Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.03.1901, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.03.1901, Blaðsíða 2
84 Þjóðviljinn. XV, 9.—10. þessu verki, sem vór könnumst allir við, að er mjög nauðsynlegt, eigi síður en hitt, og jafn vel enn fremur. Tekur hver kennaranna sitt ritið að sér til lag- færingar þýðingunni, og því næst er öll hin nýja þýðing vandlega athuguð af hinum, og síðan fullgjörð í sameiningu á fundi. Hin nýja þýðing Markúsar guðspjalls er þannig aðallega verk síra Þórhalls Bjarnarsonar. Síra Jón Helga- son hefur aðallega unnið að Matteusar guðspj., og síra Eiríkur að Lúkasar guð- spjalli. Að loknu Mark. guðspj. fæst síra Þórhallur nú við Gjörðir postulanna, og þannig er ráðgjört, að halda áfram, rit eptir rit. — Fá starfsmenn þessir að eins litla árlega þóknun hver, á meðan verkið stendur yfir, og nefndin heldur fúndi með sér í hverri viku. Eptir tilmælum Brezka Biblíufólags- ins höfum vér lagt til grundvallar grísk- an frumtexta í þeirri mynd, sem hin stóra ensk-amerikanska endurskoðunar- nefnd, á árunum 1870—1880, taldi vera réttasta og fullkomnasta, og lagði félag- ið á það mikla áherzJu, að þessi ósk væri tekin til greina, enda mun óhætt að fullyrða, að enginn annar texti taki að öllu saman lögðu þessum fram. Hversu mjög sem menn viðurkenna yfirburði Nýja Testamentisins yfir hið Gamla, hlýtur sórhver kristin þjóð að telja það helga skyldu, að vinna af öllu kappi að því, að eignast svo rótta, trúa og fullkomna þýðingu allrar Biblíunnar, sem kostur er á, því að báðir hlutar hinnar guðlegu opinberunar standa i ó- siitanlegu sambandi. Reykjavík í febrúar 1901. Hallgr. Sveinsson. ----oöOggooo---- Ný norðurfór. Norðurfarinn Evelin B.Baldr tvin, einn í norðurför þeirra Peary’s og Well- tnann’s, er þeir fóru til Franz Jóseps lands, til að leita að Andrée, árið 1898, œtlar i ár að leggja af stað í nýja norðurför á skipinu „America“, sem hann keypti ný skeð í Hull. — Býst hann við, að norðurfór þessi standi yfir í tvö ár, og hefur amerískur milljónaeigandi, Zigler að nafni, heitið, að leggja fram fé það, sem með þarf. Parísar-sýningin. Útgjöldin við Parísarsýn- inguna hafa alls numið 116'/2 milj. franka, en tekjurnar að eins 114,156,000 fr., svo að ‘2,044,000 fr. vantar á, að sýningin hafi horið sig, þótt aðsóknin væri mikil. „Hallfroður yandræðaskáld“. Svo nefnist nýtt leikrit, sem danska skáldið Holger Drach- mann hefur nýlega samið, og er efnið að nokkru leyti tekið úr fornsögum vorum, eins og nafnið bendir til. 200 ára afniæli. 18. jan. þ. á. voru liðin rétt 200 ár, síðan Friðrik I. fékk Prússland lýst konungsríki, og stóð til, að mikil hátíðahöld yrðu í minningu þess á Prússlandi í f. m. „Sverð og bagall“. Hr. Hinrik Ussing, sem kunnur er orðinn íslendingum af ritgjörðum í „Eimr.“, befur snúið leikriti hr. Indriða Ein- arssonar, er að ofan getur, á dönsku, og kemur sú þýðing hans á prent í ár í Kaupmannahöfn. Arið, sem leið, lentu 342 þús. vesturfara í New York í Bandaríkjunum, eða 100 þúsund- um fleiri. en árið fyrir. Af vesturförum þess- um voru 99 þús. ítala, sem þykja miðlungi góðir innflytjendur. Jíorska lilaðið „Yerdens Gang“, sem margir íslendingar kannast við, er nú orðin eign hluta- félags, og er hlutaféð 400 þvis. krónur, en hver hlutur 500 kr. Allt hlutaféð er þó, sem stendur, að eins eign þriggja manna. Jíýr falsspámaður („rnahdí") er risinn upp í Súdan, og kvað hafa fengið all-marga áhang- endur meðal Mahomedstrúarmanna, einkum í héruðunum á landamærum Abessiníu og Somalí. Telja sumir, að dráp Jenners, landstjóra Breta i ./vún-landi, stafi af trúaræsingi þeim, er hann hefur vakið. Nicaragua-skipaskurðurinn. Nefnd sú, or Bandamanna-þingið skipaði fyrir nokkru, til þess að rannsaka, hvað kosta myndi, að graf'a skipgengan skurð gegnum Nicaragua-eyöið, milli AtlantshafsÍDS og Kyrrahafsins, til þess að spara skipum allan óra-veginn kringum Suður- Ameríku, hefur nú ný skeð lýst skoðun sinni á máli þessu. Áætlar nefndin, að kostnaðurinn myndi nema alls 200,540,000 dollara, og verður skurðurinn alls 130 enskar mílur á lengd, 35 feta djúpur, og breiddin 150 fet i botninum. Gert er ráð fyrir, að verkinu gæti orðið lokið að 10 árum liðnum. Prestur kærður. Óviöfelldin aöferð. Það er nú orðið hljóðbært hér í hér- aðinu, að hr. Sigurður Pálsson, verzlun- arstjóri á Hesteyri, Hornstrendinganna politiski fræða-faðir, og góðkunni póst- afgreiðslumaður m. m„ hafi á síðastl. hausti sent biskupinum, hr. Hallgrími Sveinssyni, all-borginmannlega kæru yfir prestinum síra Páli Sívertsen á Stað í Aðalvik. Kæru þessa sendi síðan biskupinn hóraðsprófastinum, sira Þorvaldi Jónssyni á ísafirði, til umsagnar, svo sem venja er til, og svaraði prófastui' því bréfi biskups 20. okt. .síðastl., án þess að hann á neinn hátt gerði síra Páli Sívertsen áður aðvart um hœruna, eða leitaði umsagnar lians um hana. Hverjar tillögur prófasts hafi verið, vitum vór eigi, nema hvað líklegt þykir, að þær hafi fremur gengið kærandanum — góðkunningja hans frá þingkosning- arbaráttunni — í vil, því að svo bregður við bróf prófasts, að biskupinn með bréfi, dags. 7. nóv. síðastl., leggur fyrir prófast, að tjá síra Páli Sívertsen, að biskup telji heppilegast, þar sem heilsa hans muni biluð, að hann fái sér læknis- vottorð, og sæki um lausn frá prestsskap, svo að komist verði hjá rannsókn, út af kærunni. Þetta bréf biskups tilkynnti prófast- ur síra Páli Sívertsen síðan með bréfi, dags. 18. des. f. á., og er þess þar mjög hvetjandi, að sira Páll beiðist lausnar- innar. Má geta nærri, hvernig síra Páli Sív- ertsen hafi orðið við, er hann þá fyrst, rótt fyrir jólin, fær að vita um allf þetta laumuspil, sem leikið hefur verið á hak við hann mánuðum saman, án þess hann fengi nokkurn pata af. Af bréfi biskups, dags. 7. nóv. f. á., má sjá, að „safnaðarfulltrúi“(!) Sigurður Pálsson liefur kvartað til biskups: „safnaðarins vegna um vanrækslu síra Páls Sivertsen’s á því, að messa næstl. sumar á Hesteyri*, tregðu hans til þessa, og yfir höfuð vanrækslu hans, sökum heiisuhrests, til allrar prestsþjónustu“. Af orðum kæru þessarar („safnaðarins vegna“), er svo að sjá — og svo virðist hafa verið ætlast til, að biskup skyldi skilja það —, sem samvizkusamur safn- aðarfulltrúi(!) sé, með kæru þessari, að reka erindi safnaðarins! En eptir því sem skilríkir menn úr sókn sira Páls Sívertsen hafa skýrt oss frá, þá vissu menn þar nyrðra ekkert af þessu tiitæki Sig. Pálssonar, fyr en ofan nefnt hréf p/rófasts, dags. 13. des. síðastl., barst þangað norður. Það er því talið vist, að hr. Sig. Pálsson hafi einskis manns urnboð haft til kœru þessarar, en eingöngu tekið þetta upp hjá sjálfum sór, og só að reka sitt eigið erindi, og þjóna sinni lundu. Hvívetna i sóknum sira Páls Sívert- sen’s kvað þvi þetta laumuspil Sig. Páls- sonar (og prófasts?) mælast illa fyrir, enda er það almannarómur þar nyrðra, að naumast geti skylduræknari prest, en síra Pál Sivertsen, bæði að þvi er hús- vitjanir, barnauppfræðslu, og önnur em- bættisverk i þessu örðuga útkjálkapresta- kalli snertir. Sýnist mörgum, að nægja hefði mátt með fólagsskapinn þeirra prófasts og Hesteyrar-factorsins við alþingiskosning- arnar síðustu, þótt eigi slægju þeir pjönk- um sínum saman í fleiru. Annars er, fyrir kunnuga, naumast gott að verjast brosi, að hugsa sór hr. Sig. Pálsson, Hesteyrar-factor, sem vandandi um kirkjulíf og kristindóm! Yerður það, er varir, og ekki varir. Sira Páll Sívertsen kvað nú hafa ritað biskupi, og beiðzt þess, að fá eptirrit af kærunni, sem fráleitt verður nein tyrir- staða á, allra sizt er biskup faer að vita, hve pukurslega kæra þessi er til orðin, og að eins eins manns verk, að því er virðist. Munu og safnaðamenn síra Pá.ls Sí- vertsen’s óska þess almennt, að þeir fái enn að njóta prestsþjónustu hans sem lengst, meðau heilsu hans fer eigi meira hnignandi, en enn er, og að sú miður hreinlyndislega aðferð, sem nú hefur beitt verið, til að reyna að bola hann frá prestskap, nái eigi tilgangi sínum. -- *) Hesteyrarkirkja var vígð 3. sept. 1899, og messaði sira Páll Sívertsen þar þrisvar það ár, en 6 messur flutti hann þar árið, sem leið. Sé nú þess gætt, að kirkja þessi var reist að ó- þörfu, þvert á móti óskum meginhluta safn- aðarins, þá verður eigi betur séð, en að síra Páll Sivertsen hati gert auka-kirkju þessari fuli hátt undir höfði. Til samanburðar er fróðlegt að minnast hænahússins í Furufirði, sem fullreist var í á- gústmán. 1899, en prófastur Þorv. Jónsson hef- ur enn í dag eigi komizt til að „vígja“. né heldur að sira Kjartan hafi „vígt“ það. eða ine8sað þar, og er þó ólíku saman að jafna, Hesteyrarkirkju og Furufjarðar-bænahúsinu. livað þörfina snertir.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.