Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.03.1901, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.03.1901, Blaðsíða 1
VerO árgangsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlmdi8 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aöarlok. ÞJÓÐVILJINN. - j= FlMMTÁNDI ÁB9AN9C8. =1 =- —s-RITST JÓEI: SKÚLI THORODDSE N. ==íeo<s?— Uppsöyn skrifteg. ógiid nema komin sétilvtgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaOar. og kaupandi ! satnhUða uppsögninni \ borgi skuld sína fyrir i blaöið. M 11.-12. ÍSAFIRÐI. 16. MARZ. 10 0 1. Biðjið ætíð um: Otto Monsteds Danska smjörlíki, sem er alveg eins notadrjngt og bragðgott, eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu, í samanburði við gæðin. Fæst IxJét Kanpmömiiiiium. Bagalegt stj órnar-aðgerðarleysi. Burt með landshöfðingjann! Sérstakur ráðherra. Opt megum vér Islendingar á því kenna, hve afar-bagalegt oss er ráðherra- leysið, eða réttara sagt það hjákátlega fyrirkomulag, að æðsta stjórn sérmála vorra skuli vera í höndum danska dóms- málaráðherrans, sem hefur þau — ann- ríkis og ókunnugleika vegna — algjör- lega í hjáverkum, og sinnir þeim að eins sem allra minnst hann getur. Eitt dæmið af mörgum er stjórnar- skrármálið. Enginn minnsti vafi getur á því leik- ið, að breytingar þær á stjórnarfari lands- ins, sem nú eru á dagskrá, væru þegar komnar á, fyrir 1—2 árum, ef vér hefð- um haft ráðherra, sem lagt hefði nokkra alúð við það mál. Síðan 1897 hafa ráðherrar vorir, hver fram af öðrum, látið svo í veðri vaka, sem þeir væru breytingum þessum fylgj- andi, og það er engin ástæða, til að ve- fengja, að svo hafi þeir verið upp á sinn máta, eða með sínu lagi. En þetta lag hefur verið nauða svip- að allri háttserni þeirra í öllum öðrum málum vorum. Sé ferill þeirra rakinn, síðan 1897, er stjórnin loks tók stakkaskiptum í stjórn- arskrármálinu, þá rekur maður sig á ekkert, nema stakasta áhugaleysi, og dæmafátt aðgjörðarleysi. Þar verður ekkert ftindið, er svipi til áhuga, eða nokkurrar framtakssemi. Engin viðleitni sjáanleg, er að því miði, að reyna að koma þjóðinni út úr ógöngunum. Jafn rnikið sem á hefur gengið her á landi þessi árin, út af þessu velferðar- máli, þá hefur þó ráðherrans hvergi orð- ið vart fremur, en hann enginn væri til. Þekkja menn í nokkru öðru landi daemi til annars eins? Allir, sem kunnugir eru hér á landi, vita, að allur þorri hugsandi manna þjóð- arinnar er stjórnarskrárbreytingunum fylgjandi í hjarta, og þráir heitt þá stund, að komast út. úr ógöngunum. Jafn einfalt mál, eins og það er, að betra sé, að fá ráðherrann til viðtals og samninga á þingi, en að semja við lands- höfðingjann, sem ekkert vald til samn- inga hefur, að betra sé, að ráðherrann tali og skilji mál vort, en að hann skilji varla eitt orð í islenzku, og að betra sé, að hann beri lagalega ábyrgð á stjórnar- störfum sinum, en að hann sé ábyrgðar- laus, allt þetta er svo ofur-skiljanlegt, óflókið og sjálfsagt, að um það getur enginn ágreiningur átt sér stað i alvöru. Allt það, sem á móti þessum stjórn- arskrárbreytingum h<>fur heyrzt haft, hef- ur þá líka annað tveggja verið sprottið af barnalegum misskilningi, eða það hef- ur að eins verið alvörulaust mál, til yfir- skins Dotað. Leyndarmálið opinbera, sem allir menn á landi voru nú orðið vita, það er þetta, að það er einn maður hér á landi, sem af persónulegri válda-fysn, eða má ske fyrir eigin hagsmuna sakir, er stjórn- arskrárbreytingunni móthverfur. Og þessi eini maður er Magn- ús 1 an ds h ö f ð in gi Stephensen. Það er auðséð, að hann væntir sér eigi ráðherratignar, þótt breytingin kom- ist á — veit sig, sem er, vera alveg ó- hæfan til þeirrar stöðu —, en kennir sér eigi geð til þess, á gamals aldri, að standa undir íslenzkum ráðherra, gagnkunnugum islenzkum málum, og tímir ekki, embætt- isiaunanna vegna, að leggja frá sér em- bættið, enda þótt mörg þúsund króna eptirlaun séu í aðra hönd. I byrjun þingsÍDS 1897 beitti hann sér því mjög ósleitilega gegn stjórnar- skrárbreytingunum, umhverfði boðum ráðherrans til þingsins, og gerði sitt til þess á allar lundir, að reyna að strá út tortryggni og misskilningi. Vegna embættisstöðu sinnar — og hennar vegna eingöngu — á hann tals- vert undir sér á þingi, ekki sizt síðan hann fékk höfðingjasloikjuna og veizlu- kónginn Jón Yidalín, með sinn alkunna hala, á sitt band. Og svo var þá öllum peðunum þess- um leikið fram, taflið vannst, því málð féll, sem kunnugt er. Þetta var nú í þá tið, og landshöfð- ingi var þá óefað þeirrar skoðunar, að ráðherrann fengi alls ekkert um þetta afrek sitt að vita, hélt sig verða einah um, að færa honum fréttirnar, sem vant var, og vissi, að öll islenzk blöð voru ráðherranum, sem lokuð bók, þar sem hann ekki skildi íslenzka tungu. En tímarnir voru breyttir. StjórnbótaflokkurinD nýi hafði séð, að ætti einhverju ágengt að verða, þá tjáði nú ekki annað, en að gera mál vor sem allra kunnust í dönskum blöðuin, láta ekki landshöfðingjann jafnan vera einan til frásagnar, sem verið hafði. Starfsviðið þurfti að nokkuru leyti að breytast, „agitationin“ að færast til Kaupmannahafnar. Stjórnbótaflokkurinn sá því um það, að ráðherranum, og dönskum blaðlesend- um, yrði þessi einkennilega framkoma landshöfðingja þegar kunnug. Hann gat því ekki leynzt. Og þá fór nú hjartað, sem kunnugt er, að færast nokkuð neðarlega. Skólastjóri Jón A. Hjaltalin var þá, sem menn muna, sendur út af örkinni, til að skrifa varnargreinar fyrir hann í dönsk blöð; en dr. Valtyr Ouðmundsson svaraði þá jafn harðan svo einbeitt, að betur hefði þótt ófarið hjá Hjcdtalín. Yar þá Iryggvi riddari Ounnarsson látinn utan fara í des. 1897 — í bankans erindum, að sagt var —, en vitanlega aðallega í því skyni, að reyna að telja ráðherranum hughvarf í stjórnarskrármál- inu, og bata fyrir landshöfðingja*. En með því að sending hr. banka- stjórans — sem aldrei hefur neitt í stjórn- arskrármálinu skilið — mun að líkindum hafa haft lítið að þýða, þá sá Magnús landshöfðingi Stepliensen sér þann kost- inn einn færan, að fara sjálfur utaD, og friðmælast við ráðherrann. Framkomu sína á alþinginu 1897 kenndi hann þá veikindum, að sagt er, lofaði að styðja stjórnbótina eptirleiðis röksamlega, og var þvi tekinn til náðar. Öllum landslýð er nú kunnugt það spil, sem hann síðan hefur leikið. Hann hefur talað með stjórnbótinni á þingi, en deplað um leið augunum, ef svo mætti að orði kveða. Og svo gekk þá taflið, sem fyr. *) í þessari utanför sinni fræddi Tryggvi riddari ráðherrann, Rump sáluga, raeðal annars á því — vér vitum það áreiðanlega —, að þjóð- in væri stjórnarskrArbreytingunni algjörlega móthverf(!), og að ritstjóri blaðs þessa væri, meðal annars, sjálf fallinn við næstu kosning- ar í ísafjarðarsýslu! — Ritstj.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.