljósa beitu á þeim fiskimiðum, þar sem útlend-
ingar eru með tálbeitu fyrir.
Ber það eigi sjaldan við, að Aðalvíkingar
sjá lóðir útlendinga með fisk á hverjum öngli,
eða því sem næst, en verða sjálfir litt, eða ekki,
fiskvarir á ljósa beitu, og er því eigi að furða,
þótt Aðalvíkingar vilji njóta jafnréttis við út-
lendinga, að því er beitunotkunina snertir.
í bréfi frá merkum Aðalvíkingi segir, að
nóg sé um skelfisksbeitu á Aðalvikinni, og
litlum kostnaði bundið, að ná henni, þar sem
svo mikið sé um skelfiskinn, að hai.n dragist
opt á lóðir þar „inni á bugum“.
Útlendingar eru og opt svo nærgöngulir, að
þeir hafa farið inn á hvern bug þar á víkinni,
bæði vestan og norðan fram, aflað sér þar skel-
beitu, og beitt henni svo á fiskimiðum Aðal-
víkinga.
Slikt þykir dugnaðarmönnunum í Aðalvík
leitt að horfa á, og geta ekki bjargað sér, enda
ætti það að vera Djúpmönnum bagalaust, þó að
fiskiveiðasamþykktinni sé breytt í þessu atriði,
sé það nú orðinn almennings vilji þar nyrðra.
Fyrirspurn. Hvernig á að skilja auglýsing-
ar hr. Valdemars Petersens um það, að „kíninn“
XV, 9.—10.
fáist með sínu fyrra verði, án tollbækkunar?
Mér finnst raunin öll önnur.
Kína-maður.
Svar: Eptir þvi sem vér komumst næst,
mun kina-lífs-elixir sá, er hr. Vald. Petersen
auglýsir, að fáanlegur sé, án tollhækkunar,
vera eins konar kína-lifs-elixírs blanda, miklu
kraptminni, en egta elixírinn gamli. — Ritstj.
Til Hp flÖVP — Dame: somerblevet
111 UC DU«G. helbredet for Dövhed og Qre-
susen ved hjælp af Dr. Nicholsons kunstige
Trommehinder, har skænket hans Institut
20,000 Kr., for at fattige Döve, som ikke
kunde kjöbe disse Trommehinder, kunde faa
dem uden Betaling. Skriv til:
Institut „Longcott“, Gunnersbury,
London, W,, England.
jlpver sá, sem vill taka að sér pössun á
mjólkurám Isafjarðarkaupstaðar, frá frá-
færum, næstkomandi sumar, gjöri svo vel
og sendi tilboð til bókbindara Eyjólfs
Bjarnasonar.
Á G R U ND U M í Bolungarvík
er til sölu hálf húseign sú, er Guðm
Jöhannessun á Hóli fyrrurn átti (íveruhús,
geymsluhús m. m.). — Hentugir borg-
unarskilmálar.
Semja verður við ritstjóra blaðs þessa
fyrir lok næstk. marzmánaðar.
Hús til sölu. Húsin á Grænagarði
(íbúðarhús og fjárhús) eru til sölu. Hús-
unum fylgír til afnota umgirtur ræktað-
ur lóðarblettur, og eru árlega goldnar 12
kr. í bæjarsjóð Isafjarðarkaupstaðar eptir
stykkið. — Semja má við ritstjóra blaðs
þessa.
Til leigu.
Húspláss á Isafirði fæst leigt frá
1. april næstk.
Semja verður við ritstjóra blaðs þessa
fyrir 10. marzmánaðar næstk.
Crawfords
ljxYlT'eng-a
BISCUITS (smákökur)
tilbúið af CRAWFORD & SONS
Edinburgh. og London.
Einkasali fyrir Island og Færeyjar
F. Hjorth & Cý
Kjöbenhavn K.
THE
North British Ropework C°y,
Kirkcaldy
Contractors to H. M. Government
búa til
rússneskar og italskar
fiskilóðir og fxri.
Manilla og rússneska kaðla, allt sórlega
vandað og ódýrt eptir gæðum.
Einkaumboðsmaður fyrir Danmörk
Island og Færeyjar.
Jakob Grunniögsison,
Kjobenhavn K.
52
„Nú! Þið hafið þá tíglasmíðí, og útskorna steina“,
mælti Baumann. „Lofið mér að líta á varninginn, og
skoðið svo aptur spiladósirnar mínar.
Jeg hefi nokkrar spiladósir með 6 lögum, og fáein-
ar, sem syngja 8 lög. Viljið þið heyra?“
Baumann beið þess eigi, að svarað væri, en tók
þegar upp spiladósirnar, dró þær upp, og lét þær spila
öll lögin.
ítölunum var sýnilega vel skemmt.
„Er ekki, semegsegi, ... ljómandi sönglist?“ hróp-
aði Baumann „Láti eg þær spila lag fyrir mig að
kvöldinu, þá á jeg það vist, að mig dreymir yndislega“.
„En látið mig nú sjá steinana ykkaru, mælti hann
svo enn fremur. „Sóu þeir ekki því dýrari, þætti mór
gaman, að kaupa mór fáeina, til að færa henni Maríu
minni.
Hún er nú sem sé unnustan mín, og brúðkaupið
er áformað, að haldið verði í næstu viku“.
„í næstu viku?u tók Stefano upp eptir honum.
„Það kalla jeg fljótt, þvi Battisto á lika unnustu, sem
er langt héðan, suður í Imprunetu, og þau mega vist
biða timakornið enn, unz Battisto hefur efni á, að leggja
út fé fyrir hringinau.
Battisto varð nú kafrjóður út undir eyru, rétt eins
og ung stúlka.
„Þegiðu bróðir minn!u mælti hann. „Sýndu steln-
ana þína, og hafðu taum á tungu þinniu.
En Kristján Baumann gerði sig nú samt engan
veginn ánægðan með þetta.
„Hvað heitir hún?u spurði hann. „Nafnið hennar
verð eg fyrir alla muni að fá að heyra. Er hún falleg ?
57
býst fyret við mór daginn þar á eptir, og það stæði lika
heima, ef jeg hefði farið alfara-veginn, sem liggur um
smáþorpin Unterseen og Friitigen.
En nú hefi jeg í hyggju, að gista ínóttí Lauter-
brunnen, og að fara svo á morgun i dögun til Kand-
ersteg, yfir Tschlingel-jöku]innu.
Þegar hór var komið, varð bugða á veginum, og
fyrir augu vor bar nú afar-mikilfenglega og tignarlega
fjallasýn.
Kristján kastaði húfu sinni í lopt upp, og hljóðaði
upp af gleði.
„Lítið á!u kallaði hann upp, og rótti út báðar hend-
urnar, eins og hyggðist hann mundu geta dregið hóraðið
að hjarta sór. „Þarna sjáum við fjöllin og skógana i
lnterlaken, og þarna langt niðri i dalnum er Lauter-
b r un n e n!
Eilíf lof og dýrð só guði, sem gefið hefur ættjörðu
vorri þvílíka fegurð!“
ítalirnir litu brosandi hvor til annars, og hugsuðu
víst með sjálfum sór, að fegri væri þó A r n o-dalurinn á
ættjörðu þeirra.
Aptur á móti var bróðir minn alls hugar sammála
Kristjáni.
Þeir hóldu nú áfram, sem leið liggur, yfir afar-
viðáttumikla hálendisslóttu, þar sem engi og kornekrur
skiptust á, og gamalleg hús, dökkbrún að lit, sáust á
víð og dreif.
Rétt við veginn uxu hér og hvar fegurstu bláber,
og ýms fögur blóm urðu öðru hvoru á vegi vegfar-
andanna.