Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.03.1901, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.03.1901, Blaðsíða 3
XY, 9,—10. Þjóðviljinn. 35 Aðfarir Rússa í Mandsjúríinu. 12 þúsundum manna drekkt, í útlendum fréttum árið, sem leið, var þess stöbu sinnum getið, að rúss- neskir herflokkar hefðu átt í brösum við Kínverja hér og hvar í Mandsjúriinu, sem er nyrsta fylkið í Kína. Fréttir um þá atburði, er þar hafa gjörzt, hafa þó til skamms tíma verið mjög óljósar, enda munu Rússar hafa gjört, hvað þeir gátu, til þess að sem minnst fréttist þaðan af aðförum þeirra Nú eru þó komnar greinilegar fréttir um atburði þessa, og bera þær með sér, að Rússar hafa hagað sér þar fremur, sem blóðþyrst óarga dýr, en sem sið- uðum hermönnum sæmir. Rússar hafa eigi átt þar í höggi við vopnaða herflokka, heldur hafa þeir ráð- ið þar á vopnlausa, friðsama borgara, og beitt þar svo svívirðilegum grimmdar- verkum, að bvern, sem um það les, hlýt- ur stórum að hrylla við. I þorpinu Blagovesjensk bjuggu um bOOO Kínverja, sem eigi höfðu gripið til vopna, né sýnt neinn óskunda af sér, en engu að síður lét Gríbski, hershötðingi Rússa þar eystra, smala þeim öllum sam- an, körlum, konum og börnum, og öll- um þessum sæg drekktu svo rússneskir hermenn og lögreglumenn í Amur-Hjóti, eptir að bafa áður rænt öllu eigulegu, sem þeir höfðu á sér. Þetta var í síðastl. júlimánuði, og dugðu hvorki bænir né kveinstafir, held- ur var öllum vægðarlaust kastað í fljót- ið, konum og börnum, sem körlum, svo að mælt er, að einungis 60 Kínverja hafi komizt af, er tekizt hafði að fela sig. Þorpið Blagovjesensk liggur á nyrðri árbakka Mmwr-fljótsins, og er eign Rússa, með því að áin ræður þar landamærum milli Rússa og Kinverja, og hafa sumir viljað fegra þetta hryðjuverk á þann hátt, að ekki hafi verið kostur á bátum, og að Kinverjum hafi verið ætlað, að bjarga sér á sundi yfir ána, enda kölluðu og sumir lögreglumennirnir til þeirra i háði, að þeir skyldu synda; en þar sem áin er þar 1/4---1/a danska mílu á breidd, þá var slikt auðvitað ekkert viðlit, enda voru vanalega margir Kinverjar bundnir sam- an, og varpað þannig i fljótið. Eptir hryðjuverk þessi rændu Rússar híbýli og varningsbúðir Kínverja, létu greipar sópa um allt, sem eigulegt var. I þorpinu Morso kvað rússneskir her- menn á svipaðan hátt hafa drepið 2 þús. manna, og nokkur hundruð i þorpinu JRade, en fjölda manna tókst þar að flýja i tíma. í borginni Aigun, er hafði 20 þús. ibúa, drápu hermennirnir alla, sem þeir náðu i, en allur fjöldi bæjarbúa gat þó forðað sér á flótta. Síðan rændu hermennirnir, sem þeim sýndist, og lögðu síðan eld i borgina, svo að fregnriti ameríska blaðsins „Chi- cago Record“, er þar fór um skömmu síðar, kveðst að eins hafa séð þar rústir, og fjölda ýlfrandi óskilahunda. Belgiskur maður, er var á ferð til Peking, og fór á gufuskipi um nokkurn hluta Amw?-fljótsins, fullyrðir, að alls muni hafa verið, drekkt í fljótinu um 12 þúsundum manna. Kveðst hann eigi geta hugsað sér hræðilegri sjón, en það, sem fyrir augun bar, er gufuskipið kom í nánd við Bla- govesjensk. Alls staðar við ána lágu likin hrönn- um saman rekin, hálf-rotin, og lagði af þá ódaun, sem eigi verður lýst. Sums staðar voru líkin á floti, bund- in saman á hárinu, og ráku fyrir straumi, eða komust i ógeðslega hreifingu af skvampinu, sem ferð gufuskipsins olli. A þenna hátt er breytni kristinnar þjóðar háttað nú á dögum. A þenna hátt þykjast EvrópUþjóðir vera að færa út landamerki siðmenning- arinnar. Er ekki von, að austrænu þjóðimar verði hrifnar af þeim trúbrögðum, er bera slíka ávexti? Fréttlr. Drukknun. 6. febr. síðastl. hvolf'di báti fra Straumfirði í Mýrasýslu, og drukknaði einn maður, Bergþór Bergþórsson að nafni, «n þrem- ur var bjargað. — Báturinn var á ferð til selaveiða. Xýir læknar. 11. febr. þ. á. luku fjórir námsmenn embættisprófi á læknaskólanum í Reykjavík, og hlutu þessar einkunnir: Eink.: Stig: Jónas Kristjánsson .... I. 193 60 En e'r hann hafði lokið því, hrökk hann allt í einu við, og hlustaði. Hvað var þetta? Barst ekki með vindinum sama lagið, sem ungi maðurinn hafði spilað á spiladósina í gær, er þeir sátu að snæðingi, uppi á Wengern-fjalli? Var Kristján þá kominn aptur? \ Var hann á þenna hátt að gera aðvart um komu sína? Og hvar var hann þá? Var hann þarna úti á engjunum? .... eða niðri í húsagarðinum ? Bróðir minn opnaði aptur gluggann, og kallaði út: „Kristján! ... ert það þú?“ En hann fékk ekkert svar. Allt var kyrrt og hljótt. Vindurinn þaut }Tskrandi gegnum dalinn, og greni- trén skulfu og nötruðu, sem lifandi verur. „Kristján!“ kallaði bróðir minn aptur ... „talaðu! ... ertu þarna niðri?“ Allt var þögult, sem fyr. Hann hallaði sór, eins langt, eins og hann gat, út um gluggann, út í náttmyrkrið; en ekkert var að sjá. í ímyndun sinni fannst honum þó, sem vissi hann af Kristjáni þar nálægt, og ætlaði að snúa sór að honum, þegar vindþota fór allt i einu inn um gluggann, og lamdi rigningunni innan um herbergið. En er bróðir minn sneri sér við, fulltrúaður á það, að nú sæi hann Kristján standa þarna hjá sér, þá fann hann svo nistandi kulda, leggja sér gegnum merg og 49 Svipurinn. Það var bróðir minn, sem sjálfur var sjónarvottur að atburðum þeim, er hór verður sagt frá. Jeg hefi nú heyrt hann segja frá þessu, guð veit, hve opt, og einatt hefur honum borið nákvæmlega sam- an við sig sjálfan. Það munu nú vera um þrjátíu árin, siðan atburður sá gjörðist. Hann var þá að ferðast í Svissaralandi, til þess að safna sér þar uppdráttum, er nota skyldi í landfræðis- lýsingu, sem átti að vera með myndum. Haustkvöld eitt, er dimmt var yfir, kom bróðir minn frá Meyringen til þorpsins Grrindelwald. Þar hafði þá verið kaupstefna um daginn, svo að í aðal-gistihúsi bæjarins varð hvergi kotrað niður manni, þar sera full áskipað var fyrir. Bróðir minn leitaði sór því gistingar i öðru veit- ingahúsi, er þótti taka öðrum fram, og gat þó að eins fengið, að fleygja sér þar á hálmdýnu i herbergi einu, þar sem margir voru fyrir. Veitingahús þetta hét: „Örnin“, og var um þær mundir í fyrstu gerðum, að því er allan útbúnað snerti. Húsið var í senn, bæði veitingahús og heyhlaða. Þar voru pallar, eða loptsvalir, hringinn í kring, og gestaherbergið, sem var afar-stórt, líkast stórri hlöðu. í efri enda herbergis þessa var lág eldstó, og stóðu þar á sjóðandi pottar og pönnur. I hinum endanum sat dálítill hópur glaðværra náunga.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.