Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.03.1901, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.03.1901, Blaðsíða 6
46 ÞjÓÐVII.JINN. XY, 11.—12. Myndi það gera árbókina fjölbreyfctari, ef félagsstjómin gerði sór far um, að fá fleiri, til að láta þar tii sín heyra, enda virðist oss sumt af því, sem árbókin flytur að þessu sinni, fremur ómerkilegt og fátæklegt. Af fólagaskrá þeirri, sem árbókinni fylgir, sóst, að fólaginu gjaldast árstillög fiá meðlimum sínum miðlungi vel, og er það bagalegt, jafti þröngur sem fjárhag- urinn er, og margt, sem ógert er. Good-Templar reglan. Eptir því sem skýrt var frá í blaði Good- Templara ný skeð, þá var tala fullorðinna meðlima 1. nóv. síðastl. 2865, sem er 72 meðlimum fleira, en 1. nóv. árið fyrir, og er því svo að sjá, sem Good-Templ- ara reglan sé fremur að færa út kvíarnar hér á landi. Á hinn bóginn bara skýrslur um að- flutt áfengi á seinni árum þess ekki sjá- anlegan vottinn, að áfengisnautnin minnki, og mætti af því ráða, að annað hvort gangi fátt „drekkandi manna“ í félagið, eða að hinir, sem utan reglunnar eru, súpi þá þess meira. Annars eru skýrslur þær, sem Good- Templarar birta, um meðlimaQölda sinn, fremur villandi, þar sem ekki er til greint, hve margt meðlimanna só kvenn- fólk. Hér á landi þarf kvennfólk, sem bet- ur fer, ekki að ganga í vínbindindi, þar sem sára-fátt kvennfólk neytir áfengis, sízt til skaða. Það fer flest í stúkurnar af skemmt- anafýsn, til þess að fá færi á að dansa og „trallau, vera með á „böggla“-kvöld- um, tombólum, sjónleikum o. fl., sem nú er orðið ómissandi, til þess að halda sér frá „fyllirííu, og vill þó duga misjafnt. En líklega mun láta nærri, að frekur helmingur allra meðlimanna só kvenn- fólk, og sést þá betur, hve mikið reglan á enn óstarfað. —------------- Hlutafólagsbankinn. Sam- kvæmt áskorun siðasfca alþingis hefur stjórnin undirbúið frumvarp um stofnun hlutafélagsbanka, og verður það nú lagt fyrir næsta þing, sem stjórnarfrumvarp. Yæri mjög æskilegt, að frumvarp þetta yrði birt almenningi sem allra fyrst, svo að blöðin eigi kost á að ræða það fyrir þing, og þingmálafundir geti látið uppi tillögur sínar um það á komanda vori. Næst stjórnarskrármálinu, má banka- málið teljast þýðingarmesta mál lands- ins, eins og nú hagar, og skiptir því eigi litlu, að því verði til heppilegra lykta ráðið. 11 i t.t og þetta. Er Parnell á lífl í Allt af eru öðru hvoru að gjósa upp nýjar og nýjar fregnir um það, að írski stjórnmálamaðurinn Parnell sé enn á lífi. — Siðasti kvitturinn er sá, að hann hafi komið sér í dularklæðum til Suður-Afríku, og hafi það að eins verið leirlikneski af honum, er jarðað var um árið. Hafi hann síðan skipt um nafn, og sé Christian De Wet, Búa-herfor- inginn nafnkunni, Parnell í eigin persónu, enda sé De Wet að ásýndum alveg eins og Pamell var, nema nokkuru ellilegri, sem eðlilegt sé. ísafirði 16. marz 1901. Tíöarfar. Síðustu vikuna hefur tið verið öllu vetrarlegri: norðanátt, frost nokkur og kafald. -}• 4. þ. m. andaðist að Látrum í Vatnsfjarð- arsveit hér i sýslu húsfreyjan Þóra Jóhannes- dóttir, 56 ára að aldri, kona Helga bónda Ein- arssonar á Látrum. — Foreldrar hennar voru Jóhannes hóndi Jónsson á Blámýri og Guð- finna Andrésdóttir, Jónssonar á Hjöllum. — Hún var tvígipt, og var í'yrri maður hennar Jón Jónssnn, og bjuggu þau þá i Þernuvik í Ogurhreppi. Með þessum raanni sínum eign- aðist hún þrjú börn, og eru að eins tvö þeirra á lifi: Maria Elízabet, gipt Helga hónda Guð- mundssyni á Eyri i ísafirði, og Svanhildur, sem enn er ógipt. — Fyrri mann sinn missti hún, eptir skamma samhúð, árið 1868, og fluttist þá um vorið að Borg í Skötufirði, og bjó þar, sem ekkja, i tvö ár, unz hún árið 1870 giptist eptir- lifandi manni sínum, Helga Einarss-yni. er verið hafði ráðsmaður hennar, og aðal-fyrirvinna, síðara árið. Bjuggu þau hjónin síðan 4 ár að Borg í Skötufirði, og fluttu svo þaðan húferl- um að Látrum i Mjóafirði, og hafa húið þar síðan. Með þessum seinni manni sínum eignaðist hún alls 12 börn, ellefu drengi og eina stúlku, og eru nú að eins þrjú barna þessara á lífi: Jóhannes, Einar og Þórarinn. Þóra heitin var kona mjög vel verki farin, er stundaði hú sitt og heimili með alúð og dugnaði, þriíum og sparsemi. Börnum sínum, og eiginmanni, var hún góð móðir og eigin- kona, og er hennar þvi sárt saknað af vanda- mönnum hennar, og öðrum, er kynni höfðu af henni. Hún hafði lengi verið heilsutæp, og legið margar þungar og langar legur, og síðast verið rúmföst, siðan í fyrra um sumarmálin. Aflabrögð. í norðanhretinu i fyrri viku gekk fiskur mjög inn í Djúpið, og hefur atíinn 64 á jökul-bungunum, og að þetta hafi verið svipurinn bans, sem birtist mór í nótt“, mælti Battisto. „Battisto!u, mælti nú bróðir minn. „Sé hann lif- andi, þá verður að' hjálpa honum, og só hann dáinn, þá verður að sjá svo um, að lík hans fái legu i vigðri mold, jeg er líka hræddur um það sjálfur, að eifcthvað slys hafi að boriðu. Bróðir minn sagði Battisto þvi næst, hvað fyrir sjálfan hann hefði borið, og gerði síðan boð eptir þrem- ur beztu leiðsögumönnunum, sem fáanlegir voru í Lauterbrunnen, og undirbjó allt, sem þurfti, til göngu upp á jökulbreiðurnar. En þó að hafður væri á allur hraði, þá var þó komið fram undir hádegi, þegar lagt var upp. Eyrst var ekið til Stechelberg, og stigið þar úr vögnunum. Þaðan var svo gengið upp brattan stig, er lá til vinstri handar við háan jökulhrygg, beint á rnóti Breithorn -jöklinum. Góðan kipp lá svo leiðin gegnum greniskóg, unz komið var að kofum þeim, sem S t e i n b e r g eru nefndir. Þar voru nestispelarnir fýlltir vatni, vaðböndunum komið i lag, og allt búið sem bezt undir förina yfir Tscklingel-jökulinn. Eptir fáar mínútur hófst svo jökulgangan. Að nokkurri stund liðinni, létu svo leiðsögumenn- irnir staðar numið, og voru nú ráð um það sarnan tekin, hvort halda skyldi. Urðu menn á það sáttir, að halda nyrðri veginn, er til hægri handar lá, en ekki hinn, sem, lá á milli klettanna. 69 Hún hafði stór, stór augu, sem virtust þó fjörlaus roeð öllu. Kjóllinn hennar var hvítur, en á hálsklútnum henn- ar sáusfc þrír stórir blóðblettir. Víst var um það, að jeg fann ekki hjá mér neina minnstu löngun, til að fara að fylgjast með henni“. „En ávarpaði hún þig þá ekkert“, spurði undir- foringinn alvarlega. „Ekki með einu orðiu, svaraði dátinn. „Hún stóð þétt við rúmið mitt, og lagði af henni svo kaldan blæ, sem kæmi hún beint úr gröfinni. Hún benti mér þrívegis, en breytti þó eigi svip sínum að neinu. Hönd hennar var skinhoruð, og gul í gegn, sem dauðinn. Það fór hrollur um mig, er eg hugsaði fcil þess, að hún kynni að snerta mig. Við þann hroll vaknaði eg, og þá var sýnin mér horfinu. Þeir, dátinn og undirforinginn, spjölluðu nú nokkra stund um draum þenna, og taldi undirforinginn róttast, að minnast hans við engan að neinu. En nóttina eptir dreymir dátann stúlkuna aptur, og fór honum þá ekki að verða um sel, er hún ávarpaði hann, í lágum róm. með svo felldum orðum: „ Jeg hefi engan frið i gröfinni. Enginn hefur lagt mig til, sem kristnum hæfir. Aumkvastu því yfir mig, og taktu burtu þyngslin, sem á dys minni hvílau. Við þetta vaknaði dátinn, skjálfandi af hræðslu, og

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.