Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.03.1901, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.03.1901, Blaðsíða 8
40 Þjóðyiljinn. XV, 9.—10. B u c h ’s. Nýr egta demantsvartur litur I Nýr egta dökkblár litur liálf-blár — | — — sæblár Allar þessar 4 nýju litartegundir skapa fagran egta lit, og gerist þess eigi þörf, að látið sé nema einu sinni í vatnið (án „beitze“). Til heimalitunar mælir verksmiðjan að öðru leyti fram með sínum viður- kenndu, öflugu og fögru litum, sem til eru í alls konar litbreytingum. Fæst hjá kaupmönnum hvivetna á Islandi. Buch’s litunarverksmiðja, Kaupmannahöfn V. Stofnuð 1842 — Sæmd verðlaunum 1888. skemmtilegum sögum. W^F~ Blaðið má borga með verzlunar- innskript við verzlanir á ísafirði, og í ísa- fjarðarsýslu, og enn fremur við ýmsar fleiri verzlanir á Vestur- og Norður- landi, svo sem síðar mun nákvæmar auglýst. Nýir kaupendur gefi sig fram sem fyrst, áður en sögusafnið þrýtur. IVIikið af húsklukkum og vasaúrum — margar sortir — hefur undirskrifaður fengið nú með „Laura“, enn fremur kynstur af úrfestum, silfur stássi, og celluloid ytri-úrkassa o. fl. Alveg áreiðanlegt, að hvergi fæst betra verð, mót peningum útí hönd. ísafirði 7. febr. 1901. S. Á. Kristjánsson. VOTTORÐ. Eg hefi lengst æfi minnar verið mjög veikur af sjósótt, en hefi opt orðið að vera á sjó í misjöfnu veðri; kom mér því til hugar, að brúka Kína-lífs-elexír herra Valdemars Petersens í Friðriks- höfn, sem hafði þau áhrif, að eg gat varla sagt, að eg fyndi til sjósóttar, þeg- ar eg brúkaði þennan heilsusamlega bitt- er. Vil eg því ráðleggja öllum, sem eru þjáðir af veiki þessari, að brúka Kína- lífs-elixír þennan, því hann er að minni reynzlu áreiðanlegt sjósóttarmeðal. Sóleyjarbakka. Br. Einarsson. Kiiiia-lifs-elexii'inn fæst hjá flestum kaupmönnum á Islandi, án nokk- urrar tollhækkunar, svo að verðið er, sem fyr, að eins 1 kr. 50 aur. fyrir fiöskuna. — Til þess að vera víssir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elexír, eru kaupendur beðn- ir að líta vel eptir þvi, að standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan- um: Kínverji með glas í hendi, og firma nafnið Valdemar Petersen, Nyvej 16, Kjöbenhavn. NÝ VERZLUN! með margbreyttum vörutegundum, verð- ur rekin fyrst um sinn í Norðurtangan- um. Komið þvi, skoðið og kaupið, það borgar sig. ísafirði 9. febr. 1901. Marís M. Gilsf jörð. rRKVTSMIÐJA DJÓÐVILJANS. 54 „Og svo var hann víst ekki kristinn, heldur heið- ingi“, sagði hann, „og skiptir það ekki svo litlu“. Að svo mæltu tók hann upp dálitla peningapyngju, og taldi fram átta franka. Battisto lagði nú aptur niður varninginn, og Kristj- án gerði slíkt hið sama. Bróðir minn settist við borð andspænis dyrunum, og bað um morgunverð fyrir þá félaga. Þenna morgun var sólskin, og veður fagurt. Svalandi vindblær andaði á vafningsjurtirnar, er fléttuðust upp um steinveggina, er luktu um húsagarðinn, og sló þaðan titrandi skuggum af laufinu inn á hvitan borðdúkinn. Alls staðar umhverfis gnæfðu upp há fjöll, er teygðu bláhvíta jökulranana ofan í dalinn, en dimmleit nálatré gægðust fram hér og hvar, þar sem brekkan var minnst. Til vinstri handar var Wetterhorn, til hægri handar Eiger, og í miðið fjallið fagra Vischer-Hör- ner, og voru fjallatindarnir, sem skínandi silfurgljái í sólskininu að sjá. Þegar morgunverði var lokið, kvöddum vér veit- ingamanninn, tókum göngustafina, og stefndum til W engem-fj alla. Það var enn vart meira, en hálf-bjart orðið, og kyrrð yfir fjalladalnum, þar sem annars var fjöldi húsa hér og hvar. Eptir dalnum rann jökul-lækur, sem brotizt hafði ofan úr einhverju jökul-gljúfrinu, og vall nú fram, sem mjólk á litinn. Þrír ungu mennirnir gengu rösklega, og sungu öðru hvoru ýmsar skemmtivísur, en bróðir minn drógst 55 opt nokkuð aptur úr, og kastaði stöku sinnum rauðum blómstrum í lækinn, og horfði á strauininn bera þau burtu í hendingskasti, eins og mannlífið hverfur í djúp tímans. Hvi skyldi hann hafa verið svo dapur í huga, og hinum svo létt um hjartaræturnar? Því meira, sem sól hækkaði á lopti, því meira varð þunglyndi bróður inins, og að því skapi óx kæti hinna. Sem lífsglaðir unglingar spjölluðu þeir saman, um framtíðarvonir sinar, og reistu sér fegurstu loptkastala. Kristján, sem var lang-kátastur, sagði, að það væri æðsta óskin sín, að geta leigt sér ofur litið veitingahús þar neðar í dalnum, og lifa þar að sið feðra sinna. Ef menn vildu selja mikið af spiladósum, þá yrðu menn að eiga heima í Grenf, en fyrir sitt leyti, kvaðst hann nú elska fjöllin sín, snævi þöktu, og þéttu, dimmu skógana, þúsund pörtunum meira, en nokkura borg í heimi. María væri fædd, og upp alin i íjalladölunum, og myndi það baka henni ósegjanlega sorg, ef hún ætti að yfirgefa fjalladalina sina fyrir fullt og allt. Meðan á þessum samræðum gekk, var nú orðið svo áliðið, að komið var hádegi, og settust þeir félagar þvi niður hjá afar-stóru, mosavöxnu grenitré. Snæddu þeir þar, og lét Kristján eina spiladós sina spila, meðan á máltíðinni stóð. Jafn framt heyrðu þeir og skruðninginn, er stór- eflis skriða rann ofan eptir hinum hvítu herðum „Jóm- frúar“-fjallsins.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0929
Tungumál:
Árgangar:
30
Fjöldi tölublaða/hefta:
1177
Gefið út:
1886-1915
Myndað til:
14.12.1915
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Skúli Thoroddsen (1892-1914)
Útgefandi:
Prentfélag Ísfirðinga (1886-1889)
Nokkrir Ísfirðingar (1889-1891)
Skúli Thoroddsen (1891-1891)
Sigurður Stefánsson (1891-1891)
Nokkrir Ísfirðingar (1891-1892)
Efnisorð:
Lýsing:
Stjórnmála- og fréttablað. Málgagn Skúla Thoroddsen

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað: 9.-10. tölublað (06.03.1901)
https://timarit.is/issue/155461

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9.-10. tölublað (06.03.1901)

Aðgerðir: